Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 C 7 ingatæknin hefur valdið byltingu. Nú eru tölvur í flestum stofum og við höfum yfir að ráða tveimur tölvuverum með nýjum tölvum. Tölvur eru nú snar þáttur í öllu námi og á það við um allar greinar, þær koma þar alls staðar inn í. Aðstaða er sífellt að batna og fyr- irhugað er að byggja við skólann um 3.850 fermetra húsnæði, sem er næstum jafnstórt og það skóla- húsnæði sem við höfum yfir að ráða núna. Þjónusta skólaskrifstofu hef- ur aukist og nú höfum við greiðan aðgang að ýmis konar ráðgjöf og sálfræðiþjónustu sem var af skorn- um skammti þegar við vorum á okk- ar sokkabandsárum í kennslunni. Mikilvægt er að börnin fái nauðsyn- lega þjónustu svo þau eigi auðveld- ara með að takasta á við lífið í fram- tíðinni. Þá hugsa ég að samþætting og hópvinna sé meiri en áður var. Við erum einnig með tvö þróunarverk- efni í gangi núna í unglingadeild- inni. Þemavinna er einnig ríkur þáttur í skólastarfinu og í haust vorum við með þemað fjallið. Þá gekk allur skólinn á fjöll og unnið var með viðfangsefnið í nokkra daga. Síðan var foreldrum boðið í skólann til að skoða afrakstur vinn- unnar. Uppbrot af þessu tagi lífga upp á skólastarfið og gera skamm- degið skemmtilegt. Hvað um samskipti kennara og nemenda almennt. Eru einhver sér- stök vandamál uppi núna sem ekki voru fyrir hendi þegar við vorum að kenna saman? „Ég held að samskipti milli nem- enda og kennara séu yfirleitt góð. Vandamálin eru af svipuðum toga og áður og sjaldnast erfið viðfangs svona almennt talað. Hins vegar er ein undantekning þar á og þau mál eru vissulega þyngri og alvarlegri en áður. Þarna á ég við neyslu ung- menna á vímuefnum. Við höfum orðið að glíma við slík mál. Stund- um tengjast vandamálin jafnvel neyslu foreldra á vímuefnum. Þetta heyrir sem betur fer til undantekninga, því það jákvæða er að foreldrar eiga miklu greiðari að- gang að kennurum og skólanum en áður og samstarfið er yfirleitt mjög gott. Foreldrar eru meðvitaðri en áður um ábyrgð sína á uppeldi og skólagöngu barna sinna. Þegar við vorum að kenna saman var for- eldrafélagið að slíta barnsskónum og það var viss varfærni í sam- skiptum skóla og heimila. Á þessu hefur orðið jákvæð breyting,“ sagði Sigurður Björgvinsson, skólastjóri í Víðistaðaskóla. SEX ára smíðaði Reynir MárÁsgeirsson fyrsta skartgrip-inn. Mikið stóð til því hannætlaði að bjóða stelpu, sem hann var skotinn í, heim til sín að horfa á myndband með Strumpun- um … og gefa henni frumsmíðina; silfurhring, hvorki meira né minna. Hann man ekki nákvæmlega hvernig hringurinn leit út en gerir ráð fyrir að hann hafi verið vel frambærilegur enda naut hann dyggrar aðstoðar föð- ur síns, Ásgeirs Reynissonar gull- smiðs, við þetta vandaverk. Hann rámar í að sú stutta hafi orðið voða- lega hrifin. Reynir Már er tvítugur og fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem smíðar úr gulli og silfri. Margir munir hans eru þó með talsvert öðru sniði en forfeðranna því hann leggur mikla áherslu á smíði lokka og pinna fyrir göt í andlit og nafla og aðra staði lík- amans ef því er að skipta. Slík fyrirbæri þekkt- ust ekki í tíð langafa hans, Guðlaugs A. Magnússonar, sem stofnaði sam- nefnda verslun við Laugaveginn og Gull- og silfursmiðjuna Ernu árið 1924. Bæði fyrirtækin eru enn við lýði í höndum afkomendanna. Þeir halda uppi merkjum frumkvöðulsins og smíða áfram silfurborðbúnað, sem verið hefur aðalsmerki fjölskyldufyr- irtækisins frá upphafi, auk alls konar gersema úr gulli og silfri. Með gullsmíðina í blóðinu „Langafi átti þrjá syni og eina dótt- ur. Eftir hans dag tók afi minn og nafni við verkstæðinu, en afabróðir minn, Magnús, við versluninni. Síðan afi lést, á aðfangadag í hittifyrra, hef- ur pabbi rekið verkstæðið ásamt systrum sínum, Söru og Ragnhildi, en þar starfa líka Bessi frændi og Tóm- as, sem er fjöllistamaður,“ upplýsir Reynir Már. Sjálfur kveðst hann hafa verið þar tíður gestur frá því hann var smágutti og aðstoðað við eitt og annað tilfallandi. „Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða gullsmiður. Sem unglingur varð ég aftur á móti svolítið óviss um fram- tíðarstarfið enda svo margt í boði. Ég byrjaði í Verslunarskólanum, fór síð- an í fjölmiðlafræði í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla áður en ég fann út að gullsmíðin væri mér einfaldlega í blóð borin. Núna er ég á samningi hjá pabba og á fyrstu önn í gull- og silf- ursmíði í Iðnskólanum hjá Hörpu Kristjánsdóttur gullsmíðameistara.“ Reynir Már er því kominn á rétta hillu í lífinu. Á verkstæði fjölskyld- unnar eru öll tæki og tól til skart- gripagerðar og þar er hann löngum stundum, á kvöldin og um helgar, og smíðar skartgripi eftir eigin höfði undir merkinu RMÁ. Fyrsta hönnun- in sem hann leggur upp með er byggð á hálfmána úr gulli eða silfri. „Ég leit bara til himins,“ svarar hann spurningunni um innblásturinn. „Máninn, og kannski sérstaklega hálfmáninn, stendur fyrir svo margt og mismunandi hjá þjóðum heims. Hálfmáninn er tákn Maríu meyjar, hann er helgaður mánagyðjum í ýms- um löndum og hefur um aldir verið tengdur múhameðstrú svo dæmi séu tekin. Ég hef smíðað margar út- færslur af hálfmánanum; hálsmen, armbönd, hringa, eyrnalokka og fleira,“ segir Reynir Már, sem sjálfur er allsendis ófeiminn að skreyta sig – þó bara með skarti úr eðalmálmum og – steinum. Hann fullyrðir að núorðið séu strákar jafnginnkeyptir fyrir skartgripum og stelpur. Hjá báðum kynjum sé vinsælt að láta setja á sig göt fyrir þar til gert skart hér og þar og jafnvel á ólíklegustu staði líkam- ans. Eins og hvar? spyr sá sem ekki veit. Reynir Már verður svolítið kynd- ugur í framan en upplýsir að einu sinni hafi hann verið beðinn um að sérsmíða lokk handa stelpu sem hugði á skreytingar á líkamshluta, töluvert fyrir neðan nafla. Bara byrjunin „Ég smíða bara það sem fólk biður mig um, annaðhvort eftir hugmynd- um þess eða við útfærum þær í sameiningu. Mér finnst frekar lítið framboð af ekta skartgripum fyrir ungt fólk sem vill skreyta sig öðruvísi en áður tíðkaðist og forðast nikkel- ofnæmi af óekta málmum.“ Hann segir Jóhann, eiganda tísku- verslunarinnar Mótors og fyrrum vinnuveitanda sinn, líkast til hafa ver- ið sama sinnis því hann hafi ekki hik- aði við að taka RMÁ-skartið til sölu í versluninni. „Líka Fjölnir frændi sem er með J.P. Tattó,“ segir Reynir Már. Hann hyggur á frekari markaðssetn- ingu, segist rétt vera að byrja og sé með ótal hugmyndir í kollinum. „Hálfmánaskartið er bara byrjunin,“ segir hann – en gleymir silfurhringn- um, sem forðum fylgdi heimboði og Strumpaspólu. Hálfmánar í hávegum Reynir Már Ásgeirsson er fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem smíðar úr gulli og silfri. Valgerður Þ. Jónsdóttir skoðaði muni sem lítt eiga skylt við aðalsmerki fjölskyldunnar í áratugi. Naflaskart úr gulli.  Silfrið í hálfmána- hálsmeninu fyrir döm- ur, t.v., er gullhúðað og með silfurkeðju, en herramenið er stærra og með leðuról.  Silfurarmband fyrir bæði kynin. Morgunblaðið/GolliReynir Már Ásgeirsson með silfurhálfmána um háls. Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ Apótek og lyfjaverslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.