Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                                !  ÍSLENSKT viðskiptalíf er ekki fyrir letiblóð. Þeir sem viljafara í golf klukkan þrjú alla daga (golfhermi á veturna) verðaað leita sér að rólegri vinnu en forstjórastarfi hjá stóru fyr-irtæki. Samkeppni hefur aukist til muna í flestum geirum og menn sem ætla sér að vera á toppnum verða að vera á tánum. Ávallt reiðubúnir, 24 tíma á sólarhring, alla daga vikunnar, allan ársins hring. Það er lýjandi starf að vera forstjóri. Því er vel skiljanlegt að menn vilji draga úr vinnuálaginu svolít- ið fyrr en venja er til. Valur Valsson óskaði eftir því að hætta sem forstjóri Íslandsbanka 15. mars, en þá verður hann nýorðinn 59 ára. Valur er á besta aldri og rómaður sem einn allra traustasti bankamaður Íslendinga. Af hverju er hann að setjast í helgan stein svo snemma? Í samtali við Morgunblaðið sagði hann: „Nú nálgast ég sextugt og þá líður brátt að því að ég geti farið á eft- irlaun. Segja má að með því að hætta núna taki ég forskot á sæl- una. Ég hef verið í starfi undanfarna áratugi sem hefur stjórnað tíma mínum að mestu leyti. Nú ætla ég að taka völdin og stjórna tíma mínum sjálfur. Fyrst og fremst hyggst ég nota tímann til að njóta lífsins.“ Búinn að sanna sig Valur á að baki 30 ára farsælan starfsferil, fyrst hjá Iðnaðarbankanum, en svo Íslandsbanka, þar sem hann hefur verið bankastjóri eða forstjóri síðustu 20 ár. Hann hefur ábyggilega hugsað sem svo, að núna væri kjörinn tími til að víkja fyrir ungum og metnaðarfullum mönnum, sem e.t.v. hefðu enn eitthvað að sanna fyrir umheiminum. Valur er löngu búinn að sanna sig. Geir Magnússon lét einnig nýlega af störfum hjá Keri, eign- arhaldsfélagi Olíufélagsins, að eigin ósk. Hann er á svipuðum aldri og Valur, rétt orðinn sextugur. Geir ætlar líka að „labba hægar,“ eins og hann orðaði það við Morgunblaðið. „Ég upplifi það, eftir því sem færri mánuðir eru eftir í starfi, að staðan er óþægileg; bæði fyrir mig og fyr- irtækið. Breytingarnar í rekstri eru svo miklar um þessar mundir að það háir mér í starfi að hafa svo stuttan tíma sem raun ber vitni. Það háir líka fyrirtækinu ef sá sem kemur breytingunum í framkvæmd fylgir þeim ekki eftir.“ Auðvitað hlýtur ákvörðun af þessari stærðargráðu að fylgja ákveðinn tregi og söknuður. Axel Gíslason, sem í september hætti sem forstjóri VÍS, 57 ára að aldri, sagði þá við Morgunblaðið: „Persónulega er þetta mikil ákvörðun fyrir mig. Það er með sökn- uði sem ég fer frá VÍS um áramótin, en ég hlakka líka til að fá tíma og tækifæri til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég hef verið hjá félaginu frá því það var stofnað fyrir fjórtán árum og alls í stjórnunarstörfum í þrjátíu ár. Svo ef ég á að skipta um gír er ekki seinna vænna. Mig langaði til þess að það gæti orðið meðan heilsa og kraftar eru í góðu lagi og tók þá ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína.“ Menn lýjast á keyrslunni. Það getur ekki talist nema jákvætt að þeir, sem staðið hafa í eldlínunni árum eða áratugum saman, ákveði að uppskera árangur erfiðis síns á meðan líkamlegt og andlegt atgervi leyfir. Um leið gefst færi á endurnýjun í íslensku viðskiptalífi með nýjum mönnum og nýjum hugmyndum. Reuters Innherji skrifar Hinn helgi steinn heillar Það er vel skilj- anlegt að menn vilji draga úr vinnuálag- inu svolítið fyrr en venja er til. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● VÆNTINGAVÍSITALAN í Bandaríkjunum heldur áfram að falla. BBC segir að ástæðan sé einkum ótryggt efnahagsástand og óvissa á vinnumarkaði í aðdrag- anda hugsanlegs stríðs við Íraka. Væntingavísitalan fyrir janúar lækkaði í 79,0 stig úr 80,7 stigum í des- ember og hefur hún þá lækkað milli mánaða alls sjö sinnum á síðustu átta mánuðum. Vísitalan hef- ur ekki verið lægri frá því í nóvember 1993. Rannsóknarfyrirtækið Conference Board stendur að baki mælingu á væntingavísitöl- unni í Bandaríkjunum sem BBC vitnar til. Í fyrradag var greint frá því að væntinga- vísitala Gallup hér á landi fyrir janúar hefði hækkað um 4,3 stig í 103,1 stig. Það að væntingavísitala sé á tilteknum tíma 100 merkir að það séu jafn margir já- kvæðir og neikvæðir svarendur í könnun um efnahagslífið, atvinnuástandið og tekjur heimilisins. Ef vísitalan er yfir 100 eru fleiri já- kvæðir en öfugt ef hún er undir 100. Væntingavísitalan í Bandaríkjunum lækkar enn ◆ ◆ ● FLUGFÉLAGIÐ Delta Air Lines, þriðja stærsta flugfélag Bandaríkjanna, hefur stofnað lágfargjaldaflugfélag sem verður al- farið í eigu Delta. Reuters fréttastofan segir að Time Magazine hafi heimildir fyrir því að hið nýja flugfélag hafi fengið nafnið Song, en talsmenn Delta vilji ekki tjá sig um hvort það sé rétt. Reuters segir að stjórnendur Delta reikni með að hið nýja flugfélag muni flytja um 10% af heildarflugfarþegum samsteypunnar. Áhersla verði lögð á flug milli borga á austur- strönd Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar nýja flugfélagsins verða í Atlanta í Georgíuríki. Helstu keppinautarnir á lágfargjaldamark- aðnum í Bandaríkjunum, Southwest, JetBlue og AirTran Holding, hafa öll nýlega tilkynnt um hagnað af rekstrinum. Tap af rekstri Delta á síðasta ársfjórðungi 2002 nam hins vegar 363 milljónum Bandaríkjadala. Delta stofnar lágfargjaldaflugfélag ll FLUGREKSTUR ● FLUGFARGJÖLD milli Bretlands og Þýska- lands hafa farið niður í um eitt sterlingspund að undanförnu, jafnvirði um 130 íslenskra króna. Þetta er útkoman úr far- gjaldastríði írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair og nýs þýsks keppinautar, German- wings, sem er að hluta til í eigu Lufthansa. BBC greinir frá þessu. Það var Germanwings sem hóf að bjóða flug milli Stansted flugvallar í Lundúnum og Kölnar fyrir eitt pund með morgunflugi. Ryan- air svaraði þessu boði með því að bjóða flug- far milli Stansted og Frankfurt fyrir 50 pens. BBC segir að flugfélögin muni tapa á þess- um flugmiðum því þau standi sjálf straum af sköttum vegna þeirra. Með sköttum einum og sér þyrfti flugfargjald að kosta um 15 pund. Flugfar á eitt pund BRESKA fyrirtækið BAA plc. spáir því að brottfarar- og komu- farþegum um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgi um 8% á árinu 2003. Helstu ástæður eru tilkoma tveggja nýrra flugfélaga sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll og breytingar á leiðakerfi Flugleiða. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Flugstöðinnni er spáð áframhaldandi fækkun á flugskiptifarþegum frá síðasta ári. Farþegum á leið um Flugstöð- ina fjölgaði jafnt og þétt á árun- um 1989–2001 en sú þróun breyttist í einu vetfangi með hryðjuverkunum í New York 11. september 2001. „Fækkun varð á farþegum, ekki síst vegna breyttra áherslna Flugleiða á samsetningu farþega. Þar mun- aði mestu um 27,7% fækkun flug- skiptifarþega á síðasta ári. Heild- arsamdráttur á árinu 2002 frá árinu á undan varð því 10,4%. Talið er að botninum sé náð og reiknað er með að farþegafjöldi verði kominn í fyrra horf á næstu misserum. Nú þegar eru mjög já- kvæðar vísbendingar um fjölgun farþega á þessu ári og sýna tölur síðustu þriggja mánaða að með- altali 11,4% aukningu. Spár gera ráð fyrir að fjöldi farþega verði orðinn 1,6 milljónir árið 2005, nærri fjögur hundruð þúsund fleiri en á síðasta ári,“ segir í til- kynningunni. Jafnframt kemur fram að sala í verslunum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar dróst saman á síð- asta ári um 2,6% vegna fækkunar farþega eða úr um 3.642 milljón- um í 3.548 milljónir króna. Spáð 8% fjölgun far- þega um flugstöðina Tvö ný flugfélög meginástæðan ◆ SAMTALS voru 3.120 ný hlutafélög og einkahlutafélög skráð hjá fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands á síðasta ári, um 67% fleiri en árinu 2001. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Hagstofunni. Fram kemur í tilkynningunni að nýskráningar félaga hafi öll ár- in 1998–2002 verið flestar í yfirflokknum fasteignaviðskipti, leig- ustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta. Þar undir falli m.a. atvinnu- greinar eins og rekstur eignarhaldsfélaga, leiga atvinnuhúsnæðis, hugbúnaðargerð, rekstrarráðgjöf og tækniráðgjöf arkitekta og verkfræðinga. Árið 2002 voru nýskráningar í þessum yfirflokki at- vinnugreina alls 882 eða 28% af nýskráningum alls á árinu. Yf- irflokkar sem næstir komu voru fiskveiðar með 444 (14%) skrán- ingar, verslun og ýmis viðgerðarþjónusta 431 (14%), bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð 394 (13%) og iðnaður 181 (6%). Ef einstakar atvinnugreinar eru skoðaðar eftir fjölda nýskrán- inga árið 2002 sést að flestar voru í flokknum smábátaútgerð (389), því næst leiga atvinnuhúsnæðis (259), þá húsbyggingar og önnur mannvirkjagerð (215), rekstur eignarhaldsfélaga (116) og matsölustaðir (105). Í öðrum einstökum greinum voru nýskrán- ingar færri en 100 árið 2002. Af landsvæðum voru langflestar nýskráningar á höfuðborgar- svæðinu árið 2002, alls 2.067 eða 66% allra nýskráninga. Suður- land var með næstflestar nýskráningar eða 201 (6,4%), en fæstar nýskráningar eins og undanfarin ár voru á Norðurlandi vestra eða 70 (2,2%). Af þeim 20 atvinnugreinum sem höfðu flestar nýskráningar árið 2002, var landsbyggðin með meira en helming nýskráninga í að- eins 3 atvinnugreinum. Þessar atvinnugreinar eru smábátaútgerð, útgerð fiskiskipa yfir 10 brúttólestir og leiga á vinnuvélum með stjórnanda. Skráning hlutafélaga eykst um 67% HAGNAÐUR Sony samsteypunnar var nærri tvöfalt meiri á síðustu þremur mán- uðum ársins 2002 en á sama tímabili árið áður. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu segir að það sé einkum stóraukinn hagnaður af kvikmynda- deild samsteypunnar sem sé skýringin á þessari bættu afkomu. Financial Times greindi frá þessu í gær. Hagnaður Sony á tímabilinu október til desember 2002 nam um einum milljarði Bandaríkja- dala, jafnvirði um 80 milljarða ís- lenskra króna, sem er um 96% aukning frá sama tímabili árið áður. Mikill hagnaður var af kvikmyndaframleiðslu Sony, m.a. vegna sölu myndanna Köngulóar- maðurinn og Men in Black II á mynddiskum og myndböndum fyrir jólin. Þá var sala á leikja- tölvunni PlayStation góð og sala á ýmsum hugbúnaði jókst milli ára. Einnig dró úr taprekstri ým- issa dótturfyrirtækja, svo sem Sony Ericsson, sameignarfélags þessara fyrirtækja sem framleið- ir farsíma. Hins vegar var hagn- aður Sony af tónlistarútgáfu minni á síðustu mánuðum ársins 2002 en á sama tímabili árið áður. Hagnaður Sony tvöfaldast ● MARGMIÐLUN hf. hefur keypt 75% hlut í Arcis gagnaöryggi ehf. en meðal lausna sem Arcis býður upp á eru eldveggir frá WatchGu- ard, vef- og póstsíur frá Mi-meSweeper, ör- yggislausnir frá eEye og Utimaco, ZoneAlarm einkaeldveggi frá ZoneLabs, rafræn skilríki frá AddTrust og diskastjórnunarlausnir frá PowerQuest. Í fréttatilkynningu frá Margmiðlun kemur fram að Sigurður Erlingsson hafi verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Arcis og Gestur Gestsson framkvæmdastjóri Marg- miðlunar hf. verði starfandi stjórnarformaður félagsins. Margmiðlun kaupir 75% í Arcis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.