Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 30. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 mbl.is Hrappa- rapparinn Meistaraverk Verdis og Shake- speares frumsýnt Lesbók 16 Hrókurinn í sókn Sterkir skákmeistarar á tveimur alþjóðlegum mótum Hróksins 6 Macbeth í Óperunni ÍTALSKA lögreglan handtók í gær 28 pak- istanska menn í borginni Napólí en menn- irnir eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mikið magn sprengiefna fannst í fórum þeirra, auk korta af Napólí þar sem búið var að merkja við staði, sem lögreglan telur hafa verið líkleg skotmörk mannanna. Voru bækistöðvar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og ræðismannsskrif- stofa Bandaríkjanna meðal skotmarkanna. Lögreglan handtók mennina í reglu- bundinni aðgerð, sem miðaði að því að hafa uppi á ólöglegum innflytjendum. Pakistan- arnir reyndust hins vegar búa yfir sprengi- efni sem hefði nægt til að sprengja í loft upp þriggja hæða hús, að sögn lögreglunnar. 28 Pakistan- ar handtekn- ir í Napólí AP Ítalskir lögreglumenn sýna hluta sprengi- efnisins sem fannst í Napólí í gær. Napólí. AFP. MIKIL snjókoma olli uppnámi í mörgum löndum Vestur-Evrópu í gær og víða fóru samgöngur gjörsamlega úr skorðum. Á þjóðveginum A-1 á milli Burgos og Irun á Spáni lentu margir ökumenn í vandræðum vegna snjókomunnar, enda síst vanir slíku veðri. Í Englandi urðu talsverðar truflanir á flugi, neðanjarðar- lestum í London seinkaði og áætlanir Eurostar-lestarinnar milli London og Brussel fóru úr skorðum. Reuters Óvanalegt Spánarveður GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri ekki mótfallinn því að leitað yrði eftir nýrri samþykkt á vettvangi öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna ef það yrði til að senda Saddam Hussein Íraksforseta skýr skila- boð um að full alvara væri á bak við þann ásetn- ing að afvopna Írak. Bush sagði nýja ályktun í öryggisráðinu hins vegar enga forsendu þess að hægt yrði að grípa til aðgerða. Bush átti við- ræður við Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í gær og mátti ráða af blaðamannafundi leiðtoganna tveggja í gærkvöldi að þeir eru samstiga í málinu. Ekki kom hins vegar fram hvað þeir vildu nákvæmlega að SÞ gerðu næst. Þrýst hefur verið á um að vopnaeftirlitsmenn SÞ fái meiri tíma til að ljúka verki sínu í Írak, auk þess sem margir vilja ekki að ráðist verði í hernaðaraðgerðir gegn Írak nema öryggisráð SÞ hafi fyrst samþykkt ályktun þar að lútandi. Hafði Blair í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni fyrr í gær lýst stuðningi við að öryggisráðið ályktaði um málið að nýju. Blair lagði hins vegar áherslu á að þetta fæli í sér að SÞ yrðu að „taka á málinu“ en ekki hlaupast undan ábyrgð. Hann ítrekaði þessa afstöðu sína í gærkvöldi. „Þetta er próf á staðfestu alþjóðasamfélagsins,“ sagði hann. „Ekki er hægt að komast að annarri nið- urstöðu á þessari stundu en að Saddam Hussein sýni vopnaeftirlitsmönnunum ekki samstarfs- vilja og þar af leiðandi er hann brotlegur við ályktanir [öryggisráðsins],“ sagði Blair. „Það mun draga til tíðinda í þessu máli innan fárra vikna, ekki mánaða,“ sagði Bush. Bjóða eftirlitsmönnum til Bagdad Írösk stjórnvöld höfðu áður tilkynnt að þau hefðu boðið yfirmönnum vopnaeftirlits SÞ til skrafs og ráðagerða í Bagdad. Bush gaf hins vegar lítið fyrir slíka fundi er hann var spurður í gær um boð Íraka. Ekki yrði samið um neitt við Íraka, þeim bæri einfaldlega að afvopnast. Bush segir enga þörf á nýrri ályktun SÞ Reuters George W. Bush og Tony Blair í gærkvöldi. Washington. AFP, AP.  Blair vill/16 ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir, prófess- or í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, hafi með úr- skurði sínum um Norðlingaöldu- veitu mótað afdráttarlausa stefnu um að virða mörk friðlandsins í Þjórsárverum. Líklegt sé að þar sé um stefnumörkun til framtíðar að ræða. Þóra Ellen hefur unnið að vist- fræðirannsóknum í Þjórsárverum um 20 ára skeið og hefur verið í broddi fylkingar þeirra, sem and- vígir hafa verið fyrri áformum um Norðlinga- ölduveitu. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að úrskurður ráð- herra sé vel unn- inn og að mörgu leyti athyglisverð- ur. Hann feli hins vegar í sér svo miklar breytingar á Norðlingaöldu- veitu að velta megi fyrir sér hvort framkvæmdin sé sú sama og áður. Þóra Ellen segir mörgum spurn- ingum ósvarað vegna úrskurðar ráð- herra. Þó sé ekki vafi á að fram- kvæmdin muni hafa mun minni umhverfisáhrif til langframa en áð- ur. „En mér finnst þessi afdrátt- arlausa áhersla sem ráðherrann leggur á að það beri að virða frið- landsmörkin líka mjög mikilvæg og sömuleiðis að það eigi að virða okkar alþjóðlegu skuldbindingar sem eru tengdar Þjórsárverum. Mér finnst mjög jákvætt að ráðherra skuli hafa mótað svona afdráttarlausa stefnu hvað þetta varðar því manni finnst líklegt að það sé stefnumörkun til framtíðar.“ Stefna mörkuð til framtíðar  Norðlingaölduveita/4, 6, 10 Prófessor í grasafræði segir afdráttarlaust að mörk friðlands Þjórsárvera séu virt Þóra Ellen Þórhallsdóttir FYRSTA beinið var lagt inn í nýstofnaðan beinabanka Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri nú í vikunni. Beinin verða notuð við beinfyllingar í gerviliðaaðgerðum. Guðni Arinbjarnar, bæklunarlæknir og bankastjóri beinabankans, segir að á bækl- unardeild FSA séu árlega gerðar um 160 gerviliðaaðgerðir, þar af 90–100 mjaðmaað- gerðir. „Í þessum aðgerðum er lærleggs- hausinn tekinn og fram til þessa hefur hon- um verið eytt, en nú höfum við fengið heimild til að geyma þá í beinabankanum, að fengnu leyfi sjúklinganna.“ Beinið er geymt í 70 gráða frosti í hálft ár. Þá er tekin blóðprufa úr beingjafanum til að ganga úr skugga um að engir sjúk- dómar eða bakteríur séu til staðar. Guðni segir sjúklinga hafa tekið vel í að gefa lærleggshausa í bankann. „Það taka flestir vel í þessa beiðni, enda eru menn með því að hjálpa öðrum.“ 70° frost í beinabanka ♦ ♦ ♦ MAÐUR í borginni Braga íPortúgal var færður til yf- irheyrslu á lögreglustöð vegna gruns um að hann hefði stolið farsíma. Er lögreglu- maðurinn brá sér frá eitt and- artak stal maðurinn farsíma hans. Þegar lögreglumaðurinn kom aftur inn í herbergið tók hann eftir því að síminn var horfinn. Hann hélt sig hafa gleymt honum einhvers staðar og hringdi því í númerið. Kunnuglegir tónar heyrðust þá frá ökkla hins handtekna sem hafði falið þýfið í öðrum sokknum. Þjófurinn var þegar í stað kærður. Hringt úr sokknum Lissabon. AFP. Skyggnzt bak við húfuna hjá rapparanum Móra Fólk 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.