Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fitulítil og freistandi FORYSTUMENN ríkisstjórnar- flokkanna lýsa ánægju með úr- skurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu sem kveðinn var upp í gær. Viðbrögð Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinn- ar, og Sverris Hermannssonar, for- manns Frjálslynda flokksins, eru einnig jákvæð en þeir segja að við fyrstu sýn sé það gleðiefni að mörk friðlands Þjórsárvera verði virt. Úrskurðurinn veldur hins vegar Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, miklum vonbrigðum. Talsmenn náttúruverndarsam- taka lýsa vonbrigðum með að ráð- herra fellst á framkvæmdina en segja baráttu náttúruverndarsinna þó hafa skilað árangri. Jákvætt sé að framkvæmdir verði utan frið- landsins og tekið sé tillit til alþjóð- legra skuldbindinga um verndun votlendis. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ráðherra hafa úrskurðað með nokkuð óvæntum hætti. Gerbreytt framkvæmd Davíð Oddsson forsætisráðherra segist vera mjög ánægður með að fundin hafi verið leið sem eigi að tryggja í senn að hægt sé að nýta hagkvæman virkjunarkost en um leið að halda Þjórsárverum algjör- lega óskertum. Össur Skarphéð- insson segir að við fyrstu sýn virki úrskurðurinn vel á sig. Hér sé um gjörbreytta framkvæmd að ræða frá því sem áður var fyrirhugað. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýnir hins vegar úrskurðinn og segir einu viðunandi niðurstöðuna þá ef ráðherra hefði hafnað þessari framkvæmd. „Þetta er enn einn dapur dagur í sögu umhverfismála í landinu og þeir hafa verið býsna margir síðustu misserin.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir úrskurðinn vel rök- studdan en sér sé efst í huga sú spurning hvort Landsvirkjun treysti sér til að ráðast í verkið. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Norð- uráls, segir að fara verði í gegnum það á næstunni hvort þessi niður- staða hafi áhrif á tímasetningar og rammasamkomulag fyrirtækisins og Landsvirkjunar frá sl. sumri. Aukin samstaða er um framkvæmdina Úrskurðað er með óvæntum hætti, segir for- maður Náttúruverndarsamtaka Íslands  „Held …“/28 FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ljóst að framkvæmdir við Norðlinga- ölduveitu muni tefjast. „Við þurf- um á næstu vikum og mánuðum að fá svar við þeirri spurningu hvort þetta sé arðsöm fram- kvæmd þegar ljóst er að þessi út- færsla er önnur en við von- uðumst eftir. Við verðum ekki komnir með svar fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Því má gera ráð fyrir að sú töf sem óhjákvæmi- lega verður á verkinu verði til þess að stækkun álversins á Grundartanga og framkvæmdir við virkjanir vegna hennar tefjist og lendi saman við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði,“ segir Friðrik. Óhjákvæmilegt að tafir verði ÞRJÁTÍU og sex ára þota af gerðinni B727-100 hafði viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær en þotan hét upp- haflega Gullfaxi og var í eigu Flugfélags Íslands. Var hún fyrsta þotan sem Íslendingar eignuðust og kom hingað til lands sumarið 1967. Þotan er nú í eigu flutn- ingafyrirtækisins UPS og sinnir fraktflutningum. Jóhannes R. Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, sótti þotuna fyrir Flugfélag Íslands til Seattle snemmsumars 1967 og lenti henni á Reykjavíkurflugvelli en hún var smíðuð sérstaklega fyrir FÍ. „Þetta var afskaplega góð vél og ég saknaði hennar mjög,“ sagði Jóhannes í gær. Hann flaug þotunni m.a. til áfangastaða á Norðurlöndum, í sólarlandaferðir og til Grænlands. Jóhannes hætti störfum árið 1980 og lauk flugstjóraferli sínum á þessari þotutegund. Gamli Gullfaxi hefur ekki komið til Íslands frá því hann var seldur árið 1984. Gamli Gullfaxi í Keflavík á ný Ljósmynd/Gunnar ÞAÐ vantaði ekki réttan klæðn- að hjá honum Þóri Þorbjörns- syni þar sem hann var á fleygi- ferð í rólunni á leikskólanum Listakoti í vikunni. Þórir, sem er fjögurra ára, lætur veðrið greinilega ekkert aftra sér frá því að njóta góðrar útiveru heldur gallar sig upp að sjó- mannasið. Enda veit hann sjálf- sagt eins og aðrir að enginn er verri þótt hann vökni þó að auðvitað sé betra að það sé á sem fæstum stöðum ef hægt er að koma því við. Morgunblaðið/Ómar Í réttum galla í rólunni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo 19 ára pilta í annars vegar tveggja ára fangelsi og hins vegar 22 mánaða fangelsi fyrir að nauðga stúlku heima hjá öðrum þeirra sum- arið 2000 þegar þeir voru 17 ára og stúlkan tæplega orðin svo gömul. Voru þeir enn- fremur dæmdir til að greiða henni 700 þús- und krónur í miskabætur. Piltarnir voru stúlkunni ókunnugir en hún mun hafa þegið heimboð þeirra í grandaleysi sínu. Var niðurstaða fjölskipaðs dóms Héraðs- dóms Reykjaness frá 19. júní 2002 staðfest í Hæstarétti. Að mati héraðsdóms var hátt- semi piltanna svívirðileg og einkar niður- lægjandi. Bar framferði þeirra vott um mis- kunnarleysi og fullkomið virðingarleysi við kynfrelsi stúlkunnar og áttu þeir sér engar málsbætur. Héraðsdómur leit hins vegar til ungs aldurs þeirra og hafði það eitt áhrif til refsilækkunar. Piltarnir voru báðir á skilorði vegna ann- arra hegningarlagabrota þegar þeir voru dæmdir í héraðsdómi fyrir nauðgunina. Munur á þyngd refsinganna skýrist ein- göngu af eldri refsidómum, sem dæmdir voru með í málinu. Hæstiréttur taldi ótvírætt að háttsemi piltanna hefði haft verulega slæm áhrif á sálarlíf og geðheilsu stúlkunnar. Við ákvörðun bóta til hennar varð ekki heldur litið fram hjá því að ákærðu stóðu saman að atlögu gegn kynfrelsi hennar, sem var til þess fallið að auka enn á ótta hennar og vanlíðan við atburðinn og eftir hann. Tveggja ára fangelsi fyr- ir nauðgun ÍSLAND er eina Norðurlandaþjóðin sem stendur eftir í heimsmeistarakeppni í handknattleik og takist íslenska liðinu að vinna annan hvorn þeirra leikja sem það á eftir verður það eini fulltrúi Norður- landanna í handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika í karlaflokki. Ísland tapaði fyrir Spáni í gærkvöldi, 32:31, og leikur um 5.–8. sætið á mótinu ásamt Júgóslöv- um, Rússum og Ungverjum.  Berjumst til þrautar/B2 Morgunblaðið/RAX Erum bestir á Norðurlöndum Atvinnu- lausum fjölgar um 828 Í GÆR voru 5.909 einstak- lingar á atvinnuleysisskrá, 3.178 karlar og 2.731 kona. Frá áramótum hefur þeim sem ekki hafa vinnu fjölgað um 828 eða um 16,3%. Meiri- hluti atvinnulausra býr á höfuðborgarsvæðinu eða 3.627. Undanfarin 10 ár hefur at- vinnulausum fjölgað að með- altali um 13% frá desember til janúar. Atvinnulausum fjölgaði hins vegar að með- altali um 22,1% milli desem- ber 2001 og janúar 2002. Atvinnuleysið var 2,4% í janúar í fyrra. Í síðustu skýrslu Vinnumálastofnunar er því spáð að atvinnuleysi í þessum mánuði verði 3,5– 3,9%. Atvinnuleysi í desem- ber síðastliðnum var 3%, sem var mesta atvinnuleysi í tæplega fimm ár. Lausum störfum hefur fækkað mikið að undanförnu. Í gær voru 68 laus störf skráð hjá Vinnumálastofnun, en í september sl. voru að jafnaði 270 störf á skrá hjá stofnuninni. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.