Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 8
BANDARÍKJAMENN ætla í næstu viku að leggja fram nýjar sannanir gegn Saddam Hússein, forseta Íraks. Þeir segjast geta sannað að Saddam hafi látið smíða gjöreyðingar-vopn. Hann hafi líka átt samstarf við hryðjuverka-menn. Þetta kom fram í ræðu sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt á þriðjudag. Í ræðunni sagði Bush að tími Íraka væri að renna út. Saddam þyrfti að afhenda vopn sín. Gerði hann það ekki myndu Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir ráðast á Írak. Colin Powell, utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna, mun leggja sannanirnar fram næsta miðvikudag. Mikil spenna ríkir, því öruggt þykir að Bandaríkjamenn ætli ekki að bíða öllu lengur. Veiti Saddam ekki allar upplýsingar um vopn sín eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa krafist verði ráðist á Írak. Ekki eru allir sáttir við að ráðist verði á Írak. Hér ganga mótmælendur í New York með kröfuspjöld. Leggja fram sannanir Reuters AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝR Barnaspítali Hringsins var opnaður um síðustu helgi. Það er kvenfélagið Hringurinn sem hefur í sextíu ár barist hvað mest fyrir byggingu spítalans og safnað miklum peningum til að hægt yrði að byggja hann. Margir aðrir hafa líka lagt hönd á plóginn. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, blessaði nýja spítalann. Fyrstu sjúklingarnir verða fluttir þangað inn á næstu vikum. Á nýja spítalanum verður góð aðstaða fyrir foreldra til að vera hjá veikum börnum sínum. Vökudeildin, þar sem veikustu börnin dvelja, er miklu stærri en á gamla spítalanum. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, sagði þegar spítalinn var opnaður að mörg ævintýri væri að finna í húsinu. Átti hann þar við að brot úr ævintýrum um Hans klaufa, Svínahirðinn og fleiri eru skrifuð í suma gluggana. Þá er listaverk úti í garði eftir Sigurð Guðmundsson sem er ævintýri líkast. En Ásgeir sagði að spítalinn sjálfur væri líka eitt stórt ævintýri. Fyrsta skóflustungan að nýjum barnaspítala var tekin árið 1998. Það kostaði einn og hálfan milljarð að byggja hann. Þar verða rúm fyrir 80 sjúklinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrv. heilbrigðisráðherra, skoðar nýja vökudeild á Barnaspítala Hrings- ins ásamt Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítalans, og Karli Sigurbjörnssyni biskup. Nýr barnaspítali opnaður ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu, var útnefnd íþróttamaður Reykjavíkur 2002 á þriðjudag. Ásthildur hlaut viðurkenninguna fyrir góðan árangur í knattspyrnu á árinu. Hún skoraði 33 mörk í 26 leikjum á síðasta ári. Var Ásthildur, að mati dómnefndar, „að öðrum ólöstuðum besti leikmaður kvenna-knattspyrnunnar“. Ásthildur, sem er fyrirliði íslenska kvenna-landsliðsins í knattspyrnu, var einnig ein tíu íþróttamanna sem Íþrótta-bandalag Reykjavíkur verðlaunaði í gær fyrir íþrótta-afrek á síðasta ári. Hver íþróttamaður fékk bikar og 50 þúsund króna ávísun. Auk Ásthildar fengu viðurkenningu Anna Soffía Víkingsdóttir og Bjarni Skúlason fyrir árangur í júdói, Edda Blöndal fyrir árangur í karate, Guðmundur Stephensen fyrir árangur í borðtennis og Guðrún Jóhannsdóttir, fyrir skylmingar. Þá fengu þau Gunnar Örn Ólafsson og Kristín Rós Hákonardóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur í sundi fatlaðra. Jakob Jóhann Sveinsson fékk viðurkenningu fyrir árangur í sundi og Karen Björk Björgvinsdóttir fyrir árangur sinn í dansi. Morgunblaðið/Kristinn Ásthildur Helgadóttir tók brosandi við bikurunum. Ásthildur íþrótta- maður Reykjavíkur Í MARS verða Músík-tilraunir haldnar í 20. skipti. Smá breyting hefur orðið í ár og verða tilraunirnar haldnar á tveimur stöðum. Tvö kvöld verða í Tónabæ og svo verða tvö kvöld í Hinu húsinu. Úrslita-kvöldið verður svo haldið í Austurbæ 28. mars. Fyrstu Músíktilraunirnar voru haldnar árið 1982. Þá vann DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur Og Nágrennis) Síðan hafa eftirtaldar hljómsveitir unnið: Dúkkulísur, Gipsy, Greifarnir, Stuðkompaníið, Jójó, Laglausir, Nabblastrengir, Infusoria, Kolrassa krókríðandi, Yukatan, Maus, Botnleðja, Stjörnukisi, Soðin fiðla, Stæner, Mínus, XXX Rottweilerhundar og Búdrýgindi. Músíktilraunir hafa reynst mörgum hljómsveitum vel. Enda hafa margar sveitanna gefið út plötur eftir að hafa unnið. Í verðlaun eru nefnilega meðal annars tímar í hljóðveri, þar sem þær geta tekið upp lögin sín. Strákarnir sem unnu í fyrra, Búdrýgindi, eru enn þá í grunnskóla en hafa gefið út plötu. Hún kom út um síðustu jól og heitir Kúbakóla. Drengirnir í Búdrýgindum unnu á Músík-tilraunum í fyrra. Músíktilraunir að byrja ÍSLENSKA karla-landsliðið í hand-knattleik hefur tryggt sér rétt til að leika um sæti á Ólympíu-leikunum í Grikklandi. En þeir verða haldnir í Aþenu árið 2004. Átta landslið taka þátt í loka-keppninni á heimsmeistara-mótinu í Portúgal. Það fer fram í höfuðborg landsins, Lissabon, á laugardag og sunnudag. Þær þjóðir sem verða í efstu sjö sætunum á heimsmeistara-mótinu leika í Aþenu ásamt landsliði Grikklands og landsliðum frá Asíu, Afríku, Ameríku og Eyjaálfu. Morgunblaðið/RAX Íslendingar sigruðu lið Pólverja á miðvikudag. Leikið um ólympíusæti í Aþenu Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.