Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ S umir hafa mikið fárast yfir því uppátæki fólks að skrá dag- bækur sínar á vefinn. Á fagmálinu heitir þetta „að blogga“, en enska orðið „blog“ er stytting á orðinu „web- log“. Þeir skipta nú hundruðum, ef ekki þúsundum, Íslending- arnir sem gefa ómetanlega inn- sýn í sálarlíf sitt á opinberum vettvangi, með færslum á borð við: „Þriðjudagur, 28. janúar 2003. Mér var skítkalt í morgun. Kannski hann Þórður hafi gleymt að læsa millihurðinni. Best að skella sér í sund á eftir.“ Þetta hafa gagnrýnendur gagnrýnt (sem er oftast það sem gagnrýnendur gera). „Hvað er fólk að bera sál sína á opinberum vettvangi á þennan máta? Veit það ekki að einkalíf á ekki erindi til almennings? Annars væri það kallað opinbert líf,“ segja gagnrýnendur. Þessu þrönga sjónarhorni á líf- ið og tilveruna er ég algjörlega ósammála. Hvað með það, þótt Eyjólfur Straumfjörð húsgagna- málari beri samlíf sitt við eig- inkonuna á torg? Það er hans ákvörðun. Að vísu væri æskilegt að hann léti Þorgerði vita. Best að spyrja hana að því við tæki- færi. En ég hef semsagt verið í hópi þessa úthrópaða og úrkynjaða fólks, sem haldið hefur til haga hugsunum sínum á vefnum. Hver sá, sem haft hefur aðgang að nettengdri tölvu hefur getað skyggnst inn í innstu kima sálar- lífs míns og séð þann viðkvæma mann sem ég hef að geyma. Les- endum til upplýsingar hef ég ákveðið að láta nokkrar færslur mínar, frá síðustu misserum, fljóta með. 23. janúar 2003 Stromviðvörun: Varúð, Strom Thurmond er að koma. 26. nóvember 2001 Þá er sítt að neðan tískan loksins komin aftur. Þú þarft ekki að skammast þín lengur í sundlaugunum, Sigþrúður. 25. janúar 2001 Ég veit ekki hver Hallgrímur Einar Hannesson er, en nafnið bendir til þess að hann sé op- inber starfsmaður. 17. júní 2001 (þjóðhátíðardag- urinn!) Ég er ekki eins heimskulegur og ég lít út fyrir að vera. 13. ágúst 2002 Upp á síðkastið hefur opinber- um heimsóknum á síðuna mína fjölgað töluvert. Er þetta merki um aukin umsvif hins opinbera? 14. apríl 2002 Flestir sem horft hafa á leiki í NBA-deildinni bandarísku hafa tekið eftir frægum gestum í höll- unum þar ytra. Þeirra á meðal eru Spike Lee, Jack Nicholson og Billy Crystal. Sjónvarpsmenn hafa mjög gaman af því að sýna þá í nærmynd. Þessu er svipað háttað hér á landi. Í kvöld var verið að sýna frá glímumóti í rík- issjónvarpinu og þar brá fyrir frægum áhorfanda, Helga Seljan. 12. desember 2001 Ég á marga uppáhalds- leikmenn í ensku knattspyrn- unni. Les Ferdinand (les: Ferd- inand) er einn af þeim. 10. desember 2001 Jónas, æskuvinur minn, heim- sótti mig í vinnuna og var mikið niðri fyrir. „Ívar, ég er búinn að vera að halda framhjá konunni þinni,“ sagði hann með tárin í augunum. 31. júlí 2002 Wazup nigga? MD in da house. Hafsteinn Pétursson bið- ur að heilsa. 14. september 2001 Þessi mesti glæpamaður sam- tímans er með málfræðivillu í nafninu sínu. Auðvitað á þetta að vera Osama ist geladen. 1. september 2002 Það er á fárra vitorði að Billy Idol heitir fullu nafni William Jefferson Idol III. 25. október 2002 (nýr laga- texti) Sweet Home Alabama (lag: Return to Sender) Sweet home Alabama Address unknown No such number No such zone. 23. desember 2000 (smásaga) Maðurinn með hausinn á nef- inu er að leita að konu sem er með stærra nef en hann sjálfur. Leitin gengur erfiðlega. Hann hefur auglýst fjórum sinnum eft- ir nefstórri konu í einka- máladálki DV, hringt inn mý- mörg skilaboð á stefnumótalínur og sett auglýsingar á einka- mal.is. Nú er hann orðinn svo örvænt- ingarfullur að hann gengur niður Laugaveginn á Þorláks- messukvöldi og skimar í allar áttir. „Mér er sama þótt hún sé áttræð. Bara að hún sé með stærra nef en ég,“ hugsar hann með sér. „Come to papa,“ bætir hann við en gerir sér ekki grein fyrir því að hann talar upphátt. Fórnarlambinu, 46 ára gamalli húsmóður úr Garðabænum, bregður og sömuleiðis eig- inmanni hennar. Eftir nokkurt hik tekur eig- inmaðurinn þó á sig rögg og seg- ir stundarhátt: „Hypjaðu þig burtu, maður! Hvurslags pervert ert þú eiginlega?“ Maðurinn með hausinn á nefinu gengur hnugg- inn á brott. Hann verður víst að vera einn um jólin enn og aftur. Já, svona geta menn hellt úr skálum tilfinninga sinna á vefn- um. Í þessu er fólgin ákveðin lausn. Með því að deila áhyggj- um sínum líður manni betur. Þær virðast einhvern veginn ekki eins agalegar og áður, þeg- ar þær voru múraðar inni í hausnum á manni og þöndust út þannig að manni fannst hausinn vera að springa. Ég ætla því að biðja hvern þann, sem horn hefur haft í síðu þeirra hugrökku einstaklinga, sem haft hafa kjark og þor til að stíga fram fyrir skjöldu á Net- inu, að hugsa sig tvisvar um áður en orðspor þeirra er snúið niður, eins og glímumaður sem allt í einu hefur misst allan mátt og sér lífshlaup sitt allt á þremur sekúndum örvæntingar og barnslegrar ákefðar. Sálin á Netinu Hver sá, sem haft hefur aðgang að net- tengdri tölvu, hefur getað skyggnst inn í innstu kima sálarlífs míns og séð þann viðkvæma mann sem ég hef að geyma. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is TATTÚ er heitið í nýju íslensku verki sem Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld. Tattú er eftir Sigurð Pálsson og sérstaklega samið fyrir þann átta manna hóp sem útskrifast frá Leik- listarskóla Íslands í vor. Þetta er ann- að verkefni leikhópsins í vetur en í haust sýndi hann leikritið Skýfall eft- ir Sergi Belbel. Í Tattú skarast fortíð, nútíð og framtíð í gömlu bakhúsi við Hlemm. Þar sem áður var Café Henríetta er nú starfrækt tattústofa. En þótt nýir tímar og nýtt fólk hafi tekið við, virð- ist sem fyrri íbúar hússins hafi ekki farið langt, jafnvel þótt sumir þeirra séu komnir undir græna torfu. En þótt örlög persónanna í sýning- unni tvinnist saman, virðast þeir þó fátt eiga sameiginlegt. Þeir eru nán- ast eins og átta afskorin blóm sem hvert og eitt reynir að finna sér til- gang, einhvern ramma til þess að komast af. Sumum tekst það, öðrum ekki. Hver og einn gefur sér forsend- ur en þær forsendur geta jafnvel staðið þeim fyrir þrifum þegar kemur að samskiptum, eða viðskiptum, við aðra. Sumir láta glepjast af ástinni og eru illa merktir af þeirri reynslu, aðr- ir hafa viðskiptahugmyndir sem þeir sjá ekki að ganga ekki upp fyrr en of seint – og beitt er öllum ráðum og dáðum til þess að vera ofan á í þessu litla samfélagi; valdi í skjóli tilfinn- inga, peninga, þjóðfélagsstöðu og ein- hvern veginn virðist eins og flestir tapi í þeim leik. Tattústofan er rekin af Mudda, sem hefur tekið hana á leigu af Vik- ari, sem fékk lánað fyrir henni hjá Lilju og þegar fer að halla undan fæti hjá Mudda, tvinna örlögin þau saman í órjúfanlegan vef. Kaffistofa Henrí- ettu er í eigu fyrrverandi leikkonunn- ar Henríettu sem gerir tengdadótt- urina Drissu nánast að gólftusku sinni með skelfilegum afleiðingum og sonur Henríettu/eiginmaður Drissu, Falur, fær ekkert að gert. Valdið er í höndum móðurinnar og í örlögum Henríettu yngri, dóttur Fals og Drissu, birtist það niðurbrot á sjálfs- virðingu og heilbrigðri hugsun sem valdbeiting í fjölskyldunni orsakar. Engu að síður gera allir sitt besta til að komast af, til þess að rísa upp úr því völundarhúsi sem tilfinningar, forritun og reynsla hafa mótað þeim – og veldur viðleitnin oft afar fyndnum uppákomum. Tattú er jafngamalt siðmenningunni Þegar höfundurinn, Sigurður Páls- son, er spurður hvort hann hafi sótt mikið tattústofur, segir hann það af og frá. „Ég fór í fyrsta sinn inn á tattústofu, eftir að ég skrifaði verkið, aðallega til þess að kynna mér það sértæka orðfæri sem þar viðgengst og þá hitti ég einmitt mann sem var alveg eins og Muddi. Ertu með tattú? „Nei.“ Hvers vegna staðseturðu leikritið á tattústofu? „Mér finnst þær mjög heillandi fyrirbæri og snertipunktur á svo mörgu. Tattú og líkamsskraut er jafngamalt siðmenningunni. Það er notað sem tenging á milli sálar og lík- ama – ekki síður núna en til forna. Upphaflega sýndi tattú að maður væri hluti af tilteknum hópi, eða klíku, en auðvitað er sú merking komin út og suður í dag; hefur lent í einhvers konar mixer. Tattú þýðir í rauninni „merking“. Sá sem lætur húðflúra sig er í raun- inni að láta merkja sig til að öðlast merkingu, eða eins og sagt er í leik- ritinu: „Merkingarlaus líkami er merkingarlaus líkami“.“ Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan Sigurður hefur skrifað fyrir Nemendaleikhús, en við, sem höfum fylgst með því leikhúsi frá byrjun, gleymum seint verki hans Miðjarð- arför, sem sýnt var 1983 – en því má heldur ekki gleyma að Sigurður var fyrstur íslenskra rithöfunda til þess að skrifa fyrir Nemendaleikhúsið. Stemmningin og kætin sem ríkir á æfingu hjá Nemendaleikhúsinu þessu sinni er slík að það er varla þörf á því að spyrja Sigurð hvernig honum finnist að vinna fyrir þennan hóp. Hann nýtur þess greinilega mjög mikið og segir: „Nemendaleikhúsið hér er einstakt og við erum mjög svo öfunduð af því á Norðurlöndum. Hér gefst svigrúm til tilraunastarfsemi – og þá er ég ekki að tala um að ein- göngu séu gerðar tilraunir með ný verk. Það er ekki síður hægt að gera tilraunir með klassísk verk.“ Leikhópurinn, sem hefur setið óþolinmóður, en kurteis, á meðan Sigurður talar, getur ekki lengur á sér setið: „Við erum líka ódýrasta leikhúsið í bænum,“ segja þau. „Það kostar aðeins þúsund krónur inn á sýningu hjá okkur – og er enn ódýr- ara fyrir námsmenn.“ Þegar hópurinn er spurður um hvað hann álíti Tattú fjalla, er ekki komið að tómum kofunum: „Það fjallar um samskipti fólks sem er í leit að merkingu. Það fjallar um valdníðslu og hvernig fólk skipast í hlutverk í samskiptum. Það fjallar um vald í skjóli peninga, veikinda og ættartengsla. Hver persóna gengur í gegnum ólíkt ferli – nema Rós. Hún er ekki í ferli, hún er í ástandi. Hún er eina hamingjusama manneskjan í verkinu, vegna þess að hún er hvorki með hugann við fortíð, né framtíð, heldur er hún algerlega í núinu. Verkið gæti vel verið að gerast inni í hausnum á Rós, enda er lykilspurn- ing verksins: „Ert þú að hugsa þetta, eða ég.“ Við helltum okkur út í þetta ferli með nokkrar hugmyndir í kollinum. Annars vegar voru það hugmyndir um þessa valdaleiki og hins vegar draumaveröldin, vegna þess að verk- ið er á mörkum þess að vera raunsæi og draumleikur. Persónurnar eru á staðnum, en þó ekki.“ „Talandi um valdbeitingu,“ segir leikstjórinn, Rúnar Guðbrandsson, „þá er þetta ekki eingöngu spurning um valdabaráttu á milli einstaklinga, heldur einnig innri valdabaráttu hvers einstaklings; valdabaráttu yfir eigin tilfinningum, hugsunum og tungumáli.“ Hópurinn er sammála þessu og bendir á að Vikar, maðurinn sem er í stöðugri leit að hreinleikanum, standi í rauninni fjærst því að finna hann. „Um leið og fjármálin fara illa, er allt farið. Það er svo auðvelt að lesa allt og kunna alla frasana, en þeir skipta í rauninni engu máli. Vikar stúderar fræðin en hann hefur enga hæfileika til að gera tattú og lifa af kunnátt- unni. Muddi kann hins vegar að gera tattú. Hann áttar sig á því að þetta hangir allt saman. Það má segja að þessar andstæður séu ádeila á nýald- arspekina.“ Leikritið verður til í höfði áhorfenda Leikhópurinn segist hafa farið býsna langt í skilgreiningu á tíman- um í verkinu og segir að í því felist einkar skemmtilegur samruni tím- ans. „Sögusviðið er miðja þar sem all- ir þessir straumar mætast; fortíð, nú- tíð og framtíð. Þar eru bæði fortíðardraugar og framtíðardraug- ar. Þeir eru ekki bara í núinu, heldur er fólkið í gamla daga að upplifa at- burðarás sem á eftir að eiga sér stað í húsinu og í þeirri framtíð er fólk sem upplifir atburðarás sem þegar hefur átt sér stað. Svo er það spurningin um það hvort og hvað maður skilur eftir sig þegar maður yfirgefur einhvern stað … Annars er mun skemmtilegra að leika verkið en skilgreina það og þegar upp er staðið, er þetta ekki svona flókið. Þetta er leikrit um eina stelpu sem vill tattú, aðra sem vill ekki tattú, einn sem gerir tattú, ann- an sem talar um tattú, eina sem er dauð, aðra sem hefur drepið sig, eina sem er tvær. Við leikum hlutverkin – eina raunverulega leikritið verður síðan til í höfðinu á sérhverjum áhorf- anda.“ Er Tattú á einhvern hátt frábrugð- ið því sem þið hafið áður gert? „Það er ólíkt að því leyti að hér fáum við að takast á við alveg nýtt verk, taka þátt í að fullgera það og jafnvel að koma með tillögur.“ Leit að merkingu María Heba Þorkelsdóttir, Rós. Morgunblaðið/Þorkell Maríanna Clara Lúthersdóttir og Davíð Guðbrandsson í Tattúi. Nemendaleikhúsið frumsýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðj- unni við Sölvhólsgötu í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við höfundinn, leikstjór- ann og leikhópinn um merkingu og merkingu, samruna tímans og ýmislegt annað. Höfundur: Sigurður Pálsson. Leikendur: Björn Thors, Bryn- dís Ásmundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Esther Talía Casey, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arnarsson. Höfundar búninga, ljóss og leikmyndar: Egill Ingibergs- son og Móeiður Helgadóttir. Dramatúrg: Magnús Þór Þor- bergsson. Leikstjóri: Rúnar Guðbrands- son. Tattú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.