Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 26
BRUNAVARNIR Árnessýslu sam- einuðust slökkviliði Biskupstungna um síðustu áramót og við það stækk- aði vaktsvæði Brunavarnanna veru- lega, ekki hvað síst vegna mikillar sumarhúsabyggðar uppsveitunum. Svæði BÁ nær nú yfir alla Árnes- sýslu nema Ölfus, Hveragerði og Hrunamanna- og Gnúpverjahrepp. Eftir stækkunina eru 45 slökkviliðs- menn hjá Brunavörnunum en 12 menn voru í liði Biskupstungna. Tveir fastir starfsmenn eru í starfi, slökkviliðsstjóri og vara- slökkviliðsstjóri. Á síðasta ári urðu 47 útköll, þar af voru 15 vegna bruna í byggingum, í 14 vegna bruna í gróðri og eitt vegna bruna í farar- tækjum. 5 útköll urðu vegna alvar- legra umferðarslysa og önnur útköll án elds voru 12. Á svæði Brunavarna Árnessýslu eru þrjú til fjögur þúsund sumarhús. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkvistjóra er talið að verðmæti eigna á svæði BÁ sé um 92 milljarðar Verðmæti eigna á svæði Brunavarna 92 milljarðar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson króna. „ Við reynum að hafa sam- hæfðar æfingar og samhæfðan bún- að en það þýðir að endurnýja þarf búnað í Reykholti og á Laugarvatni. Með þessari stækkun teljum við okk- ur betur búna til að uppfylla þær auknu kröfur sem gerðar eru til slökkviliða. Sem dæmi um það má geta þess að það er verkefni slökkvi- liðs að bregðast við eiturefna- slysum,“ sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri BÁ. Hann sagði viðbragðsflýti liðsins góðan en einungis þrjár mínútur líða frá útkalli þar til bíll fer frá slökkvi- stöðinni á Selfossi. Árnessýsla ÁRBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÚIÐ er að reisa tvö biðskýli í Hveragerði. Þau eru staðsett neðst við Laufskóga og á horni Grænumarkar og Austurmarkar. Skýli þessi hafa það hlutverk að skýla skólafólki sem sækir mennt- un sína í Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, á meðan beðið er eftir skólabílnum. Að sögn Orra Hlöðverssonar bæjarstjóra, ákvað bæjarstjórnin að hrinda í framkvæmd byggingu skýlanna. Fyrirmyndin er sótt til Akureyrar, en norðanmenn hafa notað þessi skýli í nokkurn tíma og hafa þau líkað vel. Einn kostur þeirra er að þau þurfa lítið við- hald. Skýlin eru keypt í gegnum Seglagerðina sem flytur þau inn frá Danmörku. Starfsmenn áhalda- hússins hér í bæ sáu um uppsetn- ingu skýlanna ásamt Ólafi Ósk- arssyni smið og Þorsteini Hannibalssyni sem rekur jarð- vinnslufyrirtækið Garpar. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Biðskýli sem reist var fyrir ung- linga sem sækja skóla til Selfoss. Aukin þjón- usta við ungt skólafólk Hveragerði FJÁRHAGSÁÆTLUN sveitarfé- lagsins Árborgar var afgreidd á bæjarstjórnarfundi 22. janúar. Þetta er fyrsta fjárhagsáætlun þess meirihluta sem myndaður var eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Í bókun meirihlutans, fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylking- ar, segir: „Markmið meirihlutans með þeim aðgerðum sem gripið hef- ur verið til er að tryggja lögboðna þjónustu við bæjarbúa, trausta og stöðuga þróun sveitarfélagsins, jafnframt því að lækka rekstrar- kostnað málaflokka sem hlutfall af skatttekjum og skapa svigrúm til uppbyggingar í bæjarfélaginu.“ Heildarskatttekjur 1.601 milljón Niðurstaða samstæðureiknings sveitarfélagsins sýnir heildareignir að fjárhæð 4,5 milljarða, langtíma- skuldir 2,1 milljarð, eigið fé 1,4 milljarða og aðrar skuldbindingar, þ.m.t. lífeyrisskuldbindingar, að fjárhæð 1,0 milljarður. Handbært fé frá rekstri í heildarsamstæðunni er 337 milljónir. Fjárfesting í var- anlegum rekstrarfjármunum er 470 milljónir. Afborganir lána eru 193 milljónir og ný langtímalán eru áætluð 377 milljónir þannig að lán- tökur umfram afborganir eru áætl- aðar 184 milljónir. Í A-hluta áætl- unarinnar (aðalsjóði, eignasjóði og þjónustudeild) kemur fram að heildarskatttekjur bæjarins eru 1.601 milljón, þar af er útsvar 1.208 milljónir. Rekstur málaflokka, ásamt eignasjóði, tekur til sín 1.528 milljónir. Langstærsti einstaki út- gjaldaliður bæjarins eru fræðslu- og uppeldismál með 854 milljónir eða 53% af skatttekjunum. Heildar- launagreiðslur bæjarins eru um 1,1 milljarður eða liðlega 68% af skatt- tekjum. Uppsagnir og hærri álagning Stærstu liðir í framkvæmdum/ fjárfestingum á árinu 2003 eru bygging grunnskóla í Suðurbyggð – 1. áfangi (245 milljónir), nýfram- kvæmdir gatna (99 milljónir), hol- ræsaframkvæmdir (93 milljónir), framlag v. byggingar íþróttahúss við FSu (25 milljónir) og fram- kvæmdir á vegum Selfossveitna (53 milljónir). Samhliða afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar var samþykkt breyting á fasteignaskattsprósentu í B-flokki. Einnig verður gerð breyting á starfsmannahaldi. Lagt er til að álagningarprósentan hækki úr 1,45 í 1,65. Varðandi starfsmannahald er gert ráð fyrir að stöður markaðs- og kynningar- fulltrúa og umhverfisstjóra verði lagðar niður frá og með 1. febrúar 2003. Röðun og bætt kostnaðarmat Í bókun meirihluta bæjarstjórn- ar með áætluninni er þess getið að stjórnendur bæjarfélagsins verði að vera tilbúnir að skerpa línur enn frekar við endurskoðun áætlunar- innar síðsumars. Í bókuninni segir ennfremur: „Eins og að framan greinir ber fjár- hagsáætlun ársins 2003 skýr merki þeirra aðstæðna sem skapast hafa á umliðnum árum, að afgangur frá rekstri er of lítill. Leggja verður kraft í að vinna sig út úr þeim að- stæðum þar sem framundan eru stór og fjárfrek verkefni sem bíða úrlausnar bæjarstjórnar. Stærst þeirra er uppbygging nýs grunn- skóla, ný sniðræsi og hreinsistöð fyrir skolp. Einnig eru framundan stór verkefni í skipulagsmálum í vaxandi sveitarfélagi. Forgangs- röðun verkefna, bætt kostnaðarmat og eftirlit munu því verða leiðarljós við stjórn bæjarfélagsins.“ Unnið við holræsi, skóla og íþróttahús Selfoss „TALI maður við rafvirkja um hvað það sé helst sem orsakar bil- anir í rafmagnstækjum er svarið mjög oft að mýs hafi nagað raf- magnsvírana. Þannig að meindýr geta valdið ótrúlegum skaða og það er hægt að spara ótrúlega mik- ið með því að vera með eina músa- gildru fasta við húsið utandyra,“ segir Jóhannes Ólafsson hjá Mein- dýravörnum Suðurlands á Selfossi. Jafnframt meindýravörnunum starfrækir Jóhannes einu versl- unina á landinu sem sérhæfir sig í músagildrum og vörnum gegn músum. Er þar um að ræða gömlu góðu gildrurnar, en auk þess aðrar og nýrri tegundir með límplötum og einnig með eitri. Þá er hann með í boði ýmsar gerðir flugnaljósa til að nota innandyra en einnig til að hafa úti og eru það þá helst geit- ungar sem sóst er eftir að fanga. „Það er mjög vinsælt að fá okkur í heimsókn einu sinni á ári til að eitra fyrir húsflugunni en margir eru í áskrift hjá okkur með þetta.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jóhannes Ólafsson í verslun Mein- dýravarna Suðurlands. Meindýr geta valdið ótrúlegum skaða Selfoss ÍÞRÓTTA- og æskulýðsnefnd sveit- arfélagsins Ölfuss veitti íþrótta- fólki, sem skarað hefur fram úr, viðurkenningar. Athöfnin var hald- in í Versölum, í Ráðhúsi sveitarfé- lagsins, og hlaut Bjarni Már Valdi- marsson knattspyrnumaður viðurkenninguna íþróttamaður Ölf- uss 2002. Hólmar Sigþórsson, formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar, sagði um Bjarna Má þegar hann veitti honum viðurkenninguna: „Bjarni Már er gæddur miklum hæfileikum sem knattspyrnumaður. Hann hef- ur verið lykilmaður í sínum flokki undanfarin ár hjá knattspyrnu- félaginu Ægi. Framfarir hans hafa verið miklar á síðustu árum og hef- ur hann verið valinn í unglinga- landslið Íslands 17 ára og yngri sem sýnir að hann er einn af betri knatt- spyrnumönnum landsins í sínum aldursflokki. Bjarni er drengur góður og hefur verið yngri knatt- spyrnumönnum góð fyrirmynd.“ Aðrir sem hlutu viðurkenningu voru: Elísabet Ásta Bjarkadóttir fyrir frjálsíþróttir, Finnur Andr- ésson fyrir körfuknattleik, Júlíana Ármannsdóttir fyrir fimleika, Kar- en Ýr Sæmundsdóttir fyrir badmin- ton, Gunnar Halldórsson fyrir golf, Þráinn Sigurðsson fyrir hesta- mennsku og Haraldur Pétursson fyrir akstursíþróttir. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Bjarni Már Valdimarsson Íþrótta- maður Ölfuss Þorlákshöfn „ÉG vil meina að hér á Selfossi hafi ekki verið svona staður á jarðhæð síðan Selfossbíó var rifið og hér verður svipuð notkun,“ segir Bragi Sverrisson sem vinnur að því að inn- rétta húsnæði í Hrísmýri 6 og áform- ar að leigja það út fyrir samkomur og veislur. „Hérna geta verið hvaða samkomur sem er. Neðri hæðin er um 500 fermetrar og á efri hæðinni er 180 fermetra pláss,“ segir Bragi en af efri hæðinni má sjá niður á fyr- irhugað dansgólf. „Hér er enginn staður, hvorki fyr- ir unglinga né eldra fólk, og mér fannst vera kominn tími til að láta á það reyna hvort þetta væri mögu- legt. Svo er alltaf verið að halda veislur,“ sagði Bragi. „Núna gæti ég leigt húsið út umhverja helgi, svo mikil er þörfin, en við munum klára húsið að fullu og áætlum að opna um páskana ef allt gengur upp.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bragi Sverrisson framan við nýja samkomuhúsið við Hrísmýri. Nýtt sam- komuhús á Selfossi Selfoss UNDANFARIÐ hafa verið sett upp á Eyrarbakka skilti sem vísa ferða- mönnum og öðrum á markverða staði, sögulega eða örnefni. Skiltið sem meðfylgjandi mynd er af er eitt það nýjasta. Eins og sjá má af textanum er ekkert land milli Eyrarbakka og Suðurskauts- landsins. Þá bendir skiltið einnig til Skipamels, sem er vestur við Ölfusá og einnig á Drepstokk, en þar bjó Herjólfur Bárðarson, einn þeirra bænda sem tóku sig upp og fluttu til Grænlands með Eiríki Rauða. Sonur hans Bjarni Herjólfsson var í siglingum og hafði þann hátt- inn á að dvelja með föður sínum annan veturinn en í Noregi hinn. Þegar Bjarni kom úr siglingu árið 986 kemst hann að raun um flutn- ing föður síns til Grænlands og þar sem hann hafði einnig heyrt að trjáviðar myndi vera vant á því landi ákvað hann að sigla í kjölfar föður síns, enda með tráviðarfarm. Í þeirri ferð fann hann nýtt land og sigldi norður með ströndum þess og síðan til Grænlands. Þetta nýja land var Ameríka og Bjarni því fyrsti Evrópumaðurinn sem hana leit augum. Það mun hafa verið árið eftir, 987 sem Bjarni segir frá landafundi sínum við hirð Eiríks jarls Hákonarsonar. Þegar Bjarni lét af siglingum seldi hann Leifi Eiríkssyni skip sitt og ef til vill hefur hann einnig kennt honum leyndardóma siglingafræðinnar. Ferðamenn upplýstir Morgunblaðið/Óskar Magnússon Eyrarbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.