Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKRIT það sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir nú á margt sameiginlegt með fræg- asta leikriti höfundarins, Kossi kóngulóarkon- unnar. Bæði verk tefla saman ólíkum einstak- lingum í afmörkuðu stofnanarými, í þeim báðum eru samskipti þeirra, valdatafl og möguleikar á vináttu í forgrunni. Bæði fjalla þau að einhverju leyti um ást og svik. Í báðum er matur – hver á hann og hver borðar hann – hreyfiafl atburða, upphaf sambands. Helsti styrkur Manuels Puigs sem leik- skálds felst tvímælalaust í persónusköpuninni og konurnar í Leyndarmáli rósanna eru þar engin undantekning, djúpar og marghliða myndir af einmana einstaklingum með erfiða lífsreynslu að baki. Veikasta hlið hans er á hinn bóginn hve stirðlega skrifuð samtölin eru oft, en Puig var fyrst og fremst skáldsagnahöfund- ur. Þessa sér nokkuð stað í Leyndarmáli rós- anna, en þýðing leikstjórans hefur einnig á sér einkenni fljótaskriftar sem bætir ekki úr skák. Annar galli verksins er frekar veik flétta, til- raun til að skapa spennandi atburðarás sem heppnast ekki allskostar og er auk þess í raun óþarfi, persónurnar, samskipti þeirra og af- hjúpun er nægt efni, heldur athyglinni og nær áhrifunum. Í Leyndarmáli rósanna erum við stödd í sjúkrastofu á einkasjúkrahúsi með tveimur konum, sjúklingi og hjúkrunarkonu. Sjúkling- urinn hefur misst alla lífslöngun við dauða dóttursonar síns og búið um sig bak við brynju kaldhæðni og skeytingarleysis. Hjúkrunar- konan glímir líka við fortíðarvanda í sínu lífi. Eftir því sem konurnar kynnast betur fáum við meiri upplýsingar um fortíð þeirra, og hvernig harðneskjulegt og hefðafreðið samfélag hefur mótað þær. Báðar hafa staðið frammi fyrir erf- iðu vali í ástamálum og báðar svikið sjálfar sig. Þessum upplýsingum er að hluta til miðlað með draumkenndum innskotssenum þar sem per- sónurnar ganga inn í hlutverk í fortíð hvor ann- arrar. Þessi uppbrot á annars raunsæislegu formi verksins eru snjöll, og Puig leikur sér skemmtilega með óljós mörkin milli draums og veruleika, sýndar og reyndar, í sönnum suður- amerískum töfraraunsæisstíl. Þá gefa atriðin leikkonunum tækifæri til að sýna á sér nýjar hliðar, en „aukapersónurnar“ sem þær leika kallast einnig á við höfuðpersónurnar, spegla þær og dýpka. Sýning Leikfélags Akureyrar á Leyndar- máli rósanna er áhrifamikil og sterk. Þar skipt- ir mestu máli afburðagóð frammistaða leik- kvennanna tveggja og skýr og einföld sviðsetning Halldórs E. Laxness. Túlkun Sögu Jónsdóttur á sjúklingnum er stórbrotin mannlýsing. Í meðförum hennar birtist þessi yfirborðssterka en innviðaveika kona í öllum sínum mótsögnum, hroka og harmi. Þetta er ekki fínlegur leikur, en sterkur og safaríkur, nákvæmlega það sem hlutverkið þarfnast og stíll verksins kallar á. Einhvern tíma hefði svona frammistaða verið kölluð leik- sigur. Laufey Brá Jónsdóttir gerir hjúkrunarkon- unni frábær skil. Með hófstilltum en spennu- þrungnum leik málar hún skýra mynd af konu sem hefur bælt og nánast brotið á bak aftur drauma sína og lífsþorsta, og við skynjum spennuna sem þetta val hefur skapað. Það er alltaf eitt- hvað að gerast bak við harða grímu hjúkrunarkonunnar, við vitum ekki alltaf hvað það er, en skynjum ofsann. Þá sjaldan hún missir stjórnina, til að mynda í sterku atriði við dánarbeð móður sinnar, er það óvænt og ógnvekj- andi. Halldór E. Laxness heldur síð- an fast utan um allt þetta líf og býr því sterka umgjörð með ein- földum hreyfingum þar sem engu er ofgert. Leikmynd Þórarins Blöndal er af sama meiði, stíl- hrein, einföld og köld, sem mynd- ar mótvægi við hitann í leiknum. Hljóð eru notuð á áhrifamikinn hátt í innskotssenum, en tónlist- arnotkun er að mínu mati of bund- in við Suður-Ameríku, og þá sér- staklega heimaland höfundar, Argentínu. Það er ekkert sér-lat- neskt við þetta verk, og þessi of- uráhersla dregur úr almennu gildi þess. Stóra undantekningin frá þessu er áhrifamikil og snjöll notkun leikstjórans á hinu þekkta lagi Violetu Parra, Þökk sé þessu lífi. En það er ekki vegna þess að það er argentínskt sem það virkar, heldur af því að það er frábært og frá hjartanu. Leyndarmál rósanna er sterkt leikrit þrátt fyrir gallana og sýning Leikfélags Akureyrar er sterk leikhúsupplifun, borin uppi af innlif- uðum leik tveggja sterkra leikkvenna. Það er því fyllsta ástæða fyrir Akureyringa og aðra til að sækja Samkomuhúsið heim á næstunni. Sterkur leikur LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Manuel Puig, leikstjóri og þýðandi: Hall- dór E. Laxness, leikmynd og búningar: Þórarinn Blöndal, lýsing: Ingvar Björnsson, hljóð: Gunnar Sig- urbjörnsson, leikendur: Laufey Brá Jónsdóttir og Saga Jónsdóttir. Samkomuhúsinu á Akureyri 31. janúar. LEYNDARMÁL RÓSANNA Túlkun Sögu á sjúklingnum er stórbrotin mannlýsing. Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FYRIR þá sem unna leikhúsinu ætti að vera regla að sjá alltaf sýn- ingar Nemendaleikhússins. Þar er undantekningalaust hægt að sjá og finna þann gríðarlega kraft sem ólgar í leikurum framtíðarinnar. Leikurum sem þyrstir í að sýna og reyna það sem þeir hafa lært og upplifað í þrjú ár í leiklistardeild Listaháskólans áð- ur en Nemendaleikhúsið tekur við á fjórða og síðasta árinu. Þar er draumaleikhúsið lagt upp í hendurn- ar á þeim og unnið með færu atvinnu- fólki sem á auðvitað einnig við um námið í skólanum. Í draumaleikhúsinu eru gerðar til- raunir og á það sannarlega við hér; reglan er sú að skólinn fær leikskáld til að semja fyrir sig eitt af þeim þremur verkum sem eru sýnd yfir veturinn. Það sem er best við þessa sýningu hér er áræðnin sem felst í því að velja óvenjulegt tilraunaverk Sig- urðar Pálssonar þar sem mörk veru- leika og ímyndunar eru óljós og margslungin. Enginn hefðbundinn söguþráður er í verkinu heldur fer fram tveimur sögum í senn þar sem persónur mætast í nútíð og fortíð, draumi og vöku, minningum, veru- leika og ímyndun. Eins og höfundur segir í vandaðri og ítarlegri leik- skránni mætast í verkinu skáldskap- argerðirnar þrjár; epík, lýrík og dramatík. Vandi leikstjórans er veru- legur við uppsetningu á svo fljótandi texta en Rúnar Guðbrandsson er rétti maðurinn þar sem tilraunir með form og óhefðbundna nálgun hafa hugnast honum best sem vinnuað- ferð. Í sýningunni kemur vel út sú að- ferð Rúnars að vinna fyrst og fremst út frá leikaranum sjálfum þar sem líkaminn er hreyfiaflið og forsenda túlkunar með öllum sínum möguleik- um. Af þessu leiðir að hver og einn leikari nýtur sín oft betur en í hefð- bundnari túlkun og komast leikara- efnin átta þannig vel frá sínu í túlkun persónanna. Stefnumót Rúnars og Sigurðar kallar á fleiri spurningar en svör og er það vel í flestum tilvikum í sýningunni; leikhús sem virkar þann- ig að áhorfandinn geti túlkað sjálfur er flott leikhús. Hér er þó heldur mik- ið um lausa enda til þess að áhorfand- inn geti tengt allar persónur; við tím- ann, við sjálfan sig, við aðrar persónur. Titill verksins, Tattú, vísar til nútímans þar sem tattóveringar eru mikið í tísku. Verkið er þó engan veginn hávaðasöm túlkun á æstum nútíma heldur þvert á móti kærkom- in andstæða. Sýningin í heild er þrungin kyrrð sem aftur á móti felur í sér andstæðu sína: átök, streitu, leit og ófullnægju. Andstæður kallast á í sífellu en þar eiga fleiri listamenn stóran þátt. Rúnar hefur hér með sér sama kjarnann og starfaði með hon- um að Fröken Júlíu hjá Einleikhús- inu 2001 og Ragnarökum á vegum LabLoka síðastliðið sumar, þau Mó- eiði Helgadóttur, Egil Ingibergsson sem hanna leiktjöld, búninga og lýs- ingu, Jón Hall Stefánsson í tónlistinni og Magnús Þór Þorbergsson drama- túrg. Verkið er látið gerast inni í litlu herbergi sem er smíðað inn í stórt rýmið, allt gerist inni í þessum litla kassa sem í veruleikanum er fyrrver- andi og tilvonandi kaffihús og núver- andi tattústofa í bakhúsaþyrpingu við Hlemm. Segja má að þar séu einu beinu tengslin við þann veruleika sem við þekkjum. Hlýleg lýsing, gulur lit- ur og munstur á veggjum og ótal myndir af fólki undirstrika enn frek- ar kyrrð og ró inni við en mattar gluggarúður sýna ekkert af því sem gæti verið fyrir utan og undirstrika þannig lokaðan heim. Tónlistin gefur þrunginni kyrrðinni enn meira vægi og er þetta í heildina smekklega unn- ið af hópnum. Látið fólk á vel heima inni í þessu andrúmslofti og skemmti- legt að sjá vídeó notað til að lífga við fólkið á veggjunum. Búningarnir undirstrika svo vel raunveruleika leikmyndarinnar og hæfa oftast per- sónum ágætlega. Ekkert er þó sem sýnist og allt get- ur snúist fyrr en varir. Sigurður vinn- ur einmitt með þá staðreynd með sterkum vísunum í Galdra-Loft og til- raunir hans til að skilja mannssálina. Vikar er ungur eigandi Tattústofunn- ar og hreyfiafl í verkinu. Hann reynir að skilja tengsl líkama og sálar með því að tattúvera ungar stúlkur og brennimerkja sjálfan sig í sadó- masókískum dulspekilegum anda. Það er skemmtilegt hvernig Sigurður vísar í Galdra-Loft með Vikari, og er það undirstrikað með útliti og klæðn- aði, en í stað þess að særa fram anda framliðinna er það einstaklingurinn sem verður aðalatriðið, líkamsdýrk- un nútímans verður að trúarlegri at- höfn þar sem fólk leitar í sífellu að svörum og fullnægju. Það vantaði þó undirbyggingu í persónu hans, hann var of hlutlaus í byrjun til að æstar tilfinningar hans seinna meir væru alveg trúverðugar. Þó að Þorleifur Örn Arnarsson hefði úr litlu að moða til að byrja með sýndi hann vel í loka- atriði sínu þann kraft og innri óró- leika sem Vikari er ætlað að búa yfir. Falur, sem er leikinn af Davíð Guð- brandssyni, er önnur persóna sem er hreyfiafl í verkinu og eins konar sögumaður. Hlutverkið er mjög erfitt og vanþakklátt því að Falur tengir saman nútíð og fortíð, dána og lifandi. Persóna hans er vandmeðfarin fyrir leikarann, hann er maður sem á allt sitt undir móður sinni og eiginkonu sem togast á um hann, látnar og lif- andi, hann lifir ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir þær og svo bætist dótt- irin við. Það er sennilega freistandi að búa til grínpersónu úr þessu litlausa gauði sem Falur á að vera en sem betur fer fóru leikstjóri og leikari ekki þá leiðina þótt stundum örlaði á tilhneigingu til þess. Einhvern herslumun vantaði þó á svo þolanda- hátturinn væri trúverðugur þó að persónan ynni á með tímanum. Móð- ur Fals og dóttur, Henríettu eldri og yngri, leikur Maríanna Clara Lúth- ersdóttir. Það er vel til fundið að tengja þær með sömu leikkonunni, þær eru andstæður og hliðstæður en hlutverkin hér eru sömuleiðis óskýr og þess vegna vandmeðfarin. Henrí- etta eldri varð aldrei mjög áhugaverð og má þar að hluta til kenna um af- káralegum búningi og gleraugum. Sú yngri var hins vegar betur úr garði gerð og þó að hlutverkið væri lítið kveikti Maríanna þar samúð og áhuga. Drissa, kona Fals, er dáin í leikrit- inu og gegnir mikilvægu hlutverki sem tenging við nútíð og fortíð. Hún er framliðin persóna sem rabbar við fólk og rifjar upp sárar minningar sínar. Hlutverkið er skemmtilega þakklátt og olli Ilmur Kristjánsdóttir því með miklum sóma, það var hreint yndi að fylgjast með henni og lá við að hún stæli senunni í kyrrð sinni og dútli með tuskuna innan við gluggana sína. Örsmáar hreyfingar, raddbeit- ing, augnaráð, andvörpin og hitinn; allt var úthugsað og vandað. Drissa tengist ungu konunum sem koma á Tattústofuna til þess að láta setja á sig tattú eða taka það af. Þær sjá hana en aðrir ekki. Tengingin er sér- lega skýr við Lilju sem Bryndís Ás- mundsdóttir leikur. Eins og Drissa leitar Lilja að svörum vegna sárrar reynslu sinnar. Bryndís leið að nokkru fyrir það að meiri undirbygg- ingu vantaði í hlutverkið en sýndi óvissu og vanlíðan Lilju á sannfær- andi hátt með kraftmiklum tilfinning- um og flottri líkams- og raddbeitingu. Hin unga konan er María sem Esther Talia Casey leikur. Maríu er ætlað að vera tákn sakleysisins og andstæða Lilju að því leytinu en hliðstæða hennar þegar kemur að því að varpa ljósi á gerðir Vikars. Hlutverkið er ekki stórt en Esther sýndi skemmti- lega kómíska takta og var óborganleg í hitabeltisatriðinu á móti Birni Thors í hlutverki Mudda. Björn Thors fær hitt þakkláta hlut- verkið í leiknum; Muddi er leigjandi Tattústofunnar og alger andstæða Vikars. Hann er lifir í núinu, nýtur vinnu sinnar, er einfaldur og glaður. Í stuttu máli glansaði Björn í hlutverk- inu og var dásamlegur á móti öllum mótleikurum sínum en sérstaklega þeim Esther og Þorleifi. Hann var einhvern veginn ekkert nema líkami, stór og glaður og þurfti ekkert að finna í sér sálina. Hliðstæða hans í gleðinni og einfaldleikanum er svo Rós, sem María Heba Þorkelsdóttir leikur. Hún kom inn öðru hvoru, al- veg að óvörum eins og bjartur storm- sveipur, fulltrúi krúttkynslóðarinnar sem talar barnamál og er bara svo ánægð með allt, selur allt og kaupir allt. Persónan sjálf orkar tvímælis nema ef vera kynni til að tákna firrt- an nútíma en María Heba var ynd- isleg í hlutverkinu, sem bauð bæði upp á kómík og kyrrð. Það er erfitt að gera svo tilrauna- kenndri og flókinni sýningu góð skil í stuttri umfjöllun. Í stuttu máli er sýn- ingin forvitnileg og áhugaverð þar sem hún reynir að afmá mörkin milli skáldskaparþáttanna og forðast hefð- bundið leikhús með því að sprengja sig út úr ramma veruleikans. Það hefði mátt vinna betur með persónu- sköpun og tengsl persónannna en það breytir ekki því að eftir standa dulúð og sprengikraftur sem aðeins kyrrð augnabliksins vísar á. Það þarf held- ur ekki að fá alltaf svör við öllu. Átök í kyrrð Morgunblaðið/Þorkell „Í stuttu máli er sýningin forvitnileg og áhugaverð þar sem hún reynir að afmá mörkin milli skáldskaparþáttanna og forðast hefðbundið leikhús með því að sprengja sig út úr ramma veruleikans.“ LEIKLIST Nemendaleikhúsið Höfundur: Sigurður Pálsson. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Leiktjöld, búningar og ljós: Egill Ingi- bergsson og Móeiður Helgadóttir. Tón- list: Jón Hallur Stefánsson. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Myndband: Hjörtur Grétarsson. Hár- greiðsla: Óli Boggi. Förðun: Kristín Thors. Smiðjan, frumsýning 31. janúar. TATTÚ Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.