Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stórkostleg páskaferð til hinnar fögru Ítalíu, þar sem farþegum gefst m.a. kostur á að taka þátt í páskahátíð- inni að hætti innfæddra, t.d. í hinni frægu páskagöngu í Amalfi á föstudag- inn langa, en það er einstök upplifun. Í ferðinni njóta farþegar leiðsagnar og fróðleiks Ólafs Gíslasonar, sem þekkir bæði land og þjóð flestum Íslending- um betur. Áhugaverðar kynnis- og gönguferðir í boði, m.a. til Pompei, Vesuúvíusar, Capri og um Sorrento-skagann. Páskahátíð á suður-Ítalíu Napolí og Sorrento 11.-20. apríl Ólafur Gíslason fararstjóri heldur tveggja kvölda kynningu og fræðir farþega ferðarinnar um það sem þeir sjá og upplifa í ferðinni. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nánari ferðalýsing og upplýsingar á www.heimsferdir.is og hjá sölumönnum Heimsferða. Verð kr. 139.900 stgr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting á þriggja stjörnu hótelum með morgunverði. Fimm kvöldverðir. Kynnisferð til Pompei og Vesuvíusar. Akstur til og frá flugvelli erlendis. Flugvallarskattar og fararstjórn. Fararstjóri: Ólafur Gíslason VERÐ lyfja hækkaði um 6% árið 2002 segja Samtök verslunarinnar í bréfi sem sent hefur verið til Magn- úsar Péturssonar, forstjóra Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH). Til- efni bréfsins er viðtal við Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóra LSH, í Morgunblaðinu þar sem hann hélt því fram að lyf til spítalans hefðu hækkað um 28% árið 2002 þrátt fyrir hagstæða gengisþróun. Samtök verslunarinnar skrifuðu umrætt bréf til Magnúsar Pétursson- ar, forstjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, í liðinni viku og áttu fulltrúar lyfjaheildsala innan samtak- anna jafnframt fund með forstjóran- um. Í bréfinu segir að fullyrðing Jó- hannesar sé „mjög alvarleg, þar sem hún sé röng“. „Staðreyndin málsins er hins vegar sú að skráð lyf, það er lyfseðilsskyld lyf og S-merkt lyf, hafa lækkað um 6% að meðaltali á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í samanburði á verði í janúar 2002 og í janúar 2003 sem birtur er af lyfjaverðsnefnd og er öllum aðgengilegur. Þessi gögn frá lyfjaverðsnefnd, sem er opinber ákvörðunaraðili lyfjaverðs á Íslandi, staðfesta það sem lyfjainnflytjendur hafa sagt, að þessar fullyrðingar lækningaforstjóra LSH væru alrang- ar.“ Í bréfinu segir ennfremur að haft hafi verið eftir Jóhannesi í Morgun- blaðinu að: „frá því fyrir þremur ár- um hafi um einn milljarður króna far- ið í kaup á S-merktum lyfjum innan spítalans, en að kostnaður vegna S- merktra lyfja sé áætlaður 1,5 millj- arðar á þessu ári.“ Ekki er unnt að skilja orð Jóhannesar öðruvísi en svo að hann kenni hækkun lyfjaverðs al- farið um þessa kostnaðaraukningu. Þetta er mjög einkennileg röksemda- færsla þegar höfð er í huga umfjöllun um lyfjakostnað LSH, eins og frá honum er greint í ársskýrslu spítal- ans fyrir 2001. Þar segir orðrétt: Sjúkrahúsapótekið seldi lyf fyrir rúma 1,6 milljarða árið 2001. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið ákvað að færa frá Tryggingastofnun ríkisins til LSH umsýslan og af- greiðslu svokallaðra S-merktra lyfja. Í þessum lyfjaflokki eru öll nýjustu og þá dýrustu lyfin. Færsla S-merktra lyfja til spítalans varð í byrjun árs 2001. Hún skýrir að mestu leyti þá hækkun sem orðið hefur á sölu lyfja í apóteki spítalans, eða um rúmar 800 milljóna króna.“ (Leturbreyting bréf- ritara.) Ekki verður betur séð en að skýr- ingarnar á þessum kostnaðarauka spítalans á umræddu tímabili sé ein- mitt að finna í tilvitnuðum orðum í ársskýrslu þeirrar sömu stofnunar,“ segir í bréfi Samtaka verslunarinnar. Ósambærilegur samanburður Þá segir að „á því hafi verið hamrað af hálfu spítalans að lyfjaverð sé oft- ast meira en 15% hærra hér en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Í þessu sambandi hafa verið notuð ósambærileg verð að því er virðist til þess eins að gefa almenningi rangar upplýsingar. Alvarlegasta dæmið er samanburður á verði lyfsins Glivec í greinargerð LSH sem birtist í Morg- unblaðinu 25. janúar síðastliðinn. Þar var verð á lyfinu áður en það var skráð hér á landi samanborið við heildsöluverð án virðisaukaskatts í Noregi og Svíþjóð. Með þessum reikningskúnstum fékkst munur upp á 36%. Vinnubrögð sem þessi eru ólíðandi og sú spurning hlýtur að vakna hvað viðkomandi starfsmönn- um LSH gangi til með slíkri fram- komu. Staðreyndin er sú að lyfjaverð er oft lægra eða svipað hér á landi í samanburði við hin Norðurlöndin.“ Segja samanburð á lyfjaverði alrangan Hörð gagnrýni lyfjaheildsala á lækningafor- stjóra LSH NÚ fer hver að verða síðastur að fá sér hið svokallaða Húsavíkurparket því stjórnendur Skipaafgreiðslu Húsavíkur ehf. hafa ákveðið að hætta framleiðslunni. Að sögn Helga Pálssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, er orðið einsýnt með það að rekst- urinn skili ekki þeirri framlegð sem til þarf og því sé skynsamlegra að hætta honum í tíma. Helgi segir að unnið verði úr því hráefni sem til er og dugar það til framleiðslu í um hálfan mánuð og allri vinnu verði lokið um mánaðamótin apríl-marz næstkomandi. Allt bendir því til að nú hilli undir lok harðviðar- og parketvinnslu á Húsavík sem svo miklar vonir voru bundnar við í upphafi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Það styttist í lok parketvinnslu á Húsavík en vinna við hana heldur þó áfram næstu tvær vikur eða svo. Framleiðslu park- ets á Húsavík hætt GÍSLI Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði og formaður Þjórsár- veranefndar, segir að sér lítist vel á tillögu um nýtt miðlunarlón vegna Norðlingaölduveitu, með tilliti til um- hverfisverndarsjónarmiða. Hins veg- ar komi það á óvart að settur um- hverfisráðherra skuli hafa fallist á 6. áfanga Kvíslaveitu. Hann segir ljóst að settur umhverf- isráðherra hafi lagt mikla vinnu í að finna lausn á sem ekki myndi skaða vestanverð Þjórsárver. „Mér líst mjög vel á þá útfærslu sem þar er, út frá gildi náttúruverndarsjónarmiða. Aftur á móti kom mér á óvart að hann skyldi heimila 6. áfanga Kvíslaveitu,“ segir hann og bendir á að hann hafi ekki farið í umhverfismat. Gísli Már segir að samkomulag um friðlýsingu Þjórsárvera frá 1981 nái ekki til 6. áfanga Kvíslaveitu, þar sem eingöngu hafi verið heimilað að veita til Þórisvatns úr upptakakvíslum Þjórsár á Sprengisandi og austurþverám hennar. „Sjötti áfangi Kvíslaveitu var kynntur Náttúru- vernd ríkisins og Þjórsárveranefnd árið 1999. Eftir mikla yfirlegu komst Þjórsár- veranefnd að þeirri niðurstöðu í maí 2001 að fallast ekki á 6. áfanga Kvísla- veitu því stór hluti farvega Þjórsár, frá austasta hluta Þjórsárvera og nið- ur að Sóleyjarhöfða, myndi nokkurn veginn þorna. Búið er að veita það miklu vatni í 1.–5. áfanga Kvíslaveitu, að þegar er orðið talsvert áfok úr far- veginum. Ef 6. áfangi yrði leyfður myndu Arnarfellskvísl og Múlakvísl- ar verða einar eftir í farveginum. Árnar halda við grunnvatnsyfir- borðið næst árbökkunum og hætta er á því að grunnvatnsyfirborð myndi lækka í Þjórsárverum ef vatnsborð hennar lækkar mikið. Fulltrúi Lands- virkjunar í Þjórsárveranefnd greiddi á sínum tíma atkvæði með þeirri til- lögu að fallast ekki á 6. áfangann eftir að ráðfæra sig í síma við forstjóra Landsvirkjunar,“ segir hann. Gísli Már kveðst vona að eftir úr- skurðinn og í ljósi fyrri samþykkta muni Landsvirkjun ekki fara fram á að fá að taka meira vatn ofar í Þjórs- árverum til þess að veita í Þórisvatn. „Það er alveg ljóst að skoða þarf miklu betur hvaða áhrif vatnsskortur í efri hluta Þjórsár mun hafa á Þjórs- árverin og hver hættan er á foki yfir verin. Síðan er spurning um að finna útfærslu sem tryggir nægjanlegt vatn til þess að renna í meginhluta árfar- vegar Þjórsár ofan Sóleyjarhöfða. Mér sýnist þessi úrskurður því kalla á mikla vinnu,“ segir Gísli Már. Gísli Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar Undrast að 6. áfangi Kvíslaveitu skuli leyfður Gísli Már Gíslason GRÍÐARLEGA góð þátttaka var á knattspyrnumóti í Mosfellsbæ um helgina sem haldið var til styrktar Rebekku Allwood, 13 ára stúlku úr knattspyrnudeild Aftureldingar, sem slasaðist alvarlega í bílslysi í byrjun nóvember. Um 550 stúlkur í öðrum til sjötta flokki úr öllum knattspyrnulið- um kepptu á mótinu og áhorfendur skiptu hundruðum. Að mótinu stóðu vinkonur Rebekku ásamt kvennaráði knattspyrnudeildar Aftureldingar og mun ágóði af kaffisölu renna í styrkt- arsjóð Rebekku auk þess sem safn- aðist í söfnunarbauka á staðnum. Mótið fór fram í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ og var frábær stemning meðal keppenda og áhorf- enda. Ekki var búið að telja ágóða helgarinnar í gær en ljóst að aðstand- endur mótsins geta búist við góðri innkomu miðað við viðtökunum. Al- gengt var að fólk borgaði fyrir venju- legan kaffibolla með 1.000 kr. seðli án þess að vilja fá til baka og jafnvel vildu sumir greiða 5.000 kr. fyrir kaffi og vöfflu. Boel Kristjánsdóttir, yfirþjálfari kvennaknattspyrnudeildar Aftureld- ingar, segir alla sem komu að mótinu hafa verið mjög jákvæða og ákveðna í að gera það sem eftirminnilegast. Frábær stemning á styrktarmóti Aftureldingar AÐALHEIÐUR Jóhannsdóttir, sér- fræðingur í umhverfisrétti, segir ekki víst að þörf sé á nýju umhverf- ismati fyrir Norðlingaölduveitu þrátt fyrir að úrskurður setts umhverfis- ráðherra hafi í för með sér talsverðar breytingar á framkvæmdinni. Heim- ildir ráðherra til að breyta ákvörð- unum lægra setts stjórnvalds og jafnvel taka nýjar séu nokkuð rúmar. „Mér finnst aðalatriðið í úrskurð- inum vera að í honum felst viður- kenning á mikilvægi Þjórsárvera og náttúruverndargildi þeirra og að of mikil áhætta sé tekin fyrir lífríkið í þeirri niðurstöðu sem fólst í úrskurði Skipulagsstofnunar,“ segir Aðalheið- ur. Hins vegar stingi það í stúf í úr- skurðinum að þar sé fyrst og fremst vísað til alþjóðlegra samninga en ekki stuðst við íslensk lög á borð við náttúruverndarlögin og villidýralög- in. „Þarna eru al- mennar tilvísanir til Ramsarsamn- ingsins og Bern- arsamningsins en það er mjög merkilegt að það skuli ekki byggt á þeim sjónarmið- um sem koma fram í íslenskum lögum.“ Hún seg- ir úrskurðinn þó ekki vera í andstöðu við íslensk lög en eftir standi að ekki sé vísað til þeirra. Aðspurð hvort þær breytingar sem úrskurður ráðherra hefur í för með sér fyrir framkvæmdina kalli á nýtt umhverfismat segir Aðalheiður: „Þegar um stjórnsýslukæru er að ræða hefur æðra stjórnvald, í þessu tilfelli settur umhverfisráðherra, nokkuð rúmar heimildir í samræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar til að endurskoða matskenndar ákvarð- anir lægra setts stjórnvalds. Ráðherra getur ekki aðeins fellt ákvörðunina úr gildi heldur hefur hann oftast nær vald til að taka nýja ákvörðun í staðinn. Þetta er megin- reglan og það er ekkert í lögunum um mat á umhverfisáhrifum sem beinlínis takmarkar þetta vald ráð- herrans. Út frá þeirri meginreglu er ekki víst að það sé þörf á nýju um- hverfismati. Hins vegar stingur þetta óneitanlega í stúf við anda laganna, sérstaklega hvað varðar hagsmuni almennings.“ Hún tekur undir að breytingin á framkvæmdinni sé mikil en hins veg- ar sé hún í þágu umhverfisverndar. „Þannig að það má spyrja sig að því hvort nokkur hafi sérstaka hagsmuni af því að reyna að hnekkja úrskurð- inum fyrir dómstólum.“ Aðalheiður Jóhannsdóttir sérfræðingur í umhverfisrétti Óvíst að þörf sé á nýju mati Aðalheiður Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.