Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Forystumenn ríkisstjórn- arflokkanna lýsa ánægju með úrskurð setts umhverf- isráðherra um Norðlingaölduveitu, sem kveðinn var upp í gær. Formenn Samfylkingarinnar og Frjáls- lyndaflokksins segja gleðiefni að mörk frið- lands Þjórsárvera verða virt. Úrskurðurinn veldur hins vegar formanni Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs miklum von- brigðum. Talsmenn náttúruverndarsamtaka lýsa vonbrigðum með að ráðherra fellst á framkvæmdina en segja baráttu náttúru- verndarsinna þó hafa skilað árangri, jákvætt sé að framkvæmdir verði utan friðlandsins og tekið sé tillit til alþjóðlegra skuldbindinga um verndun votlendis. „Held að allir sanngja DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist vera mjög ánægður með niðurstöðu setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu. „Ég er ánægður með að það skuli hafa fundist leið til þess að staðfesta úrskurð Skipulagsstjóra með þessum viðbótum, sem eiga að tryggja í senn að hægt sé að nýta hagkvæman kost til þess að auka afl og getu Þjórsársvæð- isins til frekari raforkusölu, en um leið að halda Þjórsárverum algjörlega óskertum og ganga eins langt eins og frekast gætu verið óskir um, að hlífa því svæði. Ég er því mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir Davíð. Ekki jafnhagkvæmur kostur Aðspurður hvaða áhrif úrskurðurinn geti haft á þær áætlanir sem uppi eru um raforkuöflun vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins á Grundartanga sagði Davíð: „Það er ljóst að þessi kostur verður ekki jafn- hagkvæmur eins og ella hefði verið, en við teljum samt sem áður að um hagkvæman kost sé að ræða. Þarna er farið bil beggja, nokkuð dregið úr hagkvæmni til þess að fullvissa sig um að náttúra þessa viðkvæma svæðis geti varðveist.“ – Telurðu að úrskurðurinn muni hafa í för með sér að deilum muni nú linna um þessa fram- kvæmd? „Það veit maður aldrei en ég held að allir sanngjarnir menn muni fagna þessari nið- urstöðu,“ segir Davíð Oddsson. Davíð Oddsson „VIÐ fyrstu sýn virkar úr- skurður setts umhverf- isráðherra vel á mig,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. Hann tekur fram að þing- flokkur Samfylkingarinnar eigi eftir að fara betur yfir úr- skurðinn á fundi sem haldinn verður fyrir hádegi í dag með sérfræðingi Náttúrufræðistofnunar og yfirmanni Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.„Veitan í þeirri mynd sem ráðherra kynnti í dag virðist mér vera gjörbreytt framkvæmd frá því sem áður var. Það er mér sem gömlum líffræðingi gleðiefni að ráðherrann skuli virða algjörlega mörk friðlands- ins, sem ég tel ákaflega mikilvægt. Mér finnst sömuleiðis mjög mikilvægt að Ramsar-sáttmálinn er virtur og að Íslendingar standa þannig við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þeir eru aðilar að og varða þetta mál. Virðist vera gjörbreytt framkvæmd Við fyrstu sýn virðist mér að áhrif þessarar framkvæmdar á umhverfið séu svo miklu minni en hin upphaflega hugmynd, að þetta sé í reynd ný og gjörbreytt framkvæmd,“ segir Össur. Hann segir að þegar staðið sé andspænis sam- anburði á hinni upphaflegu hugmynd um fram- kvæmdir á þessu svæði og á úrskurði setts um- hverfisráðherra hins vegar sé óhjákvæmilegt að setja stórt spurningamerki við hlut Landsvirkj- unar. Gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar „Landsvirkjun hefur allt fram á þennan dag haldið því fram, að það yrði að fara í þetta gríð- arlega stóra lón og skerða verulega friðlandið svo hægt væri að ná umtalsverðri orku út úr veitunni. Nú blasir það við að 85% orkunnar nást fyrir kostnað sem er minni en svarar einum barnaspít- ala, alþjóðlegir samningar eru haldnir og friðland- ið er ekki skert. Hvers konar vinnubrögð eru þetta af hálfu Landsvirkjunar? Það er sú spurning sem mér er efst í huga eftir að hafa skoðað þetta í gróf- um dráttum,“ segir Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson Úrskurðurinn virkar vel á mig við fyrstu sýn „ÞAÐ kemur okkur dálítið á óvart það skilyrði að fara verði út úr friðlandinu vegna þess að í friðlýsingunni fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir lóni sem taldist stærra en það sem við höfum sóst eftir,“ segir Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkj- unar. Hann minnir enn- fremur á að skipulagsstjóri hafi í úrskurði sínum talið að umhverfisáhrifin af þeirri lón- hæð sem Landsvirkun lagði til, yrðu ekki um- talsverð. „Það er alveg ljóst að þetta lón [utan frið- landsins skv. úrskurði ráðherra], sem er miklu minna og þarf að liggja neðar í farvegi Þjórsár, verður verulega óhagkvæmara og orkugetan minnkar. Þá þarf að ná í þá orku sem á vantar, annars staðar frá og til viðbótar verður rekstr- ar- og stofnkostnaður á hverja einingu hærri en í því dæmi sem við lögðum til. Við þurfum á næstu vikum og mánuðum að fá svar við þeirri spurningu hvort þetta sé arðsöm framkvæmd þegar ljóst er að þessi útfærsla er önnur en við vonuðumst eftir. Við verðum ekki komnir með svar fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Því má gera ráð fyrir að sú töf sem óhjákvæmilega verður á v v k b v Friðrik Sophusson Kemur á óvart að fara verði út úr friðlandinu Þarna er verið að fara bil beggja aðila GRUNDVÖLLUR SÁTTA Úrskurður Jóns Kristjánsson-ar, setts umhverfisráð-herra, um Norðlingaöldu- veitu er fagnaðarefni. Með þeim ströngu skilyrðum sem fram- kvæmdinni eru sett í úrskurðinum er skapaður grundvöllur að meiri sátt í þeim miklu deilum sem staðið hafa um virkjanir og vernd hálend- isins. Skipulagsstofnun komst síðast- liðið sumar að þeirri niðurstöðu að það væri í lagi að leyfa fram- kvæmdir við Norðlingaölduveitu með hæð lóns í 575 metrum yfir sjávarmáli eins og Landsvirkjun lagði til. Þessi niðurstaða þýddi að lónið hefði teygt sig inn fyrir mörk friðlandsins í Þjórsárverum og haft þar áhrif á gróður og dýralíf, þótt stofnunin hefði talið að við þau mætti una. Þrátt fyrir að Skipu- lagsstofnun hafi unnið úrskurð sinn um þessa lónhæð faglega og í sam- ræmi við lögin um umhverfismat á framkvæmdum og þrátt fyrir sam- komulagið frá 1981 um að Lands- virkjun geti fengið undanþágu frá ákvæðum um friðlandið til að gera uppistöðulón í allt að 581 metra hæð, hefur verið mikil andstaða við niðurstöðuna. Þar ræður einkum þrennt. Í fyrsta lagi er náttúruverndar- gildi Þjórsárvera einstakt. Þau eru m.a. stærsta og fjölbreyttasta freð- mýri landsins, þar eru flæðiengi sem eru sjaldgæf á hálendinu, þau eru tegundaauðugasta hálendisvin landsins og hafa verið kölluð fræ- banki. Þá eru þau mikilvægasta varpsvæði heiðagæsar í heiminum og svokallað Ramsar-svæði, þ.e. votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi og er verndað af ákvæðum Ramsar- sáttmálans, sem Ísland á aðild að. Í öðru lagi hefur almenn afstaða til gildis friðlýsingar breytzt á rúmlega 20 árum. Fólk er almennt þeirrar skoðunar að svæði, sem eru friðlýst, eigi að láta algerlega í friði og ekki gera neinar undanþágur. Síðast en ekki sízt hafa aðrar framkvæmdir á hálendinu, s.s. við Blönduvirkjun og nú síðast við Kárahnjúka, haft þau áhrif að hlut- fallslegt gildi Þjórsárvera hefur vaxið enn í huga þeirra, sem vilja vernda náttúruperlur hálendisins. Andstaðan við þá leið, sem Landsvirkjun hugðist fara, hefur í raun orðið svo sterk að stjórnvöld áttu varla annan kost en að gera þar breytingu á. Með úrskurði Jóns Kristjánsson- ar er ákveðið að fara nýja leið við Norðlingaölduveitu, þannig að uppistöðulónið verði aðeins í 566 metra hæð yfir sjávarmáli og flat- armál þess verði brot af lóni í 575 metra hæð, eða eingöngu rúmlega þrír ferkílómetrar í stað tæplega þrjátíu. Framkvæmdinni eru sett þau skilyrði að hún hafi ekki áhrif á friðland Þjórsárvera og raski ekki náttúrufari, dýralífi og grunnvatns- stöðu í verunum. Sú skylda er m.a. lögð á Landsvirkjun að hún við- haldi meðalrennsli í Þjórsá á dag- inn yfir sumarið, þ.e. um ferða- mannatímann og viðhaldi þannig vatnsrennsli í fossum árinnar. Með þessu og fleiri skilyrðum hefur ráð- herra bætt talsvert við þann áskiln- að Skipulagsstofnunar, sem á að takmarka umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar. Þá telur ráðherra að skilyrðin hafi í för með sér að fullt tillit hafi verið tekið til skuld- bindinga samkvæmt þeim alþjóða- sáttmálum, sem Ísland er aðili að. Þessi niðurstaða er umtalsverður sigur fyrir málstað náttúruvernd- arsinna og sýnir að sú barátta, sem fram hefur farið að undanförnu fyr- ir vernd náttúruvinja hálendisins hefur sannarlega ekki verið til einskis. „Þó að við séum ekki sátt að öllu leyti við niðurstöðu setts umhverfisráðherra er ég þess full- viss að hún helgist að miklu leyti af þeirri baráttu, því mikla starfi og umræðu sem verið hefur um um- hverfismál og náttúruverndarmál á Íslandi undanfarin misseri,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, í Morgun- blaðinu í dag og hefur þar mikið til síns máls. Augljóst er að andstaða við skerðingu Þjórsárvera hefur verið mun meiri en við Kárahnjúkavirkj- un. En einnig er ljóst að hin mikla reiði vegna ákvarðana um fram- kvæmdir við Kárahnjúka, sem fram hefur komið að undanförnu, hefur m.a. helgazt af því að fólk hefur jafnframt talið Þjórsárverum ógn- að. Nú þegar fyrir liggur að verin verða ekki skert, er líklegra en áð- ur að það takist að slíðra sverðin í deilunni um Kárahnjúkavirkjun. Óneitanlega vakna spurningar um þátt Landsvirkjunar í þessu máli. Fyrirtækið hefur á að skipa færustu sérfræðingum í virkjana- málum hér á landi. Hlutverk þeirra er ekki að horfa þröngt á málið og finna eingöngu hagkvæmustu virkj- unarkostina, heldur einnig að leita uppi þá sem líklegast er að sátt náist um. Það vekur því nokkra furðu að sá kostur, sem sérfræð- ingar Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hafa lagt til við settan umhverfisráðherra, hafi ekki verið rannsakaður og lagður fyrir Skipu- lagsstofnun af hálfu fyrirtækisins. Sú niðurstaða sem nú er komin í málið hlýtur að verða lærdómsrík fyrir þetta stóra og öfluga fyrir- tæki. Úrskurður Jóns Kristjánssonar þýðir að hagkvæmni Norðlinga- ölduveitu minnkar eitthvað. Það er málamiðlun sem stjórnvöld urðu að gera í þágu þess að vernda einstaka náttúruperlu. Talsmenn Lands- virkjunar segja að þetta þýði að þeir geti ekki svarað því strax hvort hægt verði að tryggja orku á viðunandi verði vegna stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga. Úrskurður setts umhverfisráðherra þýðir í raun að verði svarið það að framkvæmdin sé ekki nægilega hagkvæm verði hagsmunir náttúru landsins engu að síður að ráða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.