Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 12
MJÖG vaxandi þörf er nú fyrir leikskólapláss á Austur-Héraði og hefur verið gerður samningur milli sveitarfélagsins og Fellahrepps um afnot af annarri af tveimur deildum leikskólans Hádegishöfða í Fella- bæ, en deildin hefur verið fáliðuð fram til þessa. Verða þannig til átta ný heilsdagspláss fyrir börn frá Austur-Héraði og mun þurfa að bæta við starfsfólki í kjölfarið. Lengi hefur verið í umræðunni að byggja þurfi nýjan leikskóla á Austur-Héraði, en deild yngstu barnanna er höfð í kjallara Foss- hótels Valaskjálfar. Þar sem útlit er fyrir að fleiri flytjist í sveitarfé- lagið á komandi mánuðum og árum vegna fyrirliggjandi virkjana- og stóriðjuframkvæmda, má teljast víst að samningurinn sé þannig að- eins bráðabirgðalausn og að finna þurfi varanlega lausn á leikskóla- málum Austur-Héraðs.. Þá stendur fyrir dyrum að út- vega húsnæði undir nýja fé- lagsmiðstöð fólks á aldrinum sex- tán til tuttugu og fimm ára. Stefnt er að því að hún taki til starfa næstkomandi haust og hefur vinnuhópur, sem skipaður er þrem- ur ungmennum, fulltrúa fræðslu- og menningarráðs Austur-Héraðs og fulltrúa foreldra hafið undirbún- ingsstarf að verkefninu. Markmið félagsmiðstöðvarinnar verður að efla menningarstarf og afþreyingu fyrir þennan aldurshóp og vinna að atvinnuskapandi hugmyndum þannig að ungmennin geti sjálf stuðlað að markvissri þróun at- vinnulífs í sinni heimabyggð. Komið til móts við þarfir barna Egilsstöðum. Morgunblaðið. 12 C SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI SUMAR- OG ORLOFSHÚS Óska eftir að gerast með- eigandi að fasteignasölu Er heiðarlegur, metnaðargjarn og fjár- sterkur aðili með reynslu af rekstri fyr- irtækja, sölu-, markaðs- og fjármálum. Óska eftir að gerast meðeigandi að fasteignasölu sem hefur á sér gott orð. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Framtíð 2003” fyrir föstud. 7. feb. Verslunin Værð og voðir er til sölu af sérstökum ástæðum Mjög gott verð. Áhugasamir hafi samband við Jón í s. 695 5520. Skrifstofuherbergi/Leiga Til leigu rúmgóð glæsileg skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Heilsurækt Sjúkraþjálfari sem vinnur með óhefðbundnum aðferðum leitar eftir aðstöðu ca 30-70 fm, helst í tenglsum við jogastöð, líkamsrækt eða aðra sambærilega starfssemi. Vinsaml. hafið samb. í síma 898 0562 eða netf. grave@islandia.is Skrifstofuhúsnæði Til leigu 150 m² skrifstofuhúsnæði á 1. hæð við Dalveg 16D, við sömu götu og sýslumanns- skrifstofan í Kópavogi. Húsnæðið er sem nýtt og laust 1. apríl nk. Upplýsingar í síma 893 1090. Til leigu 120 fm bjart og snyrtilegt atvinnuhúsnæði í Akralind, Kópavogi. Góð lofthæð og stórar inn- keyrsludyr. Skrifstofa og snyrtiaðstaða. Upplýsingar í síma 892 2051. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingarfundur María Sigurðardóttir, miðill, verður með skyggnilýsingarfund í húsi félagsins á Víkurbraut 13 í Keflavík sunnudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20.00. Aðgangseyrir við inngang- inn. Allir velkomnir. Stjórnin. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 mun Þóra Kristín Art- húrsdóttir, nuddari með meiru, halda fyrirlestur í húsnæði fé- lagsins í Garðastræti 8. Fyrirlest- urinn nefnist Kínverska spekin sem nálastungur byggja á. Aðgangseyrir er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn, kr. 500 fyrir aðra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir og Garðar Björgvins- son michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönn- um og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Egilsdóttir, Lára Halla Snæfells, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Breyttur opn- unartími á skrifstofu í Garða- stræti 8. Opið mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 9— 13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. KENNSLA Námskeið í baknuddi helgina 8. og 9. febrúar, frá kl. 12—16. Ilmolíu- og þrýsti- punktanudd. Yfir 15 ára reynsla. Upplýsingar og skráning í s. 562 4745, 896 9653 og 552 1850. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  183238  I I.O.O.F. 3  183238  Ma.  GIMLI 6003020319 II  HEKLA 6003020319 IV/V MÍMIR 6003020319 III Þorrafundur Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Félag austfirskra kvenna heldur þorrablót í safnaðarheim- ili Grensáskirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 20.00. Stjórnin. Félagsfundur Lífssýnar er þriðjudagskvöldið 4. febrúar nk. kl. 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð. Fyrirlesari er Hilmar Örn Hilm- arsson. Fundirnir eru opnir öll- um og er heitt kaffi á könnunni. Aðgangseyrir 500 kr. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Heilög kvöldmáltíð. Samkoma kl. 20.00. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Upphafsorð: Unnar Erlingsson. Friðrik Schram predikar. Allir velkomnir. www.kristur.is Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Majór Inger Dahl stjórnar. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir talar. Mánudagur 3. febrúar kl. 15.00 Heimilasamband. Sigríður Jóhannsdóttir talar. Kl. 17.30 Barnakór. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 16:30. Högni Vals- son predíkar. Lofgjörð, fyrirbæn- ir og brauðsbrotning. Ungbarna- kirkja og í Krakkakirkjunni verð- ur mikið fjör í dag. Lubba og Láki koma í heimsókn og einnig verður brúðuleikhús. Allir hjartanlega velkomnir. Sameiginleg samkoma með Charles Ndifon í Fíladelfíu kl. 16.30 í dag. Lækningasamkomur með Charl- es Ndifon í Vetrargarðinum 3., 4. og 5. feb. í Smáralindinni kl. 19.00 öll kvöldin. Þriðjudagur: Námskeið „Konur með takmark“ kl. 10.00. Nám- skeiðsgjald er kr. 1200. Innifalið hádegismatur og kaffi. Fimmtudagur: Konunglegu her- sveitirnar kl. 17.30. Laugard.: Samkoma kl. 20.30. Sunnudagur: Bæna- og fjöl- skyldudagur kl. 10.00 sem endar með léttum málsverði kl. 15.00. Samkoma kl. 16.30. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Lækningasamkoma kl. 16:30. Charles Ndifon þjónustar og bið- ur fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Mánud., þriðjud. og miðviku- dag verða lækningasamkomur í Vetrargarðinum, Smáralind, kl. 19:00 þar sem Charles Ndifon mun þjónusta. Mið. Mömmumorgnar kl. 10:00. Fjölskyldusamv. kl. 18:00. Lau: Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. filadelfia@gospel.is mbl.is VEÐUR ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, færði Miðstöð heilsuverndar barna stafræna myndavél og upp- tökuvél auk tölvu og hugbúnaðar til myndrænnar úrvinnslu og gagnavinnslu að gjöf 23. janúar sl. Gyða Haraldsdóttir, sviðstjóri greiningarteymis Miðstöðvar heilsuverndar barna, tók við gjöfinni úr hendi Þórdísar Jóns- dóttur, formanns Svalnanna. Gyða sagði tækin nýtast á margvíslegan hátt eins og við greiningu á þroskafrávikum og öðrum vandamálum barna. Einn- ig við gerð fræðsluefnis og rann- sóknir og þróunarvinnu sem tengist starfinu. Hún sagði þetta því kærkomna gjöf. Andvirði hennar nemur tæpri hálfri milljón króna. Miðstöð heilsuverndar barna hef- ur það hlutverk að vera miðstöð heilsuverndarstarfs á landsvísu fyr- ir börn. Gáfu stafrænar myndavélar og tölvu Gyða Haraldsdóttir, sviðstjóri á MHB, og Þórdís Jónsdóttir, formaður Svaln- anna, þegar gjafirnar voru afhentar. Morgunblaðið/Árni Sæberg TRÚNAÐARMENN Norðuráls á Grundartanga hafa sent frá sér ályktun þar sem fram kemur m.a. að stjórnvöld verði að svara óskum Norðuráls um orku til stækkunar ál- versins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonna framleiðslu á ári. Í ályktuninni er bent á að fjöl- margir aðrir kostir séu í stöðunni fyrir stjórnvöld en Norðlingaöldu- veita. Er þar minnst á Skaftárveitu, Búðarhálsvirkjun, virkjanir í neðri hluta Þjórsár og gufuaflsvirkjanir á hálendinu, Reykjanesi og Hellis- heiði. „Hægt er að tryggja áfram- haldandi uppbyggingu og draga verulega úr því atvinnuleysi sem nú ríkir og allt bendir til að muni aukast,“ segir í ályktuninni sem komið var á framfæri af Rafiðnaðar- sambandi Íslands. Stjórnvöld svari óskum um orku fyrir stækkun Trúnaðarmenn Norðuráls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.