Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 63  JULIAN R. Duranona leikur með þýska handknattleiksliðinu Wetzlar út þessa leiktíð en henni lýkur í lok maí. Duranona lék tvo leiki með Wetzlar fyrir jóla- og HM leyfi og stóð sig vel. Síðan hefur framtíð hans verið í óvissu þar til félagið ákvað í gær að framlengja samninginn.  GUILLAUME Warmuz, 32 ára franskur markvörður, gekk í gær til liðs við Arsenal og samdi við félagið til vorsins. Allir markverðir Arsenal, David Seaman, Rami Shaaban og Stuart Taylor, hafa átt við meiðsli að stríða í vetur og Warmuz á að fylla í skarðið á varamannabekknum eins og með þarf.  MIDDLESBROUGH gekk í gær frá leigusamningi við Derby County um Malcolm Christie og Chris Rigg- ott, leikmenn með enska 21 árs landsliðinu. Þeir leika með Middles- brough til vorsins og þá er reiknað með því að félagið kaupi þá af Derby fyrir um 400 milljónir króna.  MICHAEL Ricketts, sóknarmaður frá Bolton, gekk einnig til liðs við Middlesbrough í gær. Félagið greið- ir Bolton um 500 milljónir króna fyr- ir Ricketts sem fékk tækifæri með enska landsliðinu í fyrra en hefur ekki náð sér á strik í vetur.  TERRY Venables, knattspyrnu- stjóri Leeds, sagði í gær að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann vildi halda starfinu áfram. Venables er afar óhress með að Leeds skyldi selja Robbie Fowler og Jonathan Woodgate. „Leikmenn- irnir sem eru eftir hjá félaginu skipta þó mestu máli og ég reyni að einbeita mér að þeim og næsta leik,“ sagði Venables á blaðamannafundi í gær en Leeds sækir Everton heim í dag.  RUFUS Brevett, varnarmaður úr Fulham, gekk til liðs við annað Lundúnalið, West Ham, í gær. Kaup- verð var ekki gefið upp. Brevett hef- ur leikið með Fulham í þremur deild- um á undanförnum fimm árum.  JIMMY Floyd Hasselbaink verður á ný í leikmannahópi Chelsea í dag þegar liðið mætir Tottenham í ná- grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna ökklameiðsla.  HASSELBAINK og Eiður Smári Guðjohnsen verða væntanlega í fremstu víglínu og þá þarf Gian- franco Zola að líkindum að setjast á varamannabekkinn. Hasselbaink hefur skorað 10 mörk gegn Totten- ham í 7 leikjum með Chelsea.  SVERRIR Garðarsson, unglinga- landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í raðir FH-inga á ný eftir að hafa verið í herbúðum Molde í Nor- egi í hálft annað ár og leikið þar með unglingaliðinu. Sverrir er 19 ára og hefur æft af fullum krafti með meist- araflokki FH að undanförnu. FÓLK STEFFEN Damborg, fram- kvæmdastjóri danska kvennaliðsins Skovbakken/Brabrand frá Árósum, sagði í samtali við staðarblaðið År- hus Stiftstidende í gær að samningar við íslenska handknattleiksþjálfar- ann Kristján Halldórsson væru á lokastigi. „Við höfum rætt saman um hríð og erum komnir það langt að ég tel að lokaniðurstaðan sé á borðinu. Ég reikna með því að geta lagt samning- inn fyrir stjórn félagsins í næstu viku, en það er hennar að taka end- anlega ákvörðun í málinu,“ sagði Damborg. Kristján, sem þjálfar karlalið Haslum í Noregi, sagði við Morgun- blaðið í gær að það væri rétt að hann væri með samningstilboð í höndun- um. „Malið er þó ekki í höfn, ég á eft- ir að skoða það mjög vel næstu dag- ana,“ sagði Kristján. Hann fór með fjölskyldu sína til Árósa um síðustu helgi til að skoða aðstæður þar og sagði að sér litist vel á þær og að öll umgjörð í kringum kvennahandbolt- ann í Danmörku væri glæsileg. Ef af verður tekur Kristján við lið- inu í sumar. Skovbakken/Brabrand er í fallbaráttu í dönsku úrvalsdeild- inni en hefur styrkt leikmannahóp sinn verulega að undanförnu og markmiðið er að liðið verði komið í fremstu röð í deildinni á næsta tíma- bili. Samningar við Kristján á lokastigi Salan á Woodgate eykur ennóánægju Terry Venables, knattspyrnustjóra Leeds, sem eins og áður segir hefur þurft að sjá á eft- ir hverjum framúrskarandi knatt- spyrnumanninum frá félaginu síðan hann tók við stjórn liðsins í sl. sumar. Fyrir vikið er farið að þykkna í Venables og óvíst að hann verði til langframa í starfi sínu. Sé Venables óánægður þá er gremja stuðnings- manna liðsins enn meiri og kom hóp- ur af hörðustu stuðningsmönnum Leeds saman fyrir framan Elland Road til að lýsa yfir megnri óánægju með störf Peters Ridsdale stjórnar- formanns. Ridsdale segir aftur á móti að Leeds sé nauðugur sá kostur að selja leikmenn til þess að grynnka á skuldunum sem hafi verið orðnar óheyrilega miklar. Þrátt fyrir skuldahalann þá náði liðið samning- um við Real Madrid á elleftu stundu í gær um að fá leigðan Raul Bravo frá spænska liðinu fram til vors. Bravo, sem hefur leikið með 21 árs landsliði Spánar, hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá þjálfara Evrópumeistar- anna á leiktíðinni og var feginn því að fá tækifæri til að róa á önnur mið. Reiknað er með því að Woodgate leiki í fyrsta sinn með Newcastle á morgun þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal. Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, er hins vegar í sjöunda himni yfir að hafa krækt í hinn unga og vaska varnarmann enda hefur hann haft á honum augastað í nokk- urn tíma. Woodgate er 23 ára gamall og hefur verið í röðum Leeds í tíu ár. Eftir talsverða eftirgangsemi tókst Southampton að öngla í hinn efnilega miðvallarleikmann Notting- ham Forest, David Prutton, síðdegis í gær, en í fyrradag hafði tilboði fé- lagsins í Prutton verið vísað á bug. Southampton reiddi fram 2,5 millj. punda, um 320 millj. króna, fyrir pilt sem leikið hefur með 21 árs landsliði Englendinga. Þá tókst West Ham að fá David Noble frá Arsenal og gerði við hann samning fram á vorið. Noble hefur ekki lánast að komast í stjörnum prýtt lið ensku meistaranna síðan hann kom til þeirra fyrir fjórum ár- um. Var hann m.a. í láni hjá Watford hluta úr síðustu leiktíð. Noble vonast til að geta lagt sitt lóð á vogarskál- arnar hjá West Ham svo liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni, annars þykir líklegt að hann verði að finna annað skip og annað föruneyti í sum- ar. Forráðamenn Sunderland leggja allt í sölurnar til þess að halda liðinu áfram í úrvalsdeildinni og í gær höfnuðu þeir tilboðum frá Man- chester United og Liverpool í David Bellion. Þessi tvítugi kantspilari hef- ur um nokkrut skeið verið undir smásjánni hjá Sir Alex Ferguson en áhugi Liverpool er nýr af nálinni. Reuters Jonathan Woodgate á hér, fyrir ofan, í höggi við Darius Vassell, sóknarleikmann Aston Villa, en þeir eru báðir í enska lands- liðshópnum. Woodgate gekk til liðs við Newcastle í gær. Sá sjötti seld- ur frá Leeds NEWCASTLE innsiglaði kaupin á varnarmanninum Jonathan Wood- gate frá Leeds réttri klukkustund áður en lokað var fyrir kaup og sölu á knattspyrnumönnum í Evrópu í gær. Þá undirritaði Woodgate samning við Newcastle eftir að hafa lokið við læknisskoðun sem hann stóðst í alla staði. Newcastle borgaði 9 milljónir punda, jafn- virði rúmlega 1,1 milljarðs fyrir Woodgate, og hefur þar með selt sex leikmenn á nokkrum mánuðum fyrir um 50 milljónir punda eða sem svarar til um 6,5 milljarða króna. SUNNA Gestsdóttir bætti Ís- landsmetið í langstökki inn- anhúss á Reykjavíkurmótinu sem haldið var í Egilshöll í fyrrakvöld. Hún stökk 6,08 metra og bætti eigið met um 5 sentímetra en hún stökk 6,03 metra á móti í Noregi fyrir tæplega ári síðan. Sunna keppti sem gestur á mótinu en hún er í Ungmenna- sambandi Skagafjarðar. Fanney Björk Tryggvadótt- ir úr ÍR bætti eigið Íslands- met í stangarstökki meyja um fimm sentímetra á mótinu þegar hún vippaði sér yfir 3,15 metra. Sunna bætti Ís- landsmetið STEFÁN Gíslason knattspyrnumaður, sem hefur leikið í Austurríki og Noregi síðustu ár, mun spila með FH eða Keflavík á komandi keppnistímabili. Stefán sagði við Morgunblaðið eftir fund með FH- ingum í gær að þessi tvö félög kæmu til greina hjá sér og hann tæki ákvörðun á næstu dögum um með hvoru þeirra hann myndi spila. „Þetta eru tveir góðir kostir og þótt Keflavík sé í 1. deild líst mér mjög vel á aðstæður og þjálfar- ann þar, enda geri ég ráð fyrir að semja til tveggja ára,“ sagði Stefán. Hann er 22 ára gamall Eskfirðingur og lék fyrst með KVA, eitt tímabil með unglingaliði Ars- enal og síðan eitt sumar með KR í úrvalsdeildinni, en spilaði síðan í þrjú ár með Strömsgodset í Nor- egi. Þaðan fór hann til Grazer AK í Austurríki fyrir ári. Þar hætti hann nú um áramótin og flutti heim til Íslands. Stefán í FH eða Keflavík Morgunblaðið/Arnaldur Stefán Gíslason ÁRANGUR Evrópuþjóða í heims- meistarakeppninni í Portúgal, þar sem þær skipa þrettán efstu sætin, leiðir til þess að Evrópa fær eitt sæti til viðbótar í handknattleik- skeppni karla á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Um það sæti verður leikið í Evrópukeppninni í Slóveníu í janúar á næsta ári. Liðið sem verður í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu mun því enn eiga von um að komast til Aþenu. Það verður þó þungur róður því þá þarf það að skáka Svíum, Dönum og Slóvenum en þeir síðarnefndu verða á heimavelli, og fleiri sterk- um þjóðum í Evrópukeppninni. Það verður sem sagt efsta liðið á Evr- ópumótinu af þeim sem ekki á ólympíusæti víst, sem dettur í lukkupottinn og tryggir sér farseð- ilinn til Aþenu. Evrópa átti sjö lið af tólf sæt- unum á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þá átti Afríka tvö lið þar sem Egyptar höfðu náð sjöunda sætinu á heimsmeistaramótinu árið áður. Evrópa hefur hins vegar tryggt sér samtals níu lið á leik- unum í Aþenu. Það eru sjö efstu lið- in frá HM í Portúgal og gestgjaf- arnir, Grikkir, og síðan svokallað álfusæti, en Evrópa, Ameríka, Asía og Afríka fá eitt sæti hver álfa fyrir utan hin átta sætin sem ráðstafað hefur verið. Ólympíusæti í boði á EM í Slóveníu Haukur Ingi leigður? EKKERT verður af því að Haukur Ingi Guðnason, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Keflavík, gangi til liðs við Grazer AK í Austurríki. Félagaskiptamarkaðnum í Evrópu var lokað á miðnætti og austur- ríska félaginu tókst ekki að selja júgóslavneska landsliðsmanninn Boban Dmitrovic, eins og þurfti til að það gæti gengið til samninga við Keflvíkinga um Hauk Inga að svo stöddu. Hann sagði við Morg- unblaðið í gær að líklegast væri að hann spilaði með liði í úrvals- deildinni hér á landi í sumar. Haukur Ingi dvaldi hjá Grazer AK á dögunum og spilaði tvo æfingaleiki með liðinu. Hann fékk sérstaklega góða dóma fyrir fyrri leikinn, sem var gegn austurríska liðinu Hartberg. „Þeir sýndu strax mikinn áhuga og voru með tilbúið samningstilboð fyrir mig, en voru bundnir af því að geta selt júgóslavneskan leikmann. Það gekk ekki eftir og málið er því úr sögunni, allavega fram á sumar. Ég geri ekki ráð fyrir því að spila með Keflavík í sumar, ef ég ætla mér að eiga möguleika áfram á landsliðssæti verð ég að minnsta kosti að vera í efstu deild hér heima. Keflvíkingar skilja mína afstöðu mjög vel og þeirra hugmyndir eru að leigja mig til liðs í úrvalsdeildinni. Það er hinsvegar á algjöru byrjunarstigi og ég hef æft af fullum krafti með Keflavík, á frábærum æfingum und- ir stjórn Milans Stefáns Jankovic,“ sagði Haukur Ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.