Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.2003, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 2003 Ofurvel minnist ég þessa frá æskunnar dögum, undi ég löngum í varpa og grösugum högum. Fór ekki af bæ nema beðinn þess vísast ég væri ef vantaði kaffi eða mjöl eða nagla og snæri. Ólatur var ég með gleði og fögnuð í fangi um fjöruna gekk ég ilmandi af sjávarins þangi Mjúkt undir fæti og mildust var gola af landi merki um gönguna augljós í fjörunnar sandi. Dvaldist mér nokkuð en aftur er heim vildi halda hálfflætt þá reyndist og öldurnar seildust til valda. Fótspor mín afmáð þær höfðu með áleitni sinni angurværð saknaðar fann ég í huganum inni. Núna er minningin dagljós og merlar hér inni, mildur fer blærinn um vanga og gleður nú sinni. Ævispor gengin nú týnast í gleymskunnar sandi, gjálfrandi öldurnar bera þau síðustu að landi. Senn mun þó brima og sandurinn lífsins mun rjúka, seinustu merkin um gönguna burtu þá fjúka. HELGI SELJAN Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. FÓTSPOR Í SANDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.