Morgunblaðið - 31.01.2003, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 29. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 mbl.is Hélt fram hjá Játvarði með leynilegum elskhuga 20 Jafnrétti og leyndarmál Tvær frumsýningar hjá Leikfélagi Akureyrar Listir 26 F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Graham Taylor vonast til að geta nýtt forkaupsrétt Íþróttir 8 Þrumufleygur Jóhannesar Kemur víða við Stofnkostnaður virkjunarinnar samkvæmt nýrri tillögu getur orðið allt að 2 milljörðum kr. minni, eða 8,9 til 9,4 milljarðar, en orkugetan minnkar um 15% og rekstrarkostn- aður eykst fyrir Landsvirkjun. Jón var settur umhverfisráðherra þar sem Siv Friðleifsdóttir lýsti sig vanhæfa, vegna fyrri opinberra um- mæla um Þjórsárver, til að fjalla um kærur sem bárust vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar í ágúst 2002. Alls bárust ellefu kærur. Jón kynnti úrskurð sinn á fundi með frétta- mönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær, nokkrum vikum eftir að lögboð- inn frestur fyrir hann rann út til að skila niðurstöðu. Á fundinum vísaði Jón til ákvæðis í stjórnsýslulögum þess efnis að hann hefði ríka rann- sóknarskyldu í svona málum og því hefði hann tekið þann tíma sem þurfti. Hafði hann sérstakan vinnu- hóp sér til fulltingis, skipaðan inn- lendum og erlendum sérfræðingum. Tillaga um nýtt miðlunarlón kem- ur frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og var unnin að beiðni ráðherra af Viðari Ólafssyni verk- fræðingi. Settur umhverfisráðherra setur ennfremur þau skilyrði að nátt- úrufar og vatnsbúskapur í friðland- inu raskist ekki og að nær ekkert gróið land fari undir vatn. Í því skyni er Landsvirkjun gert heimilt að færa stíflu neðar í Þjórsá um allt að 1,4 km og að breyta veituleið í tengslum við það. Gert er ráð fyrir ýmsum veitu- mannvirkjum, s.s. dælustöð, skurð- um og jarðgöngum, frá miðlunarlón- inu yfir á vatnasvið Þórisvatns. Einnig þarf veituskurð frá setlóni vestan núverandi Þjórsárlóns og ráðast þarf í ýmsar smærri fram- kvæmdir, eins og vegi, slóðir, jarð- efnanámur og haugsvæði. Landsvirkjun ber að viðhalda meðalrennsli í Þjórsá yfir hádaginn á sumrin til að tryggja vatnsrennsli í fossum „eins og frekast er unnt,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Einnig ber Landsvirkjun, í samráði við heimamenn, Landgræðslu ríkis- ins og Umhverfisstofnun, að undir- búa vöktun og framkvæmdaráætlun til að stjórna og draga úr áhrifum vegna jarðvegsrofs og fokefna með- fram miðlunarlóni og setlóni. Misjöfn viðbrögð Viðbrögð við úrskurði Jóns Krist- jánssonar eru misjöfn. Skoðanir for- svarsmanna stjórnmálaflokka eru skiptar og talsmenn náttúruvernd- arsamtaka lýsa vonbrigðum með að ráðherra hafi fallist á framkvæmd- ina. Þeir segja baráttu sína þó hafa skilað ákveðnum árangri. Ný tillaga að miðlunarlóni Norðlingaöldu lögð fram í úrskurði setts umhverfisráðherra Friðlandið er óskert Aukinn rekstrarkostnaður fyrir Landsvirkjun en minni stofnkostnaður SETTUR umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, hefur í úrskurði sínum fallist á að Landsvirkjun fái heimild til að virkja Efri-Þjórsá fyrir Norðlingaölduveitu, en með ströngum skilyrðum. Meginskilyrðið er að fyrirhugað miðlunarlón fari alveg út fyrir friðlýst svæði Þjórsárvera suður af Hofsjökli og gerð er tillaga að lóni í 566 metra hæð yfir sjó þar sem flatarmál þess er 3,3 ferkílómetrar (km2). Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, tilkynnti úrskurð sinn í Þjóðmenningarhúsinu ásamt Davíð Á. Gunnars- syni, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu (t.v.), og dr. Conor Skehan, írskum umhverfisráðgjafa, og fleirum.  Norðlingaölduveita/ 12, 14–15, 28–29, baksíða TVEGGJA hæða járnbrautar- lest með fjórum vögnum fór út af sporinu við þorpið Waterfall skammt sunnan við Sydney í Ástralíu í gærmorgun, (gær- kvöldi að ísl. tíma), og var vitað að minnst átta manns týndu lífi auk þess sem margir slösuðust. Að sögn embættismanna voru tugir manna enn þá innilokaðir í tveim vögnum sem ultu. Slysið varð um klukkan hálf- átta um morguninn að staðar- tíma, fremsti vagninn fór út af teinunum í þröngu gili. Ekki var vitað hvað olli slysinu en óttast að mun fleiri hefðu farist. Björgunarmenn áttu erfitt með að komast að slysstaðnum en þar er landslag mjög hrjóstr- ugt. Ekki var ljóst í gærkvöldi hve margir voru í lestinni. Lestarslys í Ástralíu Sydney. AFP. COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, gagnrýndi í gær leiðtoga átta Evrópuríkja er birt höfðu opið bréf þar sem lýst er stuðningi við af- stöðu Bandaríkjastjórnar í Íraksmál- inu. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði hins vegar bréfinu og sagði það „skorinort“. Grikkir sitja í forsæti Evrópusam- bandsins þetta misserið. „ESB er áfram um að hafa sameiginlega stefnu í utanríkismálum. Þar af leið- andi verður að eiga sér stað samráð um málefni Íraks, rétt eins og gerðist á fundi sl. mánudag,“ sagði Simitis. Utanríkisráðherra Frakklands gerði þó lítið úr málinu í gær og sagði bréfið aðeins „framlag til umræðu“. Bréf átta Evrópu- leiðtoga gagnrýnt Aþenu, París. AFP.  Sýnir/18 ÚRSKURÐUR setts umhverfis- ráðherra gerir ráð fyrir miðl- unarlóni utan friðlands Þjórsárvera þar sem lónhæðin er allt að 566 metrar yfir sjávarmáli (m.y.s.) og flatarmál þess er 3,3 ferkílómetrar (km2). Landsvirkjun hafði óskað eft- ir heimild fyrir lónhæð í 575 m.y.s. þar sem flatarmálið var ríflega 25 km2 meira, eða tæpir 29 km2. Þar af lentu rúmir 6 km2 innan friðlands- ins og gróður lenti undir lón á 7,2 km2 svæði, í samanburði við 0,2 km2 svæði í nýrri útfærslu. Gerð er tillaga um 3,7 km2 setlón vestan núverandi Þjórsárlóns og ut- an friðlandsins. Er það gert til að tryggja hagkvæmni framkvæmdar- innar. Setlóninu er m.a. ætlað að veita nægu vatni niður aura Vest- urkvíslar og áfram niður aura Þjórsár í gegnum friðlandið, þann- ig að grunnvatnsborð næst Þjórs- árfarvegi lækki ekki.            29 ferkíló- metra lón verði 3,3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.