Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jörundur Finn-bogi Engilberts- son fæddist í Súða- vík 1. júlí 1927. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Engilbert Þórðarson og Ása Valgerður Eiríks- dóttir. Systkini hans voru Sólveig Elín El- ísabet, f. 1923, d. 1985, Lárus Jón, f. 1924, d. 2001, Kristín Ása, f. 1925, Sólrún, f. 1929, Hulda, f. 1931, Agnes, f. 1933, Jóhannes Karl, f. 1935, Hildi- gunnur, f. 1939, d. 1999, Þórður Páll, f. 1940 og Janus Hafsteinn, f. 1942. Eiginkona hans var Bjarn- veig Guðný Guðmundsdóttir, frá Súðavík, f. 25. mars 1930, d. 27. mars 2001. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðnason og Guðrún Eiríksdóttir. Börn Jörundar og Bjarnveigar eru: 1) Brynja, f. 29.6. 1949, eiginmaður hennar er Birgir Úlfsson, f. 25.4. 1947, dætur þeirra eru a) Guðrún, f. 4.10. 1967, unn- usti hennar er Sverrir Jóhannes- 1987, og c) Birna Rún, f. 23.7. 1993. Jörundur fæddist í Súðavík og ólst þar upp til fullorðinsára. Hinn 25. mars 1951 kvæntist hann eig- inkonu sinni, Bjarnveigu Guð- mundsdóttur, og hófu þau búskap í Súðavík og eignuðust þar sín fjög- ur börn. Á þessum árum stundaði Jörundur sjómennsku og vann ým- is störf við fiskvinnslu í landi. Árið 1971 fluttu Jörundur og Bjarnveig til Kópavogs, ásamt tveimur yngstu sonum sínum og föður Bjarnveigar, sem flutti á heimili þeirra árið 1968, eftir að hann varð ekkjumaður. Eftir skamma dvöl þar fluttu þau upp á Akranes, þar sem þau hjónin hófu störf í frystihúsinu Haferninum. Jörund- ur hóf skömmu síðar störf við fisk- eftirlit hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins og starfaði þar það sem eftir lifði starfsævinnar, lengst af við fiskeftirlit en síðustu árin sinnti hann ýmsum erindum á veg- um Sjávarafurðadeildar. Árið 1977 fluttu Jörundur og Bjarn- veig, ásamt yngsta syni sínum, aft- ur í Kópavoginn og á nýjan leik upp á Akranes ári síðar. Þar dvöldu þau til ársins 1981 en fluttu þá að Laufvangi 2 í Hafnarfirði, þar sem Jörundur bjó allt til ársins 2002. Eftir skamma dvöl á Sól- vangi flutti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og bjó þar til dauða- dags. Útför Jörundar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. son, f. 11.6. 1966, börn þeirra eru Birgir, f. 25.11. 1992, og Bertha Sóley, f. 26.5. 1999, b) Benedikta, f. 11.12. 1973, unnusti hennar er Hinrik Jónsson, f. 10.1. 1973, dóttir þeirra er Arngunnur, f. 11.12. 2000, c) Birg- itta, f. 10.7. 1979, og d) Bjarnveig, f. 28.4. 1983. 2) Guðmundur, f. 10.6. 1950, eigin- kona hans var Guðríð- ur G. Guðmundsdótt- ir, f. 21.9. 1953, þau slitu samvistum, börn þeirra eru a) Berglind Ósk, f. 19.12. 1978, unn- usti hennar er Garðar Svavarsson, f. 6.10. 1979, sonur þeirra er Alex- ander Blær, f. 8.3. 2000, og dóttir þeirra er Guðný Björt, f. 15.5. 2001, dóttir Berglindar er Birta Líf, f. 2.5. 1997, b) Arnór Smári, f. 4.8. 1994. 3) Atli Viðar, f. 23.5. 1955, sonur hans er Steinar Örn, f. 6.4. 1977. 4) Eiríkur Páll, f. 24.12. 1962, eiginkona hans er Heiða Hel- ena Viðarsdóttir, f. 11.2. 1963, dætur þeirra eru a) Guðrún Rakel, f. 9.1. 1983, b) Ása Hrund, f. 4.9. Nú þegar pabbi er horfinn á braut og ég lít til baka verður mér ljóst að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Pabbi var þann- ig persóna, það fór ekki mikið fyrir honum, hann tranaði sér sjaldnast fram, en hann var alltaf til staðar og ekki síst þegar eitthvað bjátaði á í lífsins ólgusjó hinna yngri og óreyndari. Þá var oft gott að geta sest niður með pabba og farið yfir málin og oftar en ekki voru sporin léttari að því spjalli loknu. Það er auðvelt að sjá það nú, hversu gott var að eiga slíkan bakhjarl. Enda fylgdist hann vel með sínum og vissi jafnan upp á hár hverjar aðstæður voru hjá hverjum og einum. Glaðværðin og kímnigáfan sem fylgdi pabba allt til loka var einnig einstök. Þar var hann því sama merki brenndur að vilja sjaldnast stíga fyrstur fram í sviðsljósið, en þegar menn fóru að gera að gamni sínu var enginn kátari en pabbi. Það var líka alltaf stutt í brosið og spaugið, þó aðstæður væru erfiðar og pabbi þungur á brún við fyrstu sýn. En kímnin var aldrei langt und- an og fyrr en varði brosti pabbi að einhverri spaugilegri hlið lífsins, sem honum tókst ævinlega að koma auga á. Það var heldur ekki að sök- um að spyrja, að alls staðar var pabbi sérlega vel liðinn og á síðustu árum sínum í ótrúlega erfiðum veik- indum tókst honum jafnan að vekja aðdáun og öðlast væntumþykju meðal starfsfólks sjúkrahúsa og dvalarheimila sem hann dvaldist á. Þá var það ógleymanleg lífs- reynsla og ótrúlega skemmtileg að fylgjast með samfundum pabba og hans stóra og samheldna systkina- hóps. Ekkert komst þá að nema söngur og gleði, enda má segja að pabbi hafi neytt síðustu krafta og farið á viljastyrknum einum í lang- ferð á æskuslóðir í Súðavík síðasta sumar á niðjamót Ásu og Engil- berts. Af því vildi hann fyrir engan mun missa og lifði sig inn í sönginn og gleði hópsins í síðustu ferðinni til sinna heittelskuðu átthaga. Pabbi var skarpgáfaður maður og bar gott skynbragð á ljúfan söng og ljóð og þótti fátt skemmtilegra en taka lagið á góðum stundum. Hann naut þess hins vegar ekki, líkt og margir af hans kynslóð, að eiga þess kost að ganga menntaveginn og þroska sína vitsmuni og hæfileika. Störfum sínum, hver sem þau voru, sinnti hann þó af alúð og einstakri samviskusemi og stundum svo af bar. Sögurnar lifa enn af ótrúlegum handbrögðum hans í beitningar- skúrnum í Súðavík, en þeim sögum fylgja líka frásagnir af kvæðabókum sem stóðu framan við beitningarbal- ann og lesið var í um leið og hægt var að líta upp frá balanum. Þar var andinn nærður um leið og fumlaus handtökin sáu fjölskyldunni fyrir fæði og klæðum. Margs er minnast og margar góð- ar stundir frá samvistum við pabba. Ennþá lifa í minningunni sumar- ferðir þegar ég einn fór ásamt pabba í langferðir um landið á ferð- um hans í fiskeftirlitinu. Ekki eru síður ógleymanlegar margar ferðir sem við feðgar fórum á fótboltavöll- inn þegar Skagamenn voru að spila, en pabbi var mikill aðdáandi Skaga- liðsins og fór jafnan á alla þá leiki sem hann mögulega komst á. Þann- ig mætti lengi telja, það hrúgast upp margvíslegar góðar minningar, sem gera manni ljóst enn og aftur, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En nú er pabbi horfinn á braut og fagnar eflaust samfundum við mömmu á nýjan leik. Eftir sitja börn og barnabörn og sakna þess að afi og amma eru ekki lengur hluti að tilverunni, nema í ómetanlegri minningunni. Eiríkur Páll. Tengdafaðir minn og mikill vinur er nú látinn. Við Jörri eins og hann var æv- inlega kallaður náðum strax vel saman eftir fyrstu kynni. Sumum þótti hann stundum svolítið dulur en það fann ég aldrei og á gleðistund- um var hann hrókur alls fagnaðar, söngmaður mikill og húmoristi, ógleymanlegar eru þær sögur sem hann gat sagt, frá þeim tíma er hann var að alast upp í Súðavík. Jörri var mjög samviskusamur og mikill nákvæmismaður í öllu, ef búið var að ákveða einhvern tíma til ein- hvers var hann mættur á stundinni ef ekki miklu fyrr, reikningar voru aldrei greiddir seinna en á gjald- daga, í umgengni við bílana sína var hann fyrirmyndar snyrtimenni, aldrei sá maður skítugan bíl hjá honum og alltaf mætti hann með þá á réttum tíma í smurningu og skoð- un. Hjálpsamur var hann við alla, þegar við hjónin vorum að koma okkur upp okkar fyrsta húsnæði í Kópavoginum kom hann oft akandi frá Akranesi með pappírspoka á höfðinu, rúllu og bakka í hendinni og málaði með okkur íbúðina. Jörri starfaði lengi sem fiskeftirlitsmaður í frystihúsum SÍS og var því mikið á ferðalagi um landið og kynntist því mjög vel, ef ég vissi af Jörra ein- hverstaðar úti á landi gerði ég mér far um að reyna að gista á sama stað og hann, þegar ég vegna starfa minna þurfti líka að fara út á land, til að geta snætt með honum kvöld- verð og fræðst um það landsvæði sem við vorum staddir á það skiptið, þannig fræddi hann mig um flest af því sem merkilegt er og fyrir augum ber þegar farinn er hringvegurinn. Að ferðast með Jörra til útlanda var ævintýri, þá naut hann sín, sérstak- lega er minnisstætt eitt sinn er við vorum á sólarströnd og leigðum okkur vespur, keyrðum út í sveit eina dagstund, hann var eins og unglingur brunandi á vespunni, að vísu hruflaði hann sig þannig að hann mátti ekki fara í vatn eða sjó það sem eftir var ferðar en það gerði ekkert til, hann hafði prufað að keyra vespu. Heilsuhraustur var hann, ég man ekki eftir honum veikum en eftir að hann komst á eftirlaun og ætlaði að fara að njóta lífsins í húsi því sem hann byggði í Súðavík forðum greindist hann með Parkinsonveiki og síðar krabbamein sem varð hans banamein og gat því aðeins dvalist þar eitt sumar og part úr öðrum tveim. Nú leggst hann til hinstu hvílu við hlið Bubbu eiginkonu sinnar sem lést fyrir tæpum tveimur árum. Ég mun um ókomna tíð minnast vinar míns og tengdaföður með söknuði. Blessuð sé minning hans. Birgir Úlfsson. Hjörðin mín er ekki öll engin grein’ eg ljósin: jörðin þín er freðin fjöll fallin eina rósin. (Halldór K. Laxness.) Með þessu erindi kveð ég elsku- legan afa minn og bið Guð um að geyma hann og varðveita. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með honum hér á jörðu og er sannfærð um að einn góðan veð- urdag eigum við eftir að hittast á ný. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Saknaðarkveðja Guðrún Rakel. Það var á þriðjudagskveldi í fyrri viku sem Jörundur vinur minn kvaddi sína jarðnesku tilveru. Ég hafði heimsótt hann á DAS í Hafn- JÖRUNDUR FINNBOGI ENGILBERTSSON Elsku hjartans afi minn. Þú varst svo yndislegur maður. Gjafmildur og fyndinn. Þú varst líka feiminn og áttir ekki auðvelt með að tjá tilfinningar þín- ar. Væntumþykju tjáðir þú með gjöfum, sem oft urðu ansi stórar. Þú varst líka svo stór og sterkur og ég vissi alltaf að þú gast barist við ljón- in sem af einhverri ástæðu dytti í hug að koma á Álfaskeiðið til að borða okkur. Þér fannst menntun mikilvæg og ég fann alltaf að þú vildir að ég klár- aði nám. Mér hefur og mun alltaf finnast svo mikilvægt að gera þig stoltan af mér. Það er erfitt að segja þér, afi, hvað andlát þitt þýðir fyrir mig. Það eitt veit ég að ég hélt að þú myndir alltaf vera hjá okkur og kynnast börnunum mínum en svo fór nú ekki. Ég er samt nokkuð viss um að þú JÓN STEFÁN HANNESSON ✝ Jón Stefán Hann-esson var fæddur í Reykjavík 8. janúar 1936. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi aðfaranótt 6. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 13. jan- úar. hafir kvatt mig nóttina sem þú lést og það huggar mig að vita að þú ert ekki horfinn heldur farinn eitthvað annað. Maður eins og þú þarf ekki að óttast það sem tekur við eftir dauðann, hvað svo sem það kann að vera. Bless, afi minn. Guð geymi þig og ég mun alltaf elska þig. Þín dótturdóttir Hanna Jóna. Nú er hann Jón smiður vinur minn látinn. Ég man það vel þegar ég kynntist Jóni fyrir tæpum 30 ár- um. Á þessum árum var ég að nafn- inu til í námi en vann þó drjúgan hluta ársins. Jón var þá vertaki hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og hafði ásamt öðru umsjón með uppbygg- ingu mannvirkja í Heiðmörkinni. Honum var m.a. falið það verkefni að hafa mig í vinnu, enda var það svo að Jón stjórnaði ekki aðeins sín- um eigin starfsmönnum heldur hafði hann oft á tíðum einnig með höndum umsjón með starfsmönnum Vatns- veitunnar. Löngu síðar varð Jón starfsmaður Vatnsveitunnar, nokk- urs konar „yfirsmiður“. Jón var nefnilega þannig gerður að hann gerði ekki greinarmun á eigin hag og Vatnsveitunnar. Verk- efni og eftirlit sem honum fannst þurfa að vinna urðu að hans og ár eftir ár þá ók hann um verndar- svæðin alla daga vikunnar til þess að fylgjast með að allt væri í lagi. Ef Jón taldi einhverja hættu á ferðum gátu ferðirnar orðið margar á dag, sérstaklega ef hætta var á sinueld- um eða annarri vá. Hræddur er ég um að stundum hafi hann vanrækt sína elskulegu konu Droplaugu og fjölskyldu til að sinna þessu eftirliti sem var honum svo mikilvægt þó svo að ég telji að hann hafi ekki fengið greitt fyrir það nema að litlu leyti. Það er óhætt að segja að Jón hafi tekið mig strax undir sinn vernd- arvæng, með sama hætti og fjölda annarra ungra manna sem komu til hans til að læra smíðar eða vinna önnur störf. Ég lærði strax að ekki borgaði sig að fara á bak við þennan rólega, einlæga rauðhærða mann sem var strangheiðarlegur og hafði velferð allra í kringum sig að leið- arljósi. Með árunum varð vinskapur okk- ar meiri og er óhætt að segja að fáir eða engir hafa átt trúnað minn með sama hætti og Jón. Ég gat alltaf leitað til hans og rætt það sem mér bjó í brjósti. Jón var ávallt vakandi yfir velferð minni eins og síns eigin barns og hvar sem ég var staddur í heiminum gat ég átt von á því að Jón hringdi til þess eins að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Þótt Jón væri á vissan hátt einfari þá var hann jafnframt félagslyndur svo undarlegt sem það kann að virð- ast. Hann hafði skemmtilegt skop- skyn og var með afbrigðum stríðinn þó á þann hátt að engan vildi hann særa. Aldrei fékk ég t.d. að vita hvaða millinafni hann héti, annað en að S. þýddi „smiður“. Hann var gríðarlegur sælkeri og réð ekkert við sig þegar „massarínur“ eða önn- ur sætindi áttu í hlut. Löngu eftir að hann hafði greinst með sykursýki lét hann undan löngun sinni í sæt- indi hvenær sem hann átti þess kost. Nú þegar ég rita þessar línur á borðplötunni stóru sem var okkar síðasta sameiginlega verk þá verður mér hugsað aftur í tímann og sé þá að Jón hefur átt þátt í flestum þeim framkvæmdum sem ég hef ráðist í frá því að við kynntumst. Oft óum- beðinn og ávallt reiðubúinn til að að- stoða og veita góð ráð. Ég kveð í dag Jón vin minn, með miklum söknuði, jafnframt því sem ég votta Drop- laugu konu Jóns, börnum og barna- börnum hans innlega samúð mína við fráfall þessa góða manns. Sigurður A. Þóroddsson. Það er mikill missir fyrir okkur vini Jóns Hannessonar að hann skuli vera kallaður burt svona fljótt. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman fyrir um 30 árum þegar ég var handlangari í byggingarvinnu undir stjórn Jóns. Það var mikil lífs- reynsla fyrir ungan pilt að fá að starfa með Jóni. Hann var ekki ein- ungis sérlega góður og vandaður húsasmíðameistari heldur einnig heimspekingur af guðs náð. Af Jóni lærði ég að það er ekki allt mælt í peningum heldur er margt fleira sem gefur lífinu gildi. Eitt uppá- halds máltæki Jóns var að „margur verður af aurum api“ sem lýsir hans lífsskoðun að miklu leyti. Gegnum Jón kynntist ég að hjálpsemi, greið- vikni og góð vinátta felur í sér sitt eigið endurgjald í lífinu. Jón var mikill verkmaður og lagði sig fram við það að skila góðu verki og vönduðum vinnubrögðum, jafn- vel þótt fjárhagslegur ávinningur væri ef til vill eitthvað minni fyrir vikið. Sú ánægja sem felst í að skila góðu verki sem hægt er að vera stoltur af kom hvergi betur í ljós en í samskiptum við hann. Reykvíkingar eiga honum mikið að þakka fyrir það frábæra verk og einstöku snyrtimennsku sem hann sýndi sem byggingarmeistari flestra mann- virkja á vatnsöflunarsvæðunum í Heiðmörk. Vinátta okkar Jóns hélst allar götur frá fyrstu kynnum og alltaf vissi ég að hjá honum fengi ég hjálp- arhönd ef þörf krefði. Það er mikil eftirsjá að Jóni og hans sérstöku kímni og lífssýn. Droplaugu og fjöl- skyldunni allri sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur Þóroddsson. Það var mikil sorgarstund þegar þau tíðindi bárust að Jón Steán Hannesson húsasmíðameistari væri látinn. Kynni okkar Jóns hófust fyr- ir alvöru er hann hóf að starfa fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur sem verk- taki fyrir um 30 árum sem síðar leiddi til þess að hann varð fastur starfsmaður hjá Vatnsveitu Reykja- víkur og síðan hjá Orkuveitu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.