Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 19 ÚTSALA ÚTSALA Síðustu dagar útsölu Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Nýjar vörur fyrir krakka frá 0-12 ára 15% aukaafsláttur Handverk og þjóðbúningar Námskeið og verslun Þjóðbúningasaumur - tóvinna - baldýring - knipl - þæfing - útsaumur - skautbúningur - víravirki - keðjugerð - herrabúningur - o.m.fl. Allt efni til þjóðbúninga, íslensk útsaumsmynstur, vefnaðaráhöld, þjónusta og upplýsingar. HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Heimilisiðnaðarskólinn - Þjónustudeild - verslun Laufásvegi 2, 101 Reyjkavík, símar 551 7800 og 551 5500, netfang hfi@islandia.is Opið langan laugardag frá kl. 13-17, og mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-18. á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Póstsendum Eigum frábærar dúnsængur og kodda Laugavegi 46, sími 561 4465i í i Lokaspretturinn 10% aukaafsláttur af öllum útsöluvörum Allar peysur 2.990 Hermannabuxur 3.990 Hermannabolir 1.490 Aukaafsláttur af útsöluvörum Langur laugardagur í FLASH Laugavegi 54, sími 552 5201 STJÓRNVÖLD í Taílandi lokuðu í gær landamærum ríkisins við Kambódíu, drógu úr stjórnmála- samskiptum við landið og fluttu taílenska borgara í Kambódíu heim. Var það gert eftir að mörg hundruð Kambódíumanna réðust á og brenndu að hluta taílenska sendiráðið í Phnom Penh, höfuð- borg Kambódíu, og unnu einnig mikil spjöll á fyrirtækjum og öðr- um eigum Taílendinga í borginni. Þykir ástæðan fyrir þessum óeirðum vægast sagt mjög sér- kennileg. Uppþotin urðu á miðvikudag eft- ir að kambódískir fjölmiðlar sögðu, að taílensk sjónvarpstjarna hefði óvirt Kambódíu með því að halda því fram, að Angkor Wat-musterið ætti að tilheyra Taílandi. Gerði þá æstur múgur aðsúg að taílenska sendiráðinu og bar eld að því. Átti taílenski sendiherrann fótum sín- um fjör að launa og gat hann með naumindum komist burt með því að klifra yfir garðvegginn. Talið er, að einn Taílendingur hafi beðið bana þegar múgurinn kveikti í hót- eli í eigu Taílendinga og nokkrir slösuðust. Sendiherrann rekinn Taílenskar herflutningaflugvélar fluttu í gær mörg hundruð manns frá Kambódíu og Thaksin Shin- awatra, forsætisráðherra Taílands, sagði, að engum Kambódíumanni yrði hleypt inn í landið. Þá hefði öll starfsemi taílenskra fyrirtækja í Kambódíu verið stöðvuð en hún er allumfangsmikil, til dæmis í flug- og fjarskiptamálum, veitinga- húsa- og hótelrekstri. Var sendi- herra Kambódíu í Taílandi skýrt frá því áður en hann var rekinn úr landi. Taílenska sjónvarpsstjarnan, Suwanan Kongying, neitar því harðlega að gert tilkall til Angkor Wat fyrir hönd Taílendinga en segir skýringuna hugsanlega þá, að ummæli í þessa átt hafi komið fram í sjónvarpsleikriti, sem hún lék í fyrir tveimur árum. Það hafi bara verið leikur enda sé Angkor Wat í Kambódíu og Taílendingar hafi að sjálfsögðu aldrei gert til- kall til þess. Kambódíumenn líta á Angkor Wat sem sitt mesta djásn og hafa meðal annars mynd þess á þjóðfánanum. Pólitísk tækifærismennska? Stjórnmálaskýrendur segja óljóst hvað hafi valdið uppþotun- um en geta sér þess jafnvel til, að þau hafi verið runnin undan rifj- um kambódískra stjórnmála- manna, sem telji sér hag í að kynda undir þjóðernisæsingum vegna þingkosninganna í landinu í júlí. Kambódíumenn og Taílendingar bárust oft á banaspjót á öldum áð- ur og enn er grunnt á því góða með þeim þótt samskiptin hafi ver- ið ágæt að undanförnu. Talsmaður Kambódíustjórnar bað í gær Taí- lendinga afsökunar á atburðunum og fram kom, að meira en 100 óeirðaseggir væru í haldi lögregl- unnar. Reuters Angkor Wat-musterið, mesta djásn Kambódíu, var reist á 12. öld. Myndin var tekin í desember síðastliðnum þegar spænski tenórsöngvarinn Jose Carreras kom þar fram ásamt 800 dönsurum og sinfóníuhljómsveitinni í Singapore. Taílendingar ævareið- ir Kambódíumönnum Múgæsingar í Phnom Penh vegna tilhæfulausra ummæla um að Angkor Wat tilheyri Taílandi Phnom Penh. AP. MEIRIHLUTI Norðmanna telur það ekki þjóna neinum tilgangi að bíða með nýja þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Evrópusam- bandinu, ESB. Er það skoðun 55% landsmanna en 35% vilja bíða enn. Kom þetta fram í Aftenposten í gær en könnunin var gerð fyrir blað- ið Nationen. Kemur það ekki á óvart, að mikill meirihluti eða 75% þeirra, sem eru hlynnt ESB-aðild, vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst en 28% af andstæðingum aðildar geta líka hugsað sér nýja atkvæða- greiðslu á þessu kjörtímabili. Í könnun, sem gerð var í Norður- Noregi, kemur fram, að 48% styðja ESB-aðild. Stuðningur við hana var 28% í atkvæðagreiðslunni 1994. Vilja kjósa sem fyrst Norðmenn og ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.