Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 47 ✝ Guðrún Svein-fríður Jakobs- dóttir fæddist á Víði- mýri í Skagafirði hinn 7. maí 1930. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Kristín Jó- hannsdóttir, f. 25. október 1900, d. 10. september 1965, og Jakob Jóhannes Ein- arsson, f. 9. janúar 1902, d. 18. júlí 1987. Systkini Guðrúnar eru Soffía, f. 1.október 1934, gift Stefáni Jóns- syni, og Einar, f. 3. september 1943, sambýliskona hans er Þórdís Sverrisdóttir. Guðrún var í sambúð með Lúð- Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11. mars 1898, d. 28. desember 1985. Börn Gunnlaugs og Guðrúnar eru Hall- dór Brynjar, f. 30. apríl 1969 bú- settur á Akureyri og Þórunn Ólöf, f. 29. apríl 1971, búsett á Sauðár- króki. Guðrún ólst upp á Dúki í Sæ- mundarhlíð og gekk í barnaskóla Staðarhrepps. Hún nam við Hús- mæðraskólann á Löngumýri 1950 til 1951 og Tóvinnuskólann á Sval- barði 1954 til 1955. Eftir að hún út- skrifaðist kenndi hún hilluútskurð við Löngumýrarskóla í tvo vetur og vefnað á Staðarfelli í Dölum. Hún kenndi og tau- og silkimálun í Reykjavík og vann mikið við þá list. Handavinnukennari við Barnaskóla Rípurhrepps. Útför Guðrúnar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vík Magnússyni, f. 19. ágúst 1925, frá Bæ í Króksfirði. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Jóhanna Ingibjörg, f. 18. febr- úar 1959, búsett á Ak- ureyri og Kristín Lovísa, f. 3. september 1962, búsett á Sauðár- króki, hennar maður er Kolbeinn Sigur- jónsson og eiga þau þrjú börn, Atla Frey, f. 21. mars 1984, Guð- rúnu Ásu, f. 30. janúar 1989, og Fannar Loga, f. 15. ágúst 1992. Guðrún giftist ár- ið 1971 Gunnlaugi Þórarinssyni, f. 20. ágúst 1925, bónda á Ríp í Hegranesi. Foreldrar hans voru þau Þórarinn Jóhannsson, f. 21. janúar 1891, d. 14. júní 1985, og Lífið er tímanna teningaspil, tilgangur þess virðist falinn, en gott er að vita að gerð eru skil, og gengin spor vandlega talin. Fagurt var allt sem þú föndraðir við, og framreitt úr manngæskusjóði, í blíðu og stríðu þú stóðst mér við hlið, og störfin þín leystir í hljóði. Til Guðs ertu farin á framandi braut, sem fagnandi móti þér tekur, sú ljúfsára minning um lífsförunaut, lamandi söknuð mér vekur. Þú hefur góðverkum safnað í sjóð, og sýnt þau í verkum sem duga, ævi þín mæt var sem lifandi ljóð, lesin með vakandi huga. (Kristján Runólfsson.) Kveðja frá eiginmanni. Gunnlaugur Þórarinsson. Elsku mamma, mér verður hálforðavant þegar ég sest hér til að skrifa þér þessa kveðju. Finnst líka hálf undarlegt að vera að skrifa hana í Morgunblaðið, þú varst nú aldrei sérstaklega hrifin af því ef ég man rétt og í raun ekki viss um að þú sért það enn eða að það sé lesið þar sem þú ert núna. Þannig að kannski er þetta meira til þess að segja öðrum sem sakna þín, hvað þú varst mér og hvers ég sakna. Ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir þennan dag í sjálfsagt 14 ár. Þá fór ég fyrst frá ykkur pabba til að dveljast fjarri ykkur til lengri tíma. Fyrstu vikurnar eftir að ég fór var ég hálf vængbrotinn, saknaði ykkar skelfilega og þá fyrst læddist þessi hugsun upp í kollinn á mér, hvað ef eitthvað kæmi fyrir ykkur, hvernig væri lífið ef ykkar nyti ekki við lengur. Þetta var skelfileg til- hugsun, svo skelfileg að ég gat ekki hugsað hana til enda. En nú er þessi dagur kominn. Ég vildi að hann hefði komið síðar, en er jafnframt þakklátur fyrir að hann kom ekki fyrr. Ég get ekki lýst þessari tilfinn- ingu, tilfinningunni þegar mér var sagt hvað hafði gerst, ég dofnaði upp og hélt að ég væri að líða útaf, þetta gat ekki verið að gerast, ekki fyrir þig og ekki fyrir mig. En þetta sama kvöld þá sat ég hjá þér og yfir mig færðist undarleg ró. Ég fann svo sterkt fyrir nærveru þinni og vissi að þú varst hérna hjá mér ennþá. Þessi ró er enn yfir mér og ég er alltaf að sannfærast meira og meira um það að þú ert hér hjá okk- ur og þú munt vera hjá okkur. Ég trúi því jafnframt að þú sért á góð- um stað og að það fari vel um þig þar sem þú ert, umkringd af fólki sem þér þykir vænt um og þykir vænt um þig. Hlakka til að hitta þig og fólkið okkar þegar minn tími kemur. Finnst samt undarlegt að lesa þessi orð mín og kemur eflaust fleirum á óvart. Hef ekki verið tal- inn mjög trúaður eða talið mig mjög trúaðan, enda finnst mér þetta ekk- ert hafa með trú að gera, ekki í þeim skilningi sem flestir leggja í það orð. Ég veit hins vegar að það er eitt- hvað okkur æðra og að lífið er mun margbrotnara en það sem við sjáum eða skynjum. Nú er ég virkilega þakklátur fyrir þessa vitneskju, hún hjálpar mér að sætta mig við brott- hvarf þitt og ég veit að þú ert ánægð með það líka, þú hefur minni áhyggjur af mér en ella. En hvað ég sakna þín samt, sakna þess að sjá þig ekki þegar ég kem inn heima á Smáragrund, sakna þess að geta ekki kysst þig þegar ég kem á Krók- inn, sakna þess að hafa þig ekki þar, reynandi að troða í mig meiri mat en ég hef gott af, sakna þess að sitja ekki með þér á kvöldin spjallandi um liðna tíma, að fá fréttir af því hvað er að gerast á Króknum eða í fjölskyldunni, sakna þess að koma heim úr hestastússinu og finna lykt- ina af lummum, pönnukökum, vöffl- um, ástarpungum eða kleinum út á plan þegar við gengum inn. Það er eitt sem ég spurði þig oft að en þú gast aldrei svarað mér, bara brostir og sagðist vera skyggn. Hvernig stóð á því að þú varst alltaf rétt byrjuð að baka eitthvað þegar við komum heim og við komum nánast aldrei á þeim tíma sem við höfðum ætlað okkur og alltaf varstu að gera það sem mig sérstaklega langaði í, í það skiptið? Ég man að stundum varstu svo nýbyrjuð að þú hafðir ekki við mér, eða okkur þegar við stormuðum inn í hestagallanum eins og hungraðir úlfar. Ég sakna þess akkeris sem þú varst í lífi mínu, hver passar núna uppá mig og hefur áhyggjur af mér, jú pabbi gerir það, þó maður verði ekki eins mikið var við það, en vonandi sérðu núna að það þarf ekki svo miklar áhyggjur af mér að hafa. Geri samt ráð fyrir að það sé venja sem erfitt er fyrir for- eldra að venja sig af. Talandi um það þá finnst mér sárt til þess að hugsa að ég kem ekki til með að sjá þig halda á barni mínu þegar og ef ég kem því í verk. En veit hins veg- ar að þú kemur til með að hafa betra tækifæri til að fylgjast með því og mér þaðan sem þú ert núna. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirn- ar sem við höfum átt saman, ég hef oft hugsað um það hversu gaman hefði verið að fara með þér á hest- bak, vissi að það var þitt líf og yndi á yngri árum en varst því miður hætt því þegar ég komst til vits og ára. Núna getum við hins vegar farið á hestbak saman, er það ekki? Mér finnst ég finna einna best fyrir nær- veru þinni þegar ég er á hestbaki, þannig að ég veit að þú ert þar með mér, ert örugglega á þessum hvíta sem þú sagðir mér frá. Vildi að við gætum haft hestaskipti og ég fengið að prófa hann og þú rauðu hryssuna mína, veit þú hefðir gaman af henni, þá gætum við líka hrakið ýkjusögur hvort annars. En hlakka til að ríða út með þér áfram, eigum við ekki að gera góða ferð í sumar og taka rest- ina af fjölskyldunni með? En hver var Guðrún Sveinfríður Jakobsdóttir? Ég hrekk alltaf við, við þetta Sveinfríðar nafn, þekkti hana aldrei með þessu stóra nafni. En þið sem þekktuð hana vel eruð nú ekki mjög mörg. Fyrir mér var hún yndislegasta manneskja í heimi, en þessa undanfarna daga sem liðnir eru og öllu því umstangi og róti sem því fylgdi þá hef ég verið að velta þessu fyrir mér, þarf einhvern veg- inn eitthvað svona til þess að maður hugsi um þessa hluti. Hún var held ég fyrst og fremst ótrúlega góð manneskja og ef ég hefði einungis eitt lýsingarorð til að lýsa henni þá yrði það orðið. Það var frábært að leita til hennar með hvað sem var og ef hún gat með nokkru móti aðstoð- að þá var það miklu meira en sjálf- sagt. Hún mátti aldrei sjá nokkuð aumt, styrkti allt sem hún var beðin um, keypti alla styrktarhappdrætt- ismiða sem komu inn um lúguna. Hún var mikill dýravinur og það höfum við öll frá henni, já og pabba líka að sjálfsögðu, að bera mikla virðingu fyrir dýrum. Mér fannst þetta reyndar stundum ganga út í öfgar og ég fæ enn samviskubit ef ég óvart verð skordýri að aldurtila. Ef kónguló eða einhver skordýr villtust inn, þá voru þau mjög var- lega borin út í garð og sett niður á góðan stað. Hún var trygglynd, mik- ill vinur vina sinna og gerði allt fyrir þá sem hún mögulega gat. Hún var ótrúlega fróð um alla mögulega hluti, kom mér endalaust á óvart hversu mikill viskubrunnur hún var. Hún var alltaf að hlaða á mann upp- lýsingum sem ekki var nokkur leið að melta, oft var það líka um hluti sem ég hafði ekki áhuga á en henni fannst að ég ætti að hafa áhuga á. Áhugasvið okkar lágu ekki alltaf saman, gerir það sennilega sjaldnast þegar kynslóðabilið er annars vegar. Ég man aldrei eftir henni öðruvísi en á kafi í einhverju föndri, hún var endalaust með mörg slík verkefni í gangi og alla tíð að læra, prófa og kenna nýja hluti, ef hægt er að kalla það föndur þá voru yfirgnæfandi lík- ur á að mamma kynni það og hafi prófað það. Við mamma vorum ekki alltaf sammála, bæði naut og gátum verið endalaust þrjósk eins og þeirra er háttur. Ég man við vorum alltaf svo sannfærð um að við hefðum rétt fyr- ir okkur og skildum ekki þessa þrjósku í hinu. En mikið höfðum við gaman af því að geta sannfært hitt með óyggjandi rökum og lögðum oft mikið á okkur til þess. Hún jafnvel meira en ég. En við höfðum þá líka bæði gaman af og hlógum að breyskleika okkar. Ég gæti enda- laust haldið áfram að lýsa kostum hennar mömmu, en ætla að láta þetta duga hér. Til ykkar sem lesið þetta, hvort sem það er af vænt- umþykju fyrir móður minni eða söknuði eftir félagsskap hennar, langar mig að lokum að segja þetta. Ég veit að mömmu líður vel þar sem hún er, hún fylgist með okkur og kíkir inn til okkar annað slagið. Hún getur ekki verið hjá okkur öllum alltaf, en ef ég þekki hana rétt og ég veit að ég geri það, þá er gott að leita til hennar og hún er hjá ykkur þegar þið þurfið mest á henni að halda. Elsku mamma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kemur til með að gefa mér, ég ætla ekki að kveðja þig. Líkama þinn kveð ég í dag með sorg í hjarta, en við þig segi ég, farðu vel með þig og ekki hafa áhyggjur af okkur, reyndu nú að slappa aðeins af og njóta hvíld- arinnar þar til við verðum saman á ný. Ekki samt gleyma uppskriftinni að steikta brauðinu, það væri nú ekki amalegt að fá það heitt þegar við hittumst að nýju, en þar til þá vona ég að þú njótir þín. Þinn elskandi sonur, Halldór Gunnlaugsson. Í dag kveðjum við í hinsta sinni elskulega móður okkar og tengda- móður. Okkur langar í örfáum orð- um að þakka henni allar góðu stund- irnar sem við áttum með henni á Smáragrundinni. Hún var alltaf boð- in og búin að aðstoða okkur ef eitt- hvað bjátaði á. Við þökkum fyrir samveruna öll árin. Það er höggvið stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Minning hennar er ljós í lífi okkar og hjörtum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Jóhanna, Þórunn, Kristín og Kolbeinn. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Elsku amma mín ég vona að þú hafir það sem allra best. Það var leiðinlegt að þetta skyldi hafa farið svona og líka af því að ég átti afmæli á fimmtudaginn 30. janúar og ferm- ist í apríl. Ég vil að þú vitir að ég á aldrei eftir að gleyma þér né góðu stundunum sem við áttum saman. Og ég vona að þú eigir aldrei eftir að gleyma mér. Mér þykir svo vænt um þig. Guð geymi þig, amma mín. Ástarkveðja Guðrún Ása Kolbeinsdóttir. Elsku amma, mér þótti gott að fá að sjá þig áður en þú fórst en ég vildi ekki að þetta mundi koma fyrir þig. Mér þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og afa á Smára- grundina. Þú bakaðir svo góðar lummur og þú varst alltaf að gefa okkur pening þegar við fórum kannski til Akureyrar eða til Reykjavíkur. Svo ætla ég að skrifa ljóð fyrir þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég gleymi þér aldrei, amma mín. Guð veri með þér, elsku amma mín. Fannar Logi. Elsku amma mín, ég trúði því ekki þegar mér var sagt að þú værir farin, þú sem varst að ná þér af veikindunum. Mér fannst gott að vera hjá þér og afa á Smáragrundinni, þar var alltaf svo mikil kyrrð og ró og alltaf gast þú hjálpað mér ef eitthvað var að. Það var alltaf nóg að borða þeg- ar ég kom og það besta tekið til fyrir mig. Ég ætla að hugsa vel um afa og heimsækja hann oft og hjálpa hon- um að hugsa um hestana og fara með honum á hestbak og í sveitina. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég gleymi þér aldrei, amma mín. Guð geymi þig. Atli Freyr. Þín lífs er gata gengin, en geymist minning blíð og farsæl reynsla fengin frá þinni ævitíð. Þig sveitin fæddi fríða er fegurst ljósið ber, með bliki bjartra hlíða og blóm í skauti sér. Þú gladdir blessuð börnin og bættir þeirra hag, ætíð vænsta vörnin varst þeim nótt og dag. Þú gast með brosið bjarta bugað hverja þraut, þig syrgir sérhvert hjarta sem þinnar ástar naut. Þig vinir kveðja kærir í klökkum hjartans óð, það ylinn okkur færir öll við stöndum hljóð. Þú gæfu staðinn gistir þar gleðin aldrei dvín, nú ertu sofnuð systir og sæl er minning þín. (Jón Gissurarson.) Systir mín, Guðrún Sveinfríður Jakobsdóttir frá Dúki verður til moldar borin í dag. Hún fæddist á Víðimýri í Skagafirði 7. maí 1930. Foreldrar okkar keyptu Dúk í Sæ- mundarhlíð þetta ár og fluttu þang- að með hana nokkurra vikna gamla. Hún dvaldi að mestu í foreldrahús- um fram um tvítugt. Þá fór hún í Húsmæðraskólann á Löngumýri. Hún var mikil handavinnukona, sama hvað hún tók sér fyrir og átti einnig mjög létt með það bóklega. Hún las mikið og var næm og minn- ug allt fram á síðustu stund. Hún stundaði nám við Tóvinnuskólann á Svalbarði. Þaðan kom hún með fal- lega muni eins og frá Löngumýri. Að vísu byrjaði handverk hennar í barnaskóla, þar var einnig unnin mikil handavinna. Hún kenndi á Löngumýri tvívegis hilluútskurð og einnig vefnað á Staðarfelli í Dölum. Hún kenndi tau- og silkimálun í Reykjavík og vann mikið við þá list. Einnig lærði hún perlusaum, tré- málun, keramik og sitthvað fleira. Hún var góð heim að sækja, tók öll- um opnum örmum með bros á vör, kom fagnandi til dyra og allir fengu rausnarlegar veitingar hjá henni. Hún var mjög orðvör og heilsteypt. Mikill dýravinur og átti góðan gráan hest, sem hún tók til kostanna og naut þess vel, afskaplega var hún og nærgætin við öll dýr. Hún var mikil blómakona og átti lítið gróðurhús í garðinum sínum, sem veitti henni marga ánægjustund. Það var gott að leita til hennar, hún var fljót að rétta hjálparhönd með sinni hóg- væru framkomu, traust og örugg. Hún mátti ekkert aumt sjá þá var hún boðin og búin til hjálpar. Við vorum mjög samrýmdar systurnar alla tíð, ferðuðumst og gerðum margt saman, enda var höggið þungt er það skall á. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég bið góðan Guð að styrkja eig- inmann hennar, börn, tengdason og barnabörn. Ég og mín fjölskylda þökkum henni af heilum hug allar góðu stundirnar sem við fengum að njóta nærveru hennar. Soffía Jakobsdóttir. GUÐRÚN SVEINFRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.