Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 33 Í STJÓRNARSÁTTMÁLA núver- andi ríkisstjórnar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja sérstaklega kjör þeirra öryrkja, aldraðra og fatlaðra sem lægstar tekjur hafa. Hvernig hefur ríkisstjórnin efnt þetta fyrir- heit? Á tímabilinu 1995–2002 hefur kaupmáttur lífeyrisgreiðslna aldr- aðra aukist um 13,5% en á sama tíma- bili hefur kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 44%. Kjör öryrkja og aldr- aðra hafa því dregist verulega aftur úr í samanburði við kjör launafólks með lægstu laun ef litið er á það tíma- bil sem núverandi stjórnarflokkar hafa verið við völd. Fram til ársins 1995 var það lög- bundið að ellilaun skyldu fylgja launaþróun í landinu. Það var talið eðlilegt að þegar launafólk fengi kauphækkun fengju elli- og örorkulíf- eyrisþegar einnig sambærilega hækkun. En árið 1995 var skorið á þessi tengsl og ákveðið að ellilaun skyldu „taka mið af launaþróun“. Síð- an hefur það verið geðþóttaákvörðun stjórnvalda hversu mikið laun elli- og örorkulífeyrisþega skyldu hækka í kjölfar kauphækkana. Ekki hefur stjórnarflokkunum tekist vel að tryggja kjör aldraðra og örykja síðan skorið var á tengslin milli ellilauna og launaþróunar. Það verður tæplega sagt að ríkisstjórnin hafi staðið við fyrirheit stjórnarsáttmálans í því efni. Ef vel hefði verið að verki staðið hefði átt að hækka lífeyri elli og ör- orkulífeyrisþega meira en sem nam hækkun lágmarkslauna á almennum markaði. Á þann hátt hefði mátt bæta kjör þessara hópa. Kjörin eru skammarlega lág og ekki hefði veitt af lagfæringu. En það var ekki gert, heldur farið í öfuga átt! Ellilaun og örorkulífeyrir einstak- linga, grunnlaun, eru nú aðeins rúmar 20 þús. kr. á mánuði, fyrir skatt. Með fullri tekjutryggingu, heimilisuppbót og tekjutryggingarauka getur þetta farið í 90 þús. kr. fyrir skatt, ef ekki er um aðrar tekjur að ræða. Auðvitað ættu þessi smánarlega lágu laun að vera skattfrjáls. En svo er ekki. Þeg- ar búið er að greiða skatt af þessari upphæð stendur eftir um 81 þús. kr. hjá einstaklingi. Algengt er að ein- staklingar meðal elli- og örorkulífeyr- isþega greiði fyrir húsnæði 40 þús. kr. á mánuði, með rafmagni og hita. Eftir stendur þá 41 þús. kr. á mánuði fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum útgjöld- um. Ekki er unnt að lifa mannsæm- andi lífi fyrir svo lága upphæð. Jón Magnússon lögmaður sagði í blaða- grein fyrir skömmu að einstaklingur þyrfti að hafa a.m.k. 150 þús. kr. á mánuði eftir skatt til þess að geta lifað mannsæmandi lífi. Ég tek undir það. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og ætti því að sjá sóma sinn í því að leið- rétta myndarlega kjör aldraðra og ör- yrkja. Á því tímabili sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa farið með völd á Íslandi, frá 1995 til dagsins í dag hefur Framsóknar- flokkurinn farið með málefni Trygg- ingastofnunar ríkisins og þar á meðal lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er því Framsókn sem ber ábyrgð á því hvernig kjör aldraðra og öryrkja eru í dag. Flokkurinn, sem einu sinni var félagshyggjuflokkur, getur ekki stát- að af því að hafa staðið í ístaðinu í þessum málaflokki. Framsókn hefur horft á kjör aldraðra og öryrkja rýrna í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum markaði án þess að hafa nokkuð gert í málinu. Og það sem verra er: Framsókn virðist ánægð með kjör aldraðra og öryrkja í dag. Slæm kjör aldr- aðra og öryrkja Eftir Björgvin Guðmundsson „Það er því Framsókn sem ber ábyrgð á kjörum aldr- aðra og öryrkja.“ Höfundur er viðskiptafræðingur. HVAÐ hefur hent minn gamla góða Sjálfstæðisflokk? Nú hefur það gerst að enginn þingmaður flokksins né borgarfulltrúi í Reykjavík and- mælir fyrirhuguðum virkjunarfram- kvæmdum fyrir austan. Allir ráða- menn flokksins virðast sáttir við að ráðist verði á hálendi Íslands og þar framkvæmd óbætanleg spjöll á við- kvæmri náttúru landsins. Getur ver- ið að í þessum hópi finnist enginn sem vill spyrna við fótum? Áður fyrr átti flokkurinn náttúruverndarmenn eins og Birgi Kjaran á þingi, en nú er þar enginn. Ekki einn einasti. Eru allir þessir fulltrúar flokksins virkilega steyptir í sama mót eða þora þeir ekki að tjá sig. Hópurinn er of stór til þess að raunverulegur einhugur sé til staðar. Hvað veldur þessu, er það ótti við æðsta vald flokksins eða undirgefni við sam- starfsflokk í ríkisstjórn eða einhvern annan? Ég leita að skýringu á ein- hug áhrifamanna Sjálfstæðisflokks- ins. Er kominn arfi í flokkinn? Jafnvel í mínu bæjarfélagi, Garða- bæ, hefur sama fyrirlitningin á nátt- úrunni ráðið ríkjum undir forystu sjálfstæðismanna er þeir réðust á Arnarnesvog þótt hann væri á skrá Ramser-náttúruverndarsamtak- anna. Ísland er aðili að þeim sátt- mála. Einum verktaka var úthlutað öllum lóðum Garðabæjar á svæðinu án þess að hann þyrfti að greiða gatnagerðargjöld til bæjarins. Við höfum lög sem banna mönn- um akstur utan vega svo þeir eyði- leggi ekki ósnortna náttúru lands- ins. Þeir sem brjóta þessi lög fá sektir og birtar eru myndir í dag- blöðunum af skemmdum sem öku- tæki valda. Nú ætlar Alþingi sem setti ofangreind lög að samþykkja ný lög sem heimila mestu náttúru- spjöll í sögu þjóðarinnar. Hvað er að gerast? Fyrir mörgum árum samþykkti Alþingi að flytja mætti minka inn til landsins. Allir vita um skaðann sem minkurinn hefur valdið í náttúru Ís- lands. Þá voru þingmenn líka, eins og nú, að hugsa um „þjóðarhag og lífskjör í landinu“ svo vitnað sé í um- mæli ráðamanna um Alcoa. Mink- urinn hefur ekki bætt lífskjörin. Al- coa-framkvæmdirnar á Austfjörðum geta auðveldlega orsakað verðbólgu. Hvað verður þá um bætt lífskjör alls almennings? 8% verðbólga mundi hækka skuldir þeirra sem mest skulda Íbúðalánasjóði um kr. 700.000, það yrði meðlag þeirra með framkvæmdunum. Það er von mín að Sjálfstæðis- flokkurinn stuðli að því að allir Ís- lendingar fái tækifæri til að tjá sig um Kárahnjúkavirkjunina í þjóðar- atkvæðagreiðslu þegar þingkosning- ar verða í maí á þessu ári. Það yrði farsæl lausn fyrir land og þjóð. Þjóð- aratkvæðagreiðsla mundi firra al- þingismenn frá þeim vafasama gjörningi að samþykkja eyðilegg- ingu á náttúru Íslands, ábyrgðin yrði þá allra landsmanna ef atkvæð- in féllu þannig. Þjóðaratkvæði um Kárahnjúka Eftir Pétur Björnsson „Þjóðar- atkvæða- greiðsla í maí í vor yrði farsæl lausn fyrir land og þjóð.“ Höfundur er fyrrverandi forstjóri Vífilfells. Dönsk bókmenntakynning Norræna húsinu, laugardaginn, 1. febrúar, kl. 16-18 Rithöfundurinn Christina Hesselholdt les upp úr verkum sínum. Jens Lohfert Jørgensen og Lise Hvarregaard sendikennarar í dönsku við Háskóla Íslands kynna nýjar danskar bókmenntir. Sendiráð Danmerkur býður upp á léttar veitingar í hléinu. Dagskráin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni - Samstarfsnefnd um Norðurlandafræðslu erlendis. Ókeypis aðgangur. http://www.nordice.is/ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.