Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 3

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 C 3 Bókasafns- og upplýsingafræðingur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið aug- lýsir stöðu bókasafns- og upplýsingafræðings lausa til umsóknar. Starfið heyrir undir skjala- og upplýsingastjóra og er fullt starf. Æskilegt er að starfsmaður hefji störf í mars nk. Starfið felst í þátttöku og vinnu við eftir- farandi verkþætti:  Daglegan rekstur skjalasafns ráðuneytisins.  Uppbyggingu og rekstur bókasafns.  Fræðslu fyrir starfsmenn um skjala- og upp- lýsingastjórn þ. á m. um notkun Lotus Notes skjalastjórnarkerfisins Málaskrár.  Ýmis verkefni sem tengjast upplýsingamál- um ráðuneytisins.  Þróunarvinnu varðandi uppbyggingu skjala- og bókasafns ráðuneytisins. Menntunar- og hæfniskröfur:  Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræð- ingi með BA-próf að lágmarki.  Þekking og reynsla af skjalastjórn og rafræn- um skjalastjórnarkerfum nauðsynleg.  Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlanda- máli nauðsynleg.  Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð eru nauðsynleg ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Launakjör eru samkvæmt samningi Félags há- skólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir skjala- og upplýsingastjóri í síma 545 8700. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík eigi síðar en 24. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík, 23. janúar 2003. Grettistak ses Húnaþing vestra Auglýst er til umsóknar staða framkvæmda- stjóra Grettistak ses. Grettistak er menningar- og ferðaþjónustuverkefni í Húnaþingi vestra sem að standa m.a. sveitarfélagið Húnaþing vestra, Byggðasafn Húnvetninga og Stranda- manna og Ferðamálafélag V-Hún. Markmið verkefnisins er að vinna með menn- ingararf og sögu Húnaþings og nýta til að efla svæðið á fjölbreyttan hátt. Verkefni fram- kvæmdastjóra á næstu árum eru m.a. að stýra framkvæmdum við uppbyggingu fyrirhugaðrar menningarmiðstöðvar. Rannsóknir á menning- arsögu svæðisins og fræðileg skrif. Vinna við samstarfsverkefni innan héraðs og utan, upp- bygging menningartengdra ferðaþjónustuverk- efna, þróun Grettishátíðar, þátttaka í Evrópu- verkefninu Destination Viking og annað Evrópusamstarf. Auk vinnu við fjármögnun og gerð rekstraráætlana. Hæfniskröfur: — Háskólamenntunar eða álíka menntunar er krafist. Menntun á sviði menningarsögu, svo sem í íslensku, bókmenntum, sagn- og þjóðfræði er æskileg. — Tungumálakunnátta, enska og Norðurlanda- mál. — Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til árangurs. — Geta unnið fræðilegar rannsóknir og komið að fræðilegu samstarfi. — Reynsla af framkvæmdastjórn er æskileg. Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlut- falli frá 1. maí 2003. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2003. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Grettistaks, Pétur Jónsson, í síma 451 0040, netfang peturjo@simnet.is . Umsóknir sendist til Grettistak ses, Höfða- braut 6, 530 Hvammstangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.