Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 12
150.000 vi›skiptavinir Símans GSM njóta fless a› hringja ód‡rara innan sama farsímakerfis. Hugsa›u dæmi› til enda. NONN I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 7 8 3 4 • si a .i s     >/=6=B >CD/E/B>/D%F "/D(,>/D%F$,"/D(,>/D%F G/B)/HI BJ66FD6/K )FE,LEFD L,,=B %/=GAFD6 >/D%F  < !  <   <   <   ! < !  ! < ! !  <    <   <     <    1=  1 4 9 & -&4 )-  & - " >-   2)- 3,42,)2,. .. 25, ..2,- MF),%FG ,/)MBNF 3,, 251 BRÚTTÓ SALA SÍF-samstæð- unnar með innbyrðis viðskiptum fé- laganna á síðasta ári nam alls ríflega einum milljarði evra eða 85 milljörð- um króna. Það er um 2% aukning í evrum talið frá árinu 2001. Alls seldi samstæðan um 291.000 tonn af fiski og fiskafurðum á árinu, sem er um 14.000 tonnum meira en árið áður. Sala á frosnum afurðum nam um 122.000 tonnum að verðmæti 42,2 milljarðar króna (497 milljónir evra). Alls voru seld 43.300 tonn af sölt- uðum og þurrkuðum afurðum að verðmæti 20,8 milljarðar króna, af ferskum fiski voru seld 10.500 tonn að verðmæti 5,3 milljarðar og loks voru seld 114.900 tonn af öðrum afurðum að verðmæti 17,8 milljarðar króna, þ.m.t. fullunnum kældum afurðum. Um er að ræða aukningu í verðmæt- um talið í frystum fiski og öðrum af- urðum en samdrátt í söltuðum, þurrkuðum og ferskum afurðum. Breytt starfsemi í Brasilíu Samdrátt í verðmætum á sölu á þurrkuðum afurðum má fyrst og fremst rekja til breytinga á starfsemi SIF Brasil, þar sem umfang starf- seminnar var minnkuð verulega í kjölfar erfiðra rekstrarskilyrða í Brasilíu. Sala á söltuðum og þurrk- uðum afurðum var sambærileg eða meiri á öllum öðrum markaðssvæðum samstæðunnar, þrátt fyrir almenna lækkun verðs frá árinu 2001, þegar verðið náði sögulegu hámarki. Með sama hætti má rekja minnkun á sölu ferskra afurða til breytinga á ferskfiskvinnslu SIF France. Sala á ferskum fiski óx á flestum öðrum markaðssvæðum samstæðunnar. Sé litið á skiptingu helztu afurða flokka eftir magni, var freðfiskurinn 42%, saltaður og þurrkaður fiskur 15% og ferskur fiskur 4%, en annað 40%. Sé litið á verðmætin eykst hlut- ur freðfisksins í 49%, saltaðra og þurrkaðra afurða í 24% og ferskra í 6% en eftir stendur annað með 21%. Sé litið á söluna frá Íslandi, jókst hún nokkuð í magni, en minna í verð- mætum. Alls nam útflutningurinn í fyrra 164.400 tonnum, sem er um 18.000 tonnum meira en árið áður. Verðmæti útflutningsins nam 32,7 milljörðum króna, sem er ríflega milljarði meira en árið áður. Í fyrra flutti SÍF utan um 22.150 tonn af saltfiski að verðmæti ríflega 10 milljarðar króna. Af landfrystum afurðum fóru utan 11.800 tonn að verðmæti 5,5 milljarðar, sjófrystar af- urðir námu 21.200 tonnum að verð- mæti 4,4 milljarðar, af síld fóru utan 27.200 tonn að verðmæti 3 milljarðar króna og af skelfiski 4.400 tonn að verðmæti 2,2 milljarðar. Loks var út- flutningur á öðrum afurðum 77.600 tonn að verðmæti 7,6 milljarðar króna. Lækkun á markaðsverði Útflutningur jókst á landfrystum af- urðum sem nemur um 9,4% mælt í verðmætum. Samdráttur varð bæði í verðmætum á útfluttum saltfiski og skelfiski. Hvað saltfiskinn varðar þá skýrist minnkun á verðmætum á lækkun á verði fyrir saltfisk, en eins og áður hefur komið fram var verðið í sögulegu hámarki árið 2001. Þannig lækkaði verðmæti á útflutningi SÍF á saltfiski um 2,4% á meðan magnið jókst um 2%. Markaðsverð skelfiski hélt áfram að lækka þannig að verð- mæti drógust meira sman en magnið. Tros, dótturfyrirtæki SÍF, flutti út 3.100 tonn af ferskum fiski á síðasta ári að verðmæti 2,2 milljarðar króna og er hvort tveggja nokkur aukning frá árinu áður. SÍF seldi fyrir ríflega 85 milljarða króna í fyrra O O O O O O O O O O O O O O O O O O O O '   * - /?,  ',  @  * ( - '   * - /?,  ',  @  * ( - 7P -1   0  6     +&  (..,  (..( 7  &+               VETRARVERTÍÐIN er nú komin í fullan gang um allt land. Víðast hvar hefur afli ver- ið góður, þegar gefur á sjó og hafa bátar ver- ið að fiska vel, einkum á línuna. Höfnin á Arn- arstapa á Snæfellsnesi er af mörgum talin vera sú sú fallegasta á landinu, en er jafn- framt sú minnsta á Snæfellsnesi. Þótt ábúendur á Arnarstapa séu ekki fjöl- mennir, er samt nóg um að vera við höfnina. Að sögn Reimars Karlssonar hafnarvarðar, eru nú gerðir út 9 bátar frá Arnarstapa, en þeir hafa þó verið fleiri. Eru bátarnir gerðir út á línu og net. Skipsverjarnir á Keili AK frá Akranesi eru meðal þeirra sem róa frá Arnarstapa, og eru þeir á netum. Sigmundur Sigurðsson, var í óðaönn við að skera af netunum á hafn- arbakkanum ásamt skipsfélögum sínum. Þeg- ar hann var spurður út í veiðina sagði hann að aflabrögðin hefðu verið léleg nú upp á síð- kastið, en þau ættu örugglega eftir að skána þegar liði á. Hjörtur Sigurðsson, rær á línubátnum Kvika SH, Hann er mjög ánægður með aflann að undanförnu: „Það eru um 150 kg á balann hjá mér í dag,“ sagði Hjörtur aðspurður um fiskiríið. „Þetta er mest allt þorskur hjá mér, ég get ekki annað en verið ánægður.“ Valur Gunnarsson sem gerir út bátinn Siggi Guðna, tekur í sama streng og félagi hans, og er Valur mjög ánægður með gang mála hjá sér í vetur. „Það eru búin að vera ágætis aflabrögð. Þetta er ágætt enda er ég einn að þessu með aðstoð konunnar. Við sjáum um að beita líka svo þetta er bara hið besta líf,“ segir Valur Gunnarsson. Hjörtur Sigurðsson á Kvika SH er ánægður með þorskaflann. Sigmundur Sigurðsson á Keili sker af netunum með félögum sínum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Valur Gunnarsson á bátnum Sigga Guðna hampar tveimur löngum. „Get ekki annað en verið ánægður“ NÚ liggur fyrir námsskrá ÚA-skólans fyr- ir vorönn 2003 og kennir þar ýmissa grasa, aö sögn Hallgríms Gíslasonar á skrifstofu ÚA, sem hefur yfirumsjón með skólanum. Á Akureyri er boðið upp á grunnnámskeið í ensku og spænsku og einnig er framhalds- námskeið í spænsku sem ekki hefur verið áður á dagskrá skólans. Þá býður skólinn á vorönn upp á grunnnámskeið í tölvunotkun og í fyrsta skipti er boðið upp á vefsíðugerð með Front Page sem vænst er að mælist vel fyrir. „Einnig er í boði heimspekinám- skeið sem verður gaman að sjá hvernig kemur út, en það var sett á dagskrá vegna óska frá starfsfólkinu sem fram komu í skoðanakönnun sem gerð var sumarið 2002, segir Hallgrímur, “ á heimasíðu ÚA. Hann sagði að þessi skoðanakönnun hefði einnig verið höfð til hliðsjónar við val á fjölbreyttum tómstundanámskeiðum. Hjá dótturfyrirtækjum ÚA og víðar er boðið upp á eitt námskeið sem ætlað er fyrir allt starfsfólk. Á Grenivík er einnig íslensku- námskeið fyrir útlendinga og hjá Jökli er boðið upp á framhaldsnámskeið í tölvu- notkun sem og námskeið í förðun. Spænska og leiklist kennd í ÚA-skólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.