Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin 2002 voru afhent í gær af Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, á Bessastöðum. Ingibjörg Har- aldsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagur- bókmennta fyrir ljóðabókina „Hvar sem ég verð“ og Pétur M. Jónasson og Páll Her- steinsson hlutu verðlaunin í flokki fræðibóka fyrir ritstjórn bókarinnar „Þingvallavatn – undraheimur í mótun“. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum hvor auk þess sem afhent eru skraut- rituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hann- aðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gull- smíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Maríu Kristjánsdóttur, Hjalta Hugasyni og Þorsteini Gunnarssyni, sem var formaður hennar, valdi verkin úr tíu bókum sem til- nefndar voru. Tilnefndar fagurbókmenntir voru, auk Hvar sem ég verð, Leiðin til Rómar eftir Pétur Gunnarsson, Lovestar eftir Andra Snæ Magnason, Samúel eftir Mikael Torfason og Sveigur eftir Thor Vilhjálmsson. Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru tilnefndar Dulin veröld eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson, útgefandi Mál og mynd. Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, útgefandi Sögufélag. Landnem- inn mikli eftir Viðar Hreinsson, útgefandi Bjartur. Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur, útgefandi Mál og menning. Þingvallavatn, ritstjórar Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, útgefandi Mál og menning. Sigurður Svavarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, benti á í tölu sinni á undan verðlaunaveitingunni að þetta væri í 14. sinn sem verðlaunin væru afhent og þau hefðu fyrir löngu skapað sér traustan sess í huga þeirra er störfuðu við bókaútgáfu og ritstörf auk alls bókaáhugafólks. Hann lagði einnig áherslu að nauðsyn væri á að efla kynningu á ís- lenskum bókmenntum erlendis og kvað tillögur í smíðum um breytt og aukið hlutverk Bók- menntakynningarsjóðs. „Vonandi taka yfirvöld menningarmála vel í þær tillögur.“ Pétur M. Jónasson sagði í þakkarávarpi sínu að bókinni um Þingvallavatn væri ætlað að svara þeim fjölmörgu spurningum sem uppi væru um tilurð þess einstaka lífríkis sem hefði þróast í og við Þingvallavatn. Páll Hersteinsson sagðist vona að verðlaunaveitingin yrði öðrum náttúruvísindamönnum hvatning til ritstarfa og einnig að bókin yrði til þess að efla vitund al- mennings um náttúruvernd á Íslandi. „Stund- um finnst manni sem sú vitund sé ekki næg.“ Ingibjörg Haraldsdóttir sagðist engan veg- inn geta tekið undir það svartagallsraus sem stundum heyrðist að ljóðið væri í dauðateygj- unum. Verðlaunaveitingin til hennar fyrir ljóða- bókina bæri einmitt vitni um aðra skoðun. Ingi- björg vitnaði til Egils Skalla-Grímssonar og benti á að ljóðið hefði bæði bjargað lífi hans og reist hann upp úr þunglyndi eftir sonarmissi. „Líknar- og lækningamáttur ljóðsins hefur lengi verið þekktur.“ Hún sagði að ljóðið hefði einnig gert sitt gagn við fræðslu og uppeldi. „Þau börn eru almennt vel lukkuð sem alist hafa upp við skáldskap og ljóðalestur.“ Hún kvaðst að lokum sannfærð um að ef móðir George W. Bush Bandaríkjaforseta hefði lagt meiri áherslu á að lesa fyrir hann ljóð en troða í hann spergilkáli væri friðsamlegra um að litast í heiminum. Ljóðabókin „Hvar sem ég verð“ og fræðibókin „Þingvallavatn“ hlutu bókmenntaverðlaunin Lækningamáttur ljóðsins lengi verið þekktur Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Haraldsdóttir tekur við verðlaununum fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð. BÚNAÐARBANKI Íslands hefur ákveðið að una ákvörðun Kauphallar Íslands að beita bankann févíti vegna samnings sem hann gerði við hóp fjárfesta um hlutafjáreign í Straumi hf. Í tveimur lögfræðiálitum sem bankinn óskaði eftir er komist að þeirri niðurstöðu að umrædd við- skipti hafi verið flöggunarskyld, en málsmeðferð Kauphallar Íslands er gagnrýnd í þeim báðum. Búnaðarbankinn leitaði annars vegar til Karls Axelssonar hrl. og hins vegar Gests Jónssonar hrl. og Harðar Felix Harðarsonar hrl., um álit á réttarstöðu bankans í kjölfar ákvörðunar Kauphallarinnar um að beita hann févíti að fjárhæð 4,5 millj- ónir króna. Gróflega brotið á andmælarétti Í fréttatilkynningu frá BÍ segir: „Í báðum álitum er farið hörðum orðum um málsmeðferð Kauphallar Íslands í málinu. Gróflega var brotið á and- mælarétti Búnaðarbankans sem fékk fárra klukkustunda frest til að gera athugasemdir, eftir að niður- staða Kauphallarinnar hafði verið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Lög- mennirnir telja framgöngu Kaup- hallarinnar ámælisverða og ástæðu- lausa og fengi hún falleinkunn væri um hefðbundið stjórnvald að ræða. Á það er bent að fullt tilefni sé til að vekja athygli Fjármálaeftirlitsins á þessum vinnubrögðum.“ Fráleitt að áfellast BÍ fyrir að sinna ekki leiðbeiningarskyldu Þá segir að lögmennirnir telji frá- leitt að Kauphöllin skuli telja ámæl- isvert af Búnaðarbankanum að hafa ekki hlutast til um, í ljósi leiðbeining- arskyldu, að einn aðili samningsins, Fjárfar ehf., sendi tilkynningu um samninginn, enda sé sú niðurstaða Kauphallar ekki studd rökum. „Búnaðarbankinn hefur í máls- vörn sinni vísað til Evróputilskipun- ar þar sem getið er um undanþágur frá flöggunarskyldu. Það er niður- staða lögmanna að viðkomandi til- skipun hafi ekki verið með réttmæt- um hætti leidd í lög hér á landi þrátt fyrir að vilji löggjafans hafi virst standa í þá átt. Þá er á það bent að Kauphöllin virðist ranglega álíta að undanþáguákvæðið hafi hér laga- gildi. Þetta verður að skoðast til stuðnings starfsmönnum bankans sem í góðri trú ályktuðu að fyrr- nefndur samningur væri undanþeg- inn tilkynningarskyldu með skír- skotun til Evróputilskipunarinnar,“ segir í tilkynningu bankans. Brýnt að eyða óvissu og ósamræmi Þá segir að Búnaðarbankinn telji að þrátt fyrir réttaróvissu um flögg- unarskyldu bankans í þessu tilviki verði ekki hjá því litið að eins og til hafi tekist með lagasetninguna á grundvelli Evróputilskipunarinnar hafi mátt telja að réttast hafi verið að tilkynna samninginn. „Í því ljósi ætl- ar bankinn að una ákvörðun Kaup- hallar Íslands. Búnaðarbankinn tel- ur það hins vegar brýnt í ljósi framtíðarhagsmuna á verðbréfa- markaði að stjórnvöld hlutist til um að eyða þeirri óvissu sem ríkir í þessu efni og því ósamræmi sem er á milli landslaga og Evróputilskipana. Jafnframt er brýnt að Fjármálaeft- irlitið og Kauphöll Íslands taki tillit til þeirra athugasemda sem lög- mennirnir setja fram um málsmeð- ferðina og tryggi að við ákvarðanir um agaviðurlög verði í framtíðinni veitt tækifæri til andmæla í sam- ræmi við grundvallarákvæði stjórn- sýslulaga og að ákvörðun um viður- lög verði tekin í samræmi við alvarleika brots. Máli þessu er lokið af hálfu Búnaðarbanka Íslands.“ BÍ unir févíti Kauphallar Viðurkennir tilkynningarskyldu en gagnrýnir málsmeðferð SJÖ stelpur úr Mosfellsbænum hafa tekið höndum saman og ætla að halda fótboltamót á laugardaginn og láta ágóðann renna óskiptan til vinkonu sinnar, Rebekku Alwood. Elín Pálmadóttir er ein þeirra sem standa að mótinu ásamt kvennaráði knattspyrnudeildar Aftureldingar. Hún segir að Rebekka hafi slasast illa þegar hún var á leið á æfingu hjá Aft- ureldingu. Varð hún fyrir bíl við Vest- urlandsveginn og lá illa slösuð á gjör- gæslu í tvær vikur. Nú sé Rebekka í endurhæfingu en geti hvorki talað né gengið. Hún berjist samt áfram á hverjum degi. Elín segir að stelpurnar vilji hjálpa vinkonu sinni með því að safna pen- ingum til að kaupa stoðtæki og létta undir með henni og fjölskyldu hennar fjárhagslega. Þær ætla einnig að selja bakkelsi og kaffi auk þess sem söfn- unarbaukar verða á staðnum. Mótið verður haldið 1. og 2. febrúar í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ. Vonast er til að sem flestar stúlkur í 6. til 2. flokks taki þátt. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt þátttöku. Halda fót- boltamót til styrktar vin- konu sinni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn mágkonu sinni og dóttur. Voru stúlkurnar á aldrinum 9 til 12 ára þegar brotin voru framin. Ákærði var sakfelldur fyrir kyn- ferðisbrot gegn mágkonu sinni á árunum 1986 eða 1987 til ársins 1989 og dóttur sinni í framhaldi af því á næstu tveimur árum. Var hann ennfremur dæmdur til að greiða stúlkunum 500 þúsund krónur í skaðabætur. Horft til þess að brotin voru ítrekuð og alvarleg Hæstiréttur segir í dómi sín- um, að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess, að brot ákærða voru ítrekuð og alvarleg og stóðu yfir um árabil, gegn annarri stúlkunni í átta tilvikum en hinni tvisvar sinnum. Stúlk- urnar voru á barnsaldri og mis- notaði ákærði sér aðstöðu sína og trúnaðartraust þeirra, en hann hafði ýmist uppeldis- eða umsjár- skyldum að gegna gagnvart þeim á heimili sínu. Var atferli hans til þess fallið að valda þeim sál- arháska og tjóni og átti hann sér engar málsbætur. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdótt- ir, Árni Kolbeinsson, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Kristinn Bjarnason hrl. Málið sótti Sigríður J. Frið- jónsdóttir saksóknari hjá ríkis- saksóknara. 3½ árs fangelsi fyrir afbrot gegn börnum Lögreglumað- ur ákærður LÖGREGLUMAÐUR sem í haust var sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum hefur verið ákærð- ur af ríkissaksóknara og hefur málið verið þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur. Líkt og í öðrum kynferðisbrota- málum eru þinghöldin lokuð. Fjöl- miðlar eða aðrir sem ekki eru aðilar að málinu geta því ekki fengið ákær- una afhenta. Morgunblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið sakaður um kyn- ferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem eru tengdar honum fjölskyldu- böndum og að brotin hafi staðið yfir árum saman. Ríkislögreglustjóri hefur vikið lögreglumanninum frá starfi tímabundið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.