Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 C FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ var gaman í kennsl- unni á sínum tíma, því er ekki að neita. Gat að vísu stundum verið erfitt starf, en oftast skemmti- legt. Þá var maður líka ungur og áhugasamur og náði ágætu sam- bandi við krakkana. Ekki víst að kennslan ætti eins vel við mann í dag. Unglingar eru líka sagðir vera erfiðaðri nú til dags en fyrir aldar- fjórðungi, ef marka má almannaróm og umfjöllun fjölmiðla: Slagsmál í miðbænum um helgar, aukin vímu- efnaneysla, spilafíkn, einelti, aga- leysi, hortugheit og þannig mætti lengi telja. En þetta hefur nú verið sagt um unglinga á öllum tímum og var líka viðtekin skoðun fyrir ald- arfjórðungi. Alltaf sama gamla við- kvæðið: Heimur versnandi fer! Rétt að taka öllum svona fullyrðingum með fyrirvara. Blendnar tilfinningar bærast í brjósti kennarans fyrrverandi þegar hann gengur yfir skólalóðina að gamla skólanum sínum. Í þá daga var Hörður Zophaníasson, sá merki skólamaður, skólastjóri hér í skól- anum. Það er málverk af honum á kennarastofunni. Nú heldur um stjórnvölinn Sigurður Björgvinsson, gamall skólabróðir úr Kennó og samkennari í Víðistaðaskóla. Sigurð- ur tekur hlýlega á móti sínum gamla félaga, býður upp á kaffi og fylgir honum síðan í fyrsta tíma, í ensku hraðferð í tíunda bekk. Kennslustundin er hafin og skóla- stjórinn kallar enskukennarann fram á gang til að láta hann vita af því að það sé kominn nýr nemandi í bekkinn, fyrrverandi kennari við skólann. Enskukennarinn, Guðni Ei- ríksson, ungur maður og bráðefni- legur að sjá, tekur þessum tíðindum með jafnaðargeði og býður nýja nemandann velkominn. Sá nýkomni tekur strax eftir breytingum í skóla- stofunni sem hljóta að vera til bóta. Stólarnir eru með tausetu og hægt að hækka þá og lækka eftir þörfum, og sömuleiðis borðin. Það er af sem áður var þegar nemendur urðu að gera sér að góðu grjótharða trébekki og slánarnir grúfðu sig kengbognir yfir allt of lágum borðunum. Krakkarnir eru í teymisvinnu að þýða nýjustu fréttir af netsíðu virts bresks dagblaðs um spilafíkn Eiðs Smára og viðbrögð breskra við þeim tíðindum. Þetta er snjallt bragð í kennslunni, en þó ekki nýtt, að nýta mál sem væntanlega vekja áhuga krakkanna. Þetta „trix“ notaði mað- ur sjálfur í enskukennslunni hér í eina tíð. Munurinn er bara sá að nú er hægt að fá fréttina glóðvolga af Netinu. Í þá daga varð maður hins vegar að bíða í nokkra daga eftir að bresku blöðin kæmu í Eymundsson og ljósrita síðan fréttirnar upp úr þeim. Það var því stundum farið að slá í þær þegar kom að því að nýta þær við kennslu. Netið býður hins vegar upp á ýmsa möguleika og þetta eru augljósar framfarir. Langar að verða eitthvað Næsti tími er er danska hraðferð, hjá gömlum samkennara, Ragnheiði Kristjánsdóttur. Danska var aldrei í uppáhaldi hjá undirrituðum „her i den tid“, þótt á seinni árum hafi hann tekið ástfóstri við þetta hljóm- fagra tungumál og lært að meta gildi þess í rótgrónum menningar- tengslum Íslands og Danmerkur. Ragnheiður talar dönsku við nem- endur, sem að miklum meirihluta eru stúlkur, og krakkarnir virðast býsna klárir í dönskunni. Ragnheið- ur hælir þeim líka á hvert reipi, enda eru þau í hraðferð í faginu. Hér hef- ur nefnilega orðið sú breyting á að nemendur í níunda og tíunda bekk geta valið á milli hægferðar, mið- ferðar og hraðferðar eftir getu hvers og eins í einstökum fögum. Við þetta hefur gamla bekkjakerfið riðlast. Sessunautur nýja nemandans í dönskutímanum er geðþekk stúlka og svo skemmtilega vill til að hún er formaður nemendaráðsins. Sú ákvörðun er því tekin á staðnum að henni verði fylgt eftir í tímum því ella gæti greinarhöfundur lent í tómu basli og reiðuleysi og þess vegna lent óvart tvisvar í sama fag- inu. Best að hafa ákveðið skipulag á þessu. Formaður nemendaráðsins heitir Á skólabekk í 10. bekk í Víðistaðaskóla Eins og gerst hefði í gær Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því Sveinn Guðjónsson stundaði kennslu í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, og enn lengra síðan hann sat síðast á skólabekk. Hon- um lék forvitni á að vita hvort skólabragur hefði eitthvað breyst á þess- um tíma og gerðist því nemandi í 10. bekk í einn dag í gamla skól- anum sínum. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari festi skólalífið á filmu. ODDNÝ Silja Herdísar-dóttir, formaður nem-endaráðs Víðistaðaskóla, kvaðst hafa gert sér grein fyrir að um tímafrekt starf væri að ræða þegar hún bauð sig fram í kosningu um embættið. „Þetta krefst mikillar skipulagningar og vinnu, en er um leið skemmtileg og góð reynsla. Sjálfsagt kemur þetta starf eitthvað niður á nám- inu, en það þýðir þá bara að ég verð að leggja enn harðar að mér og vera duglegri og það þarf ekki endilega að vera svo neikvætt.“ Oddný sagði að starf formanns nemendaráðs fælist aðallega í því að stjórna fundum ráðsins og halda utan um starfið. „En ég gæti þetta aldrei ein heldur er starfsemin sameiginlegt framlag okkar allra sem skipa nem- endaráðið. Og ekki má heldur gleyma Ragnheiði Kristjáns- dóttur, dönskukennaranum okk- ar, sem heldur utan um fé- lagslífið hér í skólanum. Ég sem formaður, varaformaðurinn og gjaldkerinn, sjáum aðallega um skipulagninguna, eins og til dæmis varðandi sölu á sérstökum skólapeysum sem merktar eru Víðistaðaskóla. Ágóðinn af söl- unni rennur svo í ferðasjóð.“ Oddný kvaðst vera tiltölulega sátt við félagslífið í skólanum og kvaðst ekki muna eftir neinu í augnablikinu sem mætti bæta þar við. „Við reynum að hafa ball einu sinni í mánuði og hafa mis- munandi þema á hverju balli eins og til dæmis paraballið og ný- nemaballið. Einnig er farið einu sinni í leikhús yfir veturinn og núna ætlum við á Nemendamótið í Versló, en það er ákveðin hefð fyrir því hér í „Víðó“ og oft mikil stemning fyrir því. Aðalhátíð vetrarins er svo Grunnskólahátíðin, sem haldin verður núna í febrúar, en þá koma allir s saman og ha þétt það ske að gerast í f yfir skólaár allavega. Fo í öllum skólu þessa hátíð ast er boðið úr hverjum dæmis vinni ungi, sem er grunnskóla ungur er ein leikakeppni fram í hverj ingshafar úr ODDNÝ SILJA HERDÍSARDÓTTIR, FORMAÐUR NEMENDARÁÐS Skemmtileg og góð rey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.