Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 35 SUNNUDAGINN 26. janúar sl. rættist langþráður draumur þjóð- arinnar þegar Barnaspítali Hrings- ins var formlega vígður. Minnist ég þess ekki að hafa fundið fyrir jafn fölskvalausri gleði og almennum stuðningi við nokkurt verk eins og finna mátti meðal þeirra þúsunda er lögðu leið sína í spítalann þenn- an dag. Enda full ástæða til að gleðjast. Um er að ræða eitt af þessum verkum sem virðast hafin yfir alla flokkadrætti. Það viðhorf hefur ávallt einkennt alla undirbún- ingsvinnu og skipta þeir hundruð- um sem að hafa komið. Hver hefur gert sitt besta og enginn þar yfir annan hafinn enda viðfangsefnið ríkulegt. Þes vegna varð ég hlessa er ég las einkennilega kveðju á heimasíðu þingflokksformanns Vinstri grænna. Boðskapurinn þar er í stuttu máli sá að vígsla BSP hafi verið kosningabragð Fram- sóknarflokksins! Heyr á endemi. Skilji enginn orð mín svo að ég skammist mín fyrir það að ein- hverjir Framsóknarmenn skuli hafa komið að málinu. En framsetning Ögmundar er skammarleg gagn- vart öllu því frábæra fólki sem lagt hefur á sig mikla vinnu á síðustu misserum til að láta drauminn ræt- ast. Þar hafa menn einungis hugsað um þetta eina markmið: Að búa veikum börnum sem best skilyrði. Framsetning Ögmundar gagnvart þessu fólki er honum til minnkunar. Þó Ögmundur sé ágætlega lífsglað- ur maður dagfarslega þá er ég að verða þeirrar skoðunar að í pólitík kunni hann einfaldlega ekki að vera glaður. Þó ólíklegt sé að þjóni mikl- um tilgangi þá skal ég samt gera Ögmundi grein fyrir því af hverju BSP var vígður þennan dag og með þeim hætti sem raun ber vitni en fer svo fyrir brjóstið á þingflokks- formanninum. Afmælisgjöf til Hringsins Fyrsta atriðið snertir blaða- mannafund tveimur dögum fyrir vígsluathöfn. Paul Newman Found- ation sýndi þann höfðingsskap að færa BSP tæki fyrir milljónir króna. Rétt eins og svo margir hafa gert og munu örugglega gera áfram af því allir vilja leggja sitt að mörkum. Forsvarsmenn BSP og gefenda en ekki Framsóknarflokk- urinn boðuðu eðlilega til blaða- mannafundar vegna þessa. Ög- mundi þykir greinilega óeðlilegt að formanni bygginganefndar hafi einnig verið boðið. Verður svo að vera. Annað atriðið snertir áhuga fjöl- miðla á að fá að kynna sér bygg- inguna fyrir vígslu til að geta fjallað um málið á sem bestan hátt. Upplýsingafulltrúi BSP en ekki Framsóknarflokksins lagði til að við því yrði orðið og fannst upplagt að tengja það fyrrgreindri afhend- ingu gjafarinnar. Lái honum hver sem vill að hafa beðið formann bygginganefndar að koma á stað- inn. Svo vildi til að við Ásgeir Har- aldsson, læknir af deildinni og í bygginganefnd, vorum að velta fyr- ir okkur hönnun á þeim lykli sem afhentur yrði formlega. Í gleði sinni vegna vígslunnar brá hjúkrunar- fólkið á leik. Augnablik gleðinnar gripu fjölmiðlungar með mynd. Það virðist hafa skapað kólguský í vit- und Ögmundar. Þriðja atriðið snýr að dagsetn- ingunni. Hún var ekki sköpuð hjá Framsóknarflokknum. Bygginga- nefnd hefði viljað ljúka verki fyrr en af ýmsum ástæðum óviðráðan- legum náðist það ekki fyrir áramót (verkið tók samt aðeins 33 mánuði). Öllum aðilum var það hins vegar kappsmál að vígja BSP 26. janúar. Aðdáunarvert er hvað verktakar og starfsmenn þeirra lögðu hart að sér til að ná þeirri dagsetningu. Hvers vegna? Þann dag átti Kvenfélagið Hringurinn 99 ára afmæli! Mér finnst Ögmundur skulda Hrings- konum afsökunarbeiðni fyrir að gera önuga tilraun til að ræna þær þessum mikilvæga degi. Og viti hann það ekki þá skal hann upp- lýstur um að án Hringsins væri BSP ekki orðinn að veruleika. Þau þrjú atriði, er hér hafa verið nefnd, virðast hafa orðið tilefni Ög- mundar til að senda hinar ósmekk- legu kveðjur á heimasíðu sinni. Hann má hvenær sem er agnúast út í mig og flokksfélaga mína. En það er heldur langt seilst í pólitísk- um ákafa að draga BSP inn í sam- særiskenningar sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Honum mun hins vegar ekki takast að svipta þá er vilja BSP allt hið besta gleði yfir þessum skemmtilega áfanga. Bið ég hann vinsamlegast að beina spjót- um sínum að öllum öðrum verkum. Læt ég svo lokið umfjöllun um BSP en nýt með öðrum gleðinnar yfir verkinu. Vona að Ögmundur geti fundið þá gleði með öðrum. Ögmundur og barnaspítalinn Eftir Hjálmar Árnason „En það er heldur langt seilst í póli- tískum ákafa að draga BSP inn í sam- særiskenningar sem enga stoð eiga í raun- veruleikanum.“ Höfundur er alþingismaður og for- maður bygginganefndar BSP. ALRÆÐI öreiganna er gamalt kommaslagorð. Alræðið – allir ráða – reyndist uppskriftin að eymdinni. Þetta sést nú í Albaníu og Norður- Kóreu. Rússar snéru blaðinu við og einkavæða mun hraðar en við. Af hverju hatast sumt fólk hérlendis við einkarekstur á sama tíma? Nefna má t.d. skaðlegan áróður gegn Íslenskri erfðagreiningu, (ÍE). Áframhaldandi rógburður gæti hugs- anlega komið ÍE á kaldan klaka! Þá félli ríkisábyrgðin á ríkissjóð og fá- tækt myndi aukast. Yndisleg tilhlökk- un – séð með augum neikvæðra. Nei- kvæðir virðast á móti framförum; – niður með ÍE, ekki selja ríkisbanka, ekki virkja, ekki álver. Þegar ÍE gef- ur þjóðinni aðgang að ættfræði- grunni, er skráning á gömlum mann- tölum og kirkjubókum „að stela vinnu annarra“? Svona þakka neikvæðir fyrir sig. Hvers vegna pirra framfarir suma? Er það vegna þess að með framförum minnki líkur á fátækt? Halda nei- kvæðir að enn sé hægt sé að plata fólk með „alræði öreiganna“ og komast til meiri áhrifa í pólitík með gömlu lummurnar; neikvæðni, öfund, falska „umhverfisvernd“ og endurteknar til- raunir til að gera eigendur einkafyr- irtækja tortryggilega? Af hverju er Landsvirkjun ekki einkafyrirtæki? Er það ekki vegna þess að sams konar neikvætt lið þvældist fyrir Einari Ben fyrir 70 – 90 árum? Áróður neikvæðra skilaði „ár- angri“ þá. Það var ekki virkjað! Nei- kvæðum tókst – með ógeðslegu ein- elti, að eyðileggja flest áform Einars Ben, – brjóta hann að einhverju leyti niður andlega og gera úr honum ótrú- verðuga fyllibyttu. Auðvitað þolir enginn maður svona einelti. Var það ekki „frábær árangur“ að gera þess- um mesta frumkvöðli Íslands fyrr og síðar allt til bölvunar? Eru neikvæðir í dag ekki að rifna út monti – af „koll- egum“ sínum í den? Tjónið varð ára- tuga langvarandi fátækt og atvinnu- leysi! Loks þegar það mátti virkja hér- lendis, áratugum eftir að Einar Ben. var tilbúinn með þetta allt, var virkjað á „félagslegum grundvelli“ – eignar- aðild ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Þannig varð svo stofnuð Landsvirkjun – opinbert fyr- irtæki. Byggðar voru virkjanir, þær sem Einar Ben var búinn að láta teikna í smáatriðum áratugum fyrr, sumar ekki byggðar enn! Einar var líka búinn að finna fjárfesta sem vildu byggja iðjuver og kaupa orkuna og láta hanna járnbraut um Suðurland, vegna áformaðra framkvæmda! Hefði verið jákvætt tekið á hugmyndum Einars Ben. ættu Íslendingar að öll- um líkindum alþjóðlegt risafyrirtæki – hugsanlega stærra en Norsk Hydro sem var þá stofnað á svipuðum for- sendum – að hluta til af samstarfs- mönnum Einars Ben. Einn af fremstu sérfræðingum „umhverfisvina“ í dag, Hjörleifur Guttormsson (HG) lét svo virkja Blöndu þegar hann var iðnaðarráð- herra. Uppistöðulón Blöndu er næst- um eins stórt og Hálslón, en gefur bara brot af orku Kárahnjúkavirkj- unar. Blanda var virkjuð án þess að búið væri að selja rafmagn í einn nátt- lampa!! Ekkert rafmagn var svo selt frá Blöndu árum saman – en fjár- magnskostnaður vegna lántöku fyrir milljarða var sendur landsmönnum í hækkuðu raforkuverði! Það er miður að þurfa að rifja upp þessa hörmung- arsögu um ágætan mann og HG sem er frábær náttúrufræðingur en mis- tókst hrapallega þessi pólitíski bissn- ess. Sannar það bara að slíkur rekstur er best kominn hjá einkaaðilum. Uppskriftin að eymdinni er að vera á móti framförum, vera neikvæður, ríghalda í gamaldags ríkisrekstur og innræta sem mest hatur og tor- tryggni út í einkafyrirtæki og eigend- ur þeirra. Uppskriftin að eymdinni Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. „Uppskriftin að eymdinni er að vera á móti fram- förum.“ Nýr listi www.freemans.is www.nowfoods.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.