Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 FJÖLDI Skota og Skotlandsvina kom saman á Hótel Sögu í gær til þess að lyfta sér upp í nafni Roberts Burns, þjóðskálds Skota. Veislustjórar voru fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Magnús Magnússon og dóttir hans Sally. Haft er á orði að 25. janúar sé mesti hátíðisdagur í Skotlandi á eftir áramótum því þann dag árið 1759 fæddist Robert Burns. Efnt er til hátíðarkvöldverðar í kringum afmælisdag skáldsins til þess að drekka eðalviskí, borða haggis með kartöflum og rófum og fara með ljóð og syngja. Burns-kvöldverður hefur verið órjúfanlegur þáttur skoskrar menningar í rúm 200 ár og skýrist matseðillinn af dálæti skáldsins á þjóðarréttinum haggis, sem að mörgu leyti svipar til ís- lenskrar lifrarpylsu. Athöfnin hefst formlega þegar veislustjórinn býður viðstöddum að veita þjóðarréttinum, haggis, viðtöku. Rísa gestir úr sæt- um og klappa rólega meðan kokkurinn ber haggis-kepp á bakka að veisluborðinu við undirleik sekkjapípu. Fram kom í breska dagblaðinu The Times á dögunum að flogið yrði með haggis til landsins frá Glasgow vegna veislunnar. Hið þekkta ljóð Burns, To a Haggis, er flutt af innlifun þegar fyrsti keppurinn er kominn á borðið, en skorið er í hann á sama augnabliki og komið er að tiltekinni ljóðlínu í fyrrgreindu kvæði. Undir lok kvöldsins leiðast gestir og syngja Auld Lang Syne, eitt ljóða skoska þjóðskáldsins, sem gjarnan er sungið á gamlárskvöld í enskumælandi löndum. Morgunblaðið/Jim Smart Jack Weir leggur bakka með skoskri haggis-pylsu á veisluborð í Burns-kvöldverði á Hótel Sögu í gær. Veislu- stjórar kvöldsins voru Magnús Magnússon og Sally Magnusson sem sitja honum sitt til hvorrar handar. Haggis og eðalviskí til heiðurs skosku þjóðskáldi Til siðs er að skála í eðalviskíi og bera við- hafnarklæðnað sem kenndur er við skosku hálöndin. Hver ætt á tiltekið mynstur. Skotlandsvinir og erlendir gestir sóttu Burns-kvöldverð RÚMUR helmingur atvinnu- lausra á höfuðborgarsvæðinu eða 57% er með grunnskólapróf eða minni menntun að baki. Fjórðungur atvinnulausra er með framhaldsskólamenntun og 10% með háskólamenntun. Þetta kemur fram í samanburði sem Samtök atvinnulífsins (SA) hafa gert en hann er byggður á gögnum frá Vinnumiðlun höfuð- borgarsvæðisins er sýna skipt- ingu atvinnulausra eftir mennt- un. Um 500 sem eru án atvinnu hafa lokið stúdentsprófi Niðurstöðurnar eru birtar á fréttavef SA og kemur þar fram að yfirgnæfandi fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir og með framhaldsmenntun hafa stúd- entspróf eða rúmlega 500 manns. Allmargir þeirra sem eru atvinnulausir eru með menntun í veitingagreinum eða 20 kokkar og 25 þjónar. Þá voru 25 hársnyrtar án atvinnu. 334 háskólamenn á skrá „Háskólamenntaðir á atvinnu- leysisskrá voru 334 á þessum tíma. Þar af voru 86 með mennt- un í viðskiptum og rekstri, 47 með verk- eða tæknifræði- menntun og 35 með tölvunar- eða kerfisfræðimenntun. Stærsti hópurinn eða 127 manns flokk- ast í „önnur hugvísindi“ en á bak við hann standa 28 mismun- andi tegundir háskólamenntun- ar,“ segir í frétt SA. 57% atvinnulausra eingöngu með grunnskólamenntun NAFNÁVÖXTUN Sameinaða líf- eyrissjóðsins var í fyrra neikvæð um 8,1% og raunávöxtunin var neikvæð um 9,9%. Meðaltal hreinnar raun- ávöxtunar sl. fimm ár er 1,9%. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að þrátt fyrir slaka ávöxtun sjóðsins síðustu þrjú ár og aukningu lífeyrisskuldbindinga vegna hækk- unar lífaldurs komi ekki til breytinga á réttindum sjóðsfélaga. Fjöldi virkra sjóðsfélaga er 10.856, sem er 2% fjölgun frá fyrra ári, og fjöldi lífeyrisþega er 3.832, sem er 12% fjölgun. Þá segir að slök ávöxtun sjóðsins skýrist af mikilli lækkun á verði erlendra verðbréfa hans. Bréfin hafi lækkað í erlendri mynt og íslenska krónan hafi hækk- að á móti erlendum myntum. Af þessum sökum hafi ávöxtun erlendra verðbréfa sjóðsins verið neikvæð um 38% í íslenskum krónum. Erlend hlutabréf sjóðsins í Bandaríkjadöl- um hafi lækkað um 21% og lækkun Bandaríkjadals gagnvart krónunni hafi numið um 22%. Hlutfall eigna sjóðsins í erlendum gjaldmiðlum var 21% um síðustu áramót en var 35% ári áður. Skuldir vegna skuldabréfakaupa Skuldir stigadeildar sjóðsins námu tæpum 4 milljörðum króna í árslok, en ári fyrr voru skuldirnar 818 milljónir króna. Jóhannes Sig- geirsson, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, segir að skýringarnar á þessum skuldum séu þríþættar. Í fyrsta lagi sé skuld við aldurstengdu deildina að fjárhæð um 550 milljónir króna. Í öðru lagi sé ámóta há skuld við sér- eignadeild sjóðsins. Í þriðja lagi sé skýringin skammtímalán sem tekin hafi verið vegna skuldabréfakaupa. Stjórnendur sjóðsins hafi í desember ákveðið að nýta tækifæri sem þeir töldu sig sjá á skuldabréfamarkaði, því líklegt væri að ávöxtunarkrafan færi lækkandi. Hluti skýringarinnar á því að þetta hafi verið gert hafi ver- ið að flýta kaupum á skuldabréfun- um á meðan verðið væri hagstætt. Ársuppgjör Sameinaða lífeyrissjóðsins 2002 Neikvæð raun- ávöxtun nam 9,9% RANNSÓKNARNEFND flugslysa, RNF, beinir því til Flugleiða hf. að merkingar á flugvélum félagsins, sem ætlaðar eru til leiðbeiningar fyr- ir starfsfólk, séu yfirfarnar við reglu- bundnar skoðanir flugvéla. Hún leggur jafnframt til að hlaðdeild Ice- land Ground Services (IGS), fyrir- tækis Flugleiða sem sér um af- greiðslu flugvéla, endurskoði verklag við afgreiðslu flugvéla og leggi áherslu á ný- og endurþjálfun starfsfólks. Þessar tillögur í öryggisátt koma fram í skýrslu um flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli 9. janúar í fyrra. Þar kemur fram að skömmu fyrir brottför Boeing 757-vélar til Kaupmannahafnar hafi hlaðstjóri sent tvo hlaðmenn til að finna tvær töskur í afturlest vélarinnar. Hlað- maður, sem var að ganga frá, sá að aftari lestin var opin, leit inn í hana, slökkti ljósin og lokaði. Innilokuðu mennirnir vissu ekki hvernig væri hægt að opna lestina að innanverðu þar sem merkingar þess efnis vant- aði á viðkomandi hurð og ekki hafði verið fjallað um það í þjálfun þeirra. Þeir veltu fyrir sér hvernig þeir gætu látið vita af sér og m.a. hvarfl- aði að þeim að bera eld að eldvarn- arkerfinu og setja þannig af stað við- vörunarkerfi í flugstjórnarklefanum. Þá fór hlaðstjórann að lengja eftir þeim og rétt áður en ýta átti flugvél- inni frá óskaði hann eftir að kannað yrði hvort mennirnir væru þar og svo reyndist vera. Hefðu getað kafnað Þorkell Ágústsson, aðstoðarrann- sóknarstjóri rannsóknarnefndar flugslysa, segir að hlaðmönnunum hefði ekki orðið meint af hugsanlegri flugferð, en öðru máli gegndi ef slökkvikerfið hefði farið í gang en það dælir haloni sem eyðir súrefni. Segir hann að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, því þá hefðu mennirnir verið lokaðir inni í súrefnislausu rými, þar til slökkviliðið hefði opnað lestina. Vinnureglur verði bætt- ar eftir að menn lokuð- ust í farangurshólfi Þjálfun og kynning verði aukin ÞOTA frá Flugfélaginu Atlanta er notuð um þessar mundir til flutninga fyrir breska varnarmálaráðuneytið. Þotan er í leigu hjá breska flugfélag- inu Excel sem Atlanta hefur flogið fyrir um tíma og hefur Excel samið um verkefnið við varnarmálaráðu- neytið. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er flog- ið með breska hermenn og starfs- menn varnarmálaráðuneytisins frá London til Kúveit. Meðal þeirra starfsmanna Atlanta sem sinna flug- inu eru þrjár íslenskar áhafnir. Verkefnið er ekki hluti af samkomu- lagi sem íslenska utanríkisráðuneyt- ið hefur gert við NATO um að leggja til fjármagn vegna flutningaverk- efna. Atlanta flýgur með breska hermenn YFIRGNÆFANDI líkur eru til að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu að mati Vésteins Ólasonar og Örnólfs Thorssonar, ritstjóra Rit- safns Snorra Sturlusonar. Í grein sinni í Lesbók í dag svara þeir gagn- rýni Guðrúnar Nordal þess efnis að Snorri hafi ekki skrifað söguna. Þeir Vésteinn og Örnólfur segja m.a. að ekki sé hægt að sanna að Snorri sé höfundur Eglu með rökum sem „mundu nægja til að sakfella af- brotamann“. Þá segja þeir að út í hött sé að velta fyrir sér höfundum og aldri íslenskra lausamálsverka frá miðöldum og Snorri sé ekki höf- undur neinna verka, heldur séu margir höfundar þeirra verka sem honum hafa verið eignuð. Þá segja þeir að máli skipti að vita eitthvað um hvers konar maður hafi samið verk eins og Egils sögu og hugsan- lega hvenær. Ekki sé þetta síst mik- ilvægt ef sami maður hafi samið fleiri verk. Líklegast að Snorri hafi samið Eglu  Snorri/Lesbók 6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.