Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 16
Saddams Husseins Íraksforseta á ályktun öryggisráðs SÞ sl. haust um gereyðingarvopn. Getum var leitt að því að Blair myndi á fundinum reyna að fá Bush til að samþykkja að öryggisráð SÞ fjallaði um málið áður en árás yrði hafin. Yrði þá reynt að fá samþykki ráðsins fyrir aðgerðunum. Öryggisráðið krafðist þess í álykt- un sem ber númerið 1441 að Írakar sýndu fram á að þeir hefðu ekki lengur gereyðingarvopn undir hönd- um og væru ekki að reyna að smíða slík vopn. Óþolinmæði Bandaríkja- manna gagnvart eftirlitsmönnunum hefur farið vaxandi og Bush og menn hans hafa oftar en einu sinni gefið í skyn að til greina komi að ráðist yrði á Írak án þess að örygg- isráðið hafi heimilað aðgerðirnar. Mohammed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar (IAEA), varaði í gær Íraka við því að neita að leyfa vopnaeftirlits- mönnum að yfirheyra íraska vís- indamenn án þess að fulltrúar stjórnvalda í Bagdad væru viðstadd- ir. Bent hefur verið á að ákvæði um slíkar yfirheyrslur séu í ályktun nr. 1441 og þrjóskist stjórn Saddams enn við gæti farið svo að litið yrði á neitunina sem „skýlaust brot“ á ályktuninni. „Vikur, ekki mánuði“ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ávarpa ör- yggisráðið á miðvikudaginn og segir Bush að ráðherrann muni þá leggja fram traustar sannanir fyrir því að Saddam láti smíða gereyðingarvopn FUNDUR þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, í Camp David í gær var talinn geta haft úr- slitaþýðingu fyrir þróun Íraksmál- anna. Var gert ráð fyrir að leiðtog- arnir tveir myndu ræða hver næstu skref yrðu og hversu langan tíma ætti að gefa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna til að finna sannanir fyrir brotum stjórnar á laun og aðstoði auk þess hryðju- verkamenn, þ.á m. al-Qaeda-sam- tökin. Bandaríkjamenn og Bretar hafa þegar sent eða ætla að senda á næstunni um 150.000 manna herlið til Persaflóa og þar er þegar fjöldi herskipa, meðal annars flugvéla- móðurskip. Er fullyrt að allt verði til reiðu um miðjan febrúar. Bush sagði á fimmtudag að Írakar hefðu aðeins „nokkrar vikur, ekki mánuði“ til að hlíta ályktuninni og komast þannig hjá hernaðarárás. Hann tók undir með þeim sem mælt hafa með því að Saddam færi í útlegð. „Leysa verður þetta mál til að tryggja friði,“ sagði forsetinn um Íraksdeil- una. Þjóðverjar og Frakkar hafa ásamt Rússum andmælt því ákaft að gerð verði árás og sagt að ekki hafi fundist neinar ótvíræðar sannanir fyrir sekt Íraka, eftirlitsmenn þurfi að fá meiri tíma. En Rússar hafa síðustu daga látið í verði vaka að þeir gætu skipt um skoðun ef Írakar reyni að trufla starf eftirlitsmanna. Og á fimmtudag birtu leiðtogar átta Evrópuríkja, þ.á m. Breta, Spán- verja og Ítala, opið bréf í 12 dag- blöðum þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjannna í málinu. Þykir bréfið sýna vel klofn- inginn meðal ráðamanna í Evrópu enda þótt þar sér víðast hvar mikil andstaða meðal almennings við árás. Bréfið styrkir mjög stöðu Blairs sem legið hefur undir ámæli í Verkamannaflokknum breska fyrir að styðja Bush. Blair sagði á fimmtudag er hann bjó sig af stað til Washington að ef eftirlitsmönnunum tækist ekki að afvopna Íraka yrði að gera það með valdi, þ.e. hernaðarárás. Hins vegar virtist hann ekki taka undir þá skoð- un Bush að ályktun SÞ frá í í haust gæfi Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra nægilega skýrt um- boð til að hefja árás. Blair sagði að þörf væri á „annarri ályktun og ég tel að við þessar aðstæður muni hún ná fram að ganga“. Blair vill nýja álykt- un í öryggisráðinu Mikil andstaða ríkir í Evrópu við ráðagerðir um hernað gegn Írökum. Um 3.000 háskólanemar efndu til mótmæla við skrifstofu fulltrúa Bandaríkj- anna í Genf í gær. Á spjaldi stúdentanna stendur: „Stöðvið fjöldamorðin.“ AP Washington. AFP. ERLENT 16 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fótaðu þig í hálkuni á YAKTRAX broddlausu „mannbroddunum“ Dreifing: Sími 847 7197 netfang yaktrax@simnet.is ast slæmum fréttum. Stöðnun í efnahagslífinu, atvinnuleysi hefur ekki verið meira í fjögur ár og eykst frekar en minnkar, samskiptin við Bandaríkin eru svo að segja í mol- um og hann á í fullu fangi að verjast því – fyrir dómstólum – að gula pressan velti sér upp úr einkalífi hans. Hratt fylgistap jafnaðarmanna Síðan „rauð-grænu“ stjórninni í Berlín – samsteypustjórn jafnaðar- manna og græningja – tókst naum- lega að halda velli í sambandsþings- kosningunum í lok september sl. hefur flokkur kanzlarans upplifað hraðara fylgistap en nokkur dæmi eru um í meira en hálfrar aldar sögu Sambandslýðveldisins. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir aðra ríkissjónvarpssöðina og niðurstöður voru birtar úr í síðustu viku var fylgi SPD yfir allt landið fallið niður í 25% og hefur það aldr- ei mælzt minna frá því þessar reglulegu kannanir (kallaðar Polit- barometer) hófust fyrir 26 árum. Hinn nauma sigur í kosningunum í fyrra tókst Schröder að vinna m.a. á Íraksmálinu, með því að gera út á megna andúð þýzkra kjósenda á KJÓSENDUR í þýzku sam- bandslöndunum Hessen og Neðra- Saxlandi ganga að kjörborðinu á sunnudag í kosningum sem taldar eru verða fyrsta prófraun ríkis- stjórnar Gerhards Schröders kanzl- ara eftir að vinsældir hennar tóku að hrapa í kjölfar kosninganna til Sambandsþingsins sl. haust. Skoðanakannanir benda til að flokkur Kristilegra demókrata (CDU), aðalkeppinautar Jafnaðar- mannaflokks Schröders (SPD), muni vinna örugga sigra í báðum héraðsþingskosningum á sunnu- daginn. Í kosningabaráttunni hefur CDU lagt áherzlu á að fá kjósendur til að líta á kosningarnar sem at- kvæðagreiðslu um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Berlín og flest bendir til að það muni einmitt stór hluti kjósenda gera. Bíði SPD ósigra nú um helgina verður það ekki til að fella ríkis- stjórn Schröders, en það mun gera henni enn erfiðara fyrir að fá mik- ilvæg lagafrumvörp samþykkt, þar sem meirihluti CDU í efri deild þingsins Sambandsráðinu – þar sem fulltrúar stjórna þýzku sam- bandslandanna 16 sitja – mun aukast enn, ef svo fer sem horfir. En kanzlarinn er farinn að venj- hvers konar stríðsrekstri, og með því að standa sig í landsföðurhlut- verkinu þegar mikið flóð í Saxelfi olli gríðarlegu tjóni, nokkrum vik- um fyrir kosningar. Roland Koch með yfir- burðastöðu í Hessen SPD-leiðtoginn hafði gert sér vonir um að flokknum gæfist nú tækifæri til að komast aftur að stjórnartaumunum í Hessen, sem er mikið þungavigtarsvæði í þýzku efnahagslífi með fjármálaþjónustu- miðstöðinni Frankfurt. Nú er ljóst að nánast kraftaverk þyrfti að ger- ast ef þær ættu að ganga eftir. Staða Rolands Koch, sem fer fyr- ir CDU í Hessen og hefur gegnt forsætisráðherraembættinu frá því 1999, er einfaldlega það sterk að keppinautur hans frá SPD, Ger- hard Bökel, kemst hvergi nærri honum í fylgiskönnunum. CDU hef- ur mælzt með allt að 51% fylgi í hér- aðinu en SPD með heilum tuttugu prósentustigum minna. Það er því hugsanlegt að CDU fengi hreinan meirihluta á Hessen-þingi, en Koch hefur í að- draganda kosn- inganna sagzt gjarnan vilja halda áfram stjórnarsam- starfinu við Frjálsa demó- krata. Koch hefur staðið af sér margan sjóinn í stjórn- málunum, þótt hann sé ekki eldri en 44 ára, og er þess vænzt að með góðan sigur í heimahéraði sínu að baki muni hann reyna að fá metnaði sínum til frekari metorða í flokkn- um svalað. Valdatafl milli hans og flokksleiðtogans Angelu Merkel þykir því fyrirsjáanlegt. Mest í húfi fyrir SPD í Neðra-Saxlandi Jafnaðarmannaflokkurinn og Schröder persónulega eiga þó miklu meira undir því hvernig fer í kosningunum í Neðra-Saxlandi, heimahéraði kanzlarans þar sem hann var forsætisráðherra óslitið frá 1990 til þess dags sem hann skipti yfir í kanzlarastólinn haustið 1998. Ósigur af þeirri stærðargráðu sem SPD er spáð í þessu gamla vígi sínu – hrap úr 47,9% niður í kring- um 37% – yrði mikill skellur fyrir SPD og þó sérstaklega fyrir hinn 43 ára gamla Sigmar Gabriel, sem set- ið hefur í forsætisráðherrastólnum í Hannover síðan 1999 og er stundum kallaður „litli Schröder“ í fjölmiðl- um. Framaferill hans – talað hefur verið um að hann sem vænlegt framtíðarkanzlaraefni – hlyti veru- legan hnekki ef úrslitin verða í lík- ingu við þessar spár. Í skoðanakönnun sem niðurstöð- ur voru birtar úr á miðvikudag mældist forskot CDU á SPD heil 13%. Atvinnuleysi í héraðinu – þar sem m.a. höfuðstöðvar Volkswag- en-verksmiðjanna eru til húsa – er nú yfir meðaltali vestur-þýzku sam- bandslandanna og opinber skulda- söfnun vex og vex. Þessi vandamál endurspegla þann vanda sem Schröder á við að etja á landsvísu. Ósigur SPD í Neðra-Saxlandi myndi lyfta Christian Wulff í for- sætisráðherrastólinn, greindum en frekar litlausum CDU-manni sem er nú að gera þriðju atlögu sína að embættinu og tapaði tvisvar fyrir Schröder. Wulff er 43 ára og til- heyrði áður – ásamt Roland Koch og fleirum – „órólegu deildinni“ svokölluðu innan CDU, sem var gagnrýnin á forystukynslóð Helm- uts Kohls, en svo virðist sem dregið hafi úr metnaði hans til æðri met- orða í nafni flokksins. Reuters Sigmar Gabriel, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, og Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari glaðbeittir á kosningafundi. auar@mbl.is Samherjar Schröders eru búnir undir ósigur Roland Koch Kosningar til þinga þýzku sambands- landanna Hessen og Neðra-Saxlands fara fram á sunnudag. Auðunn Arnórsson segir allt benda til að þar fái Jafnaðar- mannaflokkur kanzlarans mikinn skell. DANIR lýstu sig í gær reiðu- búna til að senda allt að 70 her- menn og einn kafbát til þátttöku í stríði, sem Bandaríkin færu fyrir gegn Írak. Þetta kom fram í máli Per Stig Møllers, utanrík- isráðherra Danmerkur, í gær en hann tók þó fram að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að leggja blessun sína yfir hernaðarárás gegn Írak, auk þess sem danska þing- ið myndi þurfa að staðfesta ákvörðun stjórnarinnar. Møller sagði að stuðningur Dana við afstöðu Bandaríkja- stjórnar ætti að senda Saddam Hussein Íraksforseta þau skila- boð að alþjóðasamfélaginu væri alvara með að fara í hart, upp- fylli Írakar ekki skyldur sínar skv. ályktun öryggisráðs SÞ. Yfirlýsing Møllers í gær kem- ur í kjölfar þess að beiðni um til- tekna aðstoð ef til stríðs kemur barst frá bandarískum stjórn- völdum. Danir, sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), voru hins vegar ekki reiðubúnir að verða við óskum Bandaríkjamanna um að senda einnig herþotur og hlaðmenn. Segir Møller að danski herinn sé nú þegar með nóg á sinni könnu í Afganistan og í Bosníu. Danir senda hermenn Kaupmannahöfn. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.