Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 1 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð C  STUTTMYNDA- OG VIDEO-HÁTÍÐ/2  AÐ HÖNDLA HAMINGJUNA/2  SKÓLALÍF – EINS OG GERST HEFÐI Í GÆR/4  HÁLFMÁNAR Í HÁVEGUM/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  EITT gott kuldakast það sem af er vetri. Það telst ekki mikið þegar febr- úar er að hefjast. Veturinn er löngu byrjaður á dagatalinu og sumardag- urinn fyrsti nálgast, en kuldaboli hlýt- ur að eiga eftir að gera vart við sig aft- ur og því vissara að klæða sig vel. Hlý húfa er eitt af því sem er nauðsynlegt. Loðhúfur, lopahúfur, flíshúfur og fjallahúfur – allt er í tísku. Húfur sem hlæja er heiti á fyrir- tæki íslenska hönnuðarins Hönnu Stefánsdóttur. Ásamt henni hannar Elín Jónína Ólafsdóttir húfurnar sem hlæja í samnefndri verslun á Laugavegi. Þær byrjuðu að hanna húfur fyrir börn og segja má að einkennismerki þeirra séu ótal angar í ýmsum útfærslum á húf- unum. Húfurnar eru yfirleitt úr þæfðri ull og í ýmsum litum. Loðhúfur eru sívinsælar en að sögn Hildar Bjargar Guðlaugsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eggerti feld- skera, er nauðsynlegt að þær séu með „eyrum“ vegna íslensku veðráttunnar. Húfurnar hjá Eggerti feldskera eru flestar með eyrum en það er valfrjálst hvort eyr- un eru notuð. Þau er ýmist hægt að binda upp á húf- una eða fela undir uppábroti. Húfurnar eru langflestar saumaðar erlendis en oft hannaðar af Eggerti. Hildur Björg bendir á eina húfu sem hefur verið vinsæl í gegnum árin og er hönnun Eggerts. Þetta er húfa úr Golden Island-refaskinni. Hún er með eyrum og reimum og loðdúskum neðst. Það er praktísk tíska þegar húfurnar ná vel niður fyrir eyru og eru helst með reimum til að húfan haldist þétt upp við höfuðið. Ekki er verra að hafa hlýja dúska á endunum á reimunum. Húfurnar eru bæði einlitar, röndóttar, með mynstri og úr hinum og þessum efnum. T.d. eru húfur úr gervi- skinni vinsælar. Einnig prjónaðar húfur, grófar og fínar og flauelshúfur. Í hlýindunum í vetur hafa svokallaðar „Baker boy“-húfur verið vinsælar, en þær eru yfirleitt úr slitsterku gallaefni eða flaueli. Þær ná ekki niður fyrir eyru og eru með litlu deri. Þessar húfur fást í mörgum útfærslum og eiga sér lífdaga alveg fram yfir næsta sumar, að mati starfsfólks Accessorize-fylgihlutaverslunarinnar. Morgunblaðið/Golli Svokölluð „Baker Boy“-húfa úr flaueli. Fæst í Accessorize. Morgunblaðið/Golli Sumir vilja enga dúska, reimar eða eyru. Vinsæl húfa úr Nanoq. Morgunblaðið/Kristinn Lufsan er vinnuheitið á svona lit- ríkum húfum sem hlæja. Morgunblaðið/Golli Eyru, reimar og dúskar Loðhú fa frá Egger ti feld skera úr ma rðarsk inni. Bleik angóraullarhúfa með uppá- broti frá Accessorize. Morgunblaðið/Þorkell Blárefur í heildsinni á höfði. Vinsælt snið á vetrarhúfum, eyru og reimar. Tví- lit ullarhúfa úr Nanoq. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.