Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI SJÁVARÚTVEGUR Páfinn, knattspyrnumenn og verkfallsmenn votta látnum stjórn- anda Fiat virðingu. Walter-skammbyssa James Bond verður framvegis framleidd í pólskri saumavélaverksmiðju. Iðnjöfur Ítalíu er fallinn frá og Bond bjargar pólskri verksmiðju GIOVANNI Agnelli, höfuð Fiat-fjölskyld- unnar ítölsku, lést á dögunum. Agnelli var enginn venjulegur kaupsýslumaður; honum hefur verið líkt við stofnun á Ítalíu, rétt eins og Vatíkanið eða forsætisráðherraembættið. Agnelli, sem var 81 árs gamall þegar hann lést, hafði á yngri árum verið áberandi í sam- kvæmislífi Ítalíu, en hafði á sama tíma og alla tíð upp frá því mikil áhrif í stjórnmála- og við- skiptalífinu. Tengsl hans og áhrif náðu reyndar út fyrir landamærin og meðal vina hans voru kóngar, forsetar og forsætisráðherrar og annað áber- andi og áhrifamikið fólk. Hafa má til marks um það hve mikils metinn Agnelli var á Ítalíu, að þegar útför hans fór fram síðastliðinn sunnudag var einnar mínútu þögn á knatt- spyrnuleikjum Ítala og tveimur dögum áður tóku launamenn sér frí frá skipulögðum verk- föllum. Þar að auki fékk hann þá einkunn frá páfanum að hafa verið „einn af leiðtogunum í sögu landsins“. En þó flestir hafi haft þá sómatilfinningu að sýna Giovanni Agnelli virðingu við fráfall hans, var eitt fyrirbæri sem gerði það ekki; hlutabréfamarkaðurinn. Agnelli hafði lengi átt við mikil veikindi að stríða, en þegar kallið kom tók markaðurinn engu að síður kipp og hlutabréfin í Fiat hækkuðu um 6% innan dagsins. Þau lækkuðu að vísu aftur, en þessi hækkun á sér skýringar í þeim erfiðleikum sem bílaframleiðandinn glímir við og afstöðu Agnelli til stöðu fyrirtækisins innan fjöl- skylduveldisins, en hann þvertók alltaf fyrir að fjölskyldan sleppti af því hendinni. Það var ekki Giovanni Agnelli sem stofnaði fyrirtæki fjölskyldunnar, afi hans stofnaði það árið 1899. Agnelli átti hins vegar mikinn þátt í uppbyggingu þess eftir síðari heims- styrjöldina og því veldi sem það varð. Fyr- irtæki fjölskyldunnar eiga ekki aðeins 34% hlut í bílaframleiðandanum Fiat, meðal eigna eru önnur iðnfyrirtæki og fjöldi annarra fyr- irtækja, þeirra á meðal stór dagblöð og ítalskt knattspyrnufélag að nafni Juventus. Þegar betur áraði hjá Fiat stóð framleiðsla þess undir um 5% af þjóðarframleiðslu Ítalíu. Fiat naut ýmiss konar velvildar stjórnvalda og sumir halda því fram að erfiðleikar fyr- irtækisins nú eigi rætur sínar að rekja til þeirrar fyrirgreiðslu sem það naut. Fyrirtæk- ið hafi ekki þurft að laga sig að alþjóðlegri samkeppni heldur hafi það verið varið gegn henni. Þegar að því kom að frjálsræði var aukið hafi fyrirtækið ekki verið tilbúið í slag- inn. Þegar markaðir opnuðust dró úr pólitísk- um áhrifum Agnelli jafnframt því sem Fiat fór að ganga verr. Fjölskyldan hefur nú valið yngri bróður Giovanni Agnelli, Umberto Agnelli, til að leiða fyrirtæki sín, en óvíst er um framtíð bílaframleiðandans Fiat eða hver afstaða fjölskyldunnar til þess fyrirtækis verður. Þó hefur Umberto Agnelli ekki farið leynt með að hann beri ekki sömu tilfinningar til Fiat og bróðir hans. Fjölskyldan hefur engu að síður samþykkt að leggja aukið fé í fyrirtækið, en efasemdir eru uppi um að hún muni vera reiðubúin til að leggja fram nægi- lega mikið fé. Til þess séu eignarhaldsfélög hennar of skuldsett og sennilega verði ekki vilji til að selja önnur fyrirtæki til að leggja fé í Fiat. Enn er þetta allt óljóst, en fjölskyldan er í það minnsta enn að reyna að bjarga fyr- irtækinu og hefur ráðið þekktan fjárfesting- arbanka, Schroder Salomon Smith Barney, til að reyna að töfra fram vænlega leið til að end- urfjármagna Fiat. ll FYRIRTÆKI Haraldur Johannessen Giovanni Agnelli Einn áhrifamesti maður Ítalíu og höfuð Fiat-fjölskyld- unnar er fallinn frá og Fiat á í miklum erfiðleikum haraldurj@mbl.is ◆ ÁHRIFA James Bond gætir víða. Ekki fer á milli mála að það getur verið happadrjúgt að tengjast framleiðslu kvikmyndanna um þennan seigasta njósnara hvíta tjaldsins með einum eða öðrum hætti. Framleiðendur ým- issa vörutegunda sem kappinn hefur notað, eða sem brugðið hefur fyrir í einhverjum þeirra tuttugu kvikmynda sem gerðar hafa verið um hann á síðastliðnum fjórum áratug- um, hafa óspart nýtt sér nafn hans og án efa í mörgum tilvikum notið þess. Þetta á við um þann drykk sem Bond vill hristan en ekki hrærðan, ökutækið sem hann ekur um í hverju sinni, og eyðileggur reyndar ansi oft, úrið á handlegg hans og fjölmargt annað. Gisting á klakahóteli á Íslandi, sem greint var frá fyrir nokkru að aðdáendur hetjunnar hefðu sýnt áhuga á í kjölfar nýjustu mynd- arinnar, Die Another Day, er dæmi um áhrifamáttinn. Í borginni Radom skammt sunnan við Varsjá, höfuðborg Póllands, var fyrir um átta áratugum stofnuð vopnaverksmiðja er nefnd- ist Lucznik. Eftir lok seinni heimsstyrjald- innar árið 1945 var hafin framleiðsla á sauma- vélum og ritvélum í þessari verksmiðju. Saumavélarnar þóttu góðar og voru þær mest seldu í Póllandi og fyrir þær var Lucznik þekktust. Rekstur Lucznik verksmiðjunnar gekk vel til ársins 1989 er Berlínarmúrinn féll. Þá fór að halla undan fæti. Innflutningur á saumavélum til Póllands jókst og Lucznik missti þá markaðsráðandi stöðu sem fyrir- tækið hafði á saumavélamarkaði. En þá kom James Bond til bjargar í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum, að því er greint var frá í grein í pólska vikuritinu Polityka nýlega. Framleiðendur skammbyssunnar sem Bond hefur leyfi Hennar hátignar til að beita óspart, Walter PK, sömdu við stjórnendur Lucznik verksmiðjunnar fyrir nokkrum árum um að byssan yrði sett saman þar. Þetta gjör- breytti stöðu Lucznik verksmiðjunnar. Þar er nú aftur komin upp svipuð staða og var fyrir 1989 nema í stað saumavéla er vopn aðals- merki verksmiðjunnar eins og var fyrir seinni heimsstyrjöldina. Haft er eftir Arkadiusz Krezel, forstjóra iðnþróunarskrifstofu pólska ríkisins, í Polit- yka, að það fari ekki á milli mála að James Bond hafi bjargað Lucznik verksmiðjunni. Þeir sem séu á höttunum eftir skammbyssum vilji margir hverjir ekkert annað en Walter PK eins og James Bond. ll ÁHRIFAMÁTTUR KVIKMYNDA Bond og saumavélar gretar@mbl.is Innsýn í undirstöðun S JÁVARÚTVEGSTENGD menntun hefur átt mjög undir högg að sækja hér á landi á und- anförnum árum. Aðsókn að t.d. Stýrimannaskólanum í Reykja- vík og Vélskóla Íslands hefur minnkað, sem og að sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Þá var starfsemi Fiskvinnslu- skólans í Hafnarfirði hætt vorið 2001 vegna dræmrar aðsóknar. Eins hafa nokkrir framhaldsskólar á landinu boðið upp á sér- stakar sjávarútvegsbrautir en á undan- förnum árum hefur aðsóknin að þessum námsbrautum verið afar dræm, nánast engin. Þó má geta þess að Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur haldið úti námsbraut í netagerð og er skólinn nú kjarnaskóli í veiðarfæragerð á landinu og hefur aðsókn að honum verið góð. Þá hafa fjölmargir framhaldsskólar staðið að námskeiðum til 30 brúttótonna skipstjórnarréttinda eða hins svokallaða pungaprófs. Á það ber hins vegar að líta í þessu sam- hengi að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað mikið á undanförnum árum, sam- hliða miklum breytingum á greininni, s.s sameiningu fyrirtækja og stöðugri tækniþróun og sjálfvirkni. Þannig hefur störfum í fiskvinnslu fækkað um helming á undanförnum tíu til tólf árum og því færri atvinnutækifæri fyrir útskrifaða nemendur með fiskvinnslumenntun. Sjómönnum á fiskiskipum hefur á sama tíma fækkað um þriðjung og skipstjórnarmönnum um fimmtung. Stýrimannaskólinn í Reykjavík mun þó á allra síðustu árum ekki hafa hald- ið í við fyrirsjáanlega þ menntuðu fólki. Atvinnugreinin hefur aðsókn að sjávarútvegs því að koma í auknum m un í greininni, bæði me rekstur skóla og styrk skólanna en einnig ha Sjávarút menntar Aðsókn að sjávarútvegstengdu námi hefur snarminnkað hér á landi á undanförnum ár- um. Í umfjöllun Helga Marar Árnasonar kem- ur fram að merkja megi töluverðar breyt- ingar á uppbyggingu sjávarútvegsmennt- unar á síðustu misserum, með aukinni þátttöku atvinnulífsins. Morgunblaðið/Alfons Hagsmunasamtök og fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í auknum H ÁSKÓLINN í Reykjavík, í samstarfi við Sölu-miðstöð hraðfrystihúsanna, SÍF og Lands-samband íslenskra útvegsmanna, hefur hleyptaf stokkunum valnámskeiði í viðskiptafræði þar sem sérstök áhersla er lögð á að efla vitund og skiln- ing á viðskiptahlið sjávarútvegs og þýðingu hennar fyrir íslenskt hagkerfi, auk þess að stuðla að framþróun í greininni. Aðdraganda þess að námskeiðið var sett á laggirnar má rekja til þess að snemma á þessu ári komu að máli við rektor Háskólans í Reykjavík þeir Róbert Guðfinns- son, stjórnarformaður SH, og Brynjólfur Bjarnason, þá- verandi forstjóri Granda, ásamt Árna Geir Péturssyni, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar SH. Tilgangur heim- sóknarinnar var sá að þeir höfðu áhuga á því að auka þekkingu ungra íslenskra viðskiptafræðinga á sjávar- útveginum, sem enn stendur undir stærsta hlutanum af gjaldeyristekjum Íslendinga. Þóranna Jónsdóttir, aðstoðardeildarforseti við- skiptadeildar HR, segir að skólinn hafi brugðist vel við þessum umleitunum, enda keppikefli skólans að vera í góðum tengslum við atvinnulífið. Hafist var handa við þróun á valnámskeiði í sjávarútvegsviðskiptafræði á lokaári BS-náms við viðskiptadeild. „Sjávarútvegurinn hefur þróast hratt á síðustu árum yfir í að vera skil- greindur sem hátækniiðnaður. Ímynd háskólamenntaðra einstaklinga á greininni tengist þó enn eldri starfs- háttum og töldu þeir félagar bætta þekkingu á greininni vera skilvirkustu leiðina til að breyta þeirri ímynd, meðal annars með það að markmiði að fá fleiri vel menntaða einstaklinga til að sækjast eftir störfum í greininni.“ Þóranna segir að frá upphafi hafi legið fyrir að um samstarfsverkefni yrði að ræða, enda búi sjávarútveg fyrirtækin yfir mikilli þekkingu sem nýttist vel í þróun arvinnunni. „Þrátt fyrir að það hafi verið SH og Grand sem vöktu fyrst máls á samstarfinu varð það úr að S LÍÚ og SÍF voru þeir aðilar sem að lokum ákváðu að t að sér að kosta námskeiðið og taka þátt í frekari þró og kennslu.“ Samstarfið hófst þó á því að nemendur í markaðs fræði II fengu fyrirlestra um viðskiptaumhverfi sjávar útvegs og áttu í framhaldi af því að vinna áætlun um vörumerkjastefnu fyrir nýja útflutningsvöru í sjávarút Í lok ágúst var hleypt af stokkunum valnámskeiðinu arútvegsviðskiptafræði þar sem 52 áhugasamir nem endur skráðu sig til leiks. Loftur Ólafsson, lektor við skiptadeild, sér um kennslu í námskeiðinu, en fær ti við sig fjölmarga aðila frá samstarfsaðilunum til að endur öðlist frekari innsýn í greinina auk þess sem n endur heimsækja nokkur fyrirtæki innan greinarinna „Það er von þeirra sem að samstarfinu standa að skili fleiri viðskiptafræðimenntuðum einstaklingum þekkingu á sjávarútvegi, fleiri viðskiptafræðimenntu einstaklingum með áhuga á að starfa innan greinari og auknum skilningi á og innsýn í starfsumhverfi sjá arúvegsins meðal viðskiptafræðimenntaðra einstakl í öðrum starfsgreinum, svo sem fjármálageiranum o opinberum stofnunum,“ segir Þóranna. Nauðsynlegt að allir þekki vel til Fjölmargir gestafyrirlesarar hafa heimsótt nemendu sjávarútvegsviðskiptafræði Háskólans í Reykjavík. M þeirra sem fluttu fyrirlestra í námskeiðinu var Kristjá Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ. Hann ræddi m.a ll FRÉTTASKÝRING Sjávarútvegsmenntun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.