Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 C 5 NFRÉTTIR  Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Samskipti ræstingarfyrirtækis og viðskiptavina þess eru persónuleg. Til að standa undir því trausti sem okkur er sýnt, vöndum við sérstaklega valið á starfsfólki og brýnum fyrir því, að ganga um vinnustaði, eins og það vill að gengið sé um heimili þeirra. Nákvæm skilgreining sérfræðinga Hreint á ræstiþörf, sérvalinn búnaður og gott skipulag, gerir faglegar ræstingar ekki bara betri, heldur líka ódýrari. Við erum tilbúin að heimsækja þig og veita þér ráðgjöf í ræstingum án nokkurs kostnaðar eða skuldbindinga. Ræstingarþjónusta snýst ekki bara um fagleg vinnubrögð heldur góð samskipti og trúnað við viðskiptavininn Hringdu í síma 420 8806. Glæsilegir salir fyrir fundi, ráðstefnur og mannfagnað í Bláa lóninu og einnig í Eldborg (800 m frá Bláa lóninu). www.bluelagoon.is Hver fundur er undur! LANDSVIRKJUN hefur í hyggju að stofna eigin tryggingafélag til að taka að sér hluta af tryggingum fyr- irtækisins, en árleg iðgjöld Lands- virkjunar vegna altjónstrygginga hafa þrefaldast frá árinu 2001 og nema um 150 milljónum á ári. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segir að fyrirætlanir Landsvirkjunar um að stofna eigin tryggingafélag virðist ekki muni hafa áhrif á innlend- an tryggingamarkað. Um sé að ræða tryggingar á stórum mannvirkjum sem nú séu tryggð erlendis. Finnur segir að endurtrygginga- samningar hafi hækkað að undan- förnu og á því séu þrjár skýringar; at- burðirnir ellefta september 2001 í Bandaríkjunum, náttúruhamfarirnar í Evrópu og ástand á fjármálamörk- uðum. Landsvirkjun muni ekki geta keypt sig frá þessum hækkunum. Hann segir að það hvort ávinningur verði af þessu muni ráðast af því hvort Landsvirkjun muni ná hag- stæðari samningum við endurtryggj- endur en tryggingafélög sem hafi löng og góð viðskiptasambönd við er- lenda endurtryggjendur. Finnur segist aðspurður ekki geta sagt til um hvort aðrir muni fara sömu leið og Landsvirkjun hefur í hyggju og hann segist ekki leggja mat á hvort ávinningur verði af þessu fyrir Landsvirkjun. Þetta sé þekkt meðal erlendra stórfyrirtækja og eðlilegt sé að Landsvirkjun skoði möguleikann ef það telji hugsanlegt að þetta fyr- irkomulag verði því hagstætt. Þorvarður Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs Sjóvár- Almennra trygginga, segir að hug- myndir Landsvirkjunar um að stofna vátryggingafélag til að taka að sér vá- tryggingar á einstökum mannvirkj- um sínum muni engin áhrif hafa á inn- lend vátryggingafélög. Landsvirkjun hafi fyrst og fremst í huga virkjanirn- ar, sem hafi verið vátryggðar beint erlendis um árabil. Aðrar almennar vátryggingar sem tengist daglegum rekstri Landsvirkjunar verði væntan- lega í sama farvegi og nú er. Þorvarður segir að einn ávinning- urinn sem geti orðið af þessu fyrir- komulagi fyrir Landsvirkjun sé að geta hugsanlega samið um hagstæð- ari iðgjöld á alþjóðlegum trygginga- markaði á þeirri endurtrygginga- vernd sem nauðsynleg sé þegar um sé að ræða eignir af þeirri stærðargráðu og verðmæti sem virkjanirnar og mannvirki þeim tengd séu. Lands- virkjun ákveði hvaða eigin áhættu fyrirtækið vilji bera í hverju tjóni. Vá- tryggingafélagið beri hluta áhætt- unnar en annað sé síðan endurtryggt. Þörfin fyrir endurtryggingavernd minnki þar sem mun stærri hluti áhættunnar sé nú hjá Landsvirkjun og dótturfélaginu. Samningsstaða þessara fyrirtækja til að semja um hagstæðari kjör batni því. Vátrygg- ingafélag Landsvirkjunar fái sinn hluta iðgjaldanna auk umboðslauna frá endurtryggjendum. Með jákvæðri rekstrarafkomu styrkist vátrygg- ingafélagið. Það komi eigandanum til góða og félagið geti tekið stærri hluta áhættunnar með tíð og tíma, sem enn kunni að bæta samningsstöðuna. Þorvarður tekur fram að vátrygg- ingafélög þessarar tegundar séu líka stofnuð í öðrum tilgangi, td.vegna áhættu sem sé þess eðlis að erfitt sé að fá vátryggingar vegna hennar á al- mennum markaði. Dæmi séu um að fyrirtæki í sömu grein hafi þá samein- ast um stofnun slíkra félaga. Þorvarður segir að vátrygginga- félög eins og um ræðir í tilviki Lands- virkjunar þekkist vel hjá stórum fyr- irtækjum erlendis. Þessi vátrygg- ingafélög séu yfirleitt sett á fót í löndum þar sem skattar séu lágir, til að mynda á Bermúda, Lúxemborg og Írlandi, og þau hafi litla yfirbyggingu og séu nánast rekin í skrifborðs- skúffu. Í Dublin séu til dæmis yfir 3.000 vátryggingafélög þessarar teg- undar. Í þessum löndum sé reglu- verkið einfaldara, enda sé eftirlits- þörfin með slíkum fyrirtækjum minni en með almennum vátryggingafélög- um. Aðspurður segist Þorvarður ekki telja miklar líkur á að önnur fyrirtæki hér á landi fari sömu leið, því þessi vá- tryggingaaðferð sé ekki sérlega hag- stæð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Engin áhrif á innlend tryggingafélög Mörg stórfyrirtæki erlendis hafa sín eigin tryggingafélög, líkt og Landsvirkjun íhugar ÖSSUR hf. og Landspítali – há- skólasjúkrahús (LSH) hafa und- irritað samstarfssamning sem skapar grundvöll fyrir samvinnu LSH og Össurar á sviði rannsókna og þróunar. „Undirritun samningsins mun gera Össuri kleift að efla til muna rannsóknir og þróun á vörum innan nýrra starfssviða fyrirtækisins og auðvelda fyrirtækinu að sækja á nýja markaði á sviði stuðnings- tækja og sáraumbúða. Þetta er sér- lega mikilvægt fyrir okkur þar sem það er einmitt á þessum nýju svið- um sem fyrirtækið mun sækja vöxt sinn eftir 5 til 10 ár,“ segir Jón Sig- urðsson forstjóri Össurar hf. í fréttatilkynningu. Jón og Magnús Pétursson for- stjóri LSH skrifuðu undir sam- starfssamninginn. Össur og Landspítalinn í samstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.