Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RITHÖFUNDURINN Manuel Puig sendi leikritið Leyndarmál rósanna frá sér 1988, skömmu eftir fall herforingjastjórnarinnar í Arg- entínu. Puig er þekktastur fyrir skáldsöguna Koss kóngulóarkon- unnar, sem síðan var unnið úr leik- húsverk og þar á eftir kvikmynd. William Hurt fékk einmitt óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni 1985; var valinn besti leik- ari í aðalhlutverki. Í Kossi kóngulóarkonunnar fjallar Puig um ástríður tveggja karla í fangelsi, en í Leyndarmáli rósanna er fjallað um tvær konur. „Sögupersónurnar eru eldri kona, sem hefur verið lögð inn á sjúkra- hús eftir taugaáfall, og yngri hjúkr- unarkona. Sú eldri hefur mikla þörf fyrir að láta fólk sjá um sig; það höldum við að minnsta kosti en reyndar kemur upp úr kafinu að hún hefur miklu meiri áhuga á að sjá um aðra,“ segir þýðandinn og leikstjórinn, Halldór E. Laxness, í samtali við Morgunblaðið. Leyndarmál „Verkið snýst mjög skemmtilega um það hvernig þessar konur ná saman, þær eiga sér mörg leynd- armál sem ekki er mikið talað um í hinu daglega lífi en þegar við skyggnumst inn í minningar og martraðir þá skiljum við hvers vegna þessar konur eru eins og þær eru.“ Halldór segir skemmtilega frá- sagnaraðferð notaða í verkinu. „Þessi frægi suður-ameríski stíll – töfraraunsæið – er notaður að hluta til. Þetta er geysilegt raunsæi en menn leyfa sér samt að fara inn í minningar og láta þær verða að sen- um og áður en þú veist eru kon- urnar komnar í miklar samræður við dautt fólk eða lifandi þannig að líf þeirra krystallast í þessum tveimur tímum sem koma fram á sviðinu.“ Leikkonurnar eru tvær í sýning- unni, Saga Jónsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, „og þótt þetta séu bara tvær manneskjur er verkið skemmtilega skrifað að því leyti að þær eru í raun og veru miklu fleiri og átökin verða geysileg á köflum – eins og oft gerist í fjölskyldumál- um.“ Halldór glottir og bætir svo við: „Allir eiga sín leyndarmál, það er öruggt; maður veit ekkert hvað mamma gerði þegar hún var ung!“ Leikstjórinn bendi á að margt fólk sé með einhvers konar framhlið „sem við höldum að við skiljum en undir niðri eru einhver leyndarmál sem skýra kannski það sem við sjáum í hinu daglega lífi. Leynd- armál geta verið afskaplega erfið ef menn liggja á þeim lengi, þá geta þau orðið að sjúkdómum; breyst í æxli. Þar af leiðandi getur fundist ým- islegt óhreint í pokahorninu, eins og hjá þessum konum, þegar skyggnst er á bak við við frontinn, framhlið- ina.“ Og þó að sagan sé skemmtilega einföld, eins og Halldór orðar það, „skírskotar hún nú andsk … mikið til annarra hluta!“ Harðstjórn Hann heldur áfram: „Og þótt við búum kannski ekki við harðstjórn hér í þessu landi þá getur harð- stjórn verið til á heimilum; mæður og feður voru kannski harðstjórar og fólk erfir lífsstíl annars fólks, erf- ir hegðunarmunstrið, þannig að það getur verið mjög skemmtilegt hvernig fólk festist í sínum eigin kóngulóarvef.“ En hvaða rósir eru þetta? „Það er mikið búið að hugsa um það, og stórskemmtilegt að einmitt er spurt í verkinu: Hvaða rósir eru þetta? Það er talað um að rósir komi og fari frá fólki, rósirnar eru náttúr- lega bara hugarskeyti. Mafían á Sikiley sendir mönnum rósir ef á að taka þá af lífi og Ítalía og Argentína eru svo skyld að rósir geta verið hvort sem er boð um aftöku eða gleðigjafa; eða eitthvað þar á milli, sem getur verið ýmislegt.“ Hvers vegna valdirðu að þýða þetta verk? „Ég féll fyrir frásagnarstílnum; það er svo gaman að sjá hvernig tvær manneskjur geta allt í einu bú- ið til heilan heim án þess að vera mikið í einhverjum gervum og til- heyrandi, bara af verkið er vel skrif- að og skemmtilega byggt upp. Þetta verk er þannig að það eru geysileg þriller element í því. Margir halda kannski að þetta sé hugljúft og jafn- vel væmið en Puig náði yfirleitt þriller elementinu inn í verk sín. Og þó að það séu bara tvær konur á sviðinu þá eru þær helv … góðar í að skapa spennu því þær eru – eins og allar góðar konur, sem við þekkj- um best úr Íslendingasögunum – alltaf dálítið mikið að plotta; þar er alltaf verið að reyna að ná völdum, stinga undan fólki og svo framvegis. Baráttan er því endalaus og af- skaplega mikil grimmd á köflum.“ Jafnrétti? Annað kvöld verður frumsýnt Uppistand um jafnréttismál. Þar er um að ræða þrjú einleiksverk, sem valin voru til sýninga eftir sam- keppni sem Leikfélagið stóð fyrir í haust. Leikararnir sem taka þátt í uppistandinu eru Hildigunnur Þrá- insdóttir (Maður og kona: egglos, eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur), Skúli Gautason (Hve langt er vest- ur, eftir Hallgrím Oddsson) og Þor- steinn Bachmann (Olíuþrýstings- mæling dísilvéla, eftir Guðmund Kr. Oddsson.) „Það er alltaf hægt að ræða um karla og konur í þessu mannlega þjóðfélagi sem við lifum í; hvort það sé jafnrétti eða ekki jafnrétti eða misrétti. Það er líklega ekki rætt í þessum verkum eins og jafnréttis- ráð talar um þessa hluti; þetta eru litar skemmtilegar myndir og sögur úr hinu daglega lífi og við höfum reynt að halda forminu. Það er alltaf hætta á því að maður fari að setja upp einþáttunga eða leikrit og við ákváðum hér í þessu húsi að halda okkur innan þessa forms sem er uppistand; það er því engin leik- mynd en reyndar eitthvað af leik- munum,“ segir Halldór. Hann segir leikarann vitaskuld þurfa að skapa persónu eins og venjulega „en þeir hafa miklu meira bessaleyfi til þess að ræða við áhorf- endur en í leikþáttum.“ Halldór seg- ir að tilraunir sem þessar þurfi allt- af að vera í gangi; bæði að fjalla um einhver málefni líðandi stundar og að fá rithöfunda til þess að skrifa fyrir leikhús. „Allir rithöfundar þurfa að fá að skrifa, rithöfundar þurfa að komast aðeins inn í leik- húsið og skynja hvernig það er. Allt eru þetta sérstök form; leikrit, ein- þáttungar, uppistand; þetta er ekki alveg eins, ekki frekar en að læra að skrifa sónótur og sinfóníur.“ Uppistandið er hugsað sem lauf- létt skemmtun. „Við hendur okkur bara út í verkefnið og hvort einhver verður svo dreginn fyrir Jafnrétt- isráð verður bara að koma í ljós,“ segir Halldór. Halldór segir gaman að rækta þennan hluta leikhússins. „Menn- ingaröflin vildu lengi vel ekki að mikið væri hlegið; leikhúsið átti að vera alvarlegt, alveg fram á áttunda áratuginn og jafnvel þann níunda. Menn voru á móti söngleikjum og á móti gríni. En ég vona að komist hefð á þetta.“ Bendir á að ýmsir hafi fengist við þetta form lengi, „alveg frá því gömlu karlarnir voru með revíurnar í gamla daga, þær eru að hluta til uppistand“. Hann er spenntur fyrir meiru: „Ég hvet alla sem eru með efni að sýna það leik- húsunum; maður veit aldrei á hverju menn sitja.“ Sveitasæla Halldór Einarsson Laxness er sjálfstætt starfandi: „Maður er bara í frílansinu og heppinn að geta gert það sem maður vill!“ Hann hefur ekki verið áberandi hérlendis síðustu síðustu ár. Setti upp nokkrar sýningar í Íslensku óp- erunni á sínum tíma en hefur að vísu tvívegis áður leikstýrt fyrir Leikfélag Akureyrar; setti fyrst upp leikritið Vefarann mikla frá Kasmír, sem byggt var á samnefndri bók afa hans og nafna, og síðan Slava á síðasta vetri. Þá hefur hann starfað í Kanada, Bandaríkjunum og á Ítalíu. „Það vita nú kannski ekki margir af því.“ Seg- ist svo eiga 25 ára leikhússafmæli í mars á þessu ári. Hefur leikið, leik- stýrt og hannað, og sýningarnar eru orðnar 50. Halldór E. býr í Frakklandi, í sveitasælunni 50 km fyrir utan Par- ís og segir það mjög gott. Hvað skyldi hann aðhafast þar? „Ég er í ýmiss konar kennslu og öðru tilheyrandi og framleiðslu á einhvers konar auglýsingum og þess háttar.“ Halldór segist ekki hafa verið mikið starfandi við leikhús úti en undir kennsluna flokkast endur- menntun atvinnufólks, leikara, söngvara og dansara, fyrir atvinnu- málaráðuneytið og leikarasamband- ið. „Þar er mikið tekist á við dans- leikhús og músíkleikhús.“ Hann hefur m.a. framleitt mynd- bönd fyrir fyrirtæki sem framleiðir íþróttafatnað og þá komið hingað til lands og myndað uppi á jöklum. „Það hefur verið mjög gaman; þar er reyndar ekki um leiklist að ræða en fegurðin er mikil!“ Þar ríkir fegurðin ein, eins og þar stendur. Tvær frumsýningar hjá Leikfélagi Akureyrar um helgina undir stjórn Halldórs E. Laxness Leyndarmál rósa og jafnréttis Sigurbjörg Þrastardóttir fylgist með æfingu á verki sínu, Maður og kona: egglos. Auk þess voru verk eftir bræðurna Hallgrím og Guðmund Kr. Oddssyni valin til sýninga í Uppistandi um jafnréttismál. Hildigunnur Þráinsdóttir í uppi- standi Sigurbjargar Þrastardóttur, Maður og kona: egglos. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvaða rósir eru þetta? Halldór E. Laxness þýðir og leikstýrir verkinu Leyndarmáli rósanna sem frumsýnt er í kvöld og Uppistandi um jafnrétt- ismál sem frumsýnt verður annað kvöld. Laufey Brá og Saga í Leyndarmáli rósanna: „Átökin verða geysileg á köfl- um – eins og oft gerist í fjölskyldumálum,“ segir leikstjórinn. Skammt er stórra högga á milli hjá Leikfélagi Akureyrar; í kvöld frumsýnir félagið argentínska leikritið Leyndarmál rósanna og á morgun verður Uppistand um jafnréttismál frumsýnt. Skapti Hallgrímsson ræddi við Halldór E. Laxness sem leikstýrir hvoru tveggja og þýddi auk þess Leyndarmál rósanna. Höfundur: Manuel Puig. Leikstjórn Halldór E. Laxness. Leikmynd og búningar: Þórar- inn Blöndal. Þýðing: Halldór E. Laxness. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Gunnar Sigur- björnsson. Gervi, hár og förðun: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vé- björnsdóttir. Leikarar: Saga Jónsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir. Leyndarmál rósanna skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.