Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hársnyrtifólk Meistari eða sveinn óskast Ef þig langar að breyta til en vera sjálfstæð/ur, þá er tækifærið hjá okkur. Listhár Lúðvík XIV, sími 553 4466, eftir kl. 19.00 sími 565 8019. Kraftvélaleigan óskar eftir starfsmanni í fullt starf Starfið felst í umsýslu á tækjum og búnaði leig- unnar. Um er að ræða almenn afgreiðslustörf, afhendingu og móttöku tækja sem og daglegt viðhald þeirra. Starfið er krefjandi, viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, snyrtilegur og hafa reynslu af almennu viðhaldi vinnuvéla og tækja, einnig væri almenn tölvukunnátta æskileg. Umsækjandi þarf að hafa meirapróf. Kraftvélaleigan er með almenna útleigu á vinnuvélum, lyfturum og ýmsum öðrum búnaði þeim tengdum sem og öðrum hlutum. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar „ Kraftvélaleigan“ eða á netfangið leiga@kraftvelar.is fyrir 7. febrúar nk. ATH! Umsóknum verður ekki svarað í síma. Dalvegi 6—8, 201 Kópavogur w w w. k r a f t v e l a r. i s Störf í hugbúnaðargerð Idega Software hf. óskar eftir að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga í eftirtalin störf: Forritun: Þróun IdegaWeb hugbúnaðarins (Java) og inn- leiðing kerfa bæði innanlands og erlendis. Æskileg menntun og reynsla: - Háskólamenntun á sviði hugbúnaðargerðar eða verkfræði. - Reynsla í Java forritun (J2EE, JDBC). - Reynsla í notkun Linux. Prófanir, skjölun og gerð markaðsefnis: Gæðastýring hugbúnaðar, vinna við hlið kerfis- fræðinga við skjölun hugbúnaðar og gerð markaðsefnis. Æskileg menntun og reynsla: - Góð tungumálakunnátta (enska og Norðurlandamál) - Reynsla í notkun ritvinnslu og umbrotsforrita. - Reynsla í skjölun hugbúnaðar (white papers, notendahandbækur, API skjölun). - Reynsla í gerð markaðsefnis. Umsóknir ásamt ítarlegri ferilsskrá sendist í tölvupósti til Gunnars Páls Þórissonar, fram- kvæmdastjóra, netfang: gunnar@idega.is . Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. -------------------------------------- Idega Software hf. er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í internet- tækninni og gagnvirkum vefkerfum. Félagið er með starfsemi á Íslandi og í Svíþjóð. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vefnum www.idega.is . Bókhald — teiknistofa Teiknistofa óskar eftir að ráða starfskraft til að sinna bókhaldi og skrifstofuhaldi. Um er að ræða 40% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn í Tolk+. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 8. febrúar, merktar: „2449“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.