Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 37 ✝ Guðmundur Ein-ar Júlíusson mat- sveinn fæddist á Akranesi 11. nóv. 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. jan. síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Ein- arsson skipstjóri og Ragnheiður Björns- dóttir húsmóðir. Hann kvæntist 1. sept. 1951 Björgu J. Benediktsdóttur, f. 2. ágúst 1930. Þau eignuðust tvö börn, 1) Auði, f. 11. jan. 1952; hún er gift Guðmundi Hermannssyni, f. 28. mars 1947. Þau eiga fjögur börn: Guðmund Þór, Teit, Rúnu, í sambúð með Teiti Inga Val- mundssyni, og Bene- dikt, 2) Bjarna Þór, f. 15. febr. 1955, hann er kvæntur Kristínu V. Sigurð- ardóttur, f. 6. ágúst 1957. Þau eiga tvær dætur, Björgu Ósk og Lilju Dröfn. Útför Guðmundar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vafasamt er hvort nokkurt starf í heimavistarskóla er mikilvægara en matsveinsins. Sérstaklega á það þó við um skóla þar sem flestir nemend- ur dveljast bæði sýknt og heilagt, fjarri heimilum sínum og fjölskyldum og skólinn verður annað heimili þeirra. Hvers kyns óskilgreindur ami og leiði, sem fylgir unglingsárum, hverfur skjótt í glaðværum hóp. Oft- ar en ekki hættir honum þó til að brjótast út í óánægju með viðurværið, gjarnan af litlu eða engu tilefni. Á sama hátt kunna langflestir ungling- ar að meta þegar þeir finna að lögð er alúð við matargerð og framreiðslu og áhersla lögð á hlýtt og skilningsríkt viðmót. Slíkt er ómetanlegt þegar reynt er að skapa gott skólaheimili sem skilur eftir kærar minningar. Þetta kemur fyrst í hugann nú þeg- ar Guðmundur Júlíusson er kvaddur. Hann réðst að Mötuneyti Mennta- skólans að Laugarvatni haustið 1982 og stýrði því til ársloka 1991. Hann var ágæta vel fær í starfsgrein sinni og lagði kapp á að fylgjast sem best með öllum nýjungum, en um leið hag- sýnn og gætti þess að kostnaður nem- enda færi ekki fram úr hófi. Hitt var þó e.t.v. enn meira um vert hve vel hann kunni að gera nemendum daga- mun, halda veislur þegar tilefni voru til, bekkjarveislur, árshátíðir og þess háttar. Þar naut hann sinnar ágætu konu, Bjargar Benediktsdóttur, sem starfaði einnig við mötuneytið og var óþreytandi að gera það sem heimilis- legast og hlýjast. Samstarf þeirra við nemendur og skólann var ætíð mjög gott og algerlega árekstralaust; á það reyndi ekki síst á þeim árum þegar matsalurinn var jafnframt samkomu- salur skólans og nemenda og matur- inn fram borinn á leiksviðinu! Minnis- stætt er einnig hve hjúasæll Guð- mundur var, starfsfólk hans sam- heldið og samtaka um að kynnast nemendunum og búa þeim sameigin- legt heimili. Síðustu árin hefur Guðmundur átt við erfið veikindi, lungnasjúkdóm, að stríða. Hann tók því af fádæma æðru- leysi, sinnti áhugamálum sínum, fylgdist með fréttum alls staðar að um helstu sjónvarpsstöðvar heims- ins, las sér til um nýjungar í matar- gerð og framreiðslu eins og áður. Umhyggja Bjargar í veikindum hans hefur vakið aðdáun allra sem til þekkja; henni hefur tekist að annast um hann heima lengst af þótt hann yrði m.a. sífellt að vera í tengslum við súrefnisgeyma. Guðmundur var greindur maður og vel að sér en fremur hlédrægur að eðlisfari. Návist hans var bæði hlý og traustvekjandi. Hans er gott að minn- ast. – Við Rannveig þökkum honum áratuga kynni og vináttu. Björgu, börnum þeirra og fjölskyldunni allri, sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Kristinn Kristmundsson. GUÐMUNDUR E. JÚLÍUSSON ✝ Hjördís Leifs-dóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1962. Hún lést á heimili sínu í Hvera- gerði 19. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Leifur Kristinn Guð- mundsson, f. í Reykjavík 19. sept- ember 1934 og Sig- rún Þuríður Runólfs- dóttir, f. í Reykjavík 6. desember 1939. Bróðir Hjördísar er Runólfur Birgir Leifsson, f. 28. september 1958. Hjördís ólst upp í Garðabæ. Hún giftist 1984 Birni Líndal Gíslasyni. Börn þeirra eru Guðrún Kristín, f. 12. mars 1983 og Leifur Reynir, f. 5. apríl 1984. Hjördís og Björn skildu. Árið 1988 fluttist Hjördís til Ísafjarðar og hóf sambúð með Hall- dóri Júlíussyni. Þau eignuðust dótturina Sigurbjörgu Ernu, f. 10. október 1989. Þau slitu samvistum. Síðustu árin bjó Hjördís á heimili sínu í Hveragerði. Útför Hjördísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hvað dauðinn getur komið aftan að manni og virst ósanngjarn þótt maður viti að á endanum sé hann óumflýjanlegur. Það er líka skrýtið að skrifa minningargrein um litlu systur sína þótt hún hafi verið fjöru- tíu ára þegar tíminn rann út. Hún fæddist árið 1962, sama árið og fjöl- skyldan fluttist í Garðabæinn. Þá hét Garðabærinn Garðahreppur og var hálfgerð sveit. Góður staður fyrir krakka að alast upp. Hjördís, eða Hjödda eins og flestir kölluðu hana, var falleg systir með ljósar krullur og lifandi skap. Hún var svona fiðrildi sem átti erfitt með að vera kyrr. Trú- lega hefur hún líka stundum fengið að heyra það, t.d. þegar teknar voru af henni ljósmyndir. Enda sagði hún stolt þegar hún sýndi öðrum mynd af fjölskyldunni og benti á sjálfa sig: „Þarna er ég sem stóð kyrr.“ Um- fram allt var hún þó góð í sér og vildi allt fyrir alla gera. Bæði menn og dýr. Ef henni var gert eitthvað gott þá vildi hún tryggja að aðrir fengju það sama og minnast foreldrar okkar þess oft þegar Hjöddu var gefið nammi, þá bað hún einatt um annað fyrir stóra bróður sinn. Ekki mátti hann verða útundan. Hvort sem það var sveitasælan í Garðabænum, sterkar rætur í fal- legri sveit Skaftártungunnar eða eitthvað annað, þá elskaði Hjördís sveitalíf og dýr. Að koma á Flögu í Skaftártungu var sérstök upplifun og svo var hún talsvert í sveit á Kleif sem er innsti bærinn í Fljótsdal. Alla tíð síðan vildi hún hafa dýr hjá sér og voru það ýmist hundar, kettir, gull- fiskar eða páfagaukar. Stundum allt í bland. Lífið lék þó ekki alltaf við þessa góðu manneskju. Stundum vegna þess að hún valdi rangar leiðir í lífinu og stundum vegna þess að aðstæður voru henni mótdrægar. Hún fór snemma að heiman og vildi sjá um sig sjálf. Það getur verið dálítið erfitt og í seinni tíð fór að bera á nokkrum heilsubresti hjá henni. Bakið lélegt og stundum erfitt að horfa framan í heiminn. Lífið varð talsvert basl á stundum. Hún átti þó þrjá sólargeisla sem voru börnin hennar, Guðrún Kristín, Leifur Reynir og Sigurbjörg Erna. Öll heita þau tveimur nöfnum og ég held að það sé meðal annars vegna þess að henni fannst sjálfri hálf ósanngjarnt þegar hún var lítil að hún héti bara einu nafni þegar flestir í fjölskyldunni hétu tveimur. Þrátt fyrir alla mótdrægni þá breyttist aldrei fallega hjartað henn- ar. Það gaf sig hins vegar allt í einu, allt of fljótt. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu og maður stendur ráð- þrota og getur ekkert gert. Góðu minningarnar á maður þó og þrátt fyrir alla sorgina getur maður brosað í gegnum tárin og hlegið að öllum skemmtilegu hlutunum. Hjördís var trúuð manneskja og sem barn spennti hún greipar fyrir svefninn á hverju kvöldi og fór með margar bænir. Síðasta bænin var ávallt Ó Jesús bróðir besti. Síðan sagði hún „Guð blessi pabba, Guð blessi mömmu, Guð blessi Bigga og svo segi ég ekki fleiri fréttir. Amen.“ Nú bið ég Guð að blessa Hjöddu og enda þetta á síðustu bæninni hennar. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Ég kveð þig, elsku systir mín, þakka þér samveruna og bið Guð að blessa þig og börnin þín. Þinn bróðir. Elsku Hjödda frænka. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Þetta virðist ein- hvern veginn svo óraunverulegt. Við trúum þessu varla, okkur finnst eins og við ættum að hitta þig í næstu fjöl- skyldusamkomu eins og alltaf. Þú hafðir fjölmarga kosti, en eitt var það í fari þínu sem stendur upp úr í minn- ingu okkar, einstakt lag þitt við að umgangast ungt fólk. Þegar við vor- um litlar stelpur talaðir þú alltaf við okkur eins og við værum jafningjar. Þú sýndir því áhuga sem við vorum að fást við og lést okkur líða eins og við værum nú kannski ekki eins litlar og vitlausar og raunin var. Við erum þakklátar fyrir öll þessi skemmtilegu samtöl sem eru svo minnisstæð og okkur þótti svo vænt um. Það stafaði mikilli hlýju frá þér og sú hlýja endurspeglast í frændsystk- inum okkar, Guðrúnu, Leifi og Sig- urbjörgu. Við biðjum góðan guð að veita þeim styrk í sorginni, og einnig pabba, afa, ömmu og langömmu. Við söknum þín öll, fallegu minningarnar um þig munu lifa í hjörtum okkar. Þínar frænkur, Kristín, Sigrún og Lilja Björk. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hef- ur sinn tíma. (Prédikari Salómons.) Hver er þá tíminn? Hann er kannski eins og vatnið sem líður áfram í mismunandi straumþungum ám með lítinn regndropa, þar til hann gufar upp og verður að skýi sem heldur svo áfram í hringrás lífsins, endalaust inn í eilífðina. Hjördís frænka mín fékk alltof stuttan tíma og eftir stöndum við agndofa og reyn- um að halda okkur á floti. Mér finnst ótrúlega stutt síðan frænka mín fæddist, þessi fallega og góða stúlka með ljósa lokka og eplakinnar. Sem barn iðaði hún af lífi og eru mér minnisstæðar stundirnar sem við átt- um saman á tyllidögum fjölskyldunn- ar og eins þegar hún heimsótti mig í Hraunbæinn og gætti litla frænda síns. Það var alltaf gaman að spjalla við Hjördísi og átti hún mörg smellin tilsvör. Einhverju sinni var pabbi hennar að leggja henni lífsreglurnar og endaði ræðuna á orðunum „Á þessu heimili ræð ég.“ Hjördís horfði á hann sínum stóru bláu augum og svaraði að bragði. „Ég ræð nú mínu ráði.“ Þetta voru orð að sönnu því Hjördís stakk sér snemma ein til sunds. Það voru margir sem vildu kenna henni sundtökin en hún valdi „að ráða sínu ráði“. Hún fór í gegnum öll sundstigin með ótrúlegum dugn- aði og seiglu. Ef illa gekk um stund náði hún alltaf upp á bakkann og nældi sér í kút eða kork. Ég bar þá von í brjósti að einn daginn myndi hún taka sundsprett aftur með okkur frænkunum. Sú stund rennur upp en verður í annarri vídd. Ég veit að Hjördís á góða heim- komu. Hlýtt faðmlag Guðrúnar ömmu okkar mun leiða hana áfram til æðri þroska, milli þeirra lá alla tíð gullþráður. Elsku Guðrún Kristín, Leifur Reynir, Sigurbjörg Erna, Leifur, Sigrún, Runólfur Birgir og Svein- björg, megi hið skærasta ljós lýsa veginn fram undan. Minningin lifir áfram og vináttan vermir sem fyrr. Guðrún Gísladóttir. Það var á fyrri hluta sjöunda ára- tugarins sem Aratúnið í Garðabæ byrjaði að byggjast og ungt barna- fólk reisti þar sín framtíðarheimili. Í þessum hóp frumbyggja var hún Hjödda vinkona mín, sem við kveðj- um nú í dag, en hún varð bráðkvödd þann 19. janúar sl. Við vorum aðeins tveggja ára og urðum strax óaðskilj- anlegar vinkonur. Í þá daga var Garðabærinn hálf- gerð sveit og einstaklega barnvænn. Þar voru óbyggð svæði, hestar og kýr á beit og fuglar verptu skammt frá. Það var margt brallað og uppátækin mörg, foreldrum okkar ekki alltaf til jafnmikillar ánægju, þó svo að oftast héldum við okkur innan þess sem leyfilegt var. Hjödda var glaðlynd og við nutum lífsins í áhyggjuleysi og leik eins og vera ber með börn. Eftir að við stofnuðum heimili sjálfar minnkaði samgangurinn, en þó fylgdumst við alltaf hvor með ann- arri. Við glöddumst yfir velgengni, en syrgðum það sem miður fór. Hjödda eignaðist þrjú börn og voru þau henni afskaplega mikils virði. Það er erfitt að vera fullorðin og bera þá ábyrgð sem því fylgir. Það vita allir sem reynt hafa. Gatan sem gengin er, þyrnum stráð og leiðin því ekki eins greið og ætla mætti. Hjödda hefur nú lokið göngu sinni langt fyrir aldur fram. Börnum hennar, foreldrum og öðr- um aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Hjöddu þakka ég öll góðu árin sem við áttum saman. Bjarney Gunnarsdóttir og fjölskylda. Vantrú og söknuður eru þær til- finningar sem sækja á er ég kveð hjartkæra fyrrverandi mágkonu mína. Ég minnist þess er ég kynntist henni fyrst, glaðlegri stúlku sem ávallt sagði allt gott og vildi öllum svo vel. Þá var hún að stíga sín fyrstu skref út í lífið. Og innan fárra ára hafði hún eignast þrjú yndisleg börn, Guðrúnu Kristínu, Leif Reyni og Sig- urbjörgu Ernu, sem voru henni svo dýrmæt. Duldist engum að gullmol- ana sína elskaði Hjördís óskaplega mikið og vildi þeim allt hið besta í líf- inu. Á þessari ótímabæru kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Hjördísi og vera samvistum við hana um skeið. Elsku Guðrún Kristín, Leifur Reynir, Sigurbjörg Erna, Sigrún, Leifur, Birgir og Sveinbjörg, megi guð styðja ykkur og styrkja í sorg- inni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Guðrún Sigurðardóttir. HJÖRDÍS LEIFSDÓTTIR byggt var á. Það lífsviðhorf hefur greypst hvað dýpst í huga okkar. Óþarfi var að rökræða, hvað þá rífast um hlutina. Oft hefur eflaust verið nokkur gauragangur í bænum og þið mamma þurft vanda um við okkur eins og gengur en besta uppeldið fólst í fordæminu sem þið fullorðna fólkið settuð okkur með hnökralaus- um samskiptum ykkar og gagn- kvæmri virðingu. Fyrir okkur varst þú engin venju- leg frænka. Þú varst Frænka okkar með stórum staf og við vorum krakk- arnir þínir. Þú varst skarpgreind, af- ar fróð og með skýra hugsun allt til síðustu stundar. Þú hafðir alltaf ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og komst þeim til skila með þínum hætti þannig að eftir var tekið. Djúp réttlætiskennd var þér í blóð borin og þú ávannst þér virðingu allra sem umgengust þig. Það sáu all- ir að þar fór stór kona, þótt ekki væri það í eiginlegri merkingu þess orðs. Nokkuð er síðan við vissum öll hvert stefndi. Klær hins illvíga sjúk- dóms urðu ekki losaðar. Vissulega hefðum við óskað þess að síðustu skrefin hefðu verið þér þrautaminni en þú tókst á við þau með sama æðru- leysinu og einkenndi allt líf þitt. Óþarfi var að fjölyrða eða fjasa um hlutina. Þannig hélstu áfram að vera okkur fyrirmynd, stoð og stytta, allt til enda. Nú er komið að leiðarlokum. Við skynjum að kaflaskil hafa orðið með brotthvarfi þínu, kaflaskil í lífi okkar allra. Æskuheimili okkar hefur breyst til frambúðar. Samt er svo gott til þess að vita að nýjar kynslóðir halda áfram að leika sér uppi á hóln- um við vatnið. Þangað munum við halda áfram að koma og njóta þess að sækja í fjársjóð minninganna. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Kristín, Þórarinn, Halldór, Hjálmar og Ásdís. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.