Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 11
Tillögur um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir ARI Teitsson, formaður Bændasam- takanna, segir að veruleg tíðindi fel- ist í þeim tillögum sem ESB hefur lagt fram í nýrri samningarlotu á vegum Heimsviðskiptastofnunarinn- ar. „En hraðinn núna er mun meiri en við reiknuðum með og breytingar stærri sem stefnir í að óbreyttu. Evrópustefnan í landbúnaði með áherslu á fjölskyldubúrekstur og umhverfisvænan landbúnað hefur verið haldreipi manna en þeir eru greinilega eitthvað að gefa eftir að því er okkur sýnist.“ Ari tekur þó fram að ESB hafi á undanförnum árum unnið að því að umbreyta formi styrkja til landbún- aðarins og ætli sér greinilega að halda því áfram. „Þeir eru raunar komnir miklu lengra í þeim efnum en bæði Norðmenn og Íslendingar. Við erum í mjög svipaðri stöðu og Norð- menn þótt þeir séu með heldur minna af framleiðslutengdum greiðslum. Reiknaður heildarstuðn- ingur þar er þó svipaður og hér.“ Ari segir að margt bendi til þess að á næstu 10-12 árum þurfi menn því að laga sig að nýjum aðstæðum. Það sé ekki vafi á því að þær nið- urgreiðslur á búvörum á heildsölu- stigi sem tíðkuðust fram til 1990. „Síðan hefur fremur dregið úr þeirri tengingu en þó miklu hægar hjá okkur en í flestum öðrum lönd- um. ESB hefur gert mikið í því að draga úr tengslum við stuðnings og framleiðslu. Og það er einmitt vegna þess sem þeir hafa gert í því á und- anförnum tíu árum eða svo að þeir geta í raunverulega lagt fram þær tillögur sem þeir eru nú með. Sam- bandið heldur í sinn stuðning en hann er bara í öðru formi.“ Hraðinn meiri og breytingar stærri FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 11 eva Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - BZR - Paul et Joe - IKKS 70% Enn meiri verðlækkun Allt að Erum að taka upp vorvörurnar afsláttur Opið til kl. 21.00 „JÁ, VIÐ höfum áhyggjur af ástandinu, án þess að ég vilji vera að mála skrattann á vegginn,“ seg- ir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, en yfir hundrað störf tengjast skelfiskveiðum í bænum. Þar er varan fullunnin, allt frá því hún er veidd og komin í neytendapakkningar. „Skelveiðar og -vinnsla er stærsti einstaki at- vinnuvegurinn hérna, hér er fisk- urinn fullunninn og fer ekkert í burtu fyrr en í neytendapakkn- ingum.“ Óli Jón segir um 100 störf tengj- ast greininni þann tíma sem veið- arnar eru stundaðar frá hausti og fram í febrúar. „Það er alveg ljóst að þessi sam- dráttur hefur áhrif og á eftir að hafa þyngri áhrif. Það sem hefur áhrif á bæjarlífið í heild eru út- svarstekjur og hafnargjöld og það hefur síðan keðjuverkandi áhrif.“ Óli Jón segir að bærinn hafi rætt við Hafrannsóknastofnun og sjáv- arútvegsráðherra og muni fylgjast náið með gangi mála. Hrikalegt áfall Tvö skelfiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtæki eru í bænum. Niður á þessum fyrirtækjum kemur sam- drátturinn því fyrst og fremst. Fyrirtækið Sigurður Ágústsson hf. er annað þeirra og er fyrirséð að segja þurfi upp starfsfólki vegna samdráttarins. „Þetta er hrikalegt áfall,“ segir Ellert Krist- insson framkvæmdastjóri. Við bindum vonir við að smáskelin hafi lifað af þetta sjokk. Svo verðum við að krossa fingur og vona það besta, að það vori aftur í skelinni. Svo hefur þetta líka áhrif á mark- aðsstöðu okkar.“ Ellert segir að reynt hafi verið að stunda veiðarnar og vinnsluna yfir lengri tíma á árinu til að verja atvinnuástandið. Fyrirtækið er einnig með rækju- og kavíar- vinnslu. „Ástandið í rækjunni er mjög þungt, það eru lág verð. Það er því miður ekki hægt að snúa sér að rækjuvinnslu af auknum þunga, þó að það verði reynt að gera það besta í því.“ Morgunblaðið/Sverrir Skelfiski landað af Gretti SH 182 í Stykkishólmshöfn en verulegur samdráttur hefur orðið í aflaheimildum. Hundrað störf í húfi í Stykkishólmi ÞEIR sem stunda hörpudisksveiðar og vinnslu í Breiðafirði eru uggandi yfir ástandi stofnsins og litlum afla- heimildum undanfarin ár. Árni Ragnar Árnason, formaður sjávar- útvegsnefndar Alþingis, segir hugs- anlegt að aflaheimildir í hörpudiski í Breiðafirði verði enn skertar á næsta fiskveiðiári. Niðurstaða fæst eftir rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á svæðinu í haust. Árni segir Stykkishólm og Grundarfjörð eiga mikið undir hörpudisksveiðum og á annað hundrað störf tengist vinnslunni- og veiðunum á hvorum stað. Samdráttur í veiðunum gæti einnig haft langtímaáhrif á mark- aðinn fyrir skelfisk sem erfitt gæti verið að vinna upp aftur. Mikil óvissa „Enn virðist stofninn eiga eftir um þrjú ár til að ná eðlilegu ástandi svo að veiðar geti orðið að nýju líkt og áður,“ segir Árni. „Ljóst er að afleiðingar þessa eru mjög erfiðar fyrir það fólk, þau fyritæki og sveit- arfélög sem eiga sitt undir þessari starfsemi og að bregðast verður við með einhverju móti.“ Fulltrúar bæjarfélaganna og skelfiskvinnlu og -veiða voru boð- aðir á fund sjávarútvegsnefndar á dögunum. „Það er mikil óvissa,“ segir Árni. „Við hófum viðræður við Hafrannsóknastofnun og sjávarút- vegsráðuneytið um þetta mál, en þeim viðræðum er ekki lokið.“ Árni segir hafa legið fyrir í nokk- urn tíma að hörpudisksstofninn hafi orðið fyrir umhverfisbreytingum og hrunið. Eldri árgangar hafa drepist sem talið er að rekja megi til hita- hækkunar í sjónum í Breiðafirði. „Það er líka orðið ljóst að yngri skelin þolir þessar breytingar og menn álíta að hún nái að aðlagast og vaxa áfram.“ Árni segir hugsanlegt að engum aflaheimildum verði úthlutað fyrir næsta fiskveiðiár. „En það er líka hugsanlegt að hægt verði að veiða eitthvað af skelinni sem er að vaxa,“ bætir hann við. Þá var rætt um það á fundinum að ekki væri ljóst hvort öll veiðisvæði væru í svipuðu ástandi og skelfiskveiðimenn bentu á að stofninn í Hvalfirði væri að taka við sér eftir svipaða niður- sveiflu og átt hefur sér stað í Breiðafirði. „En það eru miklu minni mið en skelin þar er orðin nýtanleg.“ Ekki ljóst hvernig brugðist verður við Árni segir enn ekki ákveðið hvernig brugðist verður við ástand- inu. Hann segir reynslu Kanada- manna geta nýst Íslendingum í þessu máli. „Þeir hafa náð að byggja upp sína skelfiskstofna á undanförnum áratug eða svo. Þeir lentu í miklu falli en náðu að byggja upp stofnana og eru nú að selja miklu meira magn en áður. Það verður örugglega reynt að nálgast það hvernig við getum lært af þeirra reynslu. Ekki er alveg sjáan- legt hvernig við getum brugðist við að öðru leyti, því að það eru ekki miklar aflaheimildir í öðrum teg- undum sem hægt er að úthluta í því skyni.“ Hugsanlega enn meiri samdráttur í veiðum Samdráttur í hörpudisksveiðum í Breiðafirði í hálku. Bíllinn skemmdist mikið og var dreginn á brott með krana- bíl. Rétt fyrir klukkan níu barst lög- reglunni á Hólmavík tilkynning um jeppaveltu á heiðinni og voru þrír í þeim bíl en engan sakaði. Gekk á með hryðjum þegar atvikið varð. Bíllinn skemmdist talsvert. TVEIR jeppar ultu á Holtavörðu- heiði í gærkvöldi, annar laust fyrir klukkan átta en hinn um níuleytið. Engan sakaði við velturnar. Tveir voru í fyrri bílnum en að sögn lögreglunnar í Borgarnesi varð atvikið með þeim hætti að bíllinn lenti í vindhviðu eftir að hafa mætt bíl og snerist á veginum Tvær jeppaveltur á Holtavörðuheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.