Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5
Oddný Silja og hún kveðst stefna á nám í Verslunarskólanum að loknu grunnskólaprófi. „Til að komast í hann verð ég að standa mig vel á samræmdu prófunum í vor,“ segir hún. „Versló tekur bara þá sem eru með góðar einkunnir. Mig langar til að verða eitthvað í lífinu, læra meira og fara jafnvel í háskóla. Það kostar mikla vinnu,“ segir Oddný Silja og sessunauturinn klappar henni á öxl og kveðst vera hjartanlega sammála. Í frímínútum fá eldri bekkingar að vera inni. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar allir voru reknir út og kennararnir skiptust á að norpa úti í kuldanum með nemend- um og passa upp á að þeir væru ekki að reykja í skúmaskotum í kringum skólann. Aðstaðan til að vera inni í frímínútum er líka mun betri því nú er kominn matsalur á efri hæðinni, með þægilegum sófum í einu horn- inu og þarna er líka diskótek. Tón- elskir skólapiltar eru þegar komnir í diskótekið og spila uppáhaldstón- listina sína. Þannig vill til að fyrsti snjór vetr- arins hefur fallið þennan morgun og flestir strákarnir komnir út í snjó- kast. Sumt breytist aldrei. Þessi sjón, að sjá strákana hamast í snjó- kasti úti í frímínútum, gefur leift- ursýn aldarfjórðung aftur í tímann. Það er eins og gerst hefði í gær. Stelpurnar standa við gluggana og horfa á með hæðnissvip. Hvernig nenna þeir þessu? Hjálp Næsti tími er stærðfræði miðferð undir leiðsögn Eddu Arnbjörnsdótt- ur. Undirritaður verður að viður- kenna að reikningskúnstir voru aldr- ei hans sterkasta hlið í skóla. Hann var alla tíð haldinn eins konar fælni og minnimáttarkennd gagnvart leyndardómum stærðfræðinnar. Honum var heldur aldrei treyst fyrir því að kenna það fag heldur aðallega settur í „húmanísku“ fögin, mann- kynssögu, landafræði og svo ensku og íslensku. Jú, reyndar dálítið í tón- mennt líka því skortur var á mennt- uðum tónlistarkennurum á þeim ár- um. Hér er verið að fara í „samoka- regluna“ svokölluðu, þátta tölur, taka út fyrir sviga og þess háttar. Þetta vefst dálítið fyrir gamla kenn- aranum og reyndar mörgum nem- endum líka. „Þetta er hrikalega leiðinleg bók,“ hvíslar formaður nemendaráðs að sessunauti sínum, en ekki um annað að ræða en að þræla sér í gegnum þetta námsefni ef hún á annað borð ætlar í Versló. Þar þurfa menn eflaust að vera klár- ir í reikningi. Edda stærðfræðikennari hefur þann háttinn á að í stað þess að láta nemendur rétta upp hönd eftir hjálp býr hún til dálk á töflunni undir yf- irskriftinni: HJÁLP. Þeir sem eru hjálparþurfi skrá sig í dálkinn og kennarinn gengur svo skipulega til þeirra eftir réttri röð. Það hvarflar að gamla kennaranum að skrá sig í hjálparsveitina, en hann hættir við þau áform. Hann þarf ekki að taka próf í þessu í vor eins og krakkarnir. Í næstu kennslustund er sá gamli á heimavelli. Þetta er íslenska, sem var hans sterkasta hlið í skóla, ásamt mannkynssögu. Kennarinn, Þórdís Mósesdóttir, var að byrja í kennsl- unni um það leyti sem undirritaður var að hætta. Þórdís þótti strax í upphafi kennsluferils síns efnilegur kennari og svo virðist sem hún sé á réttri hillu í þessu starfi. Heldur öll- um þráðum í hendi sér af öryggi og festu. Við erum í hljóðfræði. Þetta fag var ekki kennt fyrr en á framhalds- skólastigi fyrir aldarfjórðungi. Í þá daga eyddum við íslenskukennar- arnir miklum tíma í svokallaða kvísl- greiningu, og voru ekki allir sáttir við hana. En þetta var líka á tímum mengjanna og annarrar tilrauna- starfsemi að sænskri fyrirmynd sem nú hefur víðast hvar blessunarlega verið aflögð. Krakkarnir virðast kunna góð skil á námsefninu. Eru flestir með i-hljóðvarpið á hreinu ásamt klofningu og hljóðskiptum. Að vísu heyrast efasemdaraddir í hópn- um um gagnsemi þessa námsefnis. „Þetta er svo asnalegt,“ heyrist einn strákurinn tauta og sessunautur hans tekur undir: „Já, svolítið …“ En Þórdís hælir nemendum sínum fyrir dugnaðinn og óánægjuraddirn- ar þagna. „Þið eruð eiginlega alveg búin að læra þetta,“ segir íslensku- kennarinn og tilkynnir próf í faginu í næsta hljóðfræðitíma. Lífsleikni og þróunarverkefni Síðasta kennslustund fyrir mat- arhlé er í lífsleikni. Þetta orð hefur kennarinn fyrrverandi aldrei heyrt. Það verður spennandi að sjá hvað þessi námsgrein felur í sér. Umsjón- arkennari bekkjarins, Sigrún Reyn- isdóttir, stýrir þessum tíma sem er einu sinni í viku í 10. bekk. „Þetta er eini tíminn þar sem bekkurinn kem- ur allur saman og stundum þarf Efst til vinstri eru þau Egill Örn, Rósa Birna, Oddný Silja, Ásgeir og Tinna Rut að slappa af í sófa- horninu í matsalnum. Þá má sjá að skófatnaðurinn er í röð og reglu og á stóru myndinni eru áhugasamir nemendur að fylgj- ast með í tíma. Eldri bekkingar mega vera inni í frímínútum eins og sést á myndinni lengst til hægri og á þeirri hér að ofan er Þórdís Mósesdóttir íslenskukenn- ari að útskýra leyndardóma hljóðfræðinnar. Strákurinn hér til vinstri er eitthvað hikandi við að rétta upp hönd og fjær má sjá körfuboltasnillinga framtíð- arinnar bregða á leik á skóla- lóðinni. Úr skólalífinu skólar í Hafnarfirði alda ball. Það er pott- emmtilegasta sem er félagslífinu hjá okkur rið, eða það finns mér ormenn nemendaráða unum skipuleggja í sameiningu og oft- upp á skemmtiatriði skóla, eins og til ingshöfum úr Höfr- r karókíkeppni Hafnarfjarðar. Höfr- ns konar hæfi- i og fara forkeppnir jum skóla og vinn- r þeim keppa svo um Hafnarfjarðartitilinn. Þeir fara svo líka í söngkeppni Samfés, en þar koma líka fram krakkar úr Reykjavík, Kópavogi og víðar að. Á hverjum vetri setur 10. bekkur upp söngleik og æfingar á honum eru nú byrjaðar. Skarp- héðinn Þór Hjartarson, fyrrver- andi kennari við skólann, sér allt- af um þennan söngleik og stjórnar okkur. Við sömdum þennan söngleik í sameiningu og þetta er alveg rosalega gaman. Það er því nóg að gera í fé- lagslífinu,“ sagði Oddný Silja Herdísardóttir, formaður nem- endaráðs. ynsla DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 C 5 Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS Apótek og lyfjaverslanir 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.