Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                  !  " #$          % !&!!           !    "     " "   "  #  $     %  &'( ) *% $ "  ) !  %    )   +  $    ," )  % -)   *   $  %$  . /  !0 *  1  %  2   $   *   1 *   ) %    ! ' #   ( 3"  4  #  ) 56+ ) $ "  , ("   " 78 BJARNI Ákason hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs Aco-Tæknivals, ATV. Hann segist ætla að nota næstu vik- ur til að ákveða hvað hann taki sér nú fyrir hendur. Faðir Bjarna, Áki Jónsson, stofnaði Aco hf. árið 1972, einkum til að sjá um tölvuþjónustu fyrir herinn, en á þeim tíma var eina tölvuvæð- ingin í landinu hjá Bandaríkjaher. Félagið er elsta tölvufyrirtæki landsins og það fyrsta til að flytja til landsins IBM samhæfða tölvu. Árið 2001 var félagið sameinað Tæknivali undir nafninu Aco-Tæknival, en tap sameinaðs félags nam 1.082 milljón- um króna það ár. Samningar um kaup á versl- unarsviði fóru út um þúfur Í desember sl. bárust fréttir um að samningar væru á lokastigi um að Bjarni, ásamt hópi fjárfesta, keypti verslunarþátt ATV, þ.e. BT-verslan- irnar, sem fyrirtækið á og rekur, Off- ice One, Apple og Sony-setrið. Ekk- ert varð úr þeim samningum, en skömmu seinna var tilkynnt að Baugur-ID og Eignarhaldsfélagið Fengur hefðu hvort um sig keypt 23,95% hlutafjár í ATV. Almar Örn Hilmarsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri. Fludir Holding, í eigu Ragnars Kristjánssonar, keypti svo 10% hlut rétt fyrir jól. Ragnar er fyrrum stór hluthafi í Feng. Uppsagnir um áramótin Sautján starfsmönnum ATV var sagt upp störfum um áramótin, þar á meðal framkvæmdastjóra fjármála- sviðs félagsins. Á fyrstu níu mánuð- um ársins 2002 var 188 milljóna króna tap á rekstri fyrirtækisins. Bjarni Áka- son hættir hjá ATV HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf., FLE, segir að úr- skurður samkeppnisráðs þar sem lagt er fyrir FLE að hún fresti fyr- irhugaðri framkvæmd forvals rekstraraðila og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum til 1. júní til að tryggja að samkeppni verði ekki raskað frekar, komi sér verulega á óvart. Logi Úlfarsson, fram- kvæmdastjóri Íslensks markaðar, segist sáttur við úrskurðinn og hann staðfesti að brotið hefði verið á rekstraraðilum. Vegið að rétti eigenda Höskuldur Ásgeirsson segir að með úrskurðinum sé vegið að skýr- um rétti eiganda Flugstöðvarinnar til að ákveða hverjir eru leigutakar í byggingunni. Hann segist í samtali við Morgunblaðið ekki telja ósenni- legt að úrskurðinum verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en stjórn Flugstöðvarinnar muni koma saman í næstu viku til að ræða viðbrögð við úrskurðinum. „Okkur finnst þessi úrskurður mjög undarlegur. Í honum er tekið undir sjónarmið eins leigutaka og ekki lit- ið á þær breytingar sem við erum að boða með þessu forvali, sem fel- ast í því að efla þjónustu við ferða- menn með fjölgun verslana og veit- ingastaða og auka þar með samkeppni á svæðinu. Okkur finnst það skjóta skökku við að samkeppn- isráð tekur ekki undir þau sjónar- mið okkar,“ sagði Höskuldur Ás- geirsson. Aðspurður hvort aðrir rekstrar- aðilar en Íslenskur markaður hafi látið í ljósi óánægju með forvalið segir Höskuldur að enginn þeirra hafi látið óánægju í ljós við Flug- stöðina og allir hafi þeir sótt um í forvalinu. „Markmiðið með forval- inu er meðal annars að gefa aðilum sem eru ekki inni á svæðinu í dag, tækifæri til að komast þar inn til að geta gert flugstöðina almennt að fjölbreyttara verslunar- og þjón- ustusvæði.“ Um þá gagnrýni Íslensks mark- aðar að Flugstöðin sjálf vilji tryggja sér bestu verslunarplássin á svæð- inu segir Höskuldur að eigandi Flugstöðvarinnar hafi miklar skuld- bindingar út af rekstri byggingar- innar og verði að standa undir þeim. „Það félag sem á og rekur þessa byggingu hlýtur að hafa allt um það að segja hverjir eru leigutakar í byggingunni. Þetta fyrirkomulag er þekkt víða erlendis að það sé sami eignaraðili að Flugstöð og kjölfestu- verslun á fríhafnarsvæði. Svo má benda á að það er alþekkt að eig- endur verslunarmiðstöðva séu með kjölfestuverslun og fái síðan aðra aðila til að koma inn með annan verslunarrekstur.“ Sáttur við úrskurðinn Logi Úlfarsson framkvæmda- stjóri Íslensks markaðar í flugstöð Leifs Eiríkssonar segist vera sáttur við úrskurðinn og segir hann vera staðfestingu á því sem Íslenskur markaður hefur haldið fram allan tímann. „Það að leigusali sé aðal- samkeppnisaðili annarra rekstrar- aðila finnst okkur einkennilegt og þessi úrskurður er fyrst og fremst staðfesting á því að við höfðum rétt fyrir okkur; það var verið að brjóta á okkur og ekki bara okkur heldur öllum sem starfa í flugstöðina og öll- um sem tóku þátt í forvalinu,“ sagði Logi í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að inntakið í kærunni hafi verið að allir fái að sitja við sama borð. „Við vildum ekki að Flugstöðin gæti tekið bestu vöru- flokkana og bestu svæðin fyrir sig og látið hina bítast um restina. „Ég get ekki séð annað en að forvalið sé ónýtt. Það þarf að breyta það miklu áður en verður farið af stað aftur. Þessi niðurstaða verður til þess að menn vita hvað má og hvað má ekki og fyrir allt framtíðarstarf er þetta mjög góð niðurstaða. Menn eru með hreint borð og árekstrar þurfa ekki að koma upp ef rétt verður úr spil- að. Ég held að það sé mjög mik- ilvægt því menn ætla sér að vera áfram þarna í húsinu.“ Viðbrögð við úrskurði samkeppnisráðs um FLE Kemur okkur verulega á óvart Deildar meiningar eru um úrskurð samkeppnisráðs. HAGNAÐUR Bakkavarar Group á síðasta ári var 1.556 milljónir króna eftir skatta samanborið við 382 millj- ónir króna árið áður sem er um 307% aukning. Fyrir skatta var hagnaður- inn 2.112 milljónir króna sem er um 296% aukning hagnaðar milli ára, en hagnaður félagsins fyrir skatta árið 2001 var 533 milljónir króna. Þetta er langbesta afkoma félagsins frá upphafi. Ágúst Guðmundsson stjórnarfor- maður félagsins kveðst ánægður með afkomu ársins. „Síðasta ár gekk eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það var mjög góður innri vöxtur eða sem svaraði 21% og við erum mjög ánægðir með það. Við horfum björt- um augum fram á veginn,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið. Á fundi sem haldinn var í gær fyrir greinendur og hluthafa kom fram að Bakkavör hyggst hefja sölu á vörum sínum í Þýskalandi 1. apríl nk. sem verður tilraun til sex mánaða að því er kom fram í máli Ágústs. Ef sú til- raun heppnast vel á að skoða frekari sókn inn á þann markað, en Bakka- vör sérhæfir sig í framleiðslu ferskr- ar tilbúinnar matvöru. Rekstrartekjur félagsins jukust um 200% á síðasta ári og fóru úr 6.114 milljónum króna í 18.286 millj- ónir króna. Veltufé frá rekstri jókst úr 616 milljónum króna árið 2001 í 2.089 milljónir króna á síðasta ári eða um 239%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var nú 3.120 millj- ónir króna samanborið við 937 millj- ónir króna árið 2001. Það er um 233% aukning milli ára. Hlutfall EBITDA af rekstrartekjum var 17,1%, en var 15,3% árið 2001. Innri vöxtur sam- stæðunnar var 21,2%. Gæði hagnaðar mikil Iða Brá Benediktsdóttir hjá grein- ingardeild Kaupþings segir uppgjör- ið gott og gæði hagnaðar mikil. „Uppgjörið verður að teljast gott þó svo að greiningardeild hafi gert ráð fyrir örlítið hærri framlegð en lægri framlegð skýrist að hluta til vegna þess að það frestaðist að taka í notk- un nýja verksmiðju, en frestunin kostaði félagið 270 m.kr. Tekjur og hagnaður ársins eru þó í takt við spá greiningardeildar ef frá er talin nið- urfærsla vegna lokunar á starfsemi í Póllandi,“ segir Iða Brá í samtali við Morgunblaðið. Iða Brá segir að lægri framlegð sé þó vissulega nokkur vonbrigði en uppgjörið sé þó í takt við áætlun fé- lagsins sem gefin var út í upphafi árs. „Það sem er ánægjulegt við upp- gjörið er að yfirtakan á KFF virðist vera að takast vel, eins og sjá má á miklum vexti og góðri framlegð en innri vöxtur félagsins á tímabilinu var rúmlega 20%. Það sem einkennir einnig reksturinn er sterkt sjóð- streymi en segja má að gæði hagn- aðarins séu mikil en tiltölulega lítill munur er á veltufé frá rekstri og handbæru fé frá rekstri. Arðsemi eiginfjár var 21% á tímabilinu. Árið í ár lítur vel út hjá félaginu en áfram er gert ráð fyrir miklum vexti tekna einkum vegna vaxtar markað- arins en auk þess virðist félagið vera að bæta við markaðshlutdeild sína,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir. Miðað við meðaltal sem Morgun- blaðið hefur reiknað út úr spám nokkurra íslenskra fjármálafyrir- tækja er hagnaður Bakkavarar minni en búist var við. Meðaltal spáa fjármálafyrirtækjanna er 1.564 milljónir en niðurstaðan er 1.497 milljónir króna. Sé niðurfærsla vegna verksmiðju sem lögð var niður í Póllandi ekki tekin með í dæmið nemur hagnaðurinn hinsvegar 1.556 milljónum króna. Dótturfélag í Póllandi lagt niður Rekstur dótturfélaga Bakkavarar gekk vel á árinu ef frá er talinn rekstur sölu- og dreifingarfyrir- tækisins Bakkavör Polska í Póllandi sem starfrækt hefur verið í þrjú ár. Á fundinum í gær kom fram að rekstur félagsins hafi gengið erfið- lega vegna ákaflega erfiðs ástands á pólska matvörumarkaðnum og ljóst sé að starfsemin uppfylli ekki kröfur Bakkavarar Group um arðsemi og vöxt. Einnig kom fram að stjórn Bakkavarar þyki einsýnt að veru- legar breytingar á rekstrarumhverfi Bakkavarar Polska muni ekki verða í náinni framtíð og því hafi verið ákveðið að leggja starfsemina niður. Tekið er fram að kostnaður við að hætta starfseminni í Póllandi hafi all- ur verið gjaldfærður í reikningum fé- lagsins og nemur hann rúmlega 59 milljónum íslenskra króna. Hagnaður Bakka- varar margfaldast Innri vöxtur 21%                                        !  "!   # "   # ! # $     %  &       '  '(   # )  &  * +  &  %  ,           '$ $ '-(. -'.  (' #      ! "   (     #$ %     SAMANLÖGÐ verðvísitala sjávarafurða mæld í SDR hækkaði um 1,8% í síðasta mánuði og mældist 108,1 stig. Yfir sama tímabil styrktist íslenska krónan nokkuð þannig að mæld í íslenskum krónum lækkaði vísitalan lítið eitt. Mæld í SDR hækkaði verðvísitala allra afurðaflokka. Þetta kemur fram í morgunpunktum Íslandsbanka, en það er Hagstofan sem reiknar og gefur vísitölurnar út. Samanlögð verðvísitala botnfiskafurða hækkaði um 1,8% en þar munar mest um 2,6% hækkun verðvísitölu saltfiskafurða. Verðvísitala rækju hækkaði um 2,1% milli mánaða en verðvísitala mjöls, lýsis og síldar hækkaði um 1,1%. Frá því desember 2001 hefur sam- anlögð verðvísitala sjávarafurða, mæld í SDR, hækkað um 3,8%. Mæld í íslensk- um krónum hefur verðvísitala sjávaraf- urða lækkað um 12,4% frá desember í fyrra. Sú lækkun skýrist af styrkingu ís- lensku krónunnar frá sama tímabili í fyrra. Verðvísitölur sjávarafurða eru teknar saman og birtar af Hagstofunni og eru þær byggðar á upplýsingum frá helstu út- flytjendum um dagverð um miðjan hvern mánuð og verð í þeim gjaldmiðli sem við á hverju sinni.                       !           Verðvísitala fisk- afurða hækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.