Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 6

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 6
6 C SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verkfræðingur/ tæknifræðingur sérhæfður í burðarþolshönnun óskast til starfa sem fyrst. Þarf að hafa a.m.k. 10 ára starfsreynslu og minnst 3 ára reynslu í virkjanaverkfræði. Spennandi verkefni. Upplýsingar sendist til pjohannesson@ pyramid.net . Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Innri- og Ytri-Njarðvík Up lýsingar í síma 421 3475 eða 821 3475 vantar í afleysingar Hár og smink leitar að hárgreiðslumeistara eða -sveini Um hlutastarf er að ræða samkvæmt nánara samkomulagi milli aðila. Leitað er að metnað- arfullum og reyndum fagmanni. Hár og smink leggur áherslu á símenntun starfsmanna og þátttöku í innlendum og erlendum sýningum. Nánari upplýsingar má fá hjá Svölu Ólafsdótt- ur, Hár og smink, Hlíðasmára 17, síma 564 6868. Umsóknir sendist á Hár og smink eða á netfang lokkur@simnet.is fyrir 9. febrúar nk. Umsóknum verður svarað fyrir 24. febrúar nk. Matreiðslumenn Café Aroma leitar að matreiðslumönnum. Þetta er starf þar sem sköpunargáfa viðkom- andi fær að njóta sín og hefur upp á margt að bjóða því auk þess að reka veitingahúsið reka sömu aðilar veisluþjónustu í sama húsnæði. Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið aroma@simnet.is . Café Aroma er nýlegt veitinga- og kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar með áherslu á léttan og skemmtilegan matseðil ásamt því að vera með breytilegan hádegismatseðil alla virka daga. Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði. Fasteignasala — sölumaður Traust fasteignasala, staðsett í Reykjavík, leitar að duglegum og áreiðanlegum sölumanni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi tölvukunn- áttu og reynslu af sölumennsku. Við bjóðum upp á fullkomna starfsaðstöðu í góðu húsnæði. Laun eru árangurstengd. Ef þú ert að leita að áhugaverðu starfi, þar sem reynir á mannleg samskipti, þá er þetta starfið. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „EL — 02“. Snyrtifræðingar Vegna forfalla vantar okkur snyrtifræðing með meistarabréf. Í boði er góð aðstaða og góð kjör. Starf sem hentar konum á öllum aldri. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „S — 2003." R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Skammadalsæð og safnæð - Endurnýjun 2003“. Verkið felst í að endurnýja hluta af að- veituæð fyrir hitaveitu á um 750 m löng- um kafla frá dælustöð á Reykjum og að ofanjarðarlögn austan við Reykjalund, ásamt safnæð sem liggur samsíða að- veituæðinni. Nýja aðveituæðin er DN 600 mm stálpípa í ø800 mm plastkápu og safnæðin er DN350 mm stálpípa í ø500 mm plastkápu. Fjarlægja skal nú- verandi DN 600 og DN 350 mm stálpípur úr steyptum stokkum. Helstu magntölur eru: Lengd Skammadalsæðar DN600/ø800 755 m Lengd safnæðar DN350/ø500 493 m Lengd smurvatnslagnar DN65/ø110 til DN25/ø90 595 m Ídráttarrör ø50 1.005 m Skurðlengd 823 m Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 18. febrúar 2003 kl. 14:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Uppsetning stjórn- og rafbúnaðar“ fyrir Nesjavalla- virkjun. Um er að ræða uppsetningu og teng- ingu 11 kV skápa, færslu, uppsetningu og tengingu þurrspenna, efnisútvegun og breytingar í stýrivéla- og tengiskáp- um. Í verkinu eru strengjalagnir fyrir 11 kV lág- og smáspennu og nettengingar stjórnbúnaðar ásamt tilheyrandi efnisút- vegun og uppsetningu á lagnaleiðum. Verkinu skal lokið fyrir 1. september 2003. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með 4. febrúar 2003. Opnun tilboða: 25. febrúar 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofunar. Útboð F.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Gatna- málastofu Reykjavíkur og Lands- síma Íslands er óskað eftir tilboðum í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 4. áfangi 2003, Gerðin“. Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu, síma og gangstéttir í Melgerði, Mosgerði og Háagerði. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 2.680 m Lengd hitaveitulagna: 2.470 m Strengjalagnir: 25.300 m Lagning ídráttaröra: 4.770 m Hellulögn: 490 m2 Steyptar stéttar: 3.100 m2 Malbikun: 700 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 12. febrúar 2003 kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar. Tilboð óskast í fyrrum húsnæði heilsugæslunnar á Túngötu 2, Suðureyrarhreppi 13217 fyrrum húsnæði heilsugæslunnar á Túngötu 2, Suðureyrarhreppi Um er að ræða steinsteypt hús byggt árið 1960. Heildarstærð hússins er 488,7 fermetrar. Bruna- bótamat hússins er kr. 48.189.000 og fasteigna- mat er kr. 12.015.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Þröst Óskars- son á heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar í síma 450 4500. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkiskaupum. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 hinn 13. febrúar 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska. Útboð KAR-08 36 kV rofabúnaður Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í 36 kV rofa- búnað fyrir vinnusvæði Kárahnjúka-virkjunar samkvæmt útboðsgögnum KAR-08. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu, upp- setningu og tengingu á 36 kV rofabúnaði með tilheyrandi hjálparbúnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 3. febrúar nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 6.000,- fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10:00 mánudaginn 24. febrúar 2003 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum full- trúum þeirra bjóðenda sem þess óska. Útboð — Gatnagerð Hvörf V Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir til- boðum í gatna- og holræsagerð í Vatnsendalandi - Hvörf V. Í verkinu fellst nýbygging gatna og stíga, lagn- ing holræsa og lagning lagna veitustofnana. Helstu magntölur eru: Götur 2.000 m Holræsi Ö250 - 600 4.000 m Vatnslagnir Ö110 - 280 2.200 m Hitaveita OR 6.400 m Strenglagnir OR og LS 33.000 m Verkinu skal skila fullbúnu fyrir 31. ágúst 2003. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs frá og með 5. febrúar 2003 gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 18. febrúar 2003 kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.