Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 14
Settur umhverfisráðherra fellst á Norðlingaölduveitu með ströngum skilyrðum J ÓN Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og settur um- hverfisráðherra tilkynnti með athöfn í Þjóðmenning- arhúsinu í gær úrskurð sinn um Norðlingaölduveitu þar sem hann fellst á framkvæmdina með nokkrum ströngum skilyrðum. Skipulagsstofnun hafði sem kunnugt er fallist á tvo kosti á Norðlingaöldu- veitu og hafnað einum en sá úrskurð- ur var kærður til umhverfisráðherra af 11 aðilum. Siv Friðleifsdóttir lýsti sig vanhæfa til að úrskurða vegna fyrri ummæla og var Jón Kristjáns- son settur í hennar stað. Meginskilyrðið sem ráðherra setur er að fyrirhugað miðlunarlón fari al- gjörlega út úr friðlandi Þjórsárvera og gerð er tillaga um lón í 566 metra hæð yfir sjávarmáli (m.y.s.) í stað lóns í 575 m.y.s. sem Landsvirkjun hafði í hyggju. Minnkar flatarmál miðlunar- lóns úr tæpum 29 ferkílómetrum nið- ur í rúma 3 ferkílómetra. Tillagan kemur frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, og unnin að beiðni ráðherra af Viðari Ólafssyni verk- fræðingi. Er það Landsvirkjunar að ákveða hvort fallist verður á þessa til- lögu en við kynningu úrskurðarins í gær var lögð áhersla á að um forat- hugun VST væri að ræða. Til að tryggja hagkvæmni fram- kvæmdarinnar er lagt til að byggja stækkað setlón í farvegi Vesturkvísl- ar, vestan núverandi Þjórsárlóns og utan friðlandsins, ásamt veitu vatns úr Litlu-Arnarfellskvísl til setlónsins og frá setlóninu yfir til Þjórsárlóns. Setlóninu er m.a. ætlað það hlutverk að fella úr aur og veita jökulvatni úr kvíslunum til Þjórsárlóns og áfram til Kvíslaveitu. Einnig er setlóninu ætlað að veita nægu vatni framhjá setlóns- stíflunni niður aura Vesturkvíslar og áfram niður aura Þjórsár í gegnum friðlandið, til að grunnvatnsborð næst Þjórsárfarvegi lækki ekki eða sem minnst, eins og það er orðað í úr- skurði ráðherra. Endanlega stærð og umfang setlónsins skal ákvarða í sam- ráði við sveitarstjórn og Umhverfis- stofnun en í tillögu VST er miðað við lónstærð upp á 3,7 km2 í stað 2,7 km2 í fyrri tillögum. Settur umhverfisráðherra setur einnig þau skilyrði að náttúrufar og vatnsbúskapur í friðlandinu raskist ekki og að nær ekkert gróið land fari undir vatn. Í því skyni er Landsvirkj- un heimilt að færa stíflu neðar í Þjórsá um allt að 1,4 km og að breyta veituleið í tengslum við það. Þarf Landsvirkjun að gera ítarlega áætlun um útfærslu framkvæmdarinnar, að uppfylltum þessum skilyrðum. Ennfremur ber Landsvirkjun að gera vöktunaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun þar sem skilgreind verða viðmið þeirra umhverfisþátta sem máli skipta fyrir áhrifasvæði fyr- irhugaðrar framkvæmdar. Allar breytingar á mannvirkjum skulu metnar þannig að tryggt verði að um- hverfisáhrif verði í samræmi við við- mið sem koma fram í matsskýrslu eða vöktunarskýrslu Landsvirkjunar. Þá skal Landsvirkjun viðhalda meðalrennsli í Þjórsá yfir hádaginn á sumrin til að tryggja vatnsrennsli í fossum, „eins og frekast er unnt,“ segir í úrskurðinum. Einnig ber fram- kvæmdaraðila, í samráði við hlutað- eigandi sveitarstjórnir, Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnun, undir- búa vöktun og framkvæmdaráætlun til að stjórna og draga úr áhrifum vegna jarðvegsrofs og fokefna með- fram bökkum Norðlingaöldulóns og setlóns og draga úr áhrifum fokefna vegna aurburðar meðfram Þjórsá að Sultartangalóni. Landsvirkjun þarf og að tryggja að umferð um mann- virki sem opna leiðir að varpsvæðum fugla, trufli ekki varpið. Úrskurður Skipulagsstofnunar um 578 m lónhæð án lagastoðar Úrskurður ráðherra, sem er end- anlegur á stjórnsýslustigi en kæran- legur til dómstóla, fellir úr gildi þann hluta úrskurðar Skipulagsstofnunar er varðaði lónhæð í 578 m.y.s. Telur ráðherra, og vísar þar til álits sinna ráðgjafa, að sú ákvörðun stofnunar- innar hafi ekki haft lagastoð. Stofn- unin hafi verið bundin af þeim kosti sem kynntur hafi verið í matsskýrslu Landsvirkjunar, þ.e. um lónhæð í 575 m.y.s. Landsvirkjun tiltók einnig lón- hæðina 578 m.y.s. en þá hefði 43 km2 vatns farið undir miðlunarlón í stað um 29 km2 í 575 m.y.s. og stærri hluti Þjórsárvera í friðlýstu landi farið undir vatn. Um þetta segir í úrskurði setts umhverfisráðherra: „Þótt þessi kostur sé að ýmsu leyti betri samanborið við þann kost sem framkvæmdaraðili kynnir sem hina fyrirhuguðu framkvæmd, eins og gerð er grein fyrir í hinum kærða úr- skurði, leikur mikill vafi á því að sam- anlögð áhrif hans á umhverfið verði minni. Samkvæmt framansögðu er það því álit ráðuneytisins að laga- heimild hafi skort til þess að fallast á þennan kost af hálfu Skipulagsstofn- unar.“ Viðar Ólafsson verkfæðingur kynnti tillögu VST á blaðamanna- fundi ráðherra. Hann sagðist hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að gera mætti Norðlingaölduveitu með því skilyrði að veitulón næði ekki inn fyrir friðland Þjórsárvera og að fram- kvæmdin raskaði ekki náttúrufari, dýralífi og grunnvatnsstöðu í verun- um. Þetta væri hægt með lóni í 566 m.y.s. og stækkuðu setlóni vestan Þjórsárlóns. Þetta væri þó ekki end- anleg lausn og þyrfti Landsvirkjun að skoða tillöguna náið. Hér væri farin ný leið, m.a. með aurskolun á nokk- urra ára fresti í stað aursöfnunar í lóninu. Setlónið hjálpaði einnig til við aurvandamál og að vandamál varð- andi ís yrðu leysanleg. Minni rann- sóknir þyrfti á veituleið og stíflustæði. Í skýrslu VST til ráðherra er gerð lausleg tímaáætlun. Samkvæmt henni á að vinna að undirbúningi og rannsóknum fram til haustsins þann- ig að hægt verði að taka endanlega ákvörðun um verkefnið 1. nóvember nk. Sjálf veituframkvæmdin getur tekið um 28 mánuði og telur VST að hægt verði að afhenda orku úr Norð- lingaölduveitu í mars árið 2006, líkt og áður hafi verið áformað. Óvissa um áhrif minna rennslis Þjórsár um friðlandið Í minnisblaði sérfræðinga frá Nátt- úrufræðistofnun, Landgræðslu ríkis- ins og verkfræðideild Háskóla Ís- lands, er veittu Jóni Kristjánssyni sérstaka umhverfisráðgjöf, segir m.a. að áhrif á gróður og umhverfi af nýju lóni utan friðlandsins verði „fremur lítil og ásættanleg“ ef gripið verði til viðeigandi mótvægisaðgerða. Fok geti orðið úr lónsstæðinu þá daga sem lónið verði tæmt vegna aurskolunar og erfiðara geti verið í vondum vatns- árum að stýra rennsli um fossa neðan lóns, miðað við fyrri útfærslur. Þá telja umhverfissérfræðingarnir; Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Kristín Svavarsdóttir og Sigurður Erlingsson, að framkvæmdir við set- og veitulón geti leitt til nokkurra breytinga á umhverfinu, m.a. þeirra að um 3,8 km2 lands fari undir vatn, þar af um þriðjungur gróið land. Gróflega áætlað megi búast við ein- hverjum gróðurfarsbreytingum á u.þ.b. 0,5 km2 svæði meðfram farvegi Vesturkvíslar. Útfærsla VST muni samt draga verulega úr neikvæðum umhverfis- áhrifum Norðlingaölduveitu. Þó muni, ólíkt fyrri tilhögun, draga nokk- uð úr rennsli Þjórsár innan friðlands- ins í Þjórsárverum og óvissa ríkja um áhrif þessa. Í ljósi þess hve tillaga og útfærsla um nýtt lón er gjörbreytt frá því sem áður hefur verið í umræðu um Norð- lingaölduveitu kom eðlilega upp sú spurning í Þjóðmenningarhúsinu í gær hvort ekki þyrfti að fara í nýtt umhverfismat, framkvæmdin væri það umfangsmikil þó að hún félli utan friðlands Þjórsárvera. Í nokkrum kærum til umhverfisráðherra var því einmitt haldið fram að mótvægisað- gerðir, sem Skipulagsstofnun hefði lagt til, væru matsskyldar. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur og skrifstofustjóri í sama ráðu- neyti, sem voru Jóni til aðstoðar í mál- inu, svöruðu því til að hér væri ekki um nýja framkvæmd að ræða, í skiln- ingi laga um mat á umhverfisáhrifum, heldur mótvægisaðgerð til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af Norðlingaölduveitu. Í úrskurðinum er vitnað í lögin þar sem hugtakið „framkvæmd“ er skilgreind þannig: „Hvers konar nýframkvæmd eða breyting á eldri framkvæmd og starf- semi sem henni fylgir sem undir lög þessi falla.“ Síðan segir í úrskurði ráð- herra: „Mótvægisaðgerð, sem gripið er til í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á um- hverfið, telst því ekki framkvæmd í skilningi laganna. Þar af leiðandi þarf ekki að fara fram mat á umhverfis- áhrifum slíkrar aðgerðar einnar og sér, enda tengist hún með fyrrgreind- um hætti fyrirhugaðri framkvæmd.“ Út fyrir friðland- ið með nýju lóni Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen gerir í til- lögum sínum til setts umhverfisráðherra ráð fyrir 3,3 km2 miðlunarlóni Norðlingaölduveitu utan við friðland Þjórsárvera í stað 28,6 km2 áður. Stofn- kostnaður fyrir Landsvirkjun er talinn minni en orkukostnaður hærri. TENGLAR .............................................. www.heilbrigdisraduneyti.is NORÐLINGAÖLDUVEITA 14 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson segist í samtali við Morgunblaðið vona að með úrskurðinum hafi verið rétt fram sátta- hönd sem leggi niður þær miklu deilur sem hafi verið um Norðlingaölduveitu og umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar. Hann hafi sett sér það markmið að kanna hvort framkvæmdin væri möguleg án þess að skerða friðland Þjórsárvera. Það hafi að sínu mati tekist, miðað við framkomna tillögu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST. Aðspurður hvaðan frumkvæðið að tillögunni hafi komið segist Jón hafa beðið VST sl. haust um ákveðna útfærsla og þetta sé niðurstaðan. Hann hafi velt því fyrir sér hvort þessi leið hafi verið fær, til að koma framkvæmdinni út fyrir friðlandið. VST hafi langa reynslu af vinnu við hönnun virkjanaframkvæmda á hálendinu. Jón segir aðdragandann að úrskurðinum hafa verið allnokkurn. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum bar honum að skila úr- skurði innan átta vikna frá því að kærur bárust til umhverfisráðuneyt- isins. Jón segir málið hafa verið þannig vaxið að hann hafi talið mik- ilvægt að grandskoða alla þætti þess. Fresturinn sem hann hafi tekið til að fjalla um kærurnar sé byggður á ákvæði 10. greinar stjórn- sýslulaga þar sem kveðið sé á um ríka rannsóknarskyldu stjórnvalds. Jón segist hafa rætt við alla þá ellefu aðila sem kærðu úrskurð Skipu- lagsstofnunar. Hann gerir sér ljóst að með úrskurðinum sé hagkvæmni fórnað að hluta fyrir náttúruverndarsjónarmið. Engu að síður sé framkvæmdin hagkvæm og muni stuðla að þeirri atvinnuuppbygginu sem að hafi verið stefnt. Ólíklegt að Landsvirkjun hafni Aðspurður hvort hann telji að Landsvirkjun fallist á tillöguna sem fram komi í úrskurðinum segir Jón að boltinn sé nú hjá fyrirtækinu. „Ég tel að hagkvæmnin sé viðunandi og nægilega mikil þannig að hægt verði að bjarga orkusölu til Norðuráls á Grundartanga, eins og ráð var fyrir gert. Ég hef haft það í huga að ganga ekki svo langt að þeirri sölu sé stefnt í voða. Mér finnst ekki líklegt að Landsvirkjun hafni tillögunni,“ segir Jón. Hann vonast til þess að með úrskurðinum sé lögð fram sáttaleið. Framkvæmdin geti vel farið út fyrir friðlandið. Andstæðingar Norð- lingaölduveitu hafi lagt áherslu á að vernda friðlýst svæði en einnig bent á ytri mörk friðlandsins. Ísland sé einnig bundið af alþjóðasamn- ingum eins og Ramsar-samningum um verndun votlendis og Bernar- samningnum um verndun villtra plantna og dýra. Telur Jón að með til- lögu um nýtt lón utan friðlandsins sé Ísland ekki að brjóta þessa samninga. „Málið er gríðarlega umfangsmikið og hefur bæst við hjá mínu fólki í heilbrigðisráðuneytinu, sem glímir fyrir við næg verkefni og flókin. Tíminn hefur verið annasamur síðustu mánuði, ekki síður hjá mínum aðstoðarmönnum, og ég vil nota tækifærið til að þakka öllum fyrir sitt framlag sem komu að úrskurðinum,“ segir Jón Kristjánsson. Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra Vonandi sáttahönd sem leysir deilur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.