Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 C FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ þú kenndir hér fékk hver nemandi í ung- lingadeild um 30 stundir á viku í kennslu, en nú fá þau 37 tíma á viku, svo þú sérð að vinnu- dagurinn hjá þeim er lengri en áður. Unglingarnir hafa lítið breyst að mér finnst. Það eru alltaf einhver vandamál sem fyglja unglings- árunum og því að verða fullorðinn, og vandamálin eru að sumu leyti öðru vísi nú en áður. Brotnar fjölskyldur, meiri hraði og kröfur sem skila sér beint inn í skólann til okkar. Samt er það þannig að upp til hópa eru unglingar ljúfasta fólk, sem eins og SIGURÐUR Björgvinsson hófkennslu við Víðistaðaskólaárið 1978 og hefur verið skólastjóri við skólann síðan árið 1994. Um skólabrag almennt og það hvort unglingar hefðu breyst mikið frá því hann hóf kennslu sagði Sig- urður meðal annars: „Mér finnst skólabragurinn vera góður. Krakkarnir eru yfirleitt ró- legir og sjaldan hægt að kvarta undan framkomu þeirra. Þetta á sér sjálfsagt skýringar. Það hefur fækkað í skólanum og þess vegna minna um pústra. Þegar þú kenndir hér voru fimm til sex bekkir í ár- gangi, en eru nú fjórir. Skólinn var þrísetinn þegar flest var, en er nú einsetinn. Þegar við vorum að kenna hér saman var kennt allan daginn og jafnvel fram undir kvöldmat. Þá voru um það bil 1.100 nemendur í minna húsnæði en núna. Nú eru í skólanum um 550 nemendur og það segir sig sjálft að það hefur í för með sér miklar breytingar. Þegar unglingar á öllum tím- um eru atorkusamir og kraftmiklir og finnst gaman að vera til. Þó finn ég eina breytingu sem tengist gelgjuskeiðinu. Það virðist hafa færst neðar og krakkar taki út þroskann og eru því oft rólegri þegar í ung- lingadeildina er komið. Ný tækni hefur að sjálfsögðu sín áhrif. Þar má nefna GSM- síma, margar sjón- varpsrásir og Netið; meiri samskipti við um- heiminn, kannski minni við nærheiminn.“ Það er auðséð að að- búnaður virðist mun betri en var … ? „Það voru engar tölvur þegar þú varst hér. Tölvan er hjálp- artæki og upplýs- ég að nota hann til að ræða málefni bekkjarins. Þennan tíma verð ég til dæmis að nota til að skipuleggja for- eldradaga sem eru framundan og koma ákveðnum upplýsingum á framfæri sem snerta bekkinn í heild,“ segir Sigrún þegar hún sér að kennarinn fyrrverandi er eitt spurn- ingamerki í framan út af lífsleikn- inni. Sigrún byrjar tímann á því að ræða aðeins um snjókastið í frímín- útunum. „Ég get vel skilið að það er freistandi að fara út í snjókast þar sem þið hafið ekki séð snjó síðan í fyrravetur,“ segir umsjónarkennar- inn með festu í röddinni. „En um snjókastið gilda ákveðnar reglur sem þið eigið að þekkja. Í fyrsta lagi að gæta þess að meiða engan með snjókastinu og í öðru lagi að kasta ekki að skólanum, og allra síst í rúð- urnar. Þetta eru fastar reglur sem við þurfum ekki að ræða frekar.“ Það sem eftir er tímans fer í að skipuleggja tíma fyrir foreldravið- tölin og fara yfir „bláu bækurnar“, sem hver nemandi hefur, en í þær eru skráðar viðurkenningar og at- hugasemdir kennara og forráða- manna. Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 er viðfangsefnum lífsleikni skipt í tvo flokka. Fyrri flokkurinn nefnist sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll, en sá síðari sam- félag, umhverfi, náttúra og menning. Viðfangsefni fyrri flokksins fela í sér markmið mannræktar og sjálfs- þekkingar og auk þess markmið sem stuðla eiga að frumkvæði, sjálf- stæðri, skapandi og gagnrýninni hugsun, aðlögunarhæfni og siðviti til að taka ákvarðanir í síbreytilegum veruleika. Viðfangsefni síðari flokks- ins eru sveigjanlegri og hafa kenn- arar meira frjálsræði um útfærslu þeirra með hliðsjón af sérstöðu, staðháttum og áherslum í skóla- starfi. Hér er vissulega um viðamikinn og margslunginn málaflokk að ræða sem ekki er unnt að fara nánar út í hér, enda efni í aðra blaðagrein. Hið sama er að segja um valfag sem ber heitið FTM í stundaskrá, sem kenn- arinn fyrrverandi ákveður að kynna sér nánar eftir matarhlé. FTM er skammstöfun fyrir fjölmiðlun, tölvu- tækni og myndmennt og að sögn Sigurðar skólastjóra er hér um að ræða þróunarverkefni sem Víði- staðaskóli hóf síðastliðið haust. Verkefnið byggist á samþættingu þessara námsgreina, sem raunar hafa verið kenndar við skólann um árabil, en öðlast nú nýjan tilgang við þessa samþættingu. Nemendum er skipt í þrjá hópa. Í einum hópnum er farið í viðtalstækni undir leiðsögn Þórdísar íslensku- kennara. Í öðrum leiðir Bjarni Ant- onsson nemendur í allan sannleika um undraheima tölvutækninnar og í þeim þriðja kennir Ása Björk Snorradóttir myndmenntakennari hinn myndræna þátt verkefnisins. Afrakstur þessarar vinnu kemur síð- an saman á sérstakri heimasíðu sem tileinkuð er verkefninu. En þetta er of flókið mál til að útskýra hér í smá- atriðum. Hins vegar þarf ekki að taka fram að gamli kennarinn er ákaflega hrifinn og uppnæmur yfir þeim tækniframförum sem orðið hafa hér í skólanum síðan hann var sjálfur við kennslu. Maður þroskast En þó margt hafi breyst kemur þó annað kunnuglega fyrir sjónir. Rétt eins og gerst hefði í gær. Þetta á ekki síst við um skólabrag, fram- komu nemenda og samskipti þeirra og kennara. Gamli kennarinn hafði tekið eftir því þennan morgun að nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla voru ekki nærri eins uppivöðslusam- ir og agalausir eins og hann hafði hálfpartinn búist við. Framkoma þeirra í tímum og frímínútum var síst verri en þeirra sem hann hafði sjálfur kennt fyrir aldarfjórðungi. Ef eitthvað var virkuðu þessir krakkar afslappaðri og rólegri. Sögusagnir um agaleysi unglinga nú til dags virðast því úr lausu lofti gripnar. Kannski er ástandið í Víðistaðaskóla óvenju gott hvað þetta varðar, sam- anborið við aðra skóla? Um það get- ur greinarhöfundur að sjálfsögðu ekki dæmt því hann skortir saman- burð. Best að nota matarhléið til að reyna að kynnast krökkunum aðeins betur. Forvitnast um lífsskoðanir þeirra og áhugamál, vonir þeirra og væntingar, vandamál og vonbrigði? Krakkarnir eru að tínast inn í mat- salinn og þarna kemur Oddný Silja í hópi bekkjarsystkina. Best að svífa á þau enda þykist ég eiga hauk í horni þar sem formaður nemendaráðs er. Í þessum hópi eru, auk Oddnýjar Silju, þau Ásgeir, Tinna Rut, Helga Sif, Rósa Birna og Dagný og við byrjum að spjalla um lífið og til- veruna. Þau segja að áhugamál unglinga séu afar margbreytileg nú til dags. „Hjá mér er það tónlist, íþróttir og vinirnir,“ segir Ásgeir og bætir síðan við glaðbeittur á svip: „Og stelp- ur …“ Hann segist líka glamra dálít- ið á gítar fyrir sjálfan sig. Þau segja að ekki sé hægt að benda á neina ákveðna tónlistarstefnu sem sé í meira uppáhaldi en önnur. „Það er allt í gangi og misjafnt hvað hverjum og einum finnst.“ Þau geta ekki einu sinni komið sér saman um, í þessum litla hópi, hverjar séu bestu hljóm- sveitirnar eða skemmtilegasta tón- listin. Einhver nefnir hljómsveitina Creed og af innlendum hljómsveit- um segja þau að Írafár og Í svörtum fötum séu góðar á böllum, en ekki sérstaklega gaman að hlusta á tón- listina þeirra af geisladiskum. Gamli kennarinn fer nú að segja þeim frá tónlistarsmekk unga fólks- ins fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þá var ABBA í miklu uppáhaldi, sér- staklega hjá stelpunum og þær voru syngjandi ABBA-lög í tíma og ótíma. Svo kom skoska rokkhljómsveitin Slade til landsins og gerði allt vit- laust. Strákarnir fengu Slade-æði og smíðuðu gítara úr krossviðarplötum og komu fram með atriði á árshátíð skólans þar sem þeir hermdu eftir Slade á tónleikum. Slade-plata var spiluð baksviðs og strákarnir bærðu varirnar og þóttust syngja. Tíundu- bekkingum í Víðistaðaskóla í upphafi nýrrar aldar finnst þetta skondið og hálfhallærislegt. Telja nánast óhugs- andi að boðið yrði upp á slíkt skemmtiatriði á skemmtunum skól- ans nú til dags. En hvað með Erp og hina rapp- arana? Blaðamaðurinn laumar þess- ari spurningu inn í umræðuna enda hefur Erpur vaxið í áliti hjá honum, sérstaklega eftir samspilið við kvæðaþulinn Steindór Andersen á geisladiskinum Rímur og rapp. „Þetta er skítapakk,“ segir Ás- geir. „Eini rapparinn með viti er Móri,“ bætir hann við. „Hvernig get- urðu sagt það? Mér finnst alveg sama ruglið í honum og hinum, tal- andi um hass eins og sjálfsagðan hlut,“ andmælir Oddný Silja. Þetta leiðir talið að vímuefna- neyslu unga fólksins og þau eru sam- mála um að líklega sé vímuefnavand- inn helsta hættan sem steðji að unga fólkinu nú til dags. „Þetta er mikið vandamál og það versta er að krakk- arnir sem leiðast út í þetta verða alltaf yngri og yngri,“ segja þau. Við víkjum talinu að pólitíkinni en þau segjast hafa lítinn áhuga á henni. „Við fáum ekki að kjósa hvort eð er. Það skiptir því engu máli hvað okkur finnst. Kannski vaknar áhug- inn á pólitík seinna, ef við förum í menntaskóla og háskóla.“ Varðandi Íraksdeiluna og hættuna á stríði eru þau flest mótfallin öllu hernaðar- brölti. „Þessi George Bush er nú bara hálfviti,“ segir Ásgeir og bætir því við að Saddam Hussein sé síst skárri. „Mér finnst nú að það ætti að gefa út veiðileyfi á Saddam,“ segir Tinna Rut. Hvað um framtíðina? Ætla þau öll í framhaldsskóla? „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er að flytja til Danmerkur og allt í óvissu með það hvort ég fer í skóla þar eða bara að vinna,“ segir Ásgeir. Dagný er heldur ekki viss um hvað hún geri eftir skyldunámið. Rósa Birna ætlar að reyna að komast í MR og auk Oddnýjar Silju ætla þær Tinna Rut og Helga Sif að reyna að komast í Versló, eða einhvern annan framhaldsskóla í Reykjavík. Af hverju vilja þær ekki fara í Flensborg? „Æ, þá hittir maður bara sömu krakkana og maður hefur verið að umgangast í tíu ár. Það er nauðsyn- legt að breyta til og kynnast nýju fólki og komast í nýtt umhverfi,“ segja þær. Varðandi vistina í Víðistaðaskóla og samskiptin við kennarana virðast þau vera nokkuð sátt og telja að hlutirnir séu í góðu lagi í skólanum. „Sumir kennararnir eru stundum dálítið skapvondir, en annars er þetta allt í lagi. Skólinn er ekkert svo slæmur.“ Aðspurð segjast þau ekki verða mikið vör við einelti í skólanum. Að vísu sé eitthvað um að einstakir nemendur séu uppnefndir en það risti ekki djúpt. „Það var kannski meira um þetta í yngri bekkjunum. En maður þroskast upp úr þessu,“ segir Ásgeir. Þetta svar er ótvírætt þroska- merki. Og eftir að hafa spjallað við þessa krakka er maður einhvern veginn bjartsýnni en áður á framtíð íslensku þjóðarinnar. Nemendur í Víðistaðaskóla á því herrans ári 2003 virðast bara vera hið skikkanlegasta fólk, og síst verra en nemendur voru í þá „gömlu góðu“ daga. Eins og … Unnið í þróunarverkefninu FTM, sem er samþætting fjölmiðlunar, tölvutækni og myndmenntar. svg@mbl.is SIGURÐUR BJÖRGVINSSON SKÓLASTJÓRI Upp til hópa ljúfasta fólk Sigurður Björgvinsson skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.