Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2
Samkvæmt kínversku stjörnuspek- inni er ár Geitarinnar núna að hefj- ast, ári Hestsins er lokið og það ár kemur ekki aftur fyrr en eftir tólf ár. Um hver áramót halda Kínverjar svokallaða vorhátíð til þess að fagna nýju ári – hátíð sem stendur í hálfan mánuð og má segja að hún hafi svipað gildi í þeirra huga og jólahátíðin hjá Vesturlandabúum. Það er ekki óalgengt að Vestur- landabúar kunni skil á þeim tólf merkjum sem kínverska stjörnu- spekin stendur saman af, Rottan, Uxinn, Tígurinn, Kanínan, Drekinn, Snákurinn, Hesturinn, Geitin, Ap- inn, Haninn, Hundurinn og Villi- svínið – þótt ekki sé beint um stjörnuspeki að ræða, því öll merkin eru sótt í náttúruna, eins og flest annað sem táknrænt er hjá Kínverj- um. Og auðvitað á hvert merki sér sögu og þegar kafað er undir aug- ljósustu merkingu hvers merkis, bætast við ótal nýjar sögur. Kínverj- ar eiga sér óþrjótandi sagnabrunn. Til þess að útskýra bakgrunn þann og hefðir sem kínversku áramótin byggja á, var leitað til þeirra Zhao- huis Shi, annars sendiráðsritara, og Mengs Qian, menningarfulltrúa í Sendiráði Kína, sem góðfúslega út- skýrðu söguna. „Nian (Ár) var skrímsli sem bjó djúpt niðri í sjónum. Í lok hvers árs reis það upp úr hafinu í einn dag, drap fólk og fénað og eyddi byggð- um áður en það stakk sér aftur í djúpin. Eitt þorpið sem „Nian“ réðist á og lagði í rúst á hverju ári hét „Blóm Ferskjunnar“. Til þess að draga úr skaðanum, tóku þorps- búar sig til og komu sér í burtu daginn áður en von var á skrímslinu og sneru ekki aftur fyrr en það var farið í burtu. Eitt árið, þegar þorps- búar voru að undirbúa brottför sína með allt sem lifandi var, kom gam- all rauðklæddur maður til þorpsins. Allir þorpsbúar reyndu að fá hann til þess að yfirgefa þorpið með þeim til þess að bjarga lífi hans, en gamli maðurinn sagði þeim, bros- andi og rólegur, að hann ætlaði sér að verða um kyrrt í þorpinu. Allir þorpsbúarnir, nema ein gömul kona, yfirgáfu þorpið. Eftir að hafa mistekist að fá gamla manninn til þess að koma sér í burtu, ákvað hún að verða um kyrrt með honum. Rauður pappír og flugeldar Þegar ljóta skrímslið kom um mið- nættið, kættist það heldur við að sjá að eitthvað af fólki hafði orðið eftir í þorpinu. En mikil var undrun þess þegar það sá að húsið var allt baðað skærum ljósum og dyrnar þaktar rauðum pappírsborðum. Það nálgaðist dyrnar af varfærni en þeg- ar það átti skammt eftir ófarið, byrj- uðu flugeldar að springa allt í kring. Skrímslið varð skelfingu lostið og lagði á flótta. Um morguninn sneru þorpsbúar sorgmæddir aftur. En þegar þeir sáu manninn og konuna á lífi, breyttist sorg þeirra í undrun og gleði. Konan sagði þeim hvað hafði gerst. Fólkið varð svo glatt að það klæddi sig í ný föt og fóru til vina sinna og ættingja til þess að segja þeim tíðindin. Allar götur síðan hefur haldist sú hefð að skreyta með rauðum pappír með árituðum ljóðlínum, skjóta upp flugeldum (ljós alla nóttina) og heimsækja vini og ættingja á fyrsta degi nýja ársins. Smám saman, í aldanna rás, hafa fleiri hefðir festst í sessi, til dæmis Drekalampadans- inn og Ljónadansinn.“ Þegar þeir Zhaohui og Meng eru spurðir hvort einhver munur sé á hátíðarhöldunum eftir því hvaða ár dýrahringsins sé að hefjast, segja þeir svo ekki vera. „Við notum þessi dýratákn til þess að lýsa fæðingar- ári og þá að einhverju leyti karakt- er. Geitin er til dæmis tákn fyrir ögun og friðsemi. Í tilefni ársins er gefið út frímerki og það má segja að fólk hafi árið í huga, en það hef- ur enga skírskotun út fyrir það. Fyrir utan dýrin tólf, sem við tengj- um jörðinni, eru líka tíu fyrirbæri sem við tengjum himnunum og litið er á sem stjörnur. Þessi fyrirbæri og dýrin tólf eru notuð til þess að reikna út tímann og virka sem almanak. Til forna notaði fólk dýrin tólf og stjörnurnar tíu til þess að útskýra leyndardómsfull atvik í tengslum við loftslag, umhverfi og svo fram- vegis og það reyndi að spá fyrir um framtíðina. Innan þess ramma eru vissir vísindalegir útreikningar, til dæmis hvað okkur ber að gera fljótt og hvað við ættum alls ekki að gera, út frá náinni skoðun á and- rúmslofti og oft náði þetta yfir skærur úti í héruðum. Þetta gerum við aldrei nú til dags og það er að- eins lítill hluti þjóðarinnar sem hef- ur einhverja trú á slíkri speki. Rétt eins og Vesturlandabúar, lítum við á spáspekina sem hverja aðra skemmtun. Þegar þú spyrð í Kína hvaða ár sé yfirstandandi, færðu sama svar og hér á Íslandi; árið 2003.“ Endurfundir og von um hamingju Hverjar eru helstu hefðirnar sem til- heyra nýju ári? „Á nýárskvöldi safnast fjölskyldan saman og borðar „dumplings“ sem eru hveitibollur fylltar kjöti og grænmeti. Í huga okkar tákna dumplings endurfundi fjölskyldunn- ar og því er það svo að það er sama hversu langt fjölskyldumeðlimir eru hver frá öðrum, þeir reyna ávallt að komast heim og njóta hátíðarhald- anna með fjölskyldunni. Fimmtán dögum síðar snæðum við aftur dumplings, en þeir eru aðeins öðru- vísi. Þeir tákna von um að fjöl- skyldumeðlimir njóti hamingju á komandi ári og nái að sameinast aftur á næstu vorhátíð. Vorhátíðin er talin eiga upphaf sitt á tímum Shang keisaraættarinnar fyrir næstum 3.800 árum. Í lok hvers árs færði keisarinn himnun- um svínakjöt og annan búfénað að gjöf, sem við köllum „fórn“ til þess að biðja um blessun guðs. Til forna skiptu matarhefðir meira máli en í dag, en sumt hefur hald- ist. Þegar fjölskyldan hittist á nýju ári, eru alltaf dumplings og máltíð- in verður alltaf að enda á fiski. Fiskur þýðir afgangur og þú verður alltaf að eiga afgang frá einu ári til annars. Það er fleira táknrænt í þeim réttum sem við borðum. Ef við lítum til dæmis á „dumplings“ þá eru þeir hringlaga og tákna fjöl- skylduna, þeir eru límkenndir sem táknar að fjölskyldan standi saman og í lok fimmtán daga hátíðarhald- anna eru þeir sætir sem táknar hlýju. Hefðir breytast Annars er það nú svo að nú til dags að í stað þess að elda, er algengt að stórfjölskyldan fari öll saman út að borða á veitingahúsi. Það hefur enginn tíma til þess að standa í svona stóreldamennsku og við not- um þessa daga meira til þess að ferðast, bæði innan lands og utan. Árið 2000 ferðuðust til dæmis tíu milljónir Kínverja til útlanda og það má segja að ferðalögin nái hámarki á þessum tíma. Til Íslands komu meira en þúsund Kínverjar frá meg- inlandinu. Það er ekki heldur leyfilegt að vera með flugelda í stórborgum Kína í dag. Það er alltof hættulegt, en úti á landi er enn hægt að halda í þá hefð. Í borgunum kaupir fólk í stað- inn vissa tegund af blöðrum sem það leggur á jörðina og stígur á til að sprengja – til þess að fá það rétta hljóð sem tilheyrir áramótunum.” Þið talið um breytingar á hefðum og ef einhver þjóð í heiminum hef- ur gengið í gegnum miklar og strangar breytingar á síðustu öld, eru það Kínverjar. Engu að síður virðist þjóðin hafa haldið ótrúlegri sálarró og lífsspeki ykkar virðist ósködduð. „Við byggjum lífssýn okkar á heim- speki Konfúsíusar, sem felur það í sér að við erum mun hófstilltari andspænis erfiðleikum en kannski þekkist á Vesturlöndum. Við leggj- um mikla áherslu á gagnkvæman skilning og heildin skiptir meira máli en einstaklingurinn, öfugt við það sem gerist á Vesturlöndum. Eitt atriði sem er mjög táknrænt fyrir þetta er til dæmis sendibréf. Þegar þú færð bréf frá einhverjum á Vest- urlöndum, er nafnið þitt ritað fyrst, síðan gatan, svo borgin, svo landið. Hjá okkur er þetta öfugt. Fyrst kem- ur landið, þá borgin, svo gatan og að lokum nafn þess sem á að fá bréfið.“ Þeir Zhaohui og Meng eru sammála um það að samkvæmt kínverskum hefðum er hroki talinn einn versti lösturinn: „Í Kína er sagt: Ef þú ert hrokafullur, mun þér á endanum mistakast, en ef þú ert hógvær, muntu ná árangri. Á Vesturlöndum er oft litið á hógværð sem veikleika og það vill gleymast að maður sem er hógvær í samskiptum, er það vegna þess að hann þekkir sinn innri styrk. Það er ekki alltaf allt sem sýnist. Hógværðin er eins og vatnið, sem getur verið milt og kyrrt á yfirborðinu – en eins og við segj- um, þá er vatn sterkasta afl á jörð- inni.“ Í upphafi var Árið skrímsli Kína er einn óþrjótandi brunnur þjóðsagna og ævintýra og það er fátt sem ekki á sér sögu um upphaf. Þeir Zhaohui Shi, annar sendiráðsritari, og Meng Qian, menningarfulltrúi í Sendiráði Kína á Íslandi, segja frá tilurð Nýársins og vorhátíðinni sem því fylgir og stendur í fimmtán daga. Zhaohui Shi annar sendifulltrúi og Meng Qian menningarfulltrúi í Sendiráði Kína á Íslandi. Ævintýraferð á ári geitarinnar: MEÐ KÍNAKLÚBBI UNNAR TIL KÍNA 23 daga ferð, 8. - 30. maí 2003. Víðförlasta ferð Kínaklúbbsins, hingað til. Farið verður til Beijing, Xian, Shanghai, Chongqing, Guilin, Yichang, Wuhan og Suzhou. Siglt verður um gljúfrin þrjú í Jangtze fljóti, siglt eftir Li ánni og farið eftir Keisaraskurðinum. Gengið á Kínamúrinn - að sjálfsögðu! Heildarverð kr. 350 þúsund. ALLT innifalið. Uppl. gefur Unnur Guðjónsdóttir s. 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Í tilefni nýársdagsins, núna 1. febrúar, fagnar Kínaklúbburinn ári geitarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.00. Unnur mun sýna skyggnur frá Kína, ásamt dansi frá Yunnan héraði. Allir velkomnir! Kínverskur veitingastaður Stofnaður 1987 Nýbýlavegi 20, Kópavogur. Sími 554 5022 - Heimsendingarþjónusta Veitingasalur fyrir 50 manns. Súpa dagsins og fjórir réttir • Borðað á staðnum Kr. 1.390 á mann. • Heimsent Kr. 1.390 á mann. Lágmark fyrir tvo. • Sækið sjálf og takið með heim Kr. 1.250 á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.