Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 53 Sýnd kl. 4. Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6 og 8. B. i. 14. Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó. Kvikmyndir.is Radíó X Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍKÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI / ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRIÁLFABAKKI AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5, 8 og 10.50. B. I. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. KRINGLAN ÁLFABAKKI Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. EINN af óvæntari smellum árins 2001 var fjölskyldumyndin Spy Kids. Hún þótti bæði hröð og skemmtileg og gerð af hasarmyndaleikstjóranum Robert Rodriguez, sem sýndi á sér nýja hlið, líkt og hjartaknúsarinn Antonio Banderas í aðalhlutverkinu. Þeir félagar eru nú áfram í sömu störfum í framhaldsmynd um spæjaragengið, en þorpararnir eru bæði gamlir og nýir. Framhalds- myndin nefnist Spy Kids 2: The Is- land of Lost Dreams og gerist á eyju þar sem snargeggjaður vísindamaður (Steve Buscemi) ræður ríkjum. Þegar Miramax ákvað að gefa grænt ljós á myndina Spy Kids í upp- hafi og fá handritshöfundinn Robert Rodriguez til að leikstýra handriti sínu, hvarflaði ekki að nokkrum manni að útkoman yrði ein af vinsæl- ustu myndum ársins 2001. Sagan fjallar nefnilega um barnunga spæjara, sem bjarga heiminum. Enn á ný í framhaldsmyndinni Spy Kids 2 leggja ungu spæjararnir Carmen og Juni Cortez land undir fót og halda til eyju, þar sem eitthvað dularfullt er á seyði. Þau finna vísindamanninn, sem hyggst ná heimsyfirráðum. Undir slíkum kringumstæðum er ekki ónýtt að eiga foreldra, sem eru þrælsjóaðir í njósnabransanum og líður ekki á löngu uns Cortez-hjónin eru mætt í slaginn, sem verður bæði tvísýnn og gamansamur. Betur má ef duga skal og það kemur að því að Cortez- krakkarnir verða að kalla á afa og ömmu til liðs við sig ef heimurinn á ekki að fara í hundana. Spæjarageng- ið aftur á stjá Spy Kids 2: The Island of Lost Dreams er framhald hinnar geysi- vinsælu Spy Kids. Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Spy Kids 2. _______ Leikarar: Antonio Banderas, Carla Gug- ino, Alexa Vega, Daryl Sabara, Steve Buscemi og Bill Paxton. Í STÓRMYNDINNI Catch Me if You Can fara stórstjörnurnar Leon- ardo DiCaprio og Tom Hanks með aðalhlutverkin. Leikstjóri mynd- arinnar er Steven Spielberg, sem m.a. hefur fengið Óskarinn fyrir Schindler’s List og Saving Private Ryan. Þessi nýjasta mynd Spielbergs segir frá Frank W. Abagnale, sem leikinn er af DiCaprio. Frank þessi mun hafa unnið sem læknir, lög- fræðingur og aðstoðarflugstjóri áður en hann náði 21 árs aldri. Hann flaskaði hins vegar á því að mennta sig til þessara mikilvægu starfa. Þess í stað sigldi hann undir fölsku flaggi og plataði fólk upp úr skónum. Frank var líka afbragðs falsari, sem náði ógrynni fjár frá bönkum og sér- eignasjóðum. Alríkislögreglumaðurinn Carl Hanratty, sem leikinn er af Tom Hanks, fær það „eftirsótta“ hlut- skipti að elta falsarann Frank út um öll Bandaríkin og handsama svo að hægt verði að stöðva hann í eitt skipti fyrir öll. Eltingaleikurinn gengur hins vegar ekki þrautalaust fyrir sig enda er Frank klókur ung- ur maður, sem passar sig á því að vera ávallt skrefi á undan löggunni. Á sama tíma er Frank bæði yngsti og eftirsóttasti glæpamaðurinn, sem komist hefur á lista alríkislögregl- unnar. Siglir undir fölsku flaggi Steven Spielberg með stjörnunum sínum, DiCaprio og Hanks. Sambíóin frumsýna Catch Me if You Can. _________ Leikarar: Leonardo DiCaprio, Tom Hanks, Christopher Walken, Jennifer Garner, Nathalie Baye, Martin Sheen og Amy Adams. SÁRSAUKI, sjúkdómar, slys, blóð, fötlun, örvænting, einelti, skapofsi, svik, framhjáhald, einmanaleiki, eigingirni, öfund, sjálfselska, hroki, áfengisdrykkja, kynlífsþráhyggja, fósturlát, ofsafenginn lífsþorsti, meiri sársauki og ennþá meiri sárs- auki. Mjög lítil gleði. Skammvinn hamingja. Allt þetta einkennir líf mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo, sem skapaði stórfurðuleg og stórbrotin málverk, bjó yfir marg- brotnum og margklofnum persónu- leika og síðast en ekki síst óbilandi sjálfsáliti. Kvikmynd um líf Fridu verður frumsýnd hér á landi í dag, en listakonan lést árið 1954, þá 47 ára að aldri. Frida Kahlo lifði djörfu lífi sem pólitískur, listrænn og kynþokkafullur uppreisn- arseggur. Frida hefur í tímans rás orðið að átrúnaðargoði kvenna um allan heim. Hún hneykslaði marga með taumlausu líferni sínu og stórbrot- inni myndlist, en málverk hennar eru táknmyndir um sköpunarmátt og sigurvilja kvenna og er ævi hennar sveipuð goðsögulegum ljóma. Hún giftist hinum fræga myndlistarmanni Diego Rivera og einkenndist ástríðuþrungið hjóna- band þeirra af ást, afbrýðisemi og svikum. Yngri systir Fridu, Cristina, sóttist til að mynda líka eftir ástum sama manns og stóð alla ævi í skugga eldri systur sinnar. Stormasöm ævi Fridu Salma Hayek sem Frida. Bíófélagið 101 og Regnboginn frum- sýna Frida. _______ Leikarar: Salma Hayek, Alfred Molina. Bíófrumsýningar um helgina HIN umdeilda franska bíómynd leik- stjórans Gaspar Noé, Irreversible, sem sögð er í öfugri tímaröð, hefst á því þegar Marcus, sem leikinn er af Vincent Cassel, og vinur hans eru að leita að manni á hommabarnum Gay-S&M sem hann telur að hafi nauðgað eiginkonu sinni Alex, sem leikinn er af Monicu Bellucci. Alls staðar þar sem þessi mjög svo umdeilda mynd hefur verið sýnd, hef- ur hún vakið upp mjög sterk viðbrögð og mikla umræðu um ofbeldi og nauðganir í hvaða mynd sem er. Myndin er alls ekki við hæfi við- kvæms fólks enda heimilar Kvik- myndaeftirlitið aðeins kvöldsýningar á myndinni sökum djarfra ástarsena og grófra ofbeldisatriða. Leikstjórinn Gaspar Noé er fædd- ur í Argentínu árið 1963 og á að baki þrjár aðrar bíómyndir, Carne (1991), Sodomites (1998) og Seul contre tous (1998). Hafður fyrir rangri sök Irreversible er hiklaust ein umtal- aðasta mynd síðustu ára. Háskólabíó frumsýnir Irreversible. ____ Leikarar: Monica Bellucci, Vincent Cass- el, Albert Dupontel, Philippe Nahon, Jo Prestia, Stéphane Drouot, Jean-Louis Costes, Mourad Khima og Gaspar Noé. Sími 552 3030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.