Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun áform Lands- virkjunar um að rannsaka jarðhita á Torfajökulssvæðinu með tilliti til hugsanlegrar raforkuframleiðslu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra tók hins vegar fram að um- rætt svæði hefði verið til rannsókn- ar undanfarna áratugi og lagði áherslu á að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir um að virkja þar jarðhitann. Hlutverk Landsvirkjun- ar væri að virkja; skapa orku og það hlyti að hafa rétt á því að skoða alla möguleika. „Þetta mál er ekki rekið af iðn- aðarráðuneytinu,“ sagði hún, „og við höfum látið í ljós þær skoðanir að það sé ekki tímabært að fara í rannsóknir þarna eða að fara í framkvæmdir þarna á þessu svæði. En ég veit að þarna er gífurleg orka. Það vantar ekki.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði það rétt að menn hefðu lengi vitað af mikilli orku á Torfajökulssvæðinu. „En það er líka ljóst að í um 25 til 30 ára hafa menn einmitt horft til þessa svæðis á háhitasvæðinu sem svæðis sem síðast og helst aldrei yrði hróflað við.“ Kom fram í máli hans að umrætt svæði tilheyrði friðlandi. Sagði hann það athyglisverða stefnu hjá Lands- virkjun að horfa fyrst og fremst til friðlýstra svæði. „Það skyldi þó ekki vera að Landsvirkjun væri að helga sér land í ljósi væntanlegrar sam- keppni í orkumálum.“ Steingrímur sagði einnig að nægir aðrir kostir væru til jarðvarmavirkjana. Nefndi hann m.a. Kröflu, Öxarfjörð, Þeista- reyki, Suðurnes og Hengilssvæðið. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður VG, spurði hvers virði frið- lýsing væri og talaði um valdníðslu Landsvirkjunar. Sagði hún enn- fremur að fyrirtækið væri að draga vagn iðnaðarráðherra. „Mér sýnist hér stefna í mikið gullæði,“ sagði Kolbrún og átti við að samkeppni væri að hefjast um náttúruauðlind- irnar undir kjörorðinu fyrstir koma, fyrstir fá. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagðist velta því fyrir sér hvort Landsvirkj- un væri komin í stríð við náttúru- unnendur landsins en Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknar- flokksins, tók upp hanskann fyrir ráðherra og sagði þingmenn taka allt of djúpt í árinni. Hann benti auk þess á að sveitarstjórnarmenn á svæðinu hefðu í mörg ár horft til þeirrar gríðarlegu orku sem þar væri að finna og að þeir vildu láta rannsaka það hve mikil sú orka væri. Iðnaðarráðherra ítrekaði það að síðustu að hún teldi að upphlaup þingmanna VG út af þessu máli væri óþarft að sínu mati. Ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir í málinu. Gagnrýni á rannsóknir á Torfajök- ulssvæðinu Morgunblaðið/Golli Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lagði áherslu á að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar varðandi orkunýtingu á Torfajökulssvæðinu. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra mælti á Alþingi í gær fyr- ir frumvarpi til nýrra raforkulaga. Frumvarpið felur í sér heildarend- urskoðun á löggjöf um vinnslu, flutn- ing, dreifingu og sölu raforku. Það var fyrst lagt fram til kynningar á Alþingi árið 2001 og vísað til iðnaðar- nefndar sem hafði það til umfjöllun- ar. Það var síðan lagt fram á Alþingi að nýju í fyrra með breytingum og enn hefur það verið lagt fram á Al- þingi og með enn fleiri breytingum. Meðal helstu breytinga eru þær að gildistöku III. kafla frumvarpsins um flutning raforku er skotið á frest og lagt til að nefnd með aðkomu allra þingflokka og helstu hagsmunaðila verði falið að koma með tillögur um fyrirkomulag flutnings raforku fyrir 1. janúar 2004. „Mál þetta er afar viðamikið og um leið mikilvægt. Það hefur fengið ítarlega kynningu og umfjöllun utan þings sem innan á undanförnum ár- um. Nauðsynlegt er að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi svo hefja megi undirbúning að nýju laga- umhverfi sem kæmi til framkvæmda 1. júní 2003 skv. frumvarpinu,“ sagði ráðherra. Meðal þess sem þingmenn minnt- ust á í umræðum um frumvarpið var hvernig hægt yrði að tryggja sem jafnast orkuverð um allt land. Þeirri spurningu svaraði ráðherra með því að ítreka að landinu verði skipt í gjaldskrársvæði og að sama verð yrði innan hvers gjaldskrársvæðis fyrir sig. „En það er ekki hægt að ákveða það fyrirfram að raforku- verðið verði nákvæmlega það sama um allt land enda er það svo langt frá því að vera það í dag,“ sagði ráð- herra. Ný raf- orkulög taki gildi 1. júní ÞRÍR þingmenn Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- ráðherra verði falið að beita sér í krafti eignarhluta ríkisins í Lands- síma Íslands fyrir því að fyrirtæk- ið setji sér það markmið að hefjast þegar handa um að tryggja öllum landsmönnum aðgang að GSM-far- símakerfinu. Jafnframt verði ráðherra falið að undirbúa og leggja fram frum- varp til breytinga á fjarskiptalög- um þess efnis að GSM-farsíma- kerfið verði skilgreint sem öryggis- og neyðarkerfi í byggð og á aðalþjóðvegum landsins. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar. Sífellt meira treyst á GSM-kerfið Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að GSM-kerfið hafi vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og að almenningur sem og op- inberir aðilar treysta á það í æ rík- ari mæli. „Nokkuð vantar þó upp á að kerfið nái til allra landsmanna. Þá er það algjörlega undir símrek- anda komið hversu hratt brugðist er við bilunum í kerfinu en slíkt getur haft verulega þýðingu í ör- yggistilliti.“ Í greinargerðinni segir að unnt sé að tryggja hámarksöryggi og útbreiðslu GSM-farsímakerfisins með ýmsum hætti. „Nærtækast er einfaldlega að fela Landssíma Ís- lands, sem er að nær öllu leyti í eigu þjóðarinnar, að ráðast í verk- efnið.“ Allir lands- menn hafi aðgang að GSM-kerfinu HVORKI leikskólar Reykjavíkur né Akureyrar hafa hug á því að taka upp sektakerfi komi foreldrar endurtekið of seint að sækja börn- in sín líkt og fyrirhugað er að taka upp í Skagafirði. Hrafnhildur Sigurðardóttir, leik- skólafulltrúi á Akureyri, sagðist ekki verða vör við miklar kvartanir leikskólastjóra vegna þessa. Hún sagðist þó vissulega þekkja þetta vandamál en það væri yfirleitt leyst í samvinnu við foreldra. Ef foreldrar koma til að mynda end- urtekið of seint að sækja barnið sitt, ræðir leikskólastjóri við þá, bætir svo hálftíma aftan við plássið í næsta mánuði á eftir. Foreldrið þarf því að greiða fyrir aukna dag- vistun. Hrafnhildur sagði starfsfólk að- eins á launum til 17:15 og því slæmt þegar foreldrar kæmu síðar en það. Hún sagði að ef vandamál kæmu upp væru þau jafnan leyst í samráði við foreldra á jákvæðum nótum. Hún taldi leikskólana ekki bera teljandi kostnað af þessum seinagangi foreldra enda yfirleitt sú lausn notuð að bæta hálftíma við pláss barnsins gerist þess þörf. Á Akureyri eru 11 leikskólar og sagði Hrafnhildur starfsfólk skiln- ingsríkt ef óhöpp kæmu upp og einnig ef færð væri slæm. „Við reynum að fara milliveginn af sanngirni. Ef það er alltaf sama fólkið sem gerir þetta í hverjum mánuði þá ræðir leikskólastjórinn við þá aðila.“ Foreldrar geta bætt klukku- stund við dagvistina Í Reykjavík eru svipaðar reglur viðhafðar um dvalartíma barna á leikskólum. „Vandamálið í sam- bandi við að foreldrar komi of seint að ná í börnin sín hefur oft verið rætt,“ sagði Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykja- víkur. Hann sagði þó sektakerfi aldrei hafa komið til tals. Sam- kvæmt Bergi er reglan þannig að allir foreldrar skrifa undir dvalar- samning. Í dvalarsamningi er skýrt frá dvalartíma barnsins. Ef ítrekað er komið síðar að sækja barnið en dvalarsamningur segir til um breytist dvalarsamn- ingurinn og klukkustund bætist við plássið. Foreldrar geta því í sjálfu sér ráðið því hvort þeir bæta auka- tíma við dagvistunarplássið á leik- skólanum. Mismunurinn á Reykjavík og Akureyri er sá að á Akureyri bæt- ist hálftími við hvert pláss en í Reykjavík hleypur það á klukku- stund. Ekki sektað á leikskól- um Reykjavíkurborgar ÞETTA línurit sem borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokks hefur látið gera sýnir ólíka þróun í hreinum skuldum ríkissjóðs án lífeyrisskuld- bindinga og hreinum skuldum Reykjavíkurborgar. Staða ríkis og borgar hvað þetta varðar er svipuð árið 1993 en áratug síðar hafa hrein- ar skuldir borgarinnar aukist um 1100% meðan sambærilegar skuldir ríkis hafa lækkað um 13%. Í gær var haft eftir Birni Bjarna- syni að ríkið hefði vissulega selt eignir á tímabilinu, en hann benti á að borgin hefði einnig með óbeinum hætti selt eignir. Peningar hefðu til að mynda verið fluttir úr Orkuveitu Reykjavíkur í borgarsjóð. Eignar- hlutur Landsvirkjunar hefði verið fluttur frá Rafmagnsveitum Reykja- víkur inn í eignarhlut borgarinnar árið 1991. Það er ekki rétt ártal. Til- færslan sem um ræðir átti sér stað árið 1999 eða fyrir fjórum árum.               !"#$$!                      Ólík þróun hjá ríki og borg NEFND Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna tók fyrir skýrslu ís- lenskra stjórnvalda um fram- kvæmd samnings Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barna. Þetta er önnur skýrslan sem íslensk stjórn- völd leggja fyrir. Skýrslan fjallar m.a. um réttarstöðu barna og skil- greiningu á hugtakinu barn, að- stöðu barna og þjónustu við þau á sviði heilbrigðis-félags-, dóms- og menntamála. Fyrsta skýrsla Ís- lands var tekin fyrir af nefndinni ár- ið 1996 og grundvallast því innihald skýrslunnar nú á lokaniðurstöðum nefndarinnar árið 1996, svo og þeim lagabreytingum sem hafa átt sér stað. Skýrslu Íslands var vel tekið af nefndinni og þótti hún bæði skýr og upplýsandi. Nefndin er skipuð af sérfræðingum í mannréttindum og málefnum barna. Skýrslan fjallaði meðal annars um áhrif samnings Sameinuðu þjóð- anna í íslenskum lögum og stefnu- mótun í málefnum fjölskyldunnar og barna. Nefndin lagði áherslu á stöðu og aðbúnað barna af erlend- um uppruna á öllum sviðum sam- félagsins. Barnaverndarmál voru mikið rædd, réttarstaða barna, hlutverk barnayfirvalda og úrræði ásamt því að rætt var um börn og réttarkerfið. Einnig var komið inn á menntastefnu íslenskra stjórnvalda og þjónustu við börn á öllum skóla- stigum. Þá beindist athygli nefnd- arinnar að heilbrigðismálum, stöðu langveikra barna og barna með geð- raskanir og ýmis forvarnarverkefni. Nefndin mun fljótlega skila lokaat- hugasemdum sínum um réttindi barna á Íslandi. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Genf, fór fyrir sendinefnd Íslands við skýrsluvörn- ina. Skýrslan þótti upplýsandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.