Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DR. CONOR Skehan, sérfræðingur og ráðgjafi á sviði umhverfismála, segist hafa lagt þrjá skýrt afmark- aða kosti fyrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Í fyrsta lagi að hafna Norðlingaveitu algerlega, en til þess hafi í reynd verið allar forsendur, að samþykkja verkefnið óbreytt með þeim áhrifum sem það hefði og í þriðja lagi að setja verk- efninu skilyrði sem væru í senn tæknilega og umhverfisleg raunsæ. „Mér sýnist niðurstaðan sú að komið sé til móts við alla aðila, Landsvirkjun fær þá raforku sem hún þarf og verndun Þjórsárvera er tryggð og þá í eitt skipti fyrir öll.“ Eitt erfiðasta verkefni sem Conor hefur komið að Conor segir að að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að setja fram flókin og erfið mál með mjög skýrum og einföldum hætti þannig að stjórnmálamenn og yfirstjórn- endur ríkisins geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Þetta var einmitt hlutverk mitt í vinnu minni fyrir Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, þ.e. að gera honum skýra grein fyrir afleiðingum þeirrar ákvörðunar sem hann þyrfti síðan sjálfur að taka. Ég ítreka að mitt hlutverk var ekki að ráðleggja honum. Það mætti kannski segja að ég starfi eins og ljósmóðir. Ég get gefið fólki ráð um aðferðir en ég get ekki eignast barnið fyrir það.“ Conor segir að hann hafi séð til þess að staðreyndir væru settar fram á skýran á greinilegan hátt. „Það var satt að segja mjög erfitt verkefni og líklega er þetta eitt allra erfiðasta verkefni sem ég hef nokkru sinni komið að. Það má eiginlega segja að allt í sambandi við Kárahnjúkavirkjun hafi verið stórt í sniðum en þar voru málin samt nokkuð skýr og auðvelt að segja fyrir um afleið- ingar. Í tilviki Norðlingaölduveitu var málið aftur á móti mun flókn- ara, þ.e. tengslin á milli lífríkisins, setlaga, vatns og vinds. Þarna vor- um við að glíma við ákaflega marga óvissuþætti. Allir þessir þættir tvinnast saman þannig að t.d. örlítil óvissa á vatnshæð uppi- stöðulónsins samfara örlítilli óvissu um setlög eða ísmyndun gæti t.d. þýtt mikla heildaróvissu. Hver vísindamaður skoðar hins vegar aðeins þann óvissuþátt sem hann fæst við en ráðherrann þurfti auðvitað að taka þá alla með í reikninginn. Þannig að samhæfing upplýsinga skipti mjög miklu máli. Það var engan veginn auðvelt að skýra þetta á einfaldan hátt fyrir umhverfisráðuneytinu og ráðherr- anum. En ég verð að segja að það hafði mikil áhrif á mig að sjá hversu vel ráðherrann sinnti þessu máli og hversu mikinn tíma hann gaf því. Ég varð sterklega var við hversu alvarlega hann tók hlutverk sitt.“ Ekki hlutverk vísindamanna að fella dóma Conor segir það ekki vera hlut- verk vísindamanna að fella dóma í svo viðkvæmum málum. Stað- reyndin sé þó sú að hætt sé við að menn reyni að misnota sér sér- þekkingu þeirra eða þá að þeim sé eiginlega stillt upp við vegg og krafðir um álit sem oft vilji þá verða á öðrum hvorum öfgaend- anum, ef svo megi segja. „Hæfni mín, ef einhver er, er að hjálpa vísindamönnum að vinna sína vísindavinnu vel, að taka þá vinnu og koma henni á til skila á einfaldan og viðeigandi hátt í hend- ur þeirra sem taka eiga ákvörðun.“ Conor tekur þó fram að þetta feli einnig í sér að oft verði hann að verja störf vísindamanna fyrir óþolinmóðum stjórnmálamönnum og stjórnendum sem stundum skilji ekki hvers vegna hlutirnir eru svona flóknir og taki svona mikinn tíma. „Það er algerlega nauðsyn- legt að vísindamenn fái að vinna sem mest óáreittir og óháðir í svona málum og eins að þeir komi sinni vinnu til skila á mjög hrein- skilinn hátt. Þeir segja ekki ráð- herranum hvað ákvörðun hann eigi að taka heldur segja þeir honum hreint út hverjar afleiðingarnar verða ef hann velur tiltekinn kost.“ Conor segist hafa haft mikið frelsi í vinnu sinni og ef eitthvað hafi ekki verið í réttum farvegi eða samkvæmt góðum vinnureglum hafi hann haft fullan rétt til þess að veifa rauða spjaldinu. Jarðbundin skynsemi réð alltaf ferðinni Spurður um vinnu íslenskra sér- fræðinga segir Conor að oft séu menn að afsaka hversu fáir Íslend- ingar eru og þá um leið sérfræð- ingarnir líka. „En ég vil taka fram að það getur einnig verið kostur því öll samskipti verða hröð og markviss þannig að þegar eitthvert tiltekið vandamál kemur upp er auðvelt að ná til þeirra sem hafa þekkingu á því vandamáli þannig að mér fundust vinnubrögðin hröð og markviss. Og umfram allt þá létu menn jarðbundna skynsemi ráða ferðinni og sinntu rökum. Ef þetta hefði verið í Bretlandi hefðu stjórnvöld væntanlega markað sér aðeins eina stefnu og ekki hvikað frá henni og vísindasamfélagið jafnvel sömuleiðis, engum til gagns. Þetta var ekki uppi á ten- ingnum og hér virtist hver hópur að minnsta kosti hafa lágmarks- skilning á skoðunum hinna. Mikil og góð samhæfing fannst mér einna mesti kosturinn á þeirri vinnu sem var unnin í tengslum við mat á áhrifum Norðlingaöldu- veitu.“ Vel staðið að mati á umhverfisáhrifum „Án þess ég vilji vera að slá Ís- lendinga til riddara þá finnst mér menn hafa staðið sig mjög vel hérna við mat á umhverfisáhrifum. Það er ekki alltaf auðvelt að setja þessi mál fram á skýran, einfaldan og um leið raunsæjan hátt eins og í tilviki Norðlingaölduveitu. Fyrir mig, sem kem utan frá, var það mikil áskorun að reyna að skilja hið lifandi samspil í íslenskri náttúru. Hálendi Íslands er auðvit- að gerólíkt öllu öðru í Evrópu og menn verða að vera auðmjúkir gagnvart því; umhverfið er svo nýtt og samspilið svo flókið. Ég skoðaði Norðlingaölduveitusvæðið og mér varð ljóst að þarna uppi er ekki hægt að ganga að neinu gefnu, maður þarf að fara varlega. Og fyrir mann sem kemur frá Bret- landseyjum er þetta gífurlega stórt í sniðum, ógnvekjandi en um leið geysilega viðkvæmt umhverfi.“ Dreg fram afleiðingar sem fylgja ákvörðunum Dr. Conor Skehan FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur fallist á kröfu Norðurljósa sam- skiptafélags hf. um að fá afhent gögn varðandi kæru Norðurljósa til Fjármálaeftirlitsins á hendur Bún- aðarbankanum. Kæran varðaði meint brot Búnaðarbankans á bankaleynd með því að upplýsa þriðja aðila um heildarskuldir fé- lagsins í því skyni að knýja það í gjaldþrot. Fjármálaeftirlitið fellst á kröfu Norðurljósa um afhendingu gagnanna, þó með ákveðnum tak- mörkunum, en umrædd gögn sem afhent voru 14. janúar sl. voru greinargerð Búnaðarbankans frá 29. júlí 2002, bréf Fjármálaeftirlits- ins til Búnaðarbankans frá 15. nóv- ember 2002 og bréf Búnaðarbank- ans til Fjármálaeftirlitsins frá 21. nóvember 2002. MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá Búnaðarbanka Íslands vegna frétta um hugsanlega yfirtöku á starfsemi Norðurljósa. „Forstjóri Norðurljósa, Sigurður G. Guðjónsson, hefur í dag [miðviku- dag] kosið að rifja upp ásakanir frá miðju síðasta ári þess efnis að Bún- aðarbankinn hafi rofið bankaleynd með því að tilgreina lánanúmer á lánum Norðurljósa í bankanum gagnvart þriðja aðila. Þessi upprifj- un, sem meðal annars var til umfjöll- unar í hádegisfréttum Bylgjunnar, er óskiljanleg í ljósi þess að ekkert nýtt hefur komið fram í málinu. Þeg- ar í júlí í fyrra kynnti bankinn af- stöðu sína og kom þá fram að engar fjárhæðir, lánsskilmálar eða aðrar upplýsingar voru tilgreindar af hálfu bankans. Þessi einkennilega umfjöllun málsins nú verður að skoðast í ljósi þess að Búnaðarbankinn hefur höfð- að mál á hendur Norðurljósum til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið og/ eða Sigurður G. Guðjónsson hafi leynt bankann upplýsingum þegar umrædd lán voru veitt, og hvort að þessi framkoma réttlæti gjaldfell- ingu lánsins. Búnaðarbankinn telur rétt að dómstólar kveði upp úr um ágreining aðila í þessu efni. Jafn- framt hefur Búnaðarbankinn frá upphafi málsins lýst því yfir að geti Norðurljós sett fram fullnægjandi tryggingar að mati bankans fyrir láninu muni bankinn samstundis falla frá innheimtu og miða við upp- haflega skilmála lánsins óbreytta. Í stað þess að leita leiða til að semja um skuldamál Norðurljósa við bankann kjósa Sigurður og Norður- ljós að verja málstað sinn í fjölmiðl- um og senda nú hrinu upplýsinga til að sverta bankann og forsvarsmenn hans. Gera má ráð fyrir að Sigurður G. Guðjónsson og Norðurljós haldi áfram fréttaflutningi í fjölmiðlum af málum sem tengjast Búnaðarbank- anum, þar til úrskurður dómstóla liggur fyrir í febrúar/mars nk.“ Búnaðarbankinn og Norðurljós Norðurljós fá afhent gögn ÞAÐ var sannkallað eld- regn hjá strákunum í Slippnum þar sem þeir voru að logsjóða á dög- unum. Þrátt fyrir logandi úrkomuna halda þeir ótrauðir áfram við vinnu sína enda dugar lítið að hika við slíka vinnu. Annar mannanna gefur sér þó tíma til að virða fyrir sér aðferðir vinnufélaga síns og njóta þess að horfa á gneistana sem gefa glæsi- legustu flugeldum lítið eft- ir. Hvort slíkt sjónarspil sé daglegt brauð hjá þeim fé- lögum skal hins vegar ósagt látið. Atvinna hefur verið að dragast saman hjá iðn- aðarmönnum á undan- förnum mánuðum en nóg var að gera hjá þeim fé- lögum í Slippnum.Morgunblaðið/Golli Eldregn í Slippn- um BÓK Ásmundar Stefánssonar hag- fræðings og Guðmundar Björns- sonar læknis um Atkins-megrun- arkúrinn svokallaða er uppseld eftir tæpa viku í sölu en hún var prentuð í 3.000 eintökum. Þegar liggja fyrir pantanir vegna annarr- ar útgáfu, sem nú er í prentun. Guðmundur segir þessar viðtök- ur hafa komið þeim félögum veru- lega á óvart. „Þetta var meira til gamans gert hjá okkur strákunum að koma þessu á prent en við höf- um orðið varir við gífurlegan áhuga. Okkur heyrist á umræðu fólks að það sé alls staðar verið að tala um þessa aðferð og fólk vilji gjarnan kynnast henni. Ég held að menn sjái að þetta er möguleiki, val fyrir suma en engin töfralausn. Þannig að við erum bara virkilega hissa.“ Bókin, sem kom út laugardaginn 18. janúar, er nú í endurprentun og segir Guðmundur miklar pantanir liggja fyrir. „Ég held að það sé mikil þörf hjá fólki fyrir einhverjar lausnir. Það er svo fátt sem virkar og fólk er orðið svolítið þreytt á þessari ofuráherslu á líkamsrækt. Það hentar alls ekki öllum. Flest- um hentar hins vegar að breyta mataræði sínu og lífsstíl með því að hreyfa sig meira.“ Megrunarbók Ás- mundar uppseld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.