Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAK AFVOPNIST STRAX George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sögðu í gær að Írakar yrðu að afvopnast strax, ella mættu þeir vænta aðgerða af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Bush sagðist ekki mótfallinn nýrri ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna ef hún yrði til að sýna Saddam Hussein, forseta Íraks, að full alvara væri á bak við þann ásetn- ing að afvopna Íraka. Ný ályktun væri hins vegar engin forsenda þess að hægt yrði að grípa til aðgerða. Mörk friðlands verði virt Þóra Ellen Þórhallsdóttir, pró- fessor í grasafræði, telur að Jón Kristjánsson, settur umhverfis- ráðherra, hafi með úrskurði sínum um Norðlingaölduveitu mótað af- dráttarlausa stefnu um að virða beri mörk friðlandsins í Þjórsárverum. Góður gróði hjá Bakkavör Hagnaður Bakkavarar á síðasta ári var 1.556 milljónir króna eftir skatta og er þetta um 307% aukning frá því árið áður þegar hagnaður var 382 milljónir króna. Þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi. Al-Qaeda að verki? Öflug sprengja varð 18 manns að bana í Afganistan en yfirvöld í land- inu telja víst að liðsmenn al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna eða talib- anar hafi komið sprengjunni fyrir. Neikvæð ávöxtun Nafnávöxtun Sameinaða lífeyr- issjóðsins var í fyrra neikvæð um 8,1% og raunávöxtunin var neikvæð um 9,9%. Slök ávöxtun er sögð skýr- ast af mikilli lækkun á verði er- lendra verðbréfa sjóðsins. L a u g a r d a g u r 1. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Viðskipti 12/14 Minningar 42/51 Erlent 16/24 Kirkjustarf 52/53 Höfuðborgin 22 Þjónustan 55 Akureyri 24 Bréf 56 Suðurnes 24 Myndasögur 56 Árborg 26 Skák 57 Landið 27 Dagbók 58/59 Neytendur 28 Sport 60/63 Heilsa 29 Fólk 64/69 Listir 30/33 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 34/41 Veður 72 * * * Kynningar Blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Finndu sigurvegarann í sjálfri þér“ frá Djassballettskóla Báru. Blaðinu er dreift á höfuðborg- arsvæðinu. Götumarkaðsstemmning Útsölulok um helgina Opið til kl. 18.00 í dag „FYRST heyrðum við hljóð sem við héldum að væri flugvéladrunur. Síðan kom svakalegur hvellur og blossi sem lýsti upp húsið,“ segir Elvar Árni Herjólfsson sem var að vinna með félaga sínum í skemmu við vélsmiðjuna Norma hf. á iðn- aðarsvæðinu við Voga á Vatns- leysuströnd í gærmorgun þegar eldingu laust niður í húsið. Eldingin gerði gat á þakglugga fyrir ofan þá. Elvar Árni og Davíð Hreinsson, 18 ára starfsmenn hjá Norma, voru inni í skemmu sem verið er að byggja við vélsmiðjuhúsið um klukkan níu í gærmorgun þegar eldingunni laust niður. Þeir voru uppi í körfu sem lyft var í um hálfs annars metra hæð, með borvél að vinna við klæðningu. Elvar Árni lýsir því svo að þeir hafi heyrt hljóð sem þeir héldu að væru flugvéla- drunur þegar eldingunni laust nið- ur í húsið með tilheyrandi hávaða og blossa. Húsið lýstist upp með bláum blossa. „Okkur dauðbrá, fengum hálfgert áfall,“ segir Elvar. Borvél ónýt Þegar þeir fóru síðan að líta á að- stæður sáu þeir stórt gat á báru- plastglugga á þakinu, beint fyrir of- an þann stað sem þeir voru að vinna. Rafmagnið sló út og þegar búið var að koma því á aftur reynd- ist borvélin ónýt. Telur Elvar hugs- anlegt að hún hafi leitt eldinguna en borvélin er með tvöföldu öryggi. Símakerfið hjá Norma varð óvirkt um sama leyti og segir Þór- hallur Ívarsson tæknifræðingur hjá Norma ekki útilokað að það hafi verið af völdum eldingarinnar og símkerfið í Vogum og Reykjanesbæ var raunar í lamasessi fram eftir degi. Eldingu laust í vélsmiðjuna Norma í Vogum Blossi lýsti upp húsið NEMENDUR á sjávarútvegsbraut auðlindadeildar Háskólans á Ak- ureyri hafa stundað sjómennsku undanfarna tvo daga og reynt fyr- ir sér með ýmis veiðarfæri á Poll- inum við Akureyri. Einar í Nesi, rannsóknarbátur Hafrann- sóknastofnunar, var notaður til verksins en leiðangursstjóri var Hreiðar Valtýsson, útibússtjóri stofnunarinnar á Akureyri og kennari við auðlindadeild. Hreiðar sagði að alls hefðu 12 nemendur tekið þátt í verkefninu, sex hvorn dag. Hann sagði að veiðin hefði gengið illa fyrri dag- inn en mun betur í gær, enda veðrið þá mun betra. „Við erum að sýna nemendum fiska og hvernig þeir eru rannsakaðir. Fiskarnir eru mældir og vigtaðir, það er skoðað hvað þeir eru að éta og þá eru teknar kvarnir úr fisk- unum svo hægt sé að aldursgreina þá. Við höfum verið að prófa okk- ur áfram og vorum með net og gildrur í sjónum og einnig not- uðum við handfæri og veiðistang- ir en aflinn var nær eingöngu þorskur,“ sagði Hreiðar. Morgunblaðið/Kristján Nemendur á sjávarútvegsbraut auðlindadeildar Háskólans á Akureyri á þorskveiðum á Pollinum. Þorskveiðar á Pollinum TÆPLEGA þrítugur danskur maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi fyrir að flytja fimm kíló af hassi til lands- ins 18. desember sl. Hassið var falið í fóðri ferða- tösku en maðurinn kvaðst hafa haldið að aðeins væru 1–2 kíló af hassi í töskunni. Dómarinn skoð- aði töskuna og taldi að maðurinn hefði mátt gera sér grein fyrir að í henni væri meira af hassi. Yrði hann að bera hallann af því að láta „sér magnið í léttu rúmi liggja“ eins og segir í dómn- um. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn við komuna til landsins frá Kaupmanna- höfn. Veittu tollverðir athygli að þegar búið var að tæma ferðatösku hans vó taskan rúmlega 11 kíló en full vó hún 20 kíló. Þegar klæðning var fjarlægð úr botni og loki töskunnar kom hassið í ljós. Maðurinn, sem ekki hefur áður verið dæmd- ur vegna fíkniefnabrota, sagði svo frá að hann hefði tveimur mánuðum áður hitt danskan mann í Kaupmannahöfn sem hefði spurt hann hvort hann vildi flytja inn efni til Íslands. Hann hefði fallist á þetta enda fjárþurfi. Hann hefði síðan fengið töskuna afhenta og samið um að hann fengi 10.000 danskar krónur fyrir flutninginn sem áttu að greiðast við afhendingu efnisins. Einhver myndi síðan hafa samband við sig á Íslandi. Mað- urinn gaf ekki frekari upplýsingar um þann sem fékk hann til fararinnar og bar fyrir sig ótta við hefndaraðgerðir. Maðurinn sagði að taskan hefði verið tóm þegar hann fékk hana afhenta, utan við það að hann hefði gert sér grein fyrir að hún inni- hélt kannabisefni. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hefði enga ástæðu séð til að kanna hversu mikið magn taskan innihélt né hvort um hass væri að ræða. Dómarinn hefði skoðað um- rædda tösku og vegið hana og metið, með og án þyngdar sem svarar til hassins. Var það mat hans að maðurinn hefði mátt gera sér grein fyrir að hún innihélt meira en 1–2 kíló af hassi. Var hann því sakfelldur fyrir innflutning á fimm kílóum. Hjörtur O. Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Brynjar Níelsson hrl. var skipaður verjandi en Sigurður Gísli Gíslason sótti málið f.h. lögreglu- stjórans í Reykjavík. Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi Tóm ferðataskan þótti grunsamlega þung FIMM skipverjar á Hugin VE65 eru enn innlyksa um borð í skipinu í höfn í Múrm- ansk í Rússlandi og hafa verið það síðan á þriðjudag. Ástæðan er sú að rússnesk yf- irvöld segja vegabréf þeirra ógild. Að sögn Gríms Gíslasonar, vélstjóra á Hugin, voru þeir að skila skipinu til Múrmansk þangað sem það hafði verið selt. Stóð til að þeir tækju rútu til Kirkenes í Noregi strax sama dag og þeir komu þang- að. Þaðan ætluðu þeir að fljúga til Oslóar og síðan heim og voru þeir væntanlegir til landsins á miðvikudaginn var. Ekkert varð úr því þar sem rússneskir embættismenn neituðu að taka vegabréf þeirra gild. Þrjú vegabréfanna voru gefin út til bráðabirgða í Vestmannaeyjum skömmu áður en skip- verjarnir héldu utan. Loforð svikin æ ofan í æ Grímur segir að í gær hafi tveir skipverj- anna fengið að fara í land. Embættismenn- irnir hafi æ ofan í æ lofað að þeir mættu fara frá landinu en það hafi ævinlega verið svikið. Í gær hafi þeim verið sagt að emb- ættismennirnir myndu koma með vega- bréfsáritanir og fylgja þeim síðan úr landi í dag en þeir voru enn ókomnir með árit- anirnar þegar klukkan var að nálgast níu í gærkvöld að rússneskum tíma. Sagðist Grímur því vonlítill um að þeir kæmust úr landi í dag. Hann segir ómögulegt að ekki sé hægt að treysta vegabréfum sem íslensk stjórnvöld gefi út. Þeir hafi snúið sér til ís- lenska sendiráðsins í Moskvu með vand- ræði sín sem ætlaði að vinna í málum þeirra en það hafi þó gengið hægt. Íslendingum enn haldið í skipi í Múrmansk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.