Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 41 var að gerast innan fjölskyldunnar, hvort sem við átti gleði eða sorg, það segir allt sem segja þarf. Við munum ávallt geyma minningu þína í hjarta okkar. Ég var lítið barn og ég spurði móðir mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Svanfríður (Dandý) og Sigurjón. Elsku amma Sigga, okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Afi var svo lánsamur að hafa kynnst þér eftir fráfall ömmu, þú tókst okk- ur barnabörnum afa eins og þínum eigin og ekki leið á löngu að við fór- um að kalla þig ömmu Siggu. Þær eru ófáar stundirnar okkar með þér sem hægt er að minnast, eins og þær í Álftamýrinni. Þú gafst okkur allan þinn tíma, sast og spjall- aðir við okkur stöllur, tókst með okk- ur spil og margir voru kaplarnir sem þú kenndir okkur, þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og aldrei leiddist okkur. Ef við höfðum ekkert að gera þá fórum við að baka eða þú eldaðir eitthvað sem við vildum, það var allt svo einfalt og afslappað að vera í ná- vist þinni og okkur leið alltaf vel. Það var skemmtilegt að hlusta á lýsingu þína á okkur frænkunum, hversu ólíkar við vorum en góðar vinkonur, á meðan Ninna skottan litla eins og þú kallaðir hana var úti að leika og kynnast öllu hverfinu þá var Kristjana hjúfrandi sig í sófan- um lesandi vikublöð, að þessu hlóstu heil ósköp. Spennan var mikil þegar við átt- um að fá að fara með þér og afa í sumarbústaðinn í Skorradal, allt var svo afslappað og notalegt. Við feng- um að skottast um í læknum og gera hvað sem okkur datt í hug, það var aldrei neitt mál, svo auðvitað var alltaf spilað á kvöldin og fengum við heitt kakó og uppáhaldskökurnar okkar. Handavinnukona varstu mikil og það voru ullarsokkar eða vettlingar um hver jól í jólapakkanum til okkar og þegar við fórum að eldast hekl- aðir þú dúka og svona dúll á eldavél- arnar okkar. Elsku amma, við elskum þig og viljum þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér, við lofum að hlúa að afa. Við kveðjum með þeim orðum eins og þú kvaddir ávallt, Guð geymi þig og blessi. Kristjana og Jónína (Ninna). Elsku amma Sigga, með þessum orðum viljum við þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minningarnar um þig eru í huga okkar og maður finnur fyrir söknuði þegar svona yndisleg kona yfirgefur jarðneskt ríki. Fyrst kemur upp í hugann þegar ég var ung að leik uppi í sumarbústað hjá ykkur afa að leika í læknum og alltaf varst þú búin að baka köku, sérstaklega man ég eftir appelsínukökunni sem var svo góð. Síðustu árin varstu búin að vera mjög veik og þegar ég og Fjölnir giftum okkur í september síðastliðn- um lagðir þú mikið á þig til þess að koma (enda höfðum við sagt við þig að við myndum sækja þig þótt þú værir rúmliggjandi) og vera viðstödd hjónavígslu okkar. Þegar þú óskaðir okkur til hamingju í veislunni feng- um við tár í augun og föðmuðumst, þetta var svo falleg og ógleymanleg stund og það var svo gaman að sjá að þú skemmtir þér svo vel. Eftir að dótttir okkar, Aníta Ýr, fæddist fann maður að þú hugsaðir mikið til okkar vegna veikinda henn- ar og við munum þegar Aníta Ýr fékk í fyrsta skipti að fara heim af spítalanum, þá fórum við til ykkar afa upp á Grensásveg til þess að þið gætuð séð hana. Við getum ekki lýst því með orðum hve glöð þú varst. Einnig rifjast það upp að þegar þú lást á Borgarspítalanum í sumar vor- um við þar með Anítu og þá gátum við stytt okkur stundir saman. Við viljum að þú vitir að dúkana fallegu sem þú heklaðir handa okkur mun- um við varðveita vel. Elsku amma, takk fyrir allar stundir okkar saman. Elsku afi, megi Guð styrkja þig í sorginni. Dagmar Ýr og Fjölnir Freyr. Elsku amma. Nú hefur þú loksins fengið hvíldina eftir langvarandi veikindi. Ég mun sakna þín mikið. Við áttum svo ljúfar og góðar stundir saman og skildum hvor aðra svo vel. Amma, þú varst alveg einstök kona. Þú lést ekkert stoppa þig í því að gera það sem þig langaði að gera. Til dæmis eru örugglega ekki marg- ar konur á níræðisaldri með GSM síma til að geta hringt í ættingja og vini af spítalanum. Það sem ein- kenndi þig var ákveðni, dugnaður, rausnarleiki og hlýja. Mér er svo minnisstætt þegar ég var að keppa í handbolta í Framheimilinu. Þú bjóst þá í Álftarmýrinni og komst yfir að hitta mig. Þú komst að því að við Fylkisstelpurnar áttum eftir að vera þarna allan daginn og vorum ekki með neitt nesti. Þú varst ekki lengi að rölta út í búð og kaupa kex og Svala fyrir allt liðið. Þetta er gott dæmi um það hversu rausnarleg þú varst. Ég á margar góðar minningar um þig elsku amma mín, og ég vil með þessu fallega ljóði, eftir ætt- móður okkar, Vatnsenda-Rósu, kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær ljúfu stundir sem við áttum saman, þær mun ég geyma í hjarta mínu um alla eilífð. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Elsku Maggi afi, pabbi, Siddy, Maggi Þór, Beta-amma og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur samúð mína og guð styrki ykkur í sorginni. Ástarkveðja, Linda Hrönn Steindórsdóttir. Elsku amma mín, þú sem varst alltaf svo góð. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir eina af mínum bestu stund- um sem ég átti með ykkur afa, og varðveiti vel í hjarta mínu. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar í sumarbú- staðinn í Skorradal var mikið um fjör og læti ekki var verið að spá hvort maður hefði sundskýluna með eða ekki, farið var í lækinn, sullað og buslað með dót og bíla. Þegar komið var inn síðla dags, beiðst þú eftir mér með teppi, mjólk og köku. Ég vil þakka þér fyrir allt og guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þorlákur Sigurbjörn. Nú hefur hún Sigríður fengið hvíldina. Við kölluðum hana alltaf Siggu, en við kynntumst henni fyrst þegar hún gerðist dagmamma fyrir þriggja mánaða gamla dóttur okkar, lengra var fæðingarorlofið ekki í þá daga. En stelpukornið var í góðum höndum, það er öruggt. Hún Sigga okkar var stjúpmóðir mágkonu minnar, og þar sem ömmu- og afabörn hennar og Björns voru víðs fjarri, en afar og ömmur okkar barna fyrir vestan og norðan, fengu okkar börn að njóta ömmu og afa kærleika þeirra hjóna. Sigga var mjög góð og hjartahlý kona. Fyrir nokkrum árum gaf Sigga mér sérstakan kaktus sem er án þyrna. Við hverja vökvun verður mér hugsað til hennar og það mun ekki breytast þótt nú sé hún Sigga horfin okkur. Hvíli hún í Guðs friði. Þú mætir því, sem löngu liðið er það leitar þín á hvíldarstundum hljóðum og einmitt það sem átti mest í þér það eltir þig á nýjum heimaslóðum. (Friðbert Pétursson.) Ég og fjölskylda mín vottum öll- um ættingjum dýpstu samúð. Kristín Friðbertsdóttir. söng og dansaði. Hún gaf þeim allt- af tíma. Það var alltaf líf í kringum Hildi. Þegar hún var upp á sitt besta gát- um við velst um af hlátri af sög- unum og bröndurunum sem hún sagði. Húmorinn hennar var með eindæmum og hún hélt honum í gegnum allt lífið. Elsku Hildur mín, þá er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með söknuði en vil trúa því að þú hafir það betra núna. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an. Sumum er lagið að finna ljós þar sem aðrir sjá bara myrkur. Þetta spakmæli eftir Gunnþór Guðmundsson átti vel við þig. Gunnar minn, þú hefur reynst Hildi ómetanlegur í veikindum hennar og það sagði hún svo oft sjálf. Þið hafið gengið langa leið saman. Megi Guð vera með þér og fjölskyldunni allri og veita ykkur styrk um komandi tíma. Hermína Gunnarsdóttir. Elsku amma mín. Skrýtið er að hugsa um að þú sért farin frá okkur og komir aldrei aftur. En núna ertu á góðum stað og fylgist með okkur öllum. Þú varst alltaf jákvæð og í góðu skapi. Þú varst alltaf mjög dugleg, gerðir vel það sem þú gerðir, föndraðir daginn út og daginn inn. Þú kennd- ir mér að hekla og prjóna. Þú gafst aldrei upp, alveg sama hvað það var og eftir að þú veiktist svona mikið þá hættirðu samt ekki, þú barðist eins og ljón þótt „herra Parkinson“ væri eitthvað að angra þig. Þegar ég fer að hugsa til baka þá áttum við margar góðar stundir saman. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ykkar afa þá beið ég alltaf eftir því að þú myndir bjóða mér að gista á gólfinu hjá ykkur. Það var mjög mikið sport að gista hjá ykkur og fá svo morgunmatinn sem afi útbjó beint í rúmið. Það var bara regla hjá þér að spila lag á pí- anóið þegar ég kom í heimsókn og það var alltaf sama gamla góða lag- ið sem þú kenndir okkur barna- börnunum. Ég bara trúi því ekki að þegar ég kom í heimsókn til ykkar afa í sumar að það myndi vera seinasta skiptið sem ég myndi hitta þig og í seinasta skiptið sem við myndum spila á píanóið saman. Þú spilaðir samt með mér þótt þú vær- ir orðin mjög veik en eins og ég sagði þú barðist eins og ljón. Við föndruðum mikið saman og svo bjóstu til möppu með öllum mynd- unum mínum og gafst mér í 10 ára afmælisgjöf. Þú varst alltaf bros- andi og áttir það oft til að hrekkja fólk eða það var afi sem lenti oftast í hrekkjunum þínum, þú gerðir í því að vera alltaf að hrekkja hann. Margir krakkarnir í sveitinni og á Hvammstanga kölluðu þig ömmu þegar þú varst að vinna í búðinni og ég var oft afbrýðisöm út af því af því að þú varst alvöruamma mín en ekki þeirra. Það eru enn þá í dag krakkar sem hafa alltaf talað um þig sem Hildi ömmu. Þú varst alltaf mjög góð við mig og þú reyndir að gera allt fyrir mig, alveg sama hvað það var, stundum allt of góð. Þú sagðir mjög sjaldan nei við mig enda komst ég upp með næst- um því allt sem ég vildi gera. Þú hafðir alltaf gaman af því þegar ég kom í heimsókn, það var svo margt sem þú gerðir með mér eða okkur barnabörnunum. Þú hélst alltaf uppi stuðinu í barnaafmælunum, fórst með okkur í leiki og við sung- um saman. Það var síðan í mörg ár að þú og afi fóruð með okkur í Víði- dalsrétt og þið tókuð alltaf með nesti og svo drukkum við úr jóg- úrtdollunum. Ég man eftir að ég fór alltaf með þér í kirkjuskólann og á ég möppur síðan ég var pínu- lítil sem við lituðum saman í. Þú geymdir þær og gafst mér þær svo þegar að ég varð eldri. Ég mætti í rauninni í hvert eitt og einasta skiptið á hverjum sunnudags- morgni og það hefði ég ekki gert nema af því þú varst svo dugleg að fara með mig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, þín er sárt saknað, ég mun alltaf hafa þig í huga mín- um. Ég veit að þú vakir alltaf yfir afa og okkur öllum börnunum þín- um. Þín sonardóttir Birgitta Maggý. Elsku amma mín var án efa bjartsýnasta kona sem ég hef ein- hverntíma þekkt. Þrátt fyrir öll hennar veikindi reyndi hún alltaf að vera glöð og líta á björtu hliðar lífsins, og fyrir það dáðist ég að henni. Hún lyfti mér alltaf upp þegar ég var leið. Einn morguninn þegar ég var ekkert allt of hress kom mamma með grein úr blaði síðan í fyrra sem amma hafði skrifað, fyrirsögn- in á greininni var: „Gakktu glöð út í þennan dag“. Þetta eru orð sem ég mun aldrei gleyma, og ef ég geri það ekki fyrir mig að ganga glöð út í þennan dag og alla aðra daga þá geri ég það fyrir ömmu. Nú kveð ég hana með söknuði og tár í aug- um. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég bið Guð og englana að geyma þig. Þín Sara. Elsku amma mín. Þegar mamma sagði mér að þú værir sofnuð inn í draumaland varð ég reið. Ég spurði sjálfa mig margra spurn- inga. Af hverju mín amma? Af hverju ekki einhver önnur amma? En þegar ég leit út um gluggann var ein stór, skær og skínandi stjarna á miðjum himninum, og ég er alveg viss um að hún var ætluð þér. Það veitti mér smáhuggun, og ég skil núna að þú ert komin á betri stað. Ég er viss um að þú sit- ur á einni stjörnunni þarna uppi, hlærð og segir sögu, eða hrekkir einhvern hinna englanna. Þú gast verið ógurlegt hrekkjusvín, og bjóst til ótalmarga brandara um hann aumingja afa. Ég hef oft fengið að heyra að ég sé svolítið lík henni Hildi Kristínu ömmu minni, og þakka ég alltaf stolt fyrir það. Þú varst dugleg kona, með óvenju stórt og gott hjarta. Allir sem fengu þá ánægju að hitta þig muna örugglega eftir hlýjunni sem þeir mættu. Þú sást alltaf það besta í öllum, og áttir aldrei í erfiðleikum með að fyr- irgefa. Ekki alls fyrir löngu fékk ég bréf frá þér og meðal annars skrif- aðir þú: „Herra Parkinson getur verið harður húsbóndi, en ég reyni samt að fyrirgefa honum …“ Já, amma mín, þú varst engill á jörðu. Við tvær áttum margar góðar og ógleymanlegar stundir saman. Þar komu bæði bros og tár við sögu. Þú kenndir mér margt, til dæmis að prjóna og spila á píanó. En þú kenndir mér líka að maður á aldrei að gefast upp, og að ef maður hugsar jákvætt verður lífið miklu léttari ferð. Já, þú kenndir mér mikið sem á eftir að koma mér að góðum notum í lífinu. Þú hafðir líka alltaf tíma til að segja mér sögu, eða syngja með mér. Ég lonníetturnar lét á nefið svo lesið gæti ég frá þér bréfið. Ég las það oft og mér leiddist aldrei og lifað gæti ég ei án þín. Þetta gátum við sungið aftur og aftur, og situr það oft ofarlega í huga mínum og verður mér þá allt- af hugsað til þín. Þú varst mjög hugmyndarík og varst alltaf að gera eitthvað snið- ugt. Síðustu árin, eftir að þið afi fluttuð til Akureyrar, varstu nú eiginlega orðin landsfræg fyrir handverkið sem þú vannst í „Himnaríki“ eins og þú kallaðir galleríið þitt í bílskúrnum. Já, þú barðist eins og hetja og lést sko engan segja þér hvað þú gætir og hvað þú gætir ekki. Í bíómyndum eru oft leigðir trúðar til að skemmta börnunum í afmælisveislum. En ég þurfti sko engan trúð í mínar, þú sást um alla skemmtun. Þú söngst og dansaðir með okkur krökkunum eins og brjálæðingur, og hafðir gaman af. Ég man alltaf eftir 9 ára afmælinu mínu. Þá mættir þú í svörtum leð- urbuxum, appelsínugulri angóru- peysu og með skrautlegu gleraug- un þín. Ég og allar vinkonur mínar vorum alltaf sammála um það að ég ætti sko bestu ömmu í heimi. Já, þú varst sko engin venjuleg amma. Ég hitti þig í síðasta skipti í sumar þegar ég var í heimsókn á Íslandi. Þá varstu orðin mjög veik. Samt varstu alltaf jafn hress and- lega, og fékk ég ótt og títt að heyra fallega smitandi hláturinn þinn. Ég veit að guð og englarnir hafa tekið vel á móti þér, þú varst sú eina og sanna. Þú munt alltaf eiga stóran og heitan stað í hjarta mínu og huga, þú settir stór fótspor í líf mitt. Þín er sárt saknað, en með þessu kveð ég þar til við hittumst á ný. Ástar- og saknaðarkveðjur, þitt barnabarn Hildur Valsdóttir. Fallin er frá Hildur Kristín Jak- obsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir mín, eftir langa og erfiða baráttu við parkinsonsjúkdóm. Ég hef aldrei kynnst jafn já- kvæðri konu og Hildi, sama hve þjáð hún var, síðustu árin, gerði hún grín að hlutunum og jafnvel sjálfri sér. Hugsunin var skýr þó líkaminn væri þrotinn að kröftum, hún gat lítið orðið hreyft sig hjálp- arlaust. Það var aðdáunarvert hve vel Gunnar hugsaði einstaklega vel um hana og gerði henni lífið eins bærilegt og hægt var og að hún gæti verið heima sem lengst. Ég kynntist Hildi og Gunnari fyrir tæplega þrjátíu árum þegar við Þórdís dóttir þeirra fórum að vera saman og bjuggum hjá þeim í Reykjavík til að byrja með, þangað til þau fluttu til Hvammstanga. Oft komu þau til okkar á Hólmavík og við til þeirra, og eftir að við eign- uðumst Söru dóttur okkar urðu samskiptin meiri. Ég vil kveðja Hildi og þakka henni allar góðu stundirnar, vináttu og hlýju sem ég fann ætíð fyrir í minn garð. Guð blessi minningu hennar. Gunnari, Þórdísi, Erni, Val og Hermínu og börnum votta ég inn- lega samúð. Benedikt G. Grímsson. Elsku amma, ég er svo ánægður að ég fékk að hitta þig í sumar. Ég man þegar ég lá upp í rúm- inu hjá þér, talaði við þig og sýndi þér myndir. Svo fann ég steina á bílastæðinu sem þú ætlaðir að mála á. Það var svo gott að fá að faðma þig. Ég er búin að hugsa svo mikið um þig síðustu daga. Ég veit að þú hefur það gott uppi hjá Guði núna. Ég sakna þín. Þinn Vikar Valsson.  Fleiri minningargreinar um Hildi Kristínu Jakobsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.