Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir sat sinn síðasta borgarstjórnarfund sem borgarstjóri í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær en á mánudag tekur Þórólfur Árnason, fyrrverandi for- stjóri Tals, við stjórnartaumunum í ráðhúsinu. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, færði Ingi- björgu Sólrúnu málverk eftir Georg Guðna að loknum fundi sem þakklætisvott fyrir störf hennar í þágu borgarinnar. Þökkuðu borgarfulltrúar, jafnt samherjar sem andstæðingar í stjórnmálum, Ingibjörgu fyrir störf hennar sem borgarstjóra, en hún mun áfram sitja sem borgarfulltrúi. Framsýnn og farsæll stjórnandi Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sagði að það hefði ekki verið neinn nýgræðingur í stjórnmálum sem settist í stól borgarstjóra fyrir hartnær níu ár- um. „Hún hafði þá þegar vakið um- talsverða athygli á vettvangi stjórnmálanna fyrir framgöngu sína, málafylgju og rökvísi. Reynsla hennar af stjórnun var hins vegar minni en einnig á því sviði áttu hæfileikar hennar eftir að njóta sín. Á þeim árum sem liðin eru frá vorinu 1994 hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðið meðal öflugustu forystumanna í íslenskum stjórn- málum og en hún hefur líka sýnt sig að vera afar framsýnn og far- sæll stjórnandi á einum stærsta vinnustað landsins sem Reykjavík- urborg vissulega er. Við sem höf- um starfað með henni á vettvangi borgarstjórnar þekkjum vel elju hennar og skipulagshæfileika. Þeirra kosta hafa Reykvíkingar al- mennt fengið að njóta,“ sagði Árni Þór og óskaði Ingibjörgu velfarn- aðar. Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði að í sínum huga væri það skref aftur á bak þegar borgarstjóri með atkvæð- isrétt viki fyrir embættismanni. Sagðist hann aldrei hafa farið í launkofa með að þau Ingibjörgu greindi á í stjórnmálum. „Ingibjörg Sólrún hefur valið aðra leið við stjórn Reykjavíkurborgar en við sjálfstæðismenn hefðum farið. Hún getur hins vegar fagnað því að hafa notið óskoraðs trausts samherja sinna hér á vettvangi borg- arstjórnar, þar til hún ákvað að hasla sér nýjan völl á hinum póli- tíska vettvangi með því að bjóða sig fram til þings,“ sagði Björn. „Fyrir hönd okkar sjálfstæð- ismanna kveð ég Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, þegar hún segir af sér embætti borgarstjóra, með virðingu fyrir því að henni hefur tekist að halda R-listanum saman í þessi ár. Ég vil jafnframt bjóða hana velkomna á landsmálavett- vanginn þar sem hún berst nú und- ir skýrum flokksmerkjum. Það er til marks um ótvíræðan bar- áttuvilja í stjórnmálum að Ingi- björg Sólrún snýr sér aftur að þingmennsku og nú fyrir Samfylk- inguna í stað Kvennalistans áður,“ sagði Björn ennfremur. Gæfa og gengi (á sumum sviðum) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, þakkaði Ingibjörgu samveruna og samstarfið í um tuttugu ár, en hafa þau starfað lengst saman í borg- inni. „Við hófum göngu okkar hér saman á vordögum 1982, þá var samkomulagið nú ekki mjög gott og má segja að við höfum rifist í orðsins fyllstu merkingu eins og köttur og hundur. [...] Síðan er lið- inn langur tími og eftir þetta tíma- bil má segja að sambúð okkar hafi batnað töluvert mikið.“ sagði Vil- hjálmur og óskaði henni gæfu í þeim störfum sem hún tekur sér fyrir í framtíðinni „ef til vill ekki svo mikils gengis á öllum sviðum,“ sagði hann kankvís. Ólafur F. Magnússon, F-lista frjáslyndra og óháðra, sagði það vera með eftirsjá sem hann sæi á eftir Ingibjörgu úr stóli borg- arstjóra. Á árunum 1991–1994 hafi þrír borgarstjórar verið við völdin. Sagðist hann vonast til þess að á næstu árum ættu borgarstjóra- skipti ekki eftir að vera jafntíð næstu árin og þau voru áður en Ingibjörg settist í borgarstjórastól- inn, landi og lýð til farsældar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi flutti borgarstjóra kveðju fyrir hönd borgarfulltrúa R-listans. Hún sagði að frá því Ingibjörg settist í stól borgarstjóra hefði verið lagður grunnur að sam- félagi nýrrar aldar. Í öllum mála- flokkum hefði Ingibjörg haldið fast við hugsjónir sínar og unnið mark- visst að þeim verkefnum sem nú- verandi meirihluti setti í forgang. „Auðvitað hefur oft gefið á bátinn en ég held mér sé óhætt að segja að alltaf hefur borgarstjóri haldið kúrs og það skiptir máli. Það skipt- ir nefnilega máli að stjórn- málamenn fylgi sannfæringu sinni og það hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svo sannarlega gert hér í sínum störfum. Ég hygg að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar leggja mat á borgarstjóratímabil Ingibjargar Sólrúnar muni standa upp úr sú mikla bylting sem orðið hefur á lífsgæðum borgarbúa. Því þótt tvö kjörtímabil séu ekki lang- ur tími í sögu einnar borgar hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnt að miklu er hægt að áorka á stutt- um tíma.“ Ingibjörg Sólrún þakkaði hlý orð í sinn garð. Sagði að níu ár væru síðan hún tók við í ráðhúsinu og hún hefði nánast verið þar síðan. „Ég hef stundum talað um að þetta hafi verið líkast því að ganga í björg og ráðhúsið er náttúrulega þannig utan frá séð að það er kannski ekki ósennileg samlíking,“ sagði Ingibjörg. Þessi níu ár sagði hún hafa verið erilsöm en mjög áhugaverð og skemmtileg. „Þó að ég sé sátt þegar ég stend upp úr stóli borgarstjóra þá er það í sjálfu sér ekki marktækt og ekki sá dómur sem skiptir máli, hvernig ég dæmi sjálfa mig. Dómur sjálf- stæðismanna skiptir heldur ekki máli og dómur Reykjavíkur- listafólks skiptir heldur ekki máli. Sá eini dómur sem máli skiptir er sá dómur sem kjósendur fella og svo kannski sagan,“ sagði Ingi- björg Sólrún en benti á að það væri þó alltaf verið að skrifa sög- una upp á nýtt þannig að dómur sögunnar gæti verið mismunandi. Hún hefði þrisvar gengist undir dóm kjósenda og gæti vel unað honum. Starfið eins og að ganga í björg Samherjar og pólitískir and- stæðingar þökk- uðu Ingibjörgu samstarfið við starfslok hennar Morgunblaðið/Jim Smart Að loknum borgarstjórnarfundi skáluðu borgarfulltrúar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og þökkuðu henni samstarfið síðustu níu ár. Hér er hún ásamt Helgu Jónsdóttur borgarritara og borgarfulltrúunum Stefáni Jóni Hafstein, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Alfreð Þorsteinssyni og Björk Vilhelmsdóttur. KÆRUNEFND útboðsmála hefur ákveðið að stöðva samningagerð Reykjavíkurborgar um að færa ytri endurskoðun borgarinnar í hendur endurskoðunarfyrirtækis, þar til skorið hefur verið úr kæru fyrirtæk- isins Deloitte&Touche sem átti lægsta tilboð í umrætt verk í lokuðu útboði. Vegna þessa hefur því verið frestað til 1. júlí í sumar að koma á fót innri endurskoðunardeild í ráð- húsinu í stað Borgarendurskoðunar, eins og ráð var fyrir gert. Á síðasta ári var ákveðið að koma ytri endurskoðun borgarinnar í hendur utanaðkomandi aðila til að tryggja að endurskoðun væri óháð, jafnt í ásýnd sem reynd, eins og sagði í greinargerð. Deloitte& Touche átti lægsta tilboðið en stjórn Innkaupastofnunar lagði til að næst- lægsta tilboðinu yrði tekið, tilboði Grant&Thornton. Í kjölfar ákvörðunar kærunefnd- arinnar var önnur og ný tillaga sam- þykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Samkvæmt henni verður Borgar- endurskoðun lögð niður frá og með 30. júní nk. og mun ný deild, innri endurskoðunardeild, taka til starfa í hennar stað, sem mun heyra undir borgarstjóra. Núverandi starfs- mönnum, öðrum en borgarendur- skoðanda, verður sagt upp störfum og verða störf í hinni nýju innri end- urskoðunardeild auglýst. Verður starf borgarendurskoð- anda einnig endurskilgreint, sam- kvæmt tillögunni. Hann mun heyra beint undir forseta borgarstjórnar og mun bera, af hálfu borgarstjórn- ar, ábyrgð á samskiptum við ytri endurskoðendur og skoðunarmenn ársreikninga Reykjavíkurborgar. Einnig vera þeim til aðstoðar við öfl- un upplýsinga og gagna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði á fundi borgarstjórnar í gær mikilvægt að innri endurskoð- unardeildin heyrði beint undir borg- arstjóra þar sem deildin þyrfti að vera í miklum og nánum tengslum við stjórnendur borgarinnar. Innri endurskoðun hefði það grundvallar- markmið að skapa aukin verðmæti með því að bæta reksturinn, aðstoða stjórnendur við að ná settum mark- miðum, meta árangur, bæta áhættu- stýringu, eftirlit og stjórnun. „Ég held að sú niðurstaða sem hér hefur fengist í málið sé farsæl og verður vonandi til að styrkja allt eft- irlitskerfi borgarinnar þó að sá hængur sé á að samningsgerð vegna útboðsins hafi nú verið stöðvuð,“ sagði hún. Niðurstöðu kærunefndar- innar sagði hún að vænta innan tíðar. Björn Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokks, sagði mjög alvarlegt mál hér á ferðinni og dapurlegt hversu illa hefði til tekist um marga þætti þess. Tillagan gengi ekki upp. Því væri haldið fram að innri endur- skoðunardeildin mætti ekki heyra undir borgarráð, því það stangaðist á við sveitarstjórnarlögin. Hins vegar væri litið svo á að sveitarstjórnarlög- in heimiluðu að borgarendurskoð- andi heyrði beint undir forseta borg- arstjórnar. „Ég skil ekki hvernig menn komast að þessari niðurstöðu og geta rökstutt sömu tillöguna með tvö ólík sjónarmið að leiðarljósi ef menn líta til lögfræðinnar,“ sagði Björn. Vildu sjálfstæðismenn að innri endurskoðun heyrði undir borgarráð en ekki borgarstjóra en sú tillaga var felld. Sagði Björn að innri endurskoðun ætti að vera hlut- laus gagnvart þeim rekstrareining- um sem hún endurskoðaði. Ekki í samræmi við útboðsgögn Í umsögn borgarlögmanns, Hjör- leifs B. Kvaran, um málið segist hann telja að ógerlegt hafi verið að ganga að samningi við Deloitte& Touche á grundvelli tilboðs fyrirtæk- isins. Forsendur bjóðanda um verk- lag og vinnuframkvæmd af hálfu Reykjavíkurborg hafi verið rangar og styðjist í engu við útboðsgögn. Samningagerð vegna ytri endurskoðunar stöðvuð Borgarendur- skoðun starfar út júnímánuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.