Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar Fauk á hliðina í krappri beygju UNNIÐ var að því í gær að koma flutningabíl með tengivagn á rétt- an kjöl en hann valt á hliðina í Mjóafirði á fimmtudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði varð óhappið við Djúpmannabúð. Þar er kröpp beygja á veginum og sagði ökumaður svo frá að þegar hann ók bílnum í beygjuna feykti kröpp vindhviða honum á hliðina og valt hann niður um þriggja metra háan vegarkant. Ökumað- urinn meiddist ekki og fékk hann far að næsta bæ með öðrum flutn- ingabíl. SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn stendur fyrir sann- kallaðri skákveislu á næstunni en félagið heldur tvö alþjóðleg mót í Reykjavík í febrúar og mars. „Við höldum sókninni áfram frá fyrra ári, þegar við héldum fjögur alþjóðleg skákmót,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Stórmót Hróksins fer fram á Kjarvalsstöðum 18. til 27. febrúar og er um að ræða eitt öflugasta skákmót sem hefur farið fram hér á landi. „Þetta verður eitt sterkasta skákmótið í heiminum í ár og metnaðarfyllsta verkefni Hróksins til þessa,“ segir Hrafn, en meðalstigafjöldi keppenda er 2.617 Elo-stig. Michael Adams er stigahæsti skákmaður móts- ins með 2.734 stig en hann er jafnframt stigahæsti skákmaður Vestur-Evrópu. Alexei Shirov, einn vinsælasti skákmaður heims, er skammt undan með 2.723 stig, en aðrir keppendur eru Ivan Sok- olov með 2.688 stig, Etienne Bacrot (2.671), Victor Korchnoi (2.642), Bartomil Macieja (2.629), Hann- es Hlífar Stefánsson (2.569), Luke McShane (2.568), Helgi Áss Grétarsson (2.514) og Stefán Kristjánsson (2.432). Minningarmót um Guðmund J. Að loknu stórmótinu gengst Hrókurinn fyrir al- þjóðlegu atskákmóti til minningar um Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar og mikinn áhugamann um skák, og verður það haldið í Borg- arleikhúsinu 3. til 5. mars. „Minningarmótið verð- ur okkar stærsta framkvæmd til þessa, því þar verða svo margir af sterkustu skákmönnum heims og verðlaunin eru með þeim hæstu á árinu,“ segir Hrafn, en mótið er öllum opið. Stigahæsti skákmaður mótsins er Búlgarinn Veselin Topalov sem hefur 2.743 Elo-stig og er fjórði á heimslistanum. Næstir koma Englending- urinn Michael Adams, Lettinn Alexei Shirov og Ivan Sokolov frá Bosníu sem unnið hefur marga góða sigra á Íslandi. Tveir bestu skákmenn Frakklands, Etienne Bacrot og Joel Lautier, mæta til leiks og þeir þrír skákmenn sem hampað hafa Evrópumeistaratitli, síðan byrjað var að tefla um þann titil 1999, verða með eða Rússinn Pavel Tregubov, Ísraelinn Emil Sutovsky og Pólverjinn Bartlomiej Macieja. Allir eru þeir í hópi ofur- stórmeistara, með meira en 2.600 Elo-stig. Af öðr- um ofurstórmeisturum á skákmótinu má nefna Viktor Bologan frá Makedóníu, Mikail Krasenk- ow frá Póllandi og Predrag Nikolic frá Bosníu. Gert er ráð fyrir að 25 stórmeistarar keppi á mótinu og er vonast til þess að sem flestir af ís- lensku stórmeisturunum verði með. Þegar eru skráðir til keppni Jóhann Hjartarson, stigahæsti skákmaður Norðurlanda, Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, Hannes Hlífar Stefáns- son, Þröstur Þórhallsson, Margeir Pétursson, Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson. Mikilvægir bakhjarlar Verðlaun nema samtals 30.000 dollurum, en fyrstu verðlaun eru 10.000 dollarar. Sérstök verð- laun verða veitt fyrir bestan árangur kvenna, ungmenna og stigalausra skákmanna. Heild- arverðlaunin á Stórmótinu nema 15.000 dollurum. Edda – miðlun og útgáfa hf. og Björgólfur Guð- mundsson, aðaleigandi fyrirtækisins, eru helstu styrktaraðilar atskákmótsins. Margir fjármagna mótið á Kjarvalsstöðum, en mestur stuðningurinn er frá Reykjavíkurborg, Baugi og Viðskiptanet- inu. Að sögn Hrafns er tímabært fyrir Íslendinga að halda á ný alþjóðleg stórmót í skák og þessi mót séu liður í nýrri sókn. Mikið er lagt í bæði mótin. Skákfélagið Hrókurinn hefur hleypt miklu lífi í íslenskt skáklíf með margvíslegum hætti. Í fyrra- vor stóð félagið fyrir alþjóðlegu skákmóti í fyrsta sinn, Símaskákmótinu 2002, þar sem 25 stórmeist- arar voru á meðal keppenda í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Í september sem leið hélt Hrókurinn Hreyf- ilseinvígið 2002 í Þjóðarbókhlöðunni, en þar áttust Hróksmennirnir Tomas Oral frá Tékklandi og Stefán Kristjánsson við í sex skáka einvígi. Í kjölfarið var félagið með Mjólkurskákmótið á Sel- fossi. Samhliða því var efnt til skákveislu á Suður- landi á þar sem mörg hundruð börn áttu hlut að máli. Tvö sterk alþjóðleg skákmót verða haldin í Reykjavík á næstunni Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Verðlaunahafar á mótinu á Selfossi ásamt fulltrúum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Pedr- ag Nikolic og Ivan Sokolov eru á miðri mynd og milli þeirra Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri. Eru stærstu og metnaðar- fyllstu verkefni Hróksins DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði í gær vefinn finna.is, gagna- veitu Íslenskra fyrirtækja í eigu Fróða hf. Um er að ræða öfluga leit- arvél á Netinu og veflausnir sem þjóna íslensku atvinnulífi. Fróði hef- ur um áratuga skeið gefið árlega út handbókina Íslensk fyrirtæki en að sögn Magnúsar Hreggviðssonar stjórnarformanns Fróða var hand- bókin ein og sér farin að renna sitt skeið á enda. Var því fyrir þremur árum farið út í viðamikið þróunar- starf til að nýta möguleika Netsins til að svara þörf fyrir hraðari end- urnýjun upplýsinga um íslensk fyr- irtæki. Hlutverk gagnaveitunnar er að opna fyrirtækjum greiða leið að samskiptum við sívaxandi hóp við- skiptamanna á Netinu, veita almenn- ingi traustar upplýsingar um fyrir- tæki og stofnanir í landinu, vöru þeirra og þjónustu. Finna.is leitar á öllu Netinu og birtir tæknilega réttar niðurstöður á mjög skömmum tíma og býður einn- ig upp á fjölda leitarskilgreininga til að þétta niðurstöður og gera þær markvissari, auk fjölmargra sérleita að sögn aðstandenda finna.is. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Fróða, segir að finna.is sé fyrir allan almenning og jafnframt séu þar sértækar upplýs- ingar fyrir fyritæki. „Við teljum okk- ur vera með ítarlegustu upplýsingar sem nokkur aðili er með um fyrir- tæki, vörur þeirra og þjónustu,“ seg- ir hann. „Við erum með gríðarlega stóra leit á veraldarvefnum, þar sem leitað er í þremur billjónum léna og ennfremur er mjög stór leit á ís- lenskum lénum. En fyrst og fremst koma mjög vandaðar niðurstöður út úr leitunum, það er ekki fjöldinn sem skiptir máli heldur gæði niðurstað- anna. Sérstaða okkar felst í því að þeir aðilar sem við þjónustum eru með miklu hærra upplýsingastig en þeir gætu við nokkrar aðrar kring- umstæður verið í leitarvél, vegna þess að vélin leitar í öllum gögnum viðkomandi fyrirtækis.“ Gagnaveitan finna.is hefur verið opnuð hjá Fróða hf. Öflug leitarvél sem þjón- ar íslensku atvinnulífi Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson ásamt fulltrúum Fróða, þeim Magnúsi Hreggviðssyni stjórnarformanni og Jóni Karlssyni, framkvæmdastjóra upplýsingasviðs. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar um tillögu VST Svipar til áforma um 6. áfanga Kvíslaveitu ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að tillaga Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, í úrskurði um Norðlingaölduveitu svipi að verulegu leyti til áforma Landsvirkjunar um 6. áfanga Kvíslaveitu. Um sé að ræða útfærslu á þeirri hugmynd þar sem setlón vestan Þjórsárlóns sé stækkað og vatn látið renna inn í Kvíslaveitu, á svipuðum slóðum og fyrirhugað var. Þorsteinn segir að það sé því ómak- leg gagnrýni á Landsvirkjun að halda því fram að fyrirtækið hafi ekki skoð- að þá kosti sem settir eru fram í úr- skurði ráðherra. Landsvirkjun hafi sett fram áform sín fyrir nokkrum ár- um en vegna mikillar andstöðu, m.a. frá Þjórsárveranefnd og heimamönn- um, hafi verið hætt við þau árið 2001. Heimamenn og ýmsir vísindamenn hafi t.d. verið mjög andsnúnir því að draga úr vatnsrennsli í gegnum Þjórsárverin, sem nú sé gert ráð fyrir í úrskurði setts umhverfisráðherra. Frekar hafi verið bent á miðlunarlón sem næði jafnvel inn fyrir friðlandið. Landsvirkjun hafi því ekki yfirsést þessi útfærsla sem VST bendi á. Unnt að taka vatn ofar í Þjórsá „Við höfum fyrir löngu síðan bent á það og útfært að hægt sé að taka vatn ofar í Þjórsánni heldur en friðlandið nær til og beina því inn í Kvíslaveitu. Einnig er hægt að fikra sig neðar með ánni og fara neðar með vatnsborðið en því meira sem slíkt er gert, þeim mun óhagkvæmari verður fram- kvæmdin. Einhvers staðar verður að velja lágmarkspunkt, sem við gerðum í 575 metra lónhæð yfir sjó, á grund- velli viðræðna við ýmsa aðila, en án veituleiðar inn í Kvíslaveitu. Fyrir lá að möguleiki væri á að vatn færi inn á friðlandið, enda var gert ráð fyrir því í friðlýsingu Þjórsárvera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.