Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 12
„Áfall fyrir allt mannkyn“ ÞJÓÐARLEIÐTOGAR um allan heim vottuðu Bandaríkjamönnum samúð sína í gær vegna Kólumbíu- slyssins og minntust geimfaranna sjö, sem fórust með ferjunni. Meðal þeirra voru Ísraeli og kona, sem fædd var í Indlandi. „Indverjar allir harma þetta skelfilega slys, sem snertir okkur sérstaklega vegna dauða landa okk- ar, Kalpana Chawla,“ sagði Atal Bih- ariu Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, í samúðarskeyti sínu til George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna. „Á laugardag komum við saman til að fagna fyrsta indverska geimfar- anum en þá fengum við fréttirnar og fögnuðurinn snerist upp í mikinn harm,“ sagði maður í Karnal, fæð- ingarbæ Chawla. Ísraelinn Ilan Ramon var líka mikið stolt sinnar þjóðar og víða í Ísrael safnaðist fólk saman í fyrra- kvöld til að minnast hans. Þar í landi hefur verið fátt um góðar fréttir lengi og dauði hans kom því eins og reiðarslag yfir alla þjóðina. Jiang Zemin, forseti Kína, sendi Bush og Moshe Katsav, forseta Ísraels, sam- úðarkveðjur og sagði, að vonandi yrði slysið ekki til að draga úr sókn mannsins út í geiminn. Kínverjar stefna nú að því að senda sína fyrstu menn út í geiminn síðar á árinu. Geimkönnun er landamæralaus Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, og Kim Dae-jung, for- seti Suður-Kóreu, vottuðu einnig minningu geimfaranna virðingu sína og Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í sínu skeyti, að vegna náinnar samvinnu Rússa og Banda- ríkjamanna í geimferðamálum tækju Rússar slysið enn nær sér en ella. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, Jóhannes Páll páfi II og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, voru meðal margra annarra, sem lýstu harmi sínum vegna slyssins og í ummælum sínum sagði Annan, að Kólumbíu- slysið væri „áfall fyrir allt mannkyn“ vegna þess, að könnun geimsins tak- markaðist ekki við landamæri ein- stakra ríkja. Þjóðarleiðtogar um allan heim votta Bandaríkjamönnum samúð sína Peking. AP. GEIMFERJAN Kólumbía fórst á laugardag skömmu áður en hún átti að lenda í Texas í Bandaríkjunum. Um borð voru sjö geimfarar og fórust þeir allir. Yfirvöld vestra hafa útilok- að að um hryðjuverk hafi verið að ræða og beinist rannsóknin nú að því að kanna hvort vinstri vængur geim- ferjunnar hafi skemmst í flugtaki. Kólumbía var í 62 km hæð yfir norðurmiðhluta Texas kl. 9 að stað- artíma eða kl. 14 að íslenskum tíma á laugardag, þegar samband við ferj- una rofnaði, 16 mínútum áður en lending var ráðgerð í Kennedy-geim- stöðinni í Flórída. Íbúar í Texas sögðu að hús þeirra hefðu skolfið og miklar drunur heyrst. Líklegt er að hávaðinn hafi orðið þegar geimferjan rauf hljóðmúrinn en hún var á 20.112 kíló- metra hraða á klukkustund þegar hún sundraðist. Leitarflokkar hafa verið sendir af stað til að safna saman brakinu sem dreifðist víða yfir Texas og Louisiana. Í gær höfðu fundist málmhlutar úr geimferjunni, þeir stærstu á stærð við bíl. Þá hafði fundist hjálmur eins geimfarans og ótilteknar jarðneskar leifar einhverra þeirra sjö sem fórust. Lögregla hefur hvatt vegfarendur til að stöðva ekki bifreiðar sínar til að skoða brakið svo að umferðaröng- þveiti skapist ekki á helstu hrað- brautum milli Houston og Dallas. Þá var og varað við því að eitruð efni kynni að vera að finna á brakinu og var almenningur hvattur til að snerta ekki þá hluta sem hann kynni að finna. Sjö manns voru í áhöfn geimferjunnar, þar á með- al Ísraeli sem var að fara fyrstur Ísraela í ferð út í geiminn. Fjórir geimfar- anna voru í sinni fyrstu geimferð og tveir þeirra voru konur. Geimfararnir voru allir rúmlega fertugir. George W. Bush Banda- ríkjaforseti flutti sjón- varpsávarp á laugardags- kvöld og greindi bandarísku þjóðinni frá því að enginn hefði komist af þegar bandaríska geim- ferjan Colombia splundr- aðist yfir Texas. „Sá mál- staður sem þau dóu fyrir lifir áfram,“ sagði Bush. „Mannkynið ferðast út fyr- ir okkar heim af þekking- arþörf og lönguninni til að skilja. Ferð okkar inn í geiminn heldur áfram,“ sagði Bush. Talið er að skemmd á hitahlíf vinstri vængs geimferjunnar, sem varð í geim- skotinu 16. janúar sl., kunni að vera skýringin á því hvers vegna Kólumbía fórst. Kvoða sem notuð var til ein- angrunar í eldsneytisgeymi ferjunnar hafi losnað frá og slegist í vinstri væng Kólumbíu. Hitahlífarnar voru 24.000 talsins og vernduðu ferjuna fyrir þeim gífurlega hita, sem myndast er hún kemur inn í gufuhvolfið. Getur hann orðið allt að 1.650 gráður á celsíus. Skynjarar sýndu líka mikinn hita í ferjunni rétt áður en hún sundraðist og styður það enn frekar kenninguna um skemmda hitahlíf. Fleiri tilgátur hafa komið Kólumbía er hún hafði splundrast í meira en 60 km hæð yfir jörðu. Þá var hún á gífurlegum hraða eða um 20.000 km á klukkustund.                    !    " # $" $ %&&'( )&&'(     * + (       + *       (, - ./ "(-0  1 (,2 2 3)4&&&( 5/673 (2 8 (-9:5 /   "           !  "#  $%      &' $   ' (    5/;( 7<='( )* $ $ .' :9- (2 (2 8  +, $ $  5/;7%%'(4 /; $%%6) -, $ $ 5/;>&'(4 /; $7?63 @-,/"(-0 (5 ( 74)3&AB . $ $ 5/;3)'( (, -  C(-0  8/  /  &   $ #0"    (     !" # $%&% '  '%  "( - : 08'8 - / -(/D / ,:/ (:(8 ,' @-.D ../E.2 /  /- 8  9  ' / .:,'     fram, til dæmis, að skemmdin á vængnum hafi valdið því að ferjan varð stjórnlaus, einnig, að málm- þreyta hafi sagt til sín eða skamm- hlaup hafi orðið í lúinni rafleiðslu. Þá hefur verið nefnt, að lítill loftsteinn gæti hafa rekist á ferjuna en það þyk- ir þó mjög ólíklegt. Sérfræðingar lögðu í gær áherslu á að enn væri rannsókn málsins of stutt á veg komin til að unnt væri að full- yrða nokkuð í þessu efni. Kólumbía var elsta geimferja Bandaríkjamanna, rúmlega 20 ára gömul, en hafði margoft verið endur- nýjuð með ýmsum hætti. Sundraðist á 20.000 km hraða Líklegt talið að vinstri vængur geimferjunnar Kólumbíu hafi skaddast í flugtaki Reuters ERLENT 12 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEIMFARARNIR sjö, sem fórust með Kól- umbíu. Talið frá vinstri eru Kalpana Chawla, William McCool, Ísraelinn Ilan Ramon, Rick Husband, Laurel Clark, Michael Anderson og David Brown. Myndin var tekin af áhöfn ferj- unnar í aðalstöðv- unum á Kanaveral- höfða 16. janúar síðastliðinn, rétt áður en hún steig um borð í geimferjuna. AP Áhöfn geim- ferjunnar 21 geimfari hefur týnt lífi París. AFP. ALLS hefur 21 geimfari týnt lífi á þeim rúmlega 40 árum sem liðin eru frá því að mann- aðar geimferðir hófust:  27. janúar 1967: Bandarísku geimfararnir Virgil Grissom, Edward White og Roger Chaffee farast þegar eldur kviknar um borð í Apollo 1 við æfingu. Eldurinn kviknaði þeg- ar skammhlaup varð í rafkerfi sem kveikti í súrefnisbirgðum geimfaranna.  23. apríl 1967: Sovéski geim- farinn Vladímír Komarov ferst um borð í Soyuz 1 eftir 26 klukkustunda ferð. Komarov fórst er fallhlíf stóð á sér með þeim afleiðingum að geimfarið steyptist á fullri ferð til jarðar.  29. júní 1971: Þrír sovéskir geimfarar, Georgíj Dobrovols- kíj, Vladíslav Volkov og Viktor Patsajev, farast er þrýstings- fall verður í Soyuz-11 geimfari þeirra. Þeir höfðu verið 24 daga í geimnum og sett met.  28. janúar 1986: Geimferjan Challenger springur í loft upp 75 sekúndum eftir flugtak. Um borð eru sjö geimfarar og allir farast: Francis Scobee, Michael Smith, Ronald McNair, Ellison Onizuka, Gregory Jarvis, Jud- ith Resnik og Christa McAul- iffe, sem var kennari og fyrsti óbreytti borgarinn sem valinn var til að fara í geimferð.  1. febrúar 2003: Geimferjan Kólumbía ferst 16 mínútum fyrir áætlaða lendingu. Um borð eru sjö geimfarar og far- ast þeir allir; Rick Husband, William McCool, Michael And- erson, David Brown, Kalpana Chawla, Laurel Clark og ísr- aelski flugforinginn Ilan Ramon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.