Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Listasafn Íslands Sýningin Á mörkum málverksins verður opnuð í dag. Þar verða m.a. verk eftir Mike Bidlo en á sýningartímanum verður sýnt myndband með samtali Mike Bidlo og Arthur C. Danto um málverkið. Myndbandið var tekið upp við opn- un sýningar Bidlo í Listasafni Bergen sl. haust og vakti þetta samtal þeirra athygli. Vefurinn Rithringur.is verður opn- aður á Celtic Cross, Hverfisgötu 26, kl. 20 og verður af tilefninu haldin kynning á Rit- hringnum. Vef- urinn er ætlaður rithöfundum og áhugafólki um ritsmíðar. Á vefnum geta höf- undar lagt fram efni og fengið gagnrýni ásamt ábendingum frá öðrum notendum vefjarins, sem og gagnrýnt hjá öðr- um. Einnig er þarna að finna spjall- svæði, greinar og margt fleira. Þá lesa upp úr verkum sínum og ræða um ritlistina þau Auður Jóns- dóttir, Gerður Kristný, Jón Atli Jónasson, Rúnar Helgi Vignisson og Viktor Arnar Ingólfsson. Opna galleríið verður í dag á Laugavegi 51 (gamla Blanco y negro), en galleríið er starfrækt mánaðarlega, á löngum laugardegi. Tómt verslunarhúsnæði tekið traustataki og undirlagt myndlist eina eftirmiðdagsstund. Allir starf- andi listamenn eru velkomnir með verk og uppákomur sér að kostn- aðarlausu. Þeir sem vilja setja upp verk mæta í umrætt húsnæði milli 13-14 en húsnæðið verður opnað gestum og gangandi kl. 14. Klukk- an 18 verða verkin tekin niður og það krælir ekki á sér fyrr en mán- uði síðar einhvers staðar annars staðar. Siglufjarðarkirkja Kristín R. Sig- urðardóttir sópran og Antonia Hevesi píanóleikari halda einsöngs- tónleika kl. 17. Flutt verða þekkt íslensk sönglög og aríur eftir Eyþór Stef- ánsson, Sigvalda Kaldalóns, Þór- arin Guðmunds- son, Árna Björnsson, Markús Krist- jánsson, Handel, Mozart, Cilea, Puccini, Mascagni og Verdi. Tónleikarnir verða einnig fluttir í Miðgarði í Varmahlíð á morgun, sunnudag, kl. 15. Sólheimar í Grímsnesi Ólafur Már Guðmundsson opnar mál- verkasýningu kl. 16. Ólafur Már er Ísfirðingur fæddur 1957 og íbúi á Sólheimum. Hann útskrifaðist frá MHÍ árið 1980 og hefur að baki langan feril sem myndlistarmaður, myndlistarkennari og af starfi með fötluðum. Í sýningarskrá ritar Katrín Valgerður Karlsdóttir myndlistarkona og segir m.a.: Ólaf- ur Már byggir myndir sínar hægt en hnitmiðað upp, lag eftir lag af þunnum litum frá dökku yfir í ljóst, það gerir það að verkum að birtan eins og sogast inn í myndirnar. Formin eru stílhrein og fáguð, staðlaðar táknmyndir fyrir mann- eskjur sem stillt er upp í huglægu landslagi, íkonumynd af náttúrunni. Leitast er við að ná jafnvægi og ró, en undir niðri skynjar maður spennu, einmanaleika og duldar til- finningar.“ Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9-17, um helgar kl. 14-18. Haukur Dór opnar málverkasýn- ingu í gamla Álfaborgarhúsinu, Knarrarvogi 4 og í verslun Álfa- borgar að Skútuvogi 6. Á fjörutíu ára ferli hefur Haukur Dór sýnt reglulega á Íslandi og erlendis. Mörg verka hans eru í opinberri eigu og á einkasöfnum. Sýningin stendur til 9. febrúar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gerður Kristný Kristín R. Sigurðardóttir Í LISTASAFNI Reykjavík- ur – Hafnarhúsi verður opn- uð sýning kl. 16 í dag á verk- um myndskreyta í íslenskum handritum frá siðaskiptum fram á miðja 19. öld. Sýn- ingin er í verkefninu Lýsi og er sýningar- og verkefna- stjóri Ásrún Kristjánsdóttir. Viðfangsefni hennar á þess- ari sýningu er að sýna fram á að myndlistarsaga er jafn- gömul þjóðinni og eru mynd- lýsingar í miðaldahandritum einn hluti af þeim arfi sem sýnir fram á þetta. Á sýningunni getur að líta myndir Jóns bónda Bjarna- sonar og ýmissa annarra myndskreyta, og skiptast verkin í nokkra efnisflokka, sem gerð er grein fyrir í sýningarsölunum. Myndir Jóns bónda eru „bernskar“, og í samræmi við það gæti mörgum þótt þær hafa meira skemmtana- og upplýsingagildi um tíðaranda en listrænt gildi. Á sýningunni verður einnig flutt hljóðlistaverkið Hvísl skrifarans eft- ir Sjón og Hilmar Örn Hilmarsson. Gagnagrunnur um myndlist Lýsir er heitið á verkefni sem sett var á stofn með það að mark- miði að búa til gagnagrunn um myndlist í íslenskum handritum. Samstarfsaðilar Lýsis eru Listasafn Reykjavíkur og Landsbókasafn Ís- lands – Háskólabókasafn. Markmið er að rannsaka og ljósmynda ís- lensk handrit í þeim tilgangi að auð- velda aðgengi myndlistarfólks, fræðimanna, nemenda og almenn- ings að þeim lítt þekkta þætti myndlistarsögu þjóðarinnar sem þar er að finna. Lýsir hefur frá upp- hafi haft hug á að efna til sýninga á völdu myndefni í tengslum við rann- sóknir á handritum og er sýningin í Listasafni Reykjavíkur fyrsta skref- ið á þeirri leið. Ætlunin er að sá gagnagrunnur sem myndast út frá þessum rannsóknum verði opnaður almenningi næsta haust og síðan uppfærður eftir því sem verkinu vindur fram. Sýningin stendur til 9. mars og er opið alla daga kl. 10–17. Myndlistarsaga jafngömul þjóðinni Ein myndanna á sýningunni Lýsi í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. YFIRSKRIFT tónleikanna á fimmtudagskvöld var „Kvöld- skemmtun á þorra“. Kabarettsleg viðfangsefni 4Klassískra voru fjöl- breytt og sköruðust á milli aðgengi- legra ljóðasöngva, Vínarléttmetis, Broadway- og innlendra söngleikja, líkt og fyrir e.k. þyngri útgáfu af Borgardætrum. Aðsóknin var þó ekki nema tæp 40 manns. Langflest var sungið í terzett- skipan, oftast með Signýju Sæ- mundsdóttur í sópran, Björk Jóns- dóttur í mezzo og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur í alt. Þó átti hver um sig sitt einsöngstækifæri í seinni hluta; Jóhanna í tangó Árna Björns- sonar, Að ganga í dans, Signý í Ljúflingshól (Jón Múli Árnason) og Björk í Maður hefur nú ... (Gunnar Reynir Sveinsson). Byrjað var á tveim lögum eftir Franz P. Schu- bert, Lachen und Weinen og Sil- ungnum, en síðan tekið hið róm- antískt líðandi Beau Soir eftir Claude Debussy. Signý og Jóhanna fluttu þá Dôme Épais, blómadúett- inn kunna úr „Lakme“ Delibesar. Kvennatríóið söng að því loknu hið seiðandi The water is Wide; sagt amerískt en hér kunnast undir nafninu Þvílík er ástin við texta Jónasar Árnasonar er telur það írskt þjóðlag (Til söngs, 1987). Næst var Till there was you úr söngleik Meredith Willsons The Music Man (1957) sem varð end- anlega ófeigt á öndverðum ferli Bítlanna. Eftir tvö hálfdauf Vínaróperettu- lög var Domino („ertu frönsk eða frónsk eða bæði?“ eins og gárungar syngja) Ferraris kyrjað af krafti. Can Can Offenbachs úr „Orfeus í undirheimum“ er frumhugsað til spils og í raun ósönghæft, og breytti útsetning Ophovens engu um það. Hins vegar var gaman að Three little Maids from Scool úr Mikado Gilberts & Sullivans er henti hópnum bráðvel með til- heyrandi taktföstu nipponskulegu sviðstipli. Í seinni hluta mætti gesturinn Tómas R. Einarsson til samleiks, enda viðfangsefnin nær djassinum og hefði að skaðlausu einnig mátt bæta trommuburstara við, því oft vantaði sárlega eftirslag til að lyfta sveiflu. Fjögurra laga syrpa úr sennilega einum af fimm beztu Broadwaysöngleikjum allra tíma, Fiðlaranum á þakinu eftir Jerry Bock, tókst með ágætum og einnig áðurnefnd einsöngslög þar næst á eftir. Einskis var getið um aldur lags Atla Heimis Sveinssonar við Maístjörnu Halldórs Laxness, né heldur hafði undirr. áður eyrum barið þetta snotra léttpoppaða lag í nærri djassvalskenndum 6/8 takti (hér sagt í útsetningu 4Klassískra) sem kvartettinn flutti – ef ekki frumflutti – að tónhöfundi nær- stöddum við góðar undirtektir. Epískur hápunktur Vesalinga Claude-Michels Schönbergs, Einn dag enn, átti sín augnablik með þeim stöllum en náði samt ekki fullu flugi, trúlega einkum sakir of hægs tempós. „Offbítið“ vantaði áberandi í Ain’t no mountain high enough (Ashford/Simpson) og kisu- lórulegu fettur Marilyn Monroe úr Some like it hot (1959) voru full- óskammfeilið stældar í I Wanna Be Loved By You (Stothart/Ruby/ Kalmar). Hins vegar var mikill kraftur yfir lokalaginu, The Imp- ossible Dream (Leigh/Darion) úr Don Quixote-söngleiknum „Man of la Mancha“. Hér sem víðar var pí- anóleikurinn á hinn bóginn óþarf- lega hógvær, og það, ásamt ekki nægilega kabarettslegum aðstæðum þar sem sitja mætti við borð, dró sennilega mest úr notagildi annars vel þegins framlags til aukinnar fjölbreytni í reykvísku tónlistarlífi. Kabarett án kabaretts TÓNLIST Iðnó Ýmis mismunandi sígild söngleikja- og kaffihúsalög. 4Klassískar (söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir og Signý Sæmundsdóttir og píanó- leikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir). Gestur: Tómas R. Einarsson kontrabassi. Fimmtudaginn 30. janúar kl. 20. SKEMMTITÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ALÞJÓÐLEGA samsýningin Then … hluti 5 verður opnuð í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, í dag, laugardag, kl. 15. Verk á sýningunni eiga Birgir Snæbjörn Birgisson, Miles Hend- erson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg en sami hópur er einnig með sýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Þessi sýning heitir „Nýleg kynni“ og á henni sýna listamennirnir nýj- ustu verk sín en það sem tengir þau er sameiginlegur áhugi listamann- anna á rými og því andartaki er listaverkið hittir áhorfandann fyr- ir. Tilfinningarík og hljóðlát efn- isnotkun, jafnt í hlutlægum sem og óhlutlægum verkum sýningarinnar kallar á bein samskipti við áhorf- andann. Fígúrur eru gefnar í skyn í mörgum verkanna en aldrei alveg afhjúpaðar. Áherslan er lögð á sambandið milli áhorfandans og listaverksins til að áhorfandinn nái að skynja sjálfan sig í sýningarrým- inu og spyrji sig spurninga sem ekkert eitt svar er við. Sýningin er opin til 16. febrúar, alla daga nema mánudaga kl. 13–17 og er aðgangur ókeypis. Á morgun, sunnudag, kl. 14 verð- ur leiðsögn um sýninguna. Í tengslum við sýningarnar tvær hefur verið gefin út sýningarskrá með grein eftir heimspekinginn Jonathan Dronsfield. Sex undir sama hatti í Listasafni ASÍ Morgunblaðið/Golli Þrír þátttakenda á sýningunni Then … hluti 5 – nýleg kynni. F.v. Birgir Snæbjörn Birgisson, Miles Henderson Smith og Gísli Bergmann. BÓKIN Afhverju Hvernigson og regnboginn eftir Elínu Arnar kom nýverið út hjá bókaforlaginu Sölku. Þar segir frá Afhverju sem býr í Spurningalandi og vinkonu hans, Afþvíbara. Á dögunum heimsótti El- ín Arnar sjö og átta ára gömul börn í Breiðagerðisskóla og Varmárs- kóla. Hún las söguna fyrir þau og síðan spunnust umræður um nauð- syn þess að spyrja og vera opin fyrir því sem er að gerast í kringum okk- ur. Börnin unnu verkefni úr bókinni og máluðu síðan stóran regnboga sem þau fylltu af spurningum. Þar mátti m.a. sjá eftirfarandi hugleið- ingar: „Af hverju hneggja hestar og hvers vegna stríða krakkar sumum en ekki öðrum? Af hverju er guð til og til hvers í ósköpunum þarf ég að vera í skóla?!“ Ætlunin er að heim- sækja fleiri skóla á næstunni. Elín Arnar rithöfundur með börnum úr Breiðagerðisskóla. Af hverju er guð til? Dinner I nefnistný plata þar sem Sigurður D. Dan- íelsson leikur af fingrum fram. M.a. Einu sinni á ágústkvöldi, Dagný, Spanish eyes, Fly me to the moon og Twilight time. Í plötuumslagi segir m.a.: „Dinner- tónlist er að því leyti ólík annarri tón- list að hún er byggð á útsetningum sem hljóðfæraleikarinn hefur ýmist numið af nótum eða með hlustun og hún er einnig að hluta til skáldverk flytjandans, sem leikur af fingrum fram og leyfir sér að gera ýmsar „slaufur í anda líðandi stundar“. Sigurður nam píanóleik og hefur verið tónlistarskólastjóri og organisti til margra ára. Hann er kennari við Engjaskóla og hefur einnig komið að tónlistarkennslu við Tónskóla Hörp- unnar. Útgefandi er Vestfirska forlagið. Dægurtónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.