Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar Rannsókn hafin Mikil rannsókn er hafin á slysinu á laugardag er bandaríska geimferj- an Kólumbía fórst rétt fyrir lend- ingu og með henni sjö manna áhöfn. Bendir flest til, að slysið megi rekja til þess, að hitahlífar sködduðust er einangrunarbrot úr eldsneytisgeymi ferjunnar féll á þær við flugtak um miðjan janúar. Framkvæmdaleyfi Fulltrúar sveitarfélaganna Norð- ur-Héraðs og Fljótsdalshrepps hafa afhent fulltrúum Landsvirkjunar formlegt framkvæmdaleyfi vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Sýningarskáli og hótel Samningur um uppbyggingu hót- els og sýningarskála á horni Að- alstrætis og Túngötu var undirrit- aður á föstudag. Á uppbyggingunni að vera lokið í ársbyrjun 2005. Mikil þátttaka Yfir 600 manns hafa skráð sig til þátttöku í verkefninu „Nýsköpun 2003 – Samkeppni um gerð við- skiptaáætlana“ en skilafrestur er til 31. maí næstkomandi. Námskeið í tengslum við samkeppnina verða haldin víða um land í þessum mán- uði. Greiðslugeta könnuð Lánþegar skulu hafa óskoraðan rétt til að falla frá lántöku innan 14 daga frá því lán var tekið samkvæmt tillögu, sem nú er til umræðu á vett- vangi Evrópusambandsins. Jafn- framt ber lánveitendum skylda til að kynna sér vel greiðslugetu lántak- enda. Veðurhamur Stórhríð var norðanlands í gær og víða mjög erfið færð á vegum. Ekk- ert ferðaveður var í Víkurskarði og Brattabrekka og Breiðdalsheiði voru ófærar. Þá fór rúta með 20 ung- lingum út af undir Ingólfsfjalli en þar var bálhvasst. 2003  MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A PELE ÞURFTI 25 TILRAUNIR, EIÐUR EINA / B5 SNORRI Steinn Guðjónsson hitti forráðamenn hins fornfræga þýska handknattleiksliðs, Grosswaldstadt, í Lissabon á sunnudag þar sem und- irritaður var samningur til tveggja ára. Snorri Steinn sagði að aðeins ætti eftir að ganga frá einu smáatriði í samningi hans en að öðru leyti væri allt klappað og klárt. „Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá þessu máli. Markmiðið hjá mér er að komast inn í hlutina á fyrsta árinu og átta mig á hlutunum. Ég fer ekki til Þýskalands fyrr en í sumar þegar keppnistíma- bilinu er lokið með Val. Það eru spennandi tímar framundan hjá Val, við erum með í baráttunni á öllum vígstöðvum,“ sagði Snorri Steinn og bætti því við að hann hlakkaði til að fara heim til Íslands og fara að leika handknattleik á ný. „Það er mikil reynsla að upplifa svona keppni og hvað það þarf til þess að ná árangri, en það er líka langt síðan ég lék al- vöruleik og ég bíð spenntur eftir því að hitta félagana í Val og spila hand- bolta á ný,“ sagði Snorri sem var á leikskýrslu í einum leik íslenska liðs- ins en var að öðru leyti fyrir utan lið- ið. Morgnunblaðið /RAX Króatar komu skemmtilega á óvart á HM í Portúgal með því að leggja Spánverja í tvíframlengdum leik í undanúrslitum og Þjóðverja í úslitaleiknum, 34:31. Hér hampa þeir verðlaunagripnum í Lissabon í gærkvöldi. Allt um HM á B2,B3, B6, B7, B8, B9, B10 og B12. Snorri samdi við Gross- waldstadt Portland San Antonio á eftir Patreki PATREKUR Jóhannesson er með nokkur járn í eldinum. Lið Essen, sem hann hefur leikið með undanfarin sex ár, hefur boðið honum nýjan samning, hann er með samningstilboð upp á vasann frá þýska liðinu Grosswallstadt, því sama og Snorri Steinn Guðjónsson geng- ur til liðs við fyrir næstu leiktíð, og í gær óskaði þjálfari spænska liðsins Portland San Antonio eftir því að fá að ræða við Patrek með hugsanlegan samning í huga. Patrekur staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að þjálfari spænska liðsins hefði haft samband við sig en frekari viðræður við spænska liðið myndu eiga sér stað einhvern næstu daga. Meðal leikmanna Portland San Antonio eru Frakkinn Jackson Richardson og Júgóslavinn Nedeljko Jovanovic en þeir léku stór hlutverk með liðum sínum á heimsmeistaramótinu. Stefán Gíslason til liðs við Keflvíkinga STEFÁN Gíslason skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við Keflvíkinga og leikur með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Stefán, sem er 22 ára Eskfirðingur, lék síðast með Grazer AK í aust- urrísku úrvalsdeildinni en hætti þar um áramót. Áður lék hann með Austfjarðaliðinu KVA, unglingaliði Arsenal, þá KR í eitt sumar, og spilaði þá 12 leiki í efstu deild, 18 ára gamall, og síðan með Ströms- godset í Noregi í þrjú ár en þar lék hann 40 leiki í úrvalsdeildinni. „Mér líst virkilega vel á mig í Keflavík, bæði á þjálfarann og leik- mannahópinn, eftir að hafa æft með liðinu í janúar. Þetta er ungur og skemmtilegur hópur, ég verð þarna með eldri mönnum sem verð- ur nýtt fyrir mig! Það er ljóst að liðið ætlar sér beint upp í úrvals- deildina á ný og það verður gaman að taka þátt í þeirri baráttu,“ sagði Stefán við Morgunblaðið eftir undirskriftina í gærkvöld. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 20/23 Viðskipti 11 Kirkjustarf 29 Erlent 12/13 Bréf 26 Listir 14/15 Dagbókin 28 Umræðan 16/17 Fólk í fréttum 34 Forystugrein 18 Veður 35 * * * KVIKMYNDIN Nói albínói, eftir Dag Kára Pétursson, hlaut þrenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem lauk í gær. Mynd- in hefur þar með unnið til sex verðlauna á þremur kvik- myndahátíðum á einni viku. Áður hafði myndin unnið til samtals þrennra verðlauna á kvik- myndahátíðum í Rotterdam í Hol- landi og í Angers í Frakklandi. Á Gautaborgarhátíðinni valdi dómnefnd í keppni norrænna kvikmynda Nóa albínóa bestu kvikmyndina og er það í fyrsta skipti sem íslensk mynd hlýtur þau verðlaun, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Verðlaunaféð nemur 200 þúsund sænskum krón- um. Tvær íslenskar myndir tóku þátt í keppni norrænna mynda í Gautaborg en Harald Paalgaard hlaut einnig verðlaun dómnefndar fyrir kvikmyndatöku í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Fálk- um. Harald hlýtur 50 þúsund sænskar krónur í verðlaun. Nói albínói vann til tvennra ann- arra verðlauna á hátíðinni en al- þjóðasamtök kvikmyndagagnrýn- enda (FIPRESCI) og samtök kirkjunnar manna í Svíþjóð töldu Nóa albínóa einnig bestu mynd há- tíðarinnar. Í tilkynningu frá Kvik- myndamiðstöð Íslands segir að kvikmyndahátíðin í Gautaborg sé helsta kvikmyndahátíð Norður- landanna. Hana sæki á annað þús- und manns úr alþjóðlegum kvik- myndaheimi og gestir á sýningum hátíðarinnar eru á annað hundrað þúsund talsins. Næst á dagskránni hjá aðstand- endum Nóa albínóa er að vinna að sölu myndarinnar á kvikmynda- markaði í Berlín, sem hefst í næstu viku. Þá má gera ráð fyrir að mikið verði lagt í að kynna myndina á kvikmyndahátíðinnni í Cannes í maí en helmingi verð- launafjárins frá Gautaborgarhá- tíðinni, alls um 900 þúsund ís- lenskum krónum, verður varið til markaðssetningar fyrir þá hátíð. Sex verðlaun á einni viku Sigurganga Nóa albínóa heldur áfram en myndin vann til verðlauna á þremur hátíðum í síðustu viku LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða hafa yfirtekið umsjón með gagnkvæmri skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna, en hingað til hefur það verið í umsjón hvers lífeyrissjóðs fyrir sig. Þannig næst betri yfirsýn yfir skipt- ingu ellilífeyrisréttinda. Hægt er að tryggja að skiptingin verði gagn- kvæm hjá báðum aðilum og að allir hlutaðeigandi sjóðir taki þátt í skipt- ingunni, að því er fram kemur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Slík skipting á sér einkum stað í tengslum við hjónaskilnaði eða sam- búðarslit og lýtur þá að þegar áunn- um ellilífeyrisréttindum. Skipta má ellilífeyrisréttindum milli hjóna með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er heimilt að skipta ellilíf- eyrisgreiðslum þegar ellilífeyristaka hefur hafist. Í öðru lagi er hægt að skipta þegar áunnum ellilífeyrisrétt- indum í síðasta lagi sjö árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist. Í þriðja lagi er hægt að skipta þeim ellilífeyrisréttindum sem eiga eftir að ávinnast það sem eftir er starfs- ævinnar. Með skiptingunni er hægt að jafna ellilífeyrisrétt hjóna. Skiptingin þarf að vera gagnkvæm og taka til ellilíf- eyrisréttinda beggja, en hún þarf hins vegar ekki að vera til helminga, þ.e.a.s. hlutföllin geta verið önnur. LL sjá um skiptingu ellilífeyrisréttinda GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í hjólbarða og rusli í bíla- geymslu suðurhluta versl- unarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í gærmorgun. Mikill reykur var í bílageymslunni þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vett- vang um kl. 7.30, slökkti og reyk- ræsti. Skemmdir eru aðallega af völdum sóts og reyks. Enginn var á ferli þegar slökkvilið bar að. Þá voru engir bílar í bílageymslunni. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í bílageymslu HUGMYNDIR, sem lúta að því að brúa Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi með því að leggja veg um Hrútey, fara að öllum líkindum í umhverfismat á þessu ári og stefnir Vegagerðin að framkvæmdum eftir þrjú til fjögur ár. Eigandi eyjarinnar er gersamlega mótfallinn framkvæmdinni enda muni hún skaða lífríki þar og mögu- leika á nýtingu æðarvarps sem þar er. Hann segir nær að nota fjármunina til að stytta leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um svokallaðan Vest- fjarðaveg. Að sögn Reynis Bergsveinssonar, sem á Hrútey, komu umræddar hug- myndir fyrst fram í dagsljósið árið 1997 en þær ganga út á að brúa bilið milli eyjarinnar og lands austan meg- in við hana en vestan megin yrði hún tengd með uppfyllingu. Verður þetta gert í stað uppbygg- ingar vegar um Eyrarfjall, en að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisverk- fræðings á Ísafirði, myndi það stytta vetrarleiðina um Djúpið um 28 kíló- metra en sumarleiðin yrði álíka löng og áður. Gert sé ráð fyrir að fram- kvæmdin fari í umhverfismat á þessu ári en framkvæmdir geti hafist eftir þrjú til fjögur ár. Helmingi dýrara en vegur um Eyrarfjall Veglínan er að sögn Reynis áætluð yfir eyna endilanga sem myndi að sögn hans hafa afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir lífríkið þar. Hann segir eyna gróðursæla auk þess sem nokkur dúntekja er í henni og er löng saga á bak við nýtingu æðarvarpsins þar. Beiðnum hans um að gert yrði mat á vegarlagningu á skerjum fast við Hrútey að norðanverðu hafi ekki ver- ið svarað og sömu sögu sé að segja um tillögur hans um að leggja nýjan veg yfir Eyrarfjall í 300 metra hæð. Reynir segir að þegar upphaflegar áætlanir um kostnað við vegarlagn- inguna voru settar fram hafi það verið staðhæft að það kostaði 100–200 millj- ónum krónum minna að leggja veginn um Hrútey en um Eyrarfjall en síðar hafi komið í ljós að þetta væri rangt. Í raun yrði vegurinn um Hrútey um helmingi dýrari en vegur yfir Eyrar- fjall. „En á meðan verið var að sann- færa fólk var dregin upp kolröng nið- urstaða til þess að það væri óhjákvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu að það yrði að fara yfir Hrútey,“ segir hann. Hægt að stytta Vestfjarðaveg um 100 kílómetra Að mati hans væri skynsamlegra að nýta fjármunina til að stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um Vestfjarðaveg. Vegurinn um Mjóa- fjörð er hins vegar hluti af Djúpvegi, sem liggur milli Brúar í Hrútafirði og Ísafjarðar um Ísafjarðardjúp. Til standi að gera jarðgöng milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar sem myndi stytta Vestfjarðaveg um 25 kílómetra og í raun sé búið að eyrnamerkja pen- inga í jarðganga- og vegaáætlun fyrir þeirri framkvæmd. Þá hafi lengi verið rætt um að brúa Þorskafjörðinn og stytta leiðina enn um 10 kílómetra sem mætti gera fyrir helming þess fjár sem vegurinn um Hrútey muni kosta. Vegagerðin hafi einnig horft til þess að jarðgöng gegnum Gufudals- háls myndu stytta leiðina enn um 15 kílómetra. „Að gerðum þessum endurbótum yrði Vestfjarðavegur 90–100 kíló- metrum styttri en Djúpvegur og sér- fræðingur Vegagerðarinnar segir mér að það þýði 3–4 milljarða í hagn- að fyrir umferðina að stytta leiðina um 100 kílómetra,“ segir Reynir. Hann hyggst ekki láta Hrútey umyrðalaust af hendi. „Ég geri ráð fyrir að ekki sé hægt að gera eign- arnám nema að sannfæra fólk um að þar liggi að baki almannaheill og al- mannaþörf. Og ég sé ekki að það sé al- mannaheill að Ísfirðingar fái endilega að keyra lengri leiðina til Reykjavíkur í staðinn fyrir styttri leiðina og eyði- leggja þessa perlu í leiðinni.“ Leggst gegn vegi um Hrútey Landeigandi hyggst ekki láta eyjuna umyrðalaust af hendi                !  "  # "   $   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.