Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ gengur á með frumsýn- ingum hjá Leikfélagi Akureyrar. Kvöldið eftir frumsýningu á Leyndarmáli rósanna er afrakstur samkeppni um einleiki frumfluttur á sama sviði. Jafnframt er ein sýn- ing til í fullum gangi á sviði Sam- komuhússins, Hversdagslegt kraftaverk. Hvernig þetta gengur allt saman upp er ekki auðvelt að skilja, og gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Leikritasamkeppnir leikhúsanna hafa ekki skilað merkilegum sýn- ingum síðustu árin. Val hefur iðu- lega orkað tvímælis og væntingar áhorfenda til verðlaunaleikrita ekki verið uppfylltar af því sem borið hefur verið á borð. Kannski hefur Leikfélagi Akur- eyrar tekist að finna eina leið út úr þeim ógöngum sem slíkar sam- keppnir hafa ratað í undanfarið. Hér er óskað eftir smærri verkum, lagt upp með ákveðið umfjöllunar- efni – hæfilega vítt þó, og síðast en ekki síst kastað upp lykilorðinu uppistand. Útkoman dregur enda dám af því formi, dálítið kæruleys- isleg, án alls listræns herpings, engin vandræðaleg tilhlaup að tímamótaverkum. Öll umgjörð sýningarinnar styður þessa upp- lifun og stuðlar að afslöppuðu and- rúmslofti. Leikskráin, tónlistin, grallaralegar kynningar Þráins Karlssonar, viðfangsefnið og sam- band þess við nýlega viðburði í sögu leikfélagsins. Allt hjálpast að við að fá áhorfendur til að slappa af og búa sig undir skemmtiferð. Og þeir eru heldur ekki sviknir um hana. Fyrsti þátturinn, Olíuþrýstings- mæling dísilvéla, byggist á þeirri skemmtilegu grunnhugmynd að kynjabaráttan sé tapað stríð og hinn sigraði, karlmaðurinn, þurfi að sleikja sár sín og efla baráttu- andann í leyni, til dæmis undir yf- irskini fyrirlestra um dísilvélar. Fyrirlesarinn rekur sögu barátt- unnar, greinir hvernig hún tap- aðist og reynir að stappa stálinu í kynbræður sína, uppfullur af heil- agri vandlætingu og réttlátri reiði hins undirokaða. Verkið er fullt af ísmeygilegu sjálfsháði og kostuleg típan sem Þorsteinn Bacmann skapaði ýtti mjög undir það. Skemmtileg grunnhugmynd hjá Guðmundi Oddssyni en þáttinn skorti nokkuð stígandi, eftir að af- staðan og aðstæðurnar eru ljósar bætist lítið við, fyrr en í lokin þeg- ar hnyttinn endahnútur er bund- inn á fyrirlesturinn og þáttinn. Meira var spunnið í næsta þátt, sem bróðir Guðmundar, Hallgrím- ur, skrifar. Hversu langt er vestur birtir okkur óborganlega óframfærinn forræðislausan föður sem segir farir sínar ekki sléttar í samskipt- um sínum við barnsmóðurina og útlistar kenningar sínar um sam- skipti kynjanna almennt. Hallgrímur kemst á gott skáld- legt flug í spuna út frá hugmynd- inni um Guð sem konu, og inn- skotsatriði um George Bush og Saddam Hussein var mjög vel heppnað. Vel skrifaður þáttur en dálítið endasleppur. Skúli Gauta- son var verulega hlægilegur í hlut- verkinu, en sú leið að láta hann teikna með látbragði og leikhljóð- um hvert einasta smáatriði í frá- sögninni rímaði illa við sviðsfælni persónunnar í upphafi. Einnig skil ég ekki þá ákvörðun að láta Skúla flytja þáttinn í hljóðnema. Upp- færslan var mjög leikræn, og þátt- urinn er hreinræktað leikhúseintal en ekki uppistandsrútína og óþol- andi að fela skipbrigði leikarans bak við óþarfan míkrófón. Sama var upp á teningnum í síð- asta þættinum og var jafnvel enn hjákátlegra, þar sem svo mikið var að gera hjá Hildigunni Þráinsdótt- ur í hlutverki Beru að hún þurfti bæði að hafa hefðbundinn hljóð- nema og hand- frjálsan búnað. Af hverju í ósköpunum? Að þessu slepptu er Maður & kona: egglos eftir Sigur- björgu Þrastar- dóttur afar vel heppnaður þáttur. Í honum kynnast áhorfendur Beru sem er yfirkomin og undirlögð af þörf sinni eftir að eignast barn, en því miður, ekkert hefur gengið í þeim efnum hjá henni og manni hennar. Nú hefur hún tekið trú á kenningu sem beinir kynlífinu aftur í sinn rétta farveg og helgar það á ný sínu upp- runalega hlut- verki: getnaði. Hún er full efa- semda um heilindi eiginmannsins í þessu efni, og hennar eigin ást- ríður eiga líka til að setja hana af sporinu. Hildigunnur flutti þáttinn af frábæru öryggi og fítonskrafti. Skemmtilega var unnið með leik- muni, hvort sem það voru egg eða eiginmaðurinn sem stóð bísperrtur á sviðinu í líki gínu. Þessi þáttur er leikrænastur þáttanna og best upp byggður, með stöðugri stíg- andi og endar með mögnuðum há- punkti. Viðeigandi endir á þessari grallaralegu skoðunarferð um víg- völl kynjasamskiptanna. Skemmtiferð á vígvöllinn LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Þrír einleikir: Olíuþrýstingsmæling dís- ilvéla eftir Guðmund Kr. Oddsson, Hversu langt er vestur Eftir Hallgrím Oddsson og Maður & kona: egglos eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Leikstjóri: Halldór E. Lax- ness, leikendur: Hildigunnur Þráinsdóttir, Skúli Gautason og Þorsteinn Bachmann. Samkomuhúsinu á Akureyri 1. febrúar 2003 UPPISTAND UM JAFNRÉTTISMÁL Hallgrímur Oddsson, Skúli Gautason, Guðmundur Kr. Oddsson, Þorsteinn Bachmann, Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Halldór E. Laxness eftir frumsýningu. Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson MEÐ hæfilegri einföldun má segja að tilraunamennska Peters Brook hafi frá upphafi verið leit að endimörkum. Hvar er það minnsta sem þarf til að koma leik- rænum skilaboðum til áhorfenda? Hversu litla þekkingu áhorfenda á lögmálum leiklistarinnar er hægt að komast af með? Hvenær hefur athöfn merkingu og hvenær ekki? Það þarf því engan að undra að hann hafi heillast þegar eiginkona hans gaf honum í jólagjöf bók Oli- ver Sacks um taugaraskanir. Afraksturinn var þetta verk, rannsókn á endimörkum skynjun- ar, atferlis og merkingar. Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur er samansett af stuttum atriðum þar sem læknar afhjúpa tiltekið ástand sjúklings fyrir áhorfendum. Við kynnumst fólki sem hefur misst vald á tungumálinu, tapað skammtíma- minninu eða aðgangi á skynjun sinni eða hefur litla sem enga stjórn á líkamanum. En þó að þetta sé heillandi og skelfilegur heimur sem við fáum innsýn í eru það spurningarnar sem vakna um hinn hversdagslega raunveruleika sem lifa með okkur. Hvað með okkar skynjun, erum við ekki jafnmiklir fangar hennar og sjúklingarnir sinnar? Hversu mikið af grundvallaratriðum í at- ferli okkar og lífi eru frosin mynstur sem við erum föst í? Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur fær mann til að horfa undrunaraugum á sjálfsagða hluti, sjá hversdagsleikann sem heillandi og skelfilegan og það er dýrmæt gjöf. Geðveiki og aðrir „dramatískir“ sjúkdómar hafa alltaf heillað leik- skáld og leikhúsfólk sem viðfangs- efni, enda gefur annarlegt ástand jafnan tækifæri til að „fara á kost- um“ á svo áberandi hátt að jafnvel daufustu áhorfendur sjá að eitt- hvað óvenjulegt er á ferðinni. Þetta verk gefur vissulega tilefni til svoleiðis flugeldasýninga, en hópurinn stenst þá freistingu og uppsker ríkulega. Nálgun Peters Enquist er eins og gerilsneydd, öllum óþarfa er ýtt til hliðar, leik- ararnir sýna okkur birtingarmynd sjúkdómanna án tilfinningasemi, nánast án persónusköpunar. Öll áherslan er á það sem skiptir máli, það sem við eigum að sjá. Á örfáum stöðum er taumhaldinu sleppt, einkum þegar sjúklingum er sýnt fram á röskun sem þeir hafa ekki vitað af. Viðbrögð Hall- dóru Geirharðsdóttur í hlutverki konu með skynjunartruflun við að líta í spegil eftir að hafa farðað sig skáru í hjartað, enginn skortur á tilfinningalegri innlifun þar. Og á köflum bregður vissulega fyrir „virtúósleik“, eftirminnilegast í Tourette-fyrirlestri Gunnars Hanssonar, sem nær samtímis að vera fullkomlega trúverðugur sem maður á valdi þessa dramatíska heilkennis sem einkennist af stjórnleysi yfir hreyfingum og tali, og jafnframt með algera stjórn á sér við að gefa okkur dæmi af sér og öðrum. Brecht hefði orðið glaður. Til að brúa bilið milli atriðanna hafa verið sett saman einhvers- konar draumkennd dansatriði sem mynda sterka andstæðu við kald- ar staðreyndirnar sem bornar eru á borð í verkinu. Kannski er þörf á slíkum uppbrotum, en ekki þótti mér þessi þáttur sýningarinnar bæta miklu við. Það sama má segja um leikmyndina, nytjahlut- irnir voru réttir en grunnformin þóttu mér engum tilgangi þjóna. Og hvernig væri að íslensk leik- hús tækju höndum saman og settu bann við notkun vatns í leikmynd- um í svona tvö til þrjú ár? Leik- ararnir glíma hver um sig við að sýna okkur nokkra sjúklinga og bregða sér jafnframt í hlutverk lækna. Öll eiga þau áhrifaríkar senur og nokkrar lifa sterkar í huganum en aðrar. Lamaða konan hennar Hörpu Arnardóttur sem stjórnar útlimunum með því að horfa á þá. Halldór Gylfason sem maður án skammtímaminnis. Mál- stola en óðamála Þór Tulinius. Sóley Elíasdóttir sem kona sem getur ekki skrifað bókstafinn „o“ en getur teiknað tungl. Þór og Gunnar að glíma árangurslaust við að þekkja hversdagslega hluti á útliti þeirra. Allt óaðfinnanlega gert vegna þess að leikararnir leyfa okkur að horfa framhjá sér að kjarna málsins, viðfangsefninu. Leikhópurinn á nýja sviðinu efl- ist við hvert verkefni sem ein- staklingar og hópurinn í heild. Með þessari sýningu taka þau að mínu mati sína stærstu listrænu áhættu og hafa, þegar á heildina er litið, sigur. Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur er æv- intýraferð um heilabörkinn, vits- munaleg skemmtun þar sem til- finningarnar kvikna þar sem þær eiga heima: í huga áhorfandans. Spark í heilabörkinn LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundar: Peter Brook og Marie-Hélène Estienne, þýðandi: Hafliði Arngrímsson, leikstjóri: Peter Engkvist, dansar og hreyfingar: Yaron Barani, leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson, lýsing: Benedikt Axelsson og Kári Gíslason, hljóð: Jakob Tryggvason. Leikendur: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius. Borgarleikhúsinu 2. febrúar 2003. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR Morgunblaðið/Árni Torfason „Leikhópurinn á nýja sviðinu eflist við hvert verkefni, sem einstaklingar og hópurinn í heild. Með þessari sýn- ingu taka þau að mínu mati sína stærstu listrænu áhættu og hafa, þegar á heildina er litið, sigur.“ Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.