Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 C 9 Menntamálaráðuneyti Styrkur til háskólanáms í Kína Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk/styrki handa Íslendingum til háskólanáms í Kína námsárið 2003-2004. Umsóknum um styrkina skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 14. mars nk., á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 30. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is Menningarsjóður Íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóður- inn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrk- ir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráð- stefnur koma að jafnaði ekki til greina. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir tímabilið 1. júní 2003 - 31. maí 2004 skulu berast sjóð- stjórninni í síðasta lagi 3. mars 2003. Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum verður tekin fyrir lok maí nk. Áritun á Íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að um- sóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. Einnig er unnt að nálgast eyðublöðin á vef ráðuneytisins, menntamálaráðu- neytið.is . Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands, 31. janúar 2003. Daggæsla í heimahúsum Grunnnámskeið vegna daggæslu í heimahúsum verður haldið hjá Námsflokkum Reykjavíkur ef næg þátttaka næst. Námskeiðið hefst 1. mars nk. Skráning og frekari upplýsingar hjá daggæsluráðgjöfum á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur í síma 563 5800 og Fjölskyldumiðstöðinni Miðgarði fyrir Grafarvog í síma 545 4500. Leyfi til daggæslu í heimahúsum eru veitt hjá Leikskólum Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. Menntun í Hótelstjórnun eins og hún gerist best * BA gráðan er viðurkennd af Bournemouth University Það sem við lærum með ánægju gleymum við aldrei BA í Alþjóðlegri hótelstjórnun & ferðaþjónustu* Hótelstjórnun og upplýsinga- tækni Framhaldsnám (Post-graduate diploma) IHTTI P.O. Box 171 4006 Basel Switzerland S. +41 61 312 30 94 Fax +41 61 312 60 35 admission@ihtti.ch www.hotelcareer.ch STYRKIR Þýðingarsjóður Auglýsing um styrki til útgáfu á þýðingum erlendra bókmennta Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 með síðari breytingu, um Þýðing- arsjóð, er hlutverk sjóðsins að veita útgefend- um fjárstuðning til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli, jafnt skáldverka sem viðurkenndra fræðirita. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til Þýðingarsjóðs í fjárlögum 2003 nemur 8,6 milljónum króna. Eyðublöð fyrir um- sóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast um- sóknareyðublöð á vef ráðuneytisins, mennta- malaraduneyti.is . Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 2003. Stjórn Þýðingarsjóðs, 31. janúar 2003. Auglýsing um styrki til fyrirhleðslna og stöðvunar landbrots Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti auglýsir Landgræðsla ríkisins til umsóknar styrki til fyrirhleðslna og stöðvunar landbrots. Styrkir verða veittir til fyrirhleðsluframkvæmda sem ætlaðar eru til að vernda mannvirki eða land í meirihlutaeigu einkaaðila. Við forgangs- röðun verkefna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem land- brotið ógnar. Hámarksfjárhæð styrks á ári er 1.000.000 kr. en þó aldrei meiri en 75% af kostnaði við fram- kvæmdir. Um nánari skilyrði fyrir styrkveitingu vísast til ákvæða laga nr. 91/2002, auk úthlutunarreglna sem finna má á heimasíðu Landgræðslu ríkisins (http://www.land.is) og hægt er að nálgast um- sóknareyðublað. Upplýsingar má einnig fá á skrifstofu Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og á héraðssetrum Landgræðslunnar. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2003, skila skal umsóknum til Landgræðslu ríkisins fyrir þann tíma. Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella. Sími 488 3000. Netfang: land@land.is SÓKRATES menntaáætlun ESB veitir styrki til skólafólks og menntastofnana SÓKRATES/COMENÍUS Endurmenntun kennara Styrkir eru veittir til leik-, grunn- og fram- haldsskólakennara til að sækja endur- menntunarnámskeið í e-u þátttökulandi Sókratesar (30 Evrópulönd) í 1-4 vikur. Tungumálaverkefni - nemendaskipti Nemendaskiptaverkefni skóla, þar sem tveir nemendahópar frá ESB-löndum skiptast á 2 vikna gagnkvæmum heim- sóknum, a.m.k. 10 nemendur í hóp. Evrópsk samstarfsverkefni skóla Samstarfsverkefni/þróunarverkefni a.m.k. þriggja skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi frá þátttökulöndum Sókratesar. Evrópsk aðstoðarkennsla í tungumálum Íslenskir leik-, grunn- og framhaldsskólar auk fullorðinsfræðslustofnana geta sótt um að fá evrópskan aðstoðarkennara í tungumálakennslu fyrir skólaárið 2003/ 2004. Aðstoðarkennsla í Evrópu Íslenskir stúdentar, sem lokið hafa a.m.k. 2 ára háskólanámi og stefna að tungu- málakennslu, geta dvalið í 3-8 mánuði í e-u ESB-landi og starfað sem aðstoðar- kennarar. Námsgagnagerð Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofn- ana frá ESB/EES-löndum við að koma á fót endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara eða vinna við námsgagnagerð. Umsóknarfrestur til 1. mars 2003 Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veita Katrín Einarsdóttir og Ragnhildur Zoega, Landsskrifstofu SÓKRATESAR/alþjóðaskrifstofu háskól- astigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík, sími: 525 4311 og fax: 525 5850, netfang: ask@hi.is, heimasíða: www.ask.hi.is . Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 1. mars nk. til: Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar, c/o Haukur Björnsson, Íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsókn skulu fylgja hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Endurnýja skal eldri umsóknir. Allar nánari upplýsingar veitir Haukur Björnsson á netfanginu: haukur@snerpa.is Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til verkefna á sviði rannsókna eða lista. Verkefnin þurfa að nýtast börnum á leik- eða grunnskólaaldri. Heildarupphæð til úthlutunar er allt að 1,5 miljón króna. Umsókn, ásamt upplýsingum um umsæjanda og greinargerð um fyrirhugað verkefni, skal senda fyrir 28. febrúar 2003. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík 28. janúar 2003. Barnavinafélagið Sumargjöf, pósthólf 5423, 125 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.